Vísir - 17.05.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 17.05.1954, Blaðsíða 7
Á Mánudaginn 17. maí 1954. V1S1B • * * • * * • '.V.'/.’.WiVéV • • •*•*• *••«•'»••«■«.•.» » * *'•'« » • • • • ^Vniia. Uk «;»*■ il ■■!■■ ioii ■■■■ ii ■■■■ ■■■■ iS ■■■■ ■ ■■■■ 0 ■■■■ y- •; > m •>* km •;- ■ VÍI v« K* Cttfíhh feit ævina 1:1 ll JEfíir JF. van hVych Æfastan* 62 iiffi* i SiiiJ ■u*. ■]»•• ■ x w .*. ■i.*. w& ■ v 8jt .... 11 i.ii fp ■ ■■■ M iivc Hil! ■■■ «■ fil' ■■■!■; «$ nBiia *■'■» «|! wmmw'' Andlit hans Ijómaði af áhuga og hrifni. Hann beygði sig og kyssti á hönd hennar. Það fór enn eins og heitur straumur um allan líkama hans. Herra trúr, þetta gekk eins og í sögu. Þar sem nokkrir gestir nálguðust þau, sagði Emrna Wyn- koop lágt: ■ i - i «. „Af því að svo heitt er í veðri hika eg kannske við að ríða svo langt nú, en þér mynduð kannske vilja koma sjálfur og líta á það, sem yður stendur til boða handa sjúkrahúsinu?“ „Að sjálfsögðu,“ flýtti hann sér að segja. „Hvenær?“ Hún hikaði ekki frekara en hann: „Komið í næstu viku, hinn 10., ef frú Arnold getur komizt af án yðar. Hver sem er í Kaaterskill getur vísað yður veginn að setri mínu.“ Hún sneri sér við allt í einu og að liðsforingja nokkrum. „Gott kvöld, North höfuðsmaður.“ Það var einn af' liðsforingjum Arnolds og í flokki þeirra, sem hún hafði mestar mætur á, sem hún ávarpaði. „Þér hafið ekki látið svo lítið að horfa í áttina til mín í kvöld fyrr?“ North höfuðsmaður ætlaði að fara að svara, er Steuben hers- höfðingi allt i einu sagði þrumandi röddu, en hann var að tala við Greene: „Einvígi, svei — það verður að stöðva þau. Það nær ekki nokkurri átt, að góðir liðsforingjar séu drepnir þannig.“ „Hvað er þetta, — hefir verið framið einvígi?“ „Jawofil, hinn 29., milli Offuts lautinants og herra Parrs úr Máryland riddaraliðinu. Hvað gerðist? Offuts drepur Parr og er sjálfur illa sár á mjöðm éftir bardagann. Hvilík heimska — nei, hér ætti að fara að dæmi Friðriks konungs mikla.“ Steuben stakk fingri undir hárkolluna og klóraði sér kröft- uglega. Einhver spurði hvernig Friðrik mikli .heíði leyst vand- , ann. Steuben hló hranalega: „Hans hátign hafði bannað einvígi. Svo ge-rist bað, að tveir liðsforingjar virða bannið að vettugi. Hann fyrirskipaði að þeir s'kyldu mæta á tilteknum stað, og þegar þeir komu, var allur prússneski herinn þar til þess að vera vitni að einvíginu.“ Steuben rak aftur upp rosahlátur. „Og hvað haldið þið að hafi gefið að líta þarna að auki? Gálga — mein Frcund, reipi, og tvær líkkistur. Og konungurinn kallaði þessa liðsforingja fyrir sig og sagði: „Farið og berjizt —1 og skjótið beint, því að eí annar lifir e'nvígið verður hann hengdur.“ Steuben hló enn og þurkaði af sér svitann. „Já, það var nú það. Og hvað haldið þið, að þessir blóðþyrstu víkingar hafi gert, — þeir féllu á kné og báðuSt vægðar! Og ekkert einvígi var háð lengi á eftir í prússneska hernum.“ Hann kinkaði kolli hvað eftir annað. „Já, og það er það, sem ætti að gera hér, í, okkar her, því að við höfum ekki svo mikið af góðum Jiðsforingjum, að þeir ættu að vera að leika sér að því að drepa hverjir aðra, í stað þess að stúta þessum helvítis Englendingum.“ Lucius Bcvoc tekur ókvörðun. Þrátt fyrir umönnun læknanna Thatchers og Craik sálaðist Poor hershÖfðingi frá New Hampshire úr hitasótt. Lucíus var til kvaddur, en ekki fyrr en á seinustu stundu, er ekkert var unnt að gera, og þakkaði hann sínum sæla, að það hafði ekki verið gert fyrr, því að enginn gat búizt við að hann gerði neitt kraftaverk.' er maðurinn var í andárslitrúnum. Það var ákaflega heittií veðri og var það óvapalegt, að svpna miklir hitar skyldu verá'á: þessum tímá. Það niúndi því'várla verða langur dráttur á greftruninni. Luciusi fannst það égleymanleg stund, er útförin fór fram, því að þá gafst honum í fyrsta