Vísir - 29.04.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 29.04.1954, Blaðsíða 8
 TlSlB «r édýracta MaSI3 es bó bað fjðl- fcreyttasta. — HrtngiS f síma lMfl •£ gerlst áskrifendnr. Mr sem gerast kanpendur VÍSIS cftfr 10. bvers mánaðar fá blaðiS ókeypb tll mánaðamóta. — Simi ISSð. Fimmtudag'mn 29. apríl 1954 KokMov fiytur útvarpsræðu. Skorar á vaidðiafa Rússiands a5 hlífa konu sinni. — Sendiráðsfólk á heimieið. Burgess og iVlcleaei. — Vddimar BjömS’ son a Kohklov, rússneski höfuðs- maðurinn, sem sendur ,var morð erinda til Vestur-Þýzkalands, en snerist hugur fyrir áhrif konu sinnar,, flutti ávarp í út- varpi Frjálsrar Evrópu í gær- kveldi og skoraði á rússneska valdhafa að leyfa henni að fara úr landi og barni þeirra. Kohklov mlnnti á það, sem hann áður hafði "sagt um konu sína, — að hún hefði beitt á- hrifum sínum til þess, að hann hlýðnaðist ekki fyrirskipunum um að fremja morð, ef hann gerði það, þá „ætti hann ekki konu og barn lengur“. Kohklov kvað svo að orði, að ef h.ann liefði ekki getið konu sinnar í greinargerð og skýringurn, og gert alheimi kunnugt um' af- .stöðu hennar, mundi hún hafa verið látin „hverfa sporlaust“, en nú væri það ekki hægt, því að um allan heim fylgdust menn nú með örlögum hennar. Kðhk- Fjórða hvert bam óskilgetið Samkvæmt skýrshi sóknar- prestsins á Akranesi fyrir síð- astliðið ár fæddust þar í sókn- inni 88 börn á árinu. Af þeim voru 22 barnanna ó- skilgetin eða nákvæmlega f jórða hvert barn, í sama prestakalli dó 21 manneskja, þ. e. 11 karlar og 10 konur á árinu. Þar af voru i 3 manneskjur sem orðnar voru sjötugar eða eldri. Hjónavígslur voru samtals 26 á Akranesi { fyrra. Þar af 2 borgaralegar, en hinar 24 fram- kvæmdar af presti. Meðalaldur brúðguma var 25 ár, en 22 ár hjá brúði. lov kvað óréttmætt og ólöglegt, að gera neitt í hefndar skyr.i gagnvart henni. Sencliráðsfólk á heisirleiS. Sendiráðsfólkið rússneska í Canberra er nú lagt af stað í fyrsta áfanga heimferðarinnar til Moskvu, til Perth, en þaðan fér það sjóleiðis. Einnig hafa borizt fregnir um, að ástralska sendiráðsstarfsfolkið í Moskvu hafi fengið vegabréfsáritun. McLean og Burgess í Moskvu? Brezk blöð hafa birt ffegnir um, að Petrov,sem baðst hælis í Ástralíu, hafi skýrt frá því, * að Bretarnir Burgess og McLe- an séu í Moskvu og vinni þar á vegum utanríkisráðuneytis- ins. Ekki hefur brezka utan- ríkisráðuneytið staðfest þessar fregnir. — Þeir voru starfsmen11 brezka utanrílcisráðuneytisins og vakti hvarf þeirra mikla at- hygli og aldrei sannaðíst hvað af þeim varð. Þegar kona Mc- Leans hvarf í fyrra frá Sviss með börnum sínum komst á kreik orðrómur um, að þeir væru í Prag, en í rauninni mátti það eitt teljast víst, að þeir væru austan tjalds og konan hefði farið á fund manns síns með börnin. Valdimar Björnssan, fjár- málaráðherra Minnesota-fylkis, muu leita eftir því að verða til- nefndur þingmamisefni íepu- blikana við kosnhigar til öld- ungadeiidar Bandaríkjaþings, sem fram eiga að fara í nóvem- ber. Blaðið „Lögberg“ í Winni- peg skýrir frá þessu nýverið og bætir því við, að Valdimar sé einn hinna áhrifamestu stjórn- málamanna republikana í Min- nesota, og njótf gífurlegs fylgis. Segir blaðið síðan: „Útnefning (þingmannsefn- is) fer fram 16. júní, og þarf ekki að efa, að Valdimar verði í einu hljóði fyrir valinu og gangi síðan sigrandi af hólmi í kosningunum. — Keppinautur Valdimars verður Hubert M. Humphrey öldungadeildarþir.g- maður af hálfu demókrata.