Vísir - 22.05.1954, Side 4

Vísir - 22.05.1954, Side 4
▼ISIK. 1 | Biístjóri: Hersteiim Pfilssom. Ijgy, • J> AuglýsÍDgastjóri: Kristján Józtsson. ii W', fÍfllff Skriistoiur: Ingólisstrœti 8. Tf^jg^ Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIK HJ. V ■ Aigreiðsla: Ingólísstræti 3. Sími 1660 (fimm Iixmr). Lausasala 1 krónm. , , . , Félagsprentsmiðjan bJ. Traustnr fjárhagur. r \ fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag lagði borgar- stjórnin fram reikninga bæjarins fyrir árið 1953 og flutti greinargerð um afkomu bæjarfélagsins og fyrirtæki þau, sem rekin eru á vegum þess. Tekjur bæjarins höfðu verið áætlaðar 103,3 millj. kr., en Urðu kr. 113,8 millj. og fóru því 1014 millj. fram úr áætlun. Endanleg áætlun rekstursútgjalda var 91,4 millj. en þau reyndust nokkru lægri, eða aðeins 90,4 millj., og er það nokkurn veginn sama upphæð og gert var ráð fyrir i bráða- birgðayfirliti um reksturinn, er samið var í janúarmánuði s.L, og þó aðeins lægri. Rekstúrsafgangur til yfirfærslu á eignabreytingareikning nam 21,4 millj. og er það mun hærri upphæð en undanfarin ár. Hefur fé þessu eins og áður verið varið til ýmissa verk- legra framkvæmda og afborgana, sem öðrum tekjum bæjarins, er ekki teljast rekstrartekjur. Samkvæmt uppgjöri eignabreyc- ingareiknings kemur og í ljós, að greiðslujöfnuður bæjarsjóðs Iiefur orðið hagstæður um 314 millj. króna. Á rekstursárinu hækkaði skuldlaus eign bæjarfélagsins um 38 milljónir kr. og er því nú orðin 242 millj. og hefur hækkað jafnt og þétt um alls 100 millj. síðan 1949. Var þó farið eftir sömu reglu um afskriftir og fyrningar eins og áður og samtals afskrifaðar 3,6 millj. kr. Síðustu árin hafa útgjöld vegna nýrra gatna og holræsa ekki verið talin til eigna, heldur færð sem bein rekstursútgjöld. Á s.l. ári námu greiðslur til slíkra framkvæmda um 9,7 milij. króna. Það sem hér hefur verið sagt, ætti að nægja til þess að sannfæra lesendur um, hvílík fjarstæða það er, sem andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins hamra stöðugt á í blöðum sínum, að fjármálum Reykjavíkur sé illa stjórnað. Tölurnar tala sínu máli, og hver sem vill vita sannleikann í þessu efni, þarf ekki langan tíma til að komast að raun um það, að Reykjavíkurbæ er betur og viturlegar stjórnað en nokkru öðru bæjarfélagi landsins, enda hið eina, sem ávallt hefur fengið Sjálfstæðis- flokknum hreinan meirihluta. Eftir allt sem Þjóðviljinn hefur áður sagt um stjórnina á bæn- um lendir hann auðsjáanlega í nokkrum vandræðum þegar hann á að fara að segja frá afkomunni s.l. ár og ræða um reikn- ingana yfirleitt. Finnur hann það nú helzt til foráttu, að tekj- urnar hafi verið alltof lágt áætlaðar. Það er í fulltr samrærni við aðra fjármálaspeki kommúnista, að telja vandlega undir- búnar og varlega gerðar fjárhagsáætlanir óhæfu. Ábyrgir foi- ráðamenn ríkis og bæjarfélaga telja hins vegar nauðsynlegt að slíkar áætlanir séu svo vel athugaðar, að unnt sé að fram- fylgja þeim og forðast umframgreiðslur svo sem auðið er. Sá sem fjármálunum stjórnar, verður að fara eftir því, sem fyrir hann er lagt, og ræður í raun og veru aðeins við það, hvað ttmframgreiðslur verða miklar hverju sinni. En þar sem ávaiit er vitað, að undan slíkum greiðslum verður ekki komist, en hins vegar