skipti tækifæri til þess að sjá nálægt sér hinn ástsæla yfirmann bandaríska hersins. — Skarpir drættir voru komnir í andlit hans, og var það engin furða, jafnerfitt og þjóðþingið var, en í hernum gættu allir þess, að fara varlega í nálægð hans, því að Washington hers- höfðingi var ekki í sem beztu skapi um þessar mundir. Jimmy Thatcher sagði, að það væri vegna þess að fölsku tennurnar hans væru ekki vel smíðaðar, þótt snillingurin Paul Revere hefði búið þær til, en þær voru úr indversku fílabeini. Þeir voru tjaldfélagar Lucius og Thatcher þegar útförin fór fram. Poor hershöfðingi hafði getið sér hið bezta orð frá byrjun og það var því margt um manninn í herbúðunum, og margt hátt settra foringja, ög þeirra meðal sjálfur Lee heráhöfðingi. Þegar loks var- búið að járðsetja líkið settist James Thatcher við skrifborð sitt. Hann skrifaði dagbækur og varð siðar fræg- ur fyrir. Lucius sat og horfði á hann, skrifa um Poor hershöfð- ingja og útföriha og jafnframt furðaði hann sig á þvi tiltæki örlagadísanna, að unna Poor ekki lengri lífdaga. „Jæja, þá er þessu lokið,“ sagði Thatcher að lokum. „Friður sé með moldum Poor hershöfðingja.“ Thatcher fekk sér í nefið úr dósum sínum. „Ertu búinn að taka ákvörðun um að fara til Kaatskille?“ spurði hann allt í einu. „Eg veit varla,“ sagði Lucius, dálítið hissa, „af hverju spyrðu?“ „Ef eg væri í þinum sporum mundi eg þiggja boðið. Breedon kom þar sl. vor og segir, að hann hafi ekki myndarlegra sveitar- setur séð í öllum Hudsondalnum.“ Thatcher var dálítið glettinn á svip. „Og frú Wynkoop er fögur kona, og svo á hún eignir, sem nema að sögn 90.000 pundum.“ „90.000 pundum — sterlingspundum,“ sagði Lucius og glápti. „O, já,“ sagði Thatcher og kinkaði kolli. Hann var frá Nýja Englandi, þar sem menn ávallt tala með virðingu um þá, sem miklum efnum eru búnir. „Og það er sagt, að gamli Nick Ten Broeck hafi arfleitt hana að einhverju bezta skógarlandi i þessum landshluta. Hún á mikinn fjölda búgarða og þræla. Hún getur kapnske ekki státað af eins mikilli ættgöfgi og Schuyler- flókið'og.fleiri, en eg þori að veðja um, að hljómurinn í pen- ingum hennar láti vel í eyrum.“ Hann teygði úr sér. „Meðal annarra orða, hvað voruð þið að krúnka saman í veizlunni hjá Steúben?“ Lucius varð dálitið langleitur. „Aðallega um sjúkrahúsmál og þess háttar. Af hverju spyrðu?“ Jinny Thatc'her glotti. „Af hverju spyrðu. Af hverju spyrðu. Þú hefir sagt þetta tvisvar. Af þvi að þú hefir alltaf verið hlédrægur, en undir eins og staðið er upp frá borðum farið þið að krunka saman. Og eg bjóst við, að þú mundir halda hóp með okkur til þess að nota tækiíærið til að fá þér ærlega neðan í því-."— Það voru annars timburmenn í lagi, sem maður fekki eftir kvöldið það. — Hans göfgi mun ríða norður eftir viku.“ Luciusi þótíi miður, að hann skyldi ekki háfa fengið svona merkar fregnir fyrr. „Hann fer til fundar við franska hershöfðingjann?“ vantar nú þegar. öpp- lýsingar í skrifstoíunni. EIIi- og Sijúkrimarheimil* SÉgiirgeir Signrjónmii tiœstarÉttarJöfímttðvr. Skrifstofutiml 10—12 og 1—S. AKalstr. 8. Síml 1043 Og 80010. Ii.s. Reykjafoss fer £rá Reykjavík miðvikudag- inn 19. þ.m. til vestur- og' norðurlandsins. Viðkomustaðir: Patreksfjörður, ( Þingeyri, ísafjörður, : 'f Siglufjörður, | Húsavík, Akureyri. áklæði, Etargir íitir. VERZL. TiHiRiI CiH LOR-H R'E IiN:SiUiM •SSW'l^göjhi 74/ SÍRTÍ 3237. Iliarmaih I ii/fi <6. /SuwQttyk&s -TAHZAN Þeir Tarzan og svertinigiiím, sem Þá þusti áð þeim hopur villi- áiifi hafði? kjai-gað, gtóðu ' bograndi manná, sém oskraði óg veífaði spjói- hafifi yfir ljóninu. um smum. Svertingjnn mælti: „Þelta eru Duru-menn, ættbálkur minn. Þeú eru forvitnir". Svertinginn, sem skýrði frá því, hvernig drepið Ijónið. hét Kasulv, Tarzanhefðj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.