Vísir


Vísir - 01.06.1954, Qupperneq 4

Vísir - 01.06.1954, Qupperneq 4
1 VISIB Þriðjudaginn 1. jání 1954. DAGBL&Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLABAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. 'Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Féiagsprentsmiðjan h.f. Lausnarsteinar Umferðar- og öryggismálin. Umferðar- og öryggismálin eru stöðugt á dagskrá i ölltjn menningarlöndum og einnig hér hjá oss, sem stafar af því, að vélknúnum farartækjum fer sífjölgandi í flestum löndum, en af því leiðir að slysahættan eykst, bæði í borgum landanna, bæjum og þorpum. Og á þjóðvegunum eru umferðarslysin einnig tíð. í þessu efni er hvarvetna sömu sögu að segja, að þrátt fyrir allt, sem gert er til þess að afstýra slysum og gera umferðina öruggari getur ástandið í þessum efnum óviða og ef til vill hvergi talist viðunandi , Mönnum er hvarvetna ljóst, að hér er orðið um varanleg vandamál að ræða, sem krefjast þess, að þeim sé stöðugt sinni af öllum ábyrgum aðilum, og að allur almenningur láti þau til sín taka. Komi áhugi almennings fram á réttan hátt er það að sjálfsögðu styrkur þeim, sem hafa stjórn umferðarmálanna með höndum. Almenningi ber að virða alla viðleitni hins opinbera til þess að hafa góða stjórn á þessum málum, en jafn- framt gagnrýna það, sem miður fer, til dæmis ef eftirlit er slælegt. Og almenningi ber að láta það koma greinilega fram með hógværri, en ákveðinni og sanngjarnri gagnrýni, ef honum finnst þessum málum ekki sinnt sem skyldi. En á almenningi hvílir einnig sú skylda, að hafa hugfast að hlýða settum reglum *— hvort sem menn eru fótgangandi eða stjórna farartækjum. í Öllum er ljóst að í umferðarmálunum eru horfur aii- ískyggilegar hjá oss, og stafar það af ýmsum erfiðleikum m. a., sem erfitt er að ráða bót á, má þar til nefna, að hundruð bifreiðaeigenda hafa engan geymslustað fyrir bifreiðir sínar nema göturnar. Og þær eru víða þröngar hér í bæ. Sumstaðar hefur fótgangandi fólk ekki nema hálfa breidd gangstéttar til umráða — og jafnvel ekki það, því að stórum bifreiðum er lagt þannig, jafnvel kranabifreiðum og benzínbifreiðum, að fólk verður að smokra sér milli bifreiða og húsaraðanna. ‘ Yfirvöldin eru að sjálfsögðu öll af vilja gerð að leysa þenn- an vanda, og að ekki hefur meira verið gert stafar vafalaust af því, að þau vilja ekki auka erfiðleika bifreiðaeigenda, sem í vandræðum eru með þessi farartæki sín, með því að vísa þeim búrt með þau af götunum. Þó virðist nú óhjákvæmilegt að gera verði einhverjar róttækar ráðstafanir til úrbóta. i Á þessi mál verður ekki minnst án þess að minna á tvennt, sem mjög eykur slysahættuna. í fyrsta lagi eru fjölda margir vegfarendur, sem ekki kunna umferðarreglurnar, eða virða þær að vettugi. í öðru lagi er það mjög ískyggilegt hversu margir aka bifreiðum undir áhrifum áfengis. Margir eru stöðvaðir og sektaðir, en um suma kemst ekki upp og kannske tilviljun, að þeir valda ekki slysum. Mörg hroðalegustu bif- reiðarslysin, sem hér hafa orðið, stafa af því, að bílstjóri undír áhrifum áfengis hefur setið við stýrið. I Af því fáa, sem hér hefur verið drepið á, má öllum ljóst vera hverjar hættur eru á ferð í þessum bæ, þar sem götur eru yfirleitt þröngar, og bifreiðamergð mikil og vaxandi. Og nú er komið til sögunnar nýtt vandamál, eins og í mörgum öðrum löndum. Það er hættan, sem stafar af bifhjóiunum, einkanlega hinum svo nefndu litlu bifhjólum, sem börn og unglingar þeysast nú á um allar götur. Það er sagt, að tala slíkra bifhjóla hér sé nú orðin hátt á annað hundrað og fan enn fjölgandi. Þessi farartæki eru í mörgum tilfellum í hönd- um ábyrgðarlausra unglinga og stundum barna innan ferm- ingaraldurs, — slík farartæki eru jafnvel sögð leigð unglingum, sem svo aftur leigja þau öðrum til þess að hafa upp kostnaðinn. I Hér er aukins eftirlits þörf. Hér þarf sýnilega að grípa til róttækra ráðstafana, áður en í fullt óefni er komið.‘Blaðinu' er kunnugt, að ábyrgðir aðilar hafa þessi mál