óvíst hve langt reynist nauðsynlegt að ganga í því efni, er að viturra manna dómi óvarlegt að áætla tekjurnar svo hátt að ekki verði unnt að mæta umframgreiðslum nema með reksturshalla, ef þær fara eitthvað fram úr því, sem unnt er að sjá fyrir þegar áætlunin er gerð. Hinn eilífi lofsöngur Tímans um fjármálastjórn Eysteins Jónssonar missir óneitanlega mikið af þeim áhrifum, sem hon- um er ætað að hafa fyrir þennan ágæta ráðherra og flokk hans við það, að blaðið syngur hann oftast í sambandi við árásír sínar á Sjálfstæðisflokkinn fyrir fjármálastjórnina á Reykja- víkurbæ. Hinn 10. apríl s.l. flutti Eysteinn Jónsson ræðu þar sem hann skýrði frá afkomu ríkissjóðs, samkvæmt bráða- birgðayfirliti fyrir árið 1953. Sagði hann þar að í fjárlöguin þess árs hefði verið gert ráð fyrir 380 millj. kr. rekstursút- gjöldum, en þau hefðu orðið 42114 milljón, eða m. ö. o. farið yfir 40 milljónir fram úr áætlun. Hins vegar urðu tekjurnar einnig miklu hærri en áætlað var, vegna þess að innflutning- urinn varð svo miklu meiri en ráð var gert fyrir. Er því í þessu sambandi rétt að minna Tímann á það í allri vinsemd, að sé Eysteinn Jónsson alls þess lofs maklegur, sem flokks- blað hans hefur hlaðið á hann fyrir fjármálavit hans og fyrir- Þyggju, þá hljóta forráðamenn Reykjavíkurbæjar að eiga mikið hrós skilið fyrir það, að þeirra áætlun hefur staðist og reksturs- afgapgur orðið meiri en nokkurt dæmi er til á undanförnum árum. ★★★ Bréf Innflutningur Nylonsokka. Þann 12. þ. m. birtist í Vísi bréf frá kaupsýsliunanni: „Inn- flutningur bannvöru". Daginn eftir kemur í sama blaði leið- rétting frá viðskiptamálaráðu- neytinu. Með því að „Kaup- sýslumaður“ Jiefur enn ekki gert athugasemd við „leið- réttinguna“, leyfi eg mér hér með að taka Iiana til athugunar. Ráðuneytið telur gagnrýni kaupsýslumannsins byggða á misskilningi og vitnar þar til 2. töluliðar í auglýsingu Fjár- hagsráðs í Lögbirtingablaðinu þ. 10. febr. 1953, tölubl. nr. 10, en þar stendur að flytja megi inn á sama hátt og áður (þ. e. frá Sterlings- og dollara-svæð- unum) vörur þær, sem taldar eru undir 1. tölulið, gegn B- skírteinum, sem gefin hafa ver- ið út fyrir birtingu auglýsing- arinnar. Grein þessi, þ. e. tölu- liður 2, mun vera einhver mesti hortittur, sem komið hefur fyrir í reglugerðum eða ákvæðum um innflutning á erlendum vörum. Eg geri ráð fyrir því, að ætlast hafi verið til, að vörur þær, sem upp eru taldar í aug- lýsingu þessari, yrðu ekki fluttar inn eftir birtingu aug- lýsingarinnar, nema samkvæmt þegar gerðum pöntunum eða öðrum eðlilegum ráðstöfunum til pantana. En sé þessi tilgáta min ekki rétt, og greinin hafi ekki í athugaleysi, heldur vís- vitandi verið þannig samin, eins og hún er, þá get eg ekki annað séð, en hún hafi verið þannig samansett til þess að þeir, sem bezta aðstöðu hefðu og bezt vissu um hvað var að gerast balc við tjöldin dagana fyrir 10. febr., gætu framvegis fengið allan innflutninginn, jafnt þótt þeir hefðu þar hvergi nálægt komið áður. En þegar ákveðið hafði verið, að vörur á umræddum lista yrðu fram- vegis aðeins fluttar inn frá jafnvirðiskaupalöndunum, þá hefðu ákvæði um undanþágu að sjálfsögðu eingöngu átt að miðast við þegar gerðar pant- anir, sem viðkomandi innflytj- endur hefðu orðið að leggja fram fullnægjandi sönnunar- gögn fyrir þegar í stað efíir 10. febr. (eða 12. febr. — dags. Lögb.). Síðan segir í „leiðréttingu“ ráðuneytisins: „Þessari reglu (þ. e. samkv. 