“. HandknatiEeikur ðin valin fyrir 8 I Prag hafa 6 Tékkar fengið dóm fyrir njósnir. Tveir menn voru dæmdir til iífláts, en einn í ævilangt fangelsi. Þrír voru dæmdir í 22—25 ára fangelsi Því var haldið fram, að menn þessir hefðu stundað njósnir í þágu Bandaríkjamanna. Víðast géiur affi í ver- stöivum sumian lands i ma Fréttir af aflabrögðum í ver- stöðvunum voru enn sem fyri' góðar i morgun. Af Reykjavíkurbátunum er { að að segja, að í morgun voru íjórir útilegubátar inni, „Björn Jónsson“, „Helga“, „Marz“ og „Sigurður Pétur“, og var afli þeirra góður, eða frá 40—55 iestir. Afli línubáta, sem héð- an róa, hefur einnig verið góð- ur, éða 10—12 lestir á bát. Afli Hafnarfjarðarbáta var 'góður í gær, að því er Vísi \ ar tjáð í morgun. Línubátar "oru með 5—9(/2 lest. Útilegu- báturinn „Sæfinnur" kom inn i morgun með um 30 lestir. — Vogarinn „Elliði“ landaði í gær 249 lestum í Hafnarfirði. Sandgerðisbátar voru með á- í.ætan afla í gær. Bátarnir voru með 5—15 lestir, flestir með 10—13, og þykir það prýðileg- 'i'i' afli. Keflavíkurbátar öfluðu* 1 mis- jafnlega í gær, en yfirleitt vel. Aflinn var 5% -13 lestir. Meðal þeirra, sem mestan afla höfðu, voru „Jón Guðmundsson" ög „Guðmundur Þórðarson“. Vestmannaeyingar voru ekki vel ánægðir með aflabrögðin í gær, en þau voru fjarska mis- jöfn. Þeir, sem veiða á Hraun- unuin, virðast fá sæmilegan afla, en þeir, sem nær eru Eyj- unum, fá lítið. Mestur afli í gær mun hafa verið um 25 lest- ir. 1 eða 2 Eyjabáiar munu hætt ir veiöum. — „Dettiíoss“ iigg- ur nú í Eyjum og lestar 27.000 kassa af freðíiski eða rúmar 1000 lestir, fyrir Rússlands- markað. Grindavíkurbátar fengu góð- an afla í gær. Línubátar voru með 7—10 lestir, en netjabátar 5—20, í öllum verstöðvum sunnan- lahds var ágætt veður í morg- un, og allir bátar á sjó, sem því gátu viðkomið. '®etur sér ortór íslenzk stúlka, Guðrún Krist- insdóttir að nafni efndi til hljómleika ásamt luigxun og verðandi celloleikara, Lars Geisler, í . .Álaborg fyrir skemmstu. Guðrún er píanóleikari, ætt- uð frá Ákureyri (dóttir Krist- ins Þorsteinssonar deildar- stjóra) og hefur hún verið nem- andi próf. Haralds Sigurðssonar píanóleikara í Khöfn. Léku þau Guðrún og Geisler m. a. sónötur fyrir cello og slaghörpu eftir Brahms og Shostakovich, en sem einleiks- verk lék Guðrún fantasíu í f- moll eftir Chopin. Álaborgarblöðin birtu lof- samlega dóma um frammistöðu Guðrúnar og töldu hana hafa sýnt í leik sínum tilfinninga- ríka skapgerð, auk mikils tækni legs valds yfir hljóðfærinu og góðrar tónlistargáfu. Hlustendur létu hrifni sína óspart í Ijós og varð Guðrún að leika aukalag að lokum. Þess má geta að meðleikari Guðrúnar, Lars Geisler, hefur einnig' lært hjá íslenzkum kenn- ara, en það er hinn kunni celío- snillingur, Erling Blöndal Bengtson. N-ú er endanlega búið að ganga fré skipam .beggia- hand- knaííleiksli3amii.a, úrvalsliðs og blaðaliðsins, sem keppir annað kvöld í mnidirlbúningsleik fyrir SvíakeppnÚHa. Þá er ennrremur búið að ^ganga endanlega frá skipan (leikanna gegn Svíunum í næsta mánuði. Alis verða leiknir 4 leikir og af þeiin verður fyrsti' ‘útileikur við úrvalslið Reykjavíkurfélaganna. Hinir verða allír innileikir og verður fyrsti innileikurinn. við ís- landsmeistarana, Ármann. Annar innileikurinn verður við Reykjavíkurmeistarana, Val, og sá þriðji við úrval Reykjavík- urfélaganna. Undirbúningsleikurinn ann- að kvöld hefst kl. 8,15.