Vísir - 08.04.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 08.04.1954, Blaðsíða 4
VISIB Fimmtudaginn 8. apríl 1954. fil ? D A G B L A Ð 'If , jj Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. j i -t Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstrœti S. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Siml 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Féiagsprentsmiðjan hJ. Kjötleysið í bæmim. TVTú er svo komið í byrjun aprílmánaðar, að segja má að ’ kjöt sé ófáanlegt í bænum. í meira en mánuð1 hefur kjöt verið lítt fáanlegt en þó hafa bæjarbúar getað fengið ein- hverja úrlausn um helgar. Slíkur kjötskortur hefur ekki þekkst hér í mörg ár. í fyrra gengu birgðir af dilkakjöti til þurrðar í aprílmánuði, en þá voru talsverðar birgðir af nauta- kjöti, kálfakjöti og hrossakjöti. Nú er ekkert til af þessum kjöttegundum svo teljandi sé og ekkert framboð af þeim vænt- anlegt. Eins og nú standa sakir er því útlit fyrir að bærinn verði kjötlaus næstu 4—5 mánuði, ef ekki verður bætt úr skortinum með innflutningi kjöts. Húsmæðurnar eru að vonum mjög uggandi um sinn hag, því að þótt bæjarbúar noti fisk mjög til matar, munu flestir sætta sig illa við að lifa á fiski ein- göngu. Þess vegna er nú almennt spurt um það hvaða ráðstaf- anir verði gerðar til þess að bæta úr kjötskortinum. Ekki er kunnugt um hvernig ástandið er í þessum efnum í sveitum og kaupstöðum landsins, en líklegt er að það sé öliu betra en hér í bænum. Skorturinn verður því vafalaust sár- astur hér og er þvi eðlilegt að bæjarbúar vænti þess fastlega að slíkt ástand sé ekki látið afskiptalaust af yfirvöldunum. Blaðið hefur leitað upplýsinga um hvort nokkuð muni að hafst af opinberri hálfu til að bæta úr ástandinu. Ríkisstjórnin mun hafa haft málið til umræðu og einnig verðlagsráð land- búnaðarins. Báðir þessir aðilar munu vera þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé að gera einhverjar ráðstafanir til að bæta úr kjötskortinum. Nú er ekki málið eins auðvelt og ætla mætti sökum hættunnar, sem stafar af gin- og klaufaveikinni í nálægum löndum. Dýralæknar munu þó vera þeirrar skoðunar, að hægt sé að gera þær varúðarráðstafanir, sem duga til þess að engin smithætta ætti að stafa af kjötinnflutningum. Mun hafa komið til tals að kaupa kjöt frá Danmörku eða írlandi í hinu siðarnefnda landi hefur veikin ekki verið undanfarin ár og ættu því kjötkaupin þaðan að vera öruggari. Bæjarbúar munu fylgjast með gangi málsins af mikilli at- hygli og vænta þess að það verði leyst fljótlega á skynsam- legan hátt, svo að ekki magnist hér ótti meðal almennings um matarskort. Kjötskorturinn stafar af því, að færra fé var slátrað síðasta haust en venjulegt er, vegna ráðstafana sem gerðar hafa verið til þess að koma upp ósýktum fjárstofni. Næsta haust verður slátrun vafalaust miklu meiri en í fyrra og margir búast við að slátrunin verði svo mikil, að talsvert af kjöti þurfi ao flytja út. Stöðvun framundan. T>æjarútgerðir, félög og einstaklingar, sem nú halda úti ný- sköpunartogurunum til veiða, hafa lýst yfir því, að rekst- . urinn muni stöðvast bráðlega ef ekki fáist hjálp með opinber- um ráðstöfunum. Stjórn félags togaraeigenda hefur verið á funduirt undanfarið til að gera sér grein fyrir með hvaða ráðum sé hægt að forðast það öngþveiti, sem nú virðist framundan í þessari atvinnugrein. Heyrst hefur að allir togarnir að fáum undanteknum, hafi síðasta ár tapað á rekstrinum og er talið að tapið sé á hveit skip 500—1200 þús. krónur. Reksturinn það sem af er þessari vertíð, hefur verið lélegur, enda eru flest skipin með talsveii af óvönum mönnum og dregur það úr afköstunum. Öllum er ljóst að ekki er hægt að halda skipunum í rekstri með mik.lu stöðugu tapi. Enginn hefur þol til þess og bæjarútgerðirnar ekki heldur. Gert er ráð fyrir að togaraútgerðin stöðvist í næsta