2. tölulið)*) hef- ur ætíð verið fylgt, þegar breytingar hafa verið gerðar á skilorðsbundna frílistanum, því að ekki hefur þótt rétt að ógilda B-skírteini, sem kaupsýslu- menn hafa keypt með ákveð- inn innflutning fyrir augum.“*) Eg geri ráð fyrir því, að kaup- sýslumenn hafi jafnan ákveð- inn innflutning fyrir augum, þegar þeir kaupa bátagjaldeyri, en það er aldrei tekið fram á B-skírteinum, þ. e. bátagjald- eyrisleyfunum, fyrir hvaða vörutegund leyfin séu. Þess vegna var hægt að nota öll bátagjaldeyrisleyfi, sem út voru gefin fyrir 10. febr. ’53 til kaupa á nylonsokkum, eða öðrum vörum í nefndri aug- lýsingu, enda þótt þau hafi upp- haflega verið .keypt í öðrum til- *) Leturbr. mín, sömul. inn- skot. gangi. Eg tel sjálfsagt, að við- skiptamálaráðuneytinu sé full- kunnugt um, að bátagjaldeyris- leyfi eru ekki gefin út fyrir á- 1 kveðinni vörutegund, heldur hvaða vörutegund sem vera | skal á skilorðsbundna frílistan- um. Þess vegna er það blekk- | ing ein, að tala um „með á- ^ kveðinn innflutning fyrir aug- | um“ í þessu sambandi. Og síð- j an segir viðskiptamálaráðu-1 neytið, eftir að hafa rökstutt1 „leiðréttingu“ sína með nefnd- | um hortitts-lið: „Er því ekkert1 óeðlilegt við það, að nylon- sokkar hafi um tíma haldið á- | fram að koma frá Ameríku og^ Englandi, þrátt fyrir þá breyt- j ingu, sem gerð var á skilorðs- bundna frílistanum í ársbyrj- un 1953“. Þessi athugasemd er til viðskipta þessara þekkja og lesið hafa greinina, mun hafa stórblöskrað. Ekkert óeðlilegt við það, þótt innflytjendur eigi enn þá leyfi, sem keypt hafa verið fyrir 15 mánuðum! Slíkt geta víst ekki aðrir veitt sér en þeir, sem meira en nóga peninga hafa! Láta æðstu menn viðskiptamálaráðuneytisins sér virkilega koma til hugar, að nokkur kaupsýslumaður hafi látið sér detta í hug, áður en breyting sú, sem gerð var á skilorðsbundna frílistanum þ. 10. febr. 1953, stóð fyrir dyr- um, að kaupa bátagjaldeyris- leyfi langt fram í tímann. Já, meira að segja meira en ár, eðaj jafnvel upp á lífstíð! ? Báta- gjaldeyrisleyfi munu yfirleitt ekki hafa verið keypt fyrr en varan var komin til landsins, nema þegar skortur var á báta- gjaldeyri. En eins og tekið er fram hér að framan, hafa þeir, sem bezt vissu hvað var að ger- ast bak við tjöldin dagana fyrir 10. febr. 1953, getað birgt sig upp að leyfum, eingöngu fyrir gatið í 2. tölulið. Það ætti að vera tiltölulega auðvelt fyrir viðskiptamála- ráðuneytið að afla sér upplýs- inga hjá bönkunum um það, hvaða leyfi hafa verið notuð nú á síðastliðnum 15 mánuðum vegna innkaupa á nylonsokkum. Mundi þá vafalaust koma í ljós, að ekki hefur alltaf verið „á- kveðmn innflutningur fyrir augum“, þegar leyfin voru upp- haflega keypt, enda munu leyfi útgefin fyi’ir 10. febr. ’53 hafa verið keypt í stríðum straum- um eftir að auglýsingin kom út, því fyrir vörum, sem ekki voru settar á umræddan lista, var hægt að fá ný leyfi í staðinn. Þá er að sjálfsögðu hafður annar innflutningur, þ. e. ekki ákveð- inn!, fyrir. augum! Einn aðal- innflytjandinn í nylonsokkum, á umræddu tímabili, sá sem bezta aðstöðuna hafði og bezt