Vísir - 08.04.1954, Side 5
Fimmtudaginn 8. apríl 1954.
VISIB
Það er grunsamlegt að fá gjöf
eftir fimmtán ára gleymsku.
Muitiö iatMt tií FM. rikLsiötf-
regluamajr ameríshu* sem
iteiir uöat ihaekisiöö
< þ
i
IIYjw/* ÍMfftfÞWS,
Washington, 26. marz.
Þcir munu vera Iiarla fáir, hvort sem er á íslandi eða annais
sfaðar, sém hafa ekki héyrt getið um ríkislögregiuna amerísku,
Féderal Bureau of Invéstigation (FBI), eða jafnye! séð ein-
hverja kvikmynd, þar sém einn af mönnum hennar, sem kallaðir
eru G-menti í daglegu tali, á í höggi við afbrotamenn af ýmsa
tagi.
Hvert fylki í Bandarikjunum' ganga úr skugga um það á ör-
hefir sína eigin lögreglu, sem’skömmum tíma, hvort fingra-
vinnur að rannsókn hinna ýmsuj för, sem finnast, þar sem glæp-
mála, sem lögregla allra landa ur hefir verið framinn, eru fyrir
lætur til sín taka, og því fer hendi í spjaldskrá FBI éða ekki.
Og þegar tekið er tillit til þess,
að um fingraför 130 Anilljóna
1 fjarri, að G-mennirnir hafi
sífellt samvinnu við þá Iaganna
verði, sem eru á snærum fylkj-
anna. Það þm-fa að vera alveg
sérstakar forsendur fyrir hendi,
manna — eða samtáls um 1,3
milljarð fingrafara er að ræða
í safni lögreglunnar þá sjá
til þess að FBI skerist í leikinn j menn, að fingrafarásaman-
og sendi sína menn á vettvangj burður væri harla torsótt verk,
til að hafa hönd í baggá með,ef tækin væri ekki notuð til
rannsókninni eða stjórna hénni hins ítrasta.
og framkvæma hana að öllu
leyti.
Það má taka sem dæmi, að
bíl sé stolið í einhvérri borg
landsins, sem gerist næsta oft,
því að bílar eru til margra hluta
nysamlegir, eins og allir vita,
og glæpamenn kunna að meta ’
En fingraför géta verið til,
annars nytsamleg en að koma
upp um afbrotamenn. Ef skil-
ríkjalaus maður tapar minni og
fer á flæking éða finnst dauður,
og enginn kannast við hann, þá
getur verið fljótlegt að komast
að því, hver hann er, ef tekin
bíla hér eins og annars staðar. j eru fingraför hans, og eintak
Slíkur þjófnaður er einkamál af þeim er áður fyrir hendi í
lögreglunnar á staðnum. En éf! safni lögreglurtnar.
það kemur svo fyrir að auki,1
að farið sé með bílinn milli
fylkja, yfir landamærin milli
þein-a þá er málið orðið alvar-
legra, og þá tekur FBI málið í
sínar hendur án frekari um-
svifa. Ríkjalögreglan tekur líka
sjálfkrafa við þeim málum, þar
sem pósturinn er á einhvem
hátt notáður við að fremja
glæpi, svo að annað dæmi sé
rtefnt, og vitanlega gætir hún
öryggis ríkisins gagnvart und-
ii'róðursmönnum í ýmsum
flokkum. Er hér vitanlega fátt
eitt talið, sem telst til veikefna
hennar.
130 milljónir
fingráfara.
Eitt af undirstöðuatriðunum
við ramísókn glæpa nú á dögum
er öfiun fingrafara á þeini vett-
vangi, þar sem afbrota hefir
farið fram, og síðan er athugað,
hvort þau fingraför, sem þar
finnast — ef slíku er til að
di’eifa — séu til í safni lög-
reglunnar. Þegar mér var fylgt
um nokkuð af húsakynnum
FBI hér í Wr-’im^ion á dögun-
um, var fyrrí. með m-ig í
fingrafarade:1 -'.in -. og það vildi
svo tii, að þ>rð T i’ fingrafafa-
sérfræðingur. s< - - fylgdi mér.
Hann skýrði ■; ’o frá, að FBI
hefði nú í fórum sínum fingra-
för 130 millj. manna, og engir
tveir hienn hefðu nákvæmlega
eins fingraför.
„Ef það kæmi á daginn, að
tveir menn eða íleiri væru með
eins fingraför, gætum við hætt
þessu dútli okkar,“ sagði leið-
sögumaður minn.
Fingraförin eru flokkuð að-
allega á þrennan hátt, sem eg
treysti mér ekki til að lýsa, en
svo fullkomnar vélar eru til
að gera samanbui'ð á fingra-
förum manna, að hægt er að
Hin gamla a'ð-
ferð BertiIIons.
Áður en menn gerðu sér grein
fyrir því, að fingraförin vær.u
svo öi'uggur lykill í þessu efni,
var notast við svonefnda Ber-
tillons-aðferð, sem var frönsk,
til að koma upp sþjaldski'á yfir
afbrotamenn. Sú aðferð var
fólgin í mælingum á mönnum,
svo sem lengd og breidd á höfði
manna, lengd framhandleggja,
breidd faðms og þar frarn eftir
götunum. En svo kom það -í ljós,
að þessi aðferð gat brugðizt,
því að eitt sinn fundust tveir
menn, sem vbru næstum alveg
éins að öllu íéyti samkvæmt
þessari aðferð, voru báðir
svertingjar, mjög líkir í and-
liti og hétu að heita má sairif
nafni. Annar hét Wilí West en
hinn William West.
Þegar þeir fundust við rann-
sókn þjófnaðarmáls, þótti sýnt
að Bertillohsaðferðin væri ekki
eins óyggjandi og menn höfðu
ætlað, og nú er hún úr sögunni.
Barker-Karpis-
glæpaflokkurinn.
Sérstakt herbergi í húsa-
kynnum FBI er til „minningar"
um ýmsa sérstaklega illræmda
glæpamenn. Þar er til dæmis
minnst á glæpaflokk, sem al-
þekktur var á sínum tíma undir
nafninu „The Barker-Karpis
Gang“, en höfúðpaurinn var
kona nokkur, sem eignazt hafði
fjóra sonu og veitti þeim ósvik-
ið glæpauppeldi. „Ma“ Barker,
eins og hún var almennt kölluð,
kenndi sonum sínum fljótt alls-
konar glæpi, en ef upp um þá
komst, svo að lögreglan náði til
þeirra, þá veitti kerling þeim
rækilega refsingu, þegar þeir
komu heim aftur — fyrir að
hafa látið lögregluna hafa
hendur 1 hári’ sínú.
Ferli kerlingar og sona henn-
ar lauk með bardaga miklum
við lögregluna. ' Var hyskið í
felum í húsi einu í Florida, þeg-
ar lögreglan sló lrring um það,
og tilkynnti, að nú skyldu allir
koma út og gefast upp. Eina
svarið var skothríð frá húsinu,
sem lauk loks með því, að kerl-
ing féll og lið hennar allt, en í
húsinu fundust tugir býssna af
öllu tagi, þ. á m. margar byss-
ur, sem stolið hafði verið úr
vopnabúi'mn fylkishersveita
víða urn landið.
f sama herbergi er líka minnt
á John Diílinger, sem lögregl-
an átti lengi í höggi við. Henni
barst loks fx-egn um það, að
Dillinger væi'i í kvikinyndahúsi
einu og tók á móti honum úti
fyriý, þegar sýningu var lokið.
Féll Dillinger í þeirri viðureign.
Oll nýjustu
vísindatæki.
Hvarvetna leitast yfirvöld
við að nota vísindin sem mest
við að úþplýsa glæpi, og FBI í
Washington hefir til umráða
öll nýjustu tæki á þessu sviði,
og eins og gefur að skilja eru
það mannmargar deildir, sem
hafa hinar ýmsu tæknilegu
hliðar málanna með höndum.
Það er fróðlegt að líta inn í
deildir þessar, enda þótt mað-
ur, sem kemur beint af götunni,
verði ekki á einni dagsstund
eða einum degi, alfróður um öll
þau tæki, sem þarna er um að
ræða. En þegar menn sjá allt
það, sem löggæzlan hefir til
umráða í baráttu sinni við lög-
bi'jótana, þá er næsta erfitt að
hugsa sér, að ekki sé hægt að
upplýsa alla glæpi. Því að það
er svo hér eins og hvarvetna
annars staðar, að sumir glæpir
verða ekki upplýstir til fulls,
hversu mikið sem lögreglan
leggur sig fram um að komast
til botns í þeim.
Blóð og eldur.
Ein deildin hefir ekki önnur
ur verkefni en að athuga flík-
ur eða aðra hluti sem blóð hefir
komizt í, þegar um slys eða af-
brot hefir verið að ræða. Þar
er á skammri stundu hægt að
ganga úr skugga um það, hvor.t
blóðflekkir þeir, sem rannsaka v
þarf, sé úr rnanni eða dýri, og
það er líka hægt að fá úr því
skorið á örstuttum tíma, uni
hvaða blóðflokk sé að ræða, ef
þess er þörí.
Sérstök vél er þarna, sem
ekki er notuð til annars en að
brenna ýms efni, til dæmis
vefnað. Hún er í sambandi við
prismu, og þegar loginn fellur
í gegnum hana og brotnar, þá
sést af ljósbrotinu, um hvers-
konar efni hafi verið að ræða.