-í sam- bandi við leikina verður efnt til smáhappdrættis og verður dregið á staðnum. Vinningat eru 1 og þ. á. m. eru miðar á Svíaleikina o. fl. Liðin annað kvöld eru skipuð þessum mönnum: Úrvalslið. Sólmundur Jónsson Val, Hilmar Ólafsson Fram, Valur Benediktsson Val, Þórir Þor- steinsson K.R., Karl Jóhannsson Á, Sigurðui’ Jónsson Vík, sa Ásgeir Magnússon Vík, Karl Benediktsson Fram, Kjartan Magnússon Á, Hreinn Hjartar- son Val. PressuIiS. Eyjólfur Þorbjörnsson Á, Pétur Antonsson Val, Gunnar Bjarnason Í.R., Jón Erlendsspn Á, Sigurhans Hjartarsson Vál, Frímann Gunnlaugsson K.R., Orri Gunnarsson Fram, Magnús Georgsson K.R., Þorgeir Þor- geirsson Í.R., Jón Elíasson Fram. iHísiffliKr jwka af kartöfkm ésáét? — kartöfkm ekið í sjóinn 3$eykv»skir kartöfiisfransieiðeRdur ræða fsetta wandamá! á fssitdi á morgun. NokSorir reyvískir kartöflu- framleiðemdu.r ■ faafa- boðað til fundar með öllum reykvískum kartöfiaframleiðéndum anan kvöid H. 8.39 og verður fund- urinrt haMinn í baðstofu Iðnað- armanna. Munu kartöfluframleiðendur þar ræöa það vandamál, sem skapazt hefir vegna hins mikla kartöfuframboðs, en fjölmargir kartöfluframleiðendur bæjar- ins eiga fullar geymslur og jarðhus af kartöflum, sem nú lagggja undir skemmdum, og nú er svo komið að Grænmetis- einkasala ríkisins er farin að aka kartöflum beint í sjóinn vegna þess að markaðurinn virðist yfirfullur. Eins og kunnugt er var kar- töfluframleiðsla landsmanna á síðastliðnu árl geysimikil, og eru liorfur nú mjög ískyggileg- ar á, að miklar birgðir af kar- töflum eyðileggist, ef ekki finnist einhver leið til þess að dreifa þeim til neytenda. Sér- staklega hafa kartöfluframleið- endur í Reykjavik orðið hart Framh. af 1. síðu. og á raunar ekkert slcylt við hana. í gær bættust við tvö ný veikindatilfelli, en fyrst varð veikinnar vart á sumardaginn fyrsta. Hefur öll mjólkursala verið stöðvuð frá bænum, þar sem sýkillinn er talinn eiga upp runa sinn og mjóLkinni hellt niður. Ýmsar fleiri ráðstafanir verða gerðar til þess að komast fyrir veikina eða hefta út- breiðslu hennar, meðal annars hefur verið sett klór i Sundhöll ina og sundlaugarnar, en mik ilsvert er að gætt sé fyllsta hreinlætis, þegar um slíkan far | úti £ þessu efni, þar eð þeir eiga * aldur er að ræða. Veikin leggst' ekki. jafngreiðan aðgang að sölu mjög misjafnt á fólk. Sumir uppskeru sinnar til grænmetis- hafa. orðið lítils háttar Jasnir, einkar.ölunnar og bændur og fen aðrir fengið um 40 stiga hita,. aðrir -cartöfluframleiðendur úti' til þess að minnka byrgðirnar á landi, sem setið hafa fyrir um sölu til einkasölunnar. Ókannað er hversu mikið af kartöflum er í eigu reykvískra kartöfluframleiðenda en full- yrða má að það skipti þúsund- um poka, og hafa sumir tekið upp þann hátt að undanförnu að gefa kartöflumar hverjum sem hafa vildi, í stað þess að aka þeim í sjóinn. Þeir menn í Reykjavík sem lagt hafa fyrir sig kartöflurækt undanfarin ár eru að vonuin. svartsýnir að leggja út í lcartöfluframleiðslu í sumar, en það mun verkefni fundar kartöfluframleiðend- anna að reyna að finna ein- hverja lausn þessa vandamáls, ef það mætti verða til þess að fyrirbyggja stórfelldan sam- drátt kartöfluræktar í höfuð- staðnum. — Kartöflufram- leiðslan hér er mikið hags- munamál f\ :ir stóran hóp manna, sem í tómstundum sín- um vinna að þessum fram- leiðslustörfum, sér til hags- bóta og heilbrigðis. Kartöflu- framleiðendur munu ef til vill leggja ti á fundinum á morgun, að efnt verði til útsölu á kar- töflum — það er að þær verði seldar með stórlækkuðu verði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.