vissi hvað var að gerast, mun hvergi hafa komið nálægt þess- um innflutningi áður, enda ekki tilbúinn að koma með innflutn- ing sinn á markaðinn fyrr en 6—8 mánuðum eftir 10. febr. Smyglið? Kaupsýslumaður (sém því miður skrifar ekki undir fullu nafni) spyr enn- frepnur: „Er hér um að ræða stórfeóstlegt smygl á vöi'unni, eða ei-u einhver önnur öfl að verki .....Hvers vegna Laugardaginn 22. mai 1954. Bergmáli hefur borizt bréf frá gömlum kunningja, „Góa“, sem ekki hefur látið til sín heyra um stund. „Gói“ er gamansamur að þessu sinni eins og fyrri daginn, en bréf hans er svona: Enn eitt stéttarfélagið. Fyrir skömmu mátti lesa það í öllum dagblöðum bæjarins að enn eitt stéttarfélagið og menn- ingarfyrirtækið hafi upp risið í höfuðborginni. Að þessu sinni eru það einsöngvarar, sem talið hafa ástæðu til þess að mynda með sér samtök til þess að gæta hagsmuna sinna o. s. frv. Sumir héldu, að hér væri um að ræða skringilegt uppátæki, sem menn hefðu fundið upp af gamansemi, en svo er víst ekki. Þó hafa marg ir brosað yfir þessu, er þeir hug- leiddu, með liverjum liætti félag þetta l'æri að því að gæta hags- muna einsöngvara. En dúettfólkið? Hið nýslofnaða félag, sem mun Iiafa innan sinna vébanda „starf- andi einsöngvara og eins hina, sem lirokkið liafa upp af klakkn- um, mun lieita „Félag íslenzkra einsöngvara“, og er þar með skýrt gefið til kynna, að dúett- söngvarar geti ekki orðið þar innanbúðarmenn, t. d. þeir, sera; fást við að syng'ja Glunta og þess konar. Verður væntanlega bætt úr þessu á næstunni með þvi að stofna „Félag islenzkra tvísöngvara“, en kórmenn mumv að sjálfsögðu beita sér fyrir „Fé- lagi íslenzkra samsöngvara“, og ættu þá allir söngmenn að geta verið í einhverju félagi, þvi að' i ekki má gleyma að „gæta hags- lmuna“ þeirra. Ný gjaldskrá? Meðal hinna fyrstu verkefnas einsöngvarafélagsins, í sambandi við hagsmunagæzluna, hlýtur að vera að semja gjaldskrá eða vinnutaxta og opna smá- skrifstofu. Væri þá þægilegt fyr- ir þá, er þurfa á listrænni skemmtun að halda, að hringja á skrifstofuna og biðja t. d. unD „einn baryton-söngvara kl. 9 i kvöld, i ca. 25 mínútur". Eða þá' „einn tenór“, og færi það þá eft- ir því, hvor röddin væri dýrari. Hitt skiptir vitanlega engu máli, hver söngvarinn er, því að ekki má brjóta neinn taxta með þvi að mismuna söngvurunum una kaupgreiðslur. Fjölmennur félagsskapur. Ógcrlegt er að vita, hve marg-- ir kunna að vera hlutgengir i Félag ísl. einsöngvara, en það ætti að geta orðið sæmilegæ mannmargt. T. d. liafa á siðustu árum upp risið margir ágætir, einsöngvarar, er getið hafa sér góðan orðstír í meðferð dægur- laga, t. d. „Togararnir taíast við“ „Réttarsömbu" o. fl. Er liér uitt að ræða ýmsa þjóðkunna menn og konur, sem syngja einsöng um hverja helgi eða jafnvel oft- ar með hinum og þessum hljóm- sveitum, og liíjóta þeir fnjög að koma til greina í hinu nýja fé- lagi. Þá virðist sjálfsagl að leyfa þeim, sem enn kunna að kveða rímúr, inngöngu í félagið. —. Gói.“ ! svarar viðskiptamálaráðuneytið ekki þessari spurningu? Er það að leggja „blessun“ sína yfip þenna ósóma með þegjandi þögninni? Er það svona við- skipta-„mórall“, sem á að þró- ast í íslenzku þjóðfélagi í fram- tíðinni? Frh. á 6. s. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.