Enn er þarna einhver sterkasta
smásjá, sem til er, því að hún
margfaldar 22.000 sinnum og
er það ekkert smáræði.
Nokkrir menn rannsaka hár,
sem oft finnast á ýmiskonar
, bareflum, er menn hafa orðið
j fyrir árá's, eða í bílum, sem ek-
j ið hefir verið á gangandi fólk
l og síðan á brott, er ökumaður-
(inn hefir viljað komast hjá
kynum við lögregluna. Er þá
oft hægt að ákvarða, af hvoru
kyni slík hár hafa verið, og
hvaða hluta likamans og hveisu
gamall sá hafi verið, sem ver-
ið hefir „eigandi“ þeirra.
Mikið skot-
vo'npasafn.
VopnasEifn mikið fyllir stórt
herbergi í húsakynnum F.B.I.
Þarna éru býssur af ölluin
gerðum, sem framleiddar eru í
heiminum og lögreglan hefír
getað komizt yfir, og í sam-
bandi við þetta safn er deildin,
sem framkvæmir í'annsóknir á'
skotvopnum, sem lögreglan
tekur, kúlum og öðru slíku.
Þegar kúlu er skotið úr byss-
um, myndast á henni rákir
vegna rákanna í hlaupinu, sem
koma snúningi á hana, svo að
hún fljúgi beinna. Kúlur, ,sem
skotið er úr sömu byssu, eru
alltaf með samskonar rákuin,
sem eru éinskónar „nafn-
spjald“ þeii'ra á skeytinu, og
með séi'stökum myndavélum
er fljótlega hægt að ganga úr
skugga um, hvort tvær kúlur,
sem fundizt hafa á mismunandi
stöðum, séu úr sömu byssu eða
ekki. Getur það vérið til mikils
stuðnings við lausn glæpamála,
eins og gefur að skilja, því að
slíkar rákir á kúlum þykja eins
góð sönnunargögn og fingra-
förin, sem getið var hér að
framan.
Eftir 15 ár.
Hér hefir verið farið fljótt
yfir sögu, enda mundi mega
skrifa margar bækur um F.B.I.,
starfsemi hennar og starfsað-
ferðir, ef allt ætti að tína til,
og hér er aðfeins ætlast til að
gefa litla mynd af þeirri miklu
starísemi, sem þessi alríkislög-
regla Bandaríkjanna hefir
með höndum, en hún á að
tiTggja öryggi ríkis og ein-
staklinga bæði inn á við og út
á við.
. F.B.I. fær vissulega marg-
vísleg vei'kefni til meðferðar. f
stríðsbyrjun tókst alríkislög-
reglunni til dæmis að rjúfa og
uppræta þýzkan njósna- og
spellvirkjahring, sem átti að
hefta hjálp Bandaríkjanna við
Breta og aðrar þjóðir, sem
börðust gegn Þjóðverjúm. Eftir
að Bandaríkin voru kómin í
stríðið, tókst henni að hand-
sama átta spellvirkja, sem sett-
ir voru á land hjá New York
og Florida, fáeinum dögum eft-
ir að þeir stigu á land.
En F.B.I. fær líka mál til at-
hugunar, sem eru af öðru tagi
og eru brosleg eftir á, þegar
öll kurl éru komin til grafar.
Leiðsögumaðurinn sagði mér
m. a. frá einu slíku og það var
á sárfáum oi'ðum á þessa leið:
F.B.I. var sendur konfekt-
kassi og beðið um að athugað
væri, hvort innihaldið væri
eitrað. Rannsókn leiddi í ljós,
að enginn konfektmolinn var
éitraður, svo að hann var send-
ur aftur með innhaldinu, en
jafnframt óskað eftir nánari
upplýsingum í málinu. Það
var kona nokkur, sem hafði
beðið um rannsókn á konfékt-
inu, og skýring hennar var sú,
að hún væri búin að vera gift
í 15 ár og hefði maðurinn henn-
ar aldrei munað eftir afmælis-
degi hennar eða giftingardegi
þeiri'a hjóna, fyrir en 15. brúð-
kaupsdagurinn rann upp. Þá
varð hann allt í einu svo rausn-
arlegur, að hann gaf henni
konfektkassa, og það fannst
konunni svo grunsamlegt, að
hún var viss um, að hann ætlaði
að bana henni á eitri.
H. P.
i .
MacArthur er hefur bcrsýnilega öðlazt náð á ný, að minnsta kosti sem ráðgajfi. Nýlega kallaði
Eisenhower forseti hann fyrir sig á mikilsverða ráðstefnu um Indókína-máiið, og við það
tækifæri var þéssi mynd tekin af heim. Að baki þeim sést Ridgway hershöfðingi.