mánuði nema einhver ráð verði fundin til að bæta tap skipanna eða afstýra því á einhvern hátt. Venjulegu leiðirnar eru að rétta við fjárhaginn með hærra afurðaverði eða meiri aflabrögðum. En yfir þessu ráðum við ekki nema að takmörkuðu leyti. Lausn vandans er því varla auðfundin. • En athugaverðast er þó það, að þessir erfiðleikar eru af- leiðihgar stærra þjóðfélagsvandamáls, sem smám saman er að koma í ljós, en það er vaxahdi verðbólga. Kalevala á íslenzku Kafli úr þýðingu Karls Ísíelds birtist í finnsku riti. Ársrit finnska Kalevalafé- lagsins hefir nýlega birt kafla úr Kalevalaþýðingu Karls ís- felds, og hefir þessi kafli síð- an verið sérþrentaður. Tildrögin til þess að Karl ís- feld tók að þýða Kalevala á is- lenzku eru þau, að fýrir nokkru gaf finnskur íslandsvinur F. j Jaari forstjóri, ákveðna fjár- hæð til þess að fá þenna bók- menntahelgidóm Finna þýddan á íslenzka tungu. Aðalræðismaður íslands í Helsingfors, Eric Juuranto, hafði milligöngu um að koma þessari málaleitan og gjöf til menntamálaráðuneytisins og það fól menningarsjóði fram- kvæmdir í málinu. Réði menn- ingarsjóður Karl ísfeld síðan til þess að annast þýðinguna og hefir hann unnið að henni um skeið. Kvaðst nú vera hálfn- aður með hana og leggja á- herzlu á að ljúka henni sem fyrst. Hefir hann farið tvíveg- is til Finnlands í sambandi við verk sitt og dvalið þar um skeið. Kalevalaljóðin hafa verið þýdd á 35 tungumál til þessa fyrir utan ísienzku þýðinguna. Og nú fyrir skemmstu birtist einn kaflinn í hinu finnska Kalevalariti sem áður getur, og leyfir Vísir sér hér með að birta þrjár upphafsvísurnar úr kvæðinu: „Ljóðaþrá til kvæða knýr mig. Kveikt er löngun, sem ei flýr mig, orðs að leita, söng að syngja, sögur fornar ljóðum yngja, láta bragi leika á vörum, ljóðin gjalla í spurn og svörum, gómstáls láta glauminn vakna, í gljúpum huga þræði rakna. Félagi og málvin mæti, mjaðarbróðir, vel þær sæti! Gott er að rækja gömul kynni, gleðjast við hin fornu minni, yzt á köldum eyðislóðum einveruna stytta ljóðum. Saman skulum fingur flétta, fótum spyrna, úr baki rétta, hefja svo upp reginraddir, rammaslag skulu ýtar gæddir, gýgjarslag' og faldafeyki fljóðin ung á strengi leiki. Tekin upp í dag mjög faileg rffsefni í kjóla. Verzl. FRAM Kiapparstíg 37. Sími 2937. B£ZT AÐ AUGLYSAIVISF Kristján Guðíaugsson, h æstarcttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Austurstræti 1, Sími 3400. Hrun í 5000 ára gömlum pýramida. Vefkartienn mei&ast og bífta bana, er grafhefgi er rofin. Sérstæður atbúrður gerðist í Sankara, Egyptalandi fyrir skömrnu, þar sem verkamenn voru að grafa sér leið inn í 5000 ára gamlan pýramida að grafhvelfingu egypzks forn- konungs, að hrun úr lofti og veggjum varð einum verka- manni að bana, en 5 meiddúst hættulega. Var það mjög hættulegt verk, að vinna að björguninni. Tveimur sem var bjargað er ekki líf hugað. — Þetta gerðist á svæði, sem oft er kallað „graf- reitur konunganna“, og er 26 kílómetra vegalengd frá Kairo. — Egyptar ti'úa því statt og stöðugt, að hér hafi sannast enn einu sinni, ,að bölvun og ólán vofi yfir þeim, sem rjúfa grafhelgi konunganna. Minnt- ust menn enn af nýju þess, sem gerðist, er gröf Tutánkhmens konungs var opnuð 1922. —■ Viku áður en slýsið varð höfðu verkamenn lokið við, í viður- vist vísindamanna að opna leið að inngöngudyrum nýfundins pýramida, þar sem talið cr að geymdur sé smurningur (múm- ía) Sabahkt konungs, er var lítt kunnur Faraó, er var við völd 3000 árum fyrir Krists burð. IVVVWMAVVUWUWlWUVVPkVWWWIAVtfVW MÍWAWiW^JWiWAWVWWAV.VAn TIL (jmnar áauHir julmtup (julmtut gmHap hauHfa (6 teg. í dós) &lan4ai gmnmti Mauité^ut fyárkuAalat Gaffalbitar - Hturta úr PiugvffiiSavsiiíii - Heilagfiski; 8i U k 'jtó fáatwmann ijðar um 18.-núuvóu(iuvömr IMATBORG H.F. Símar 5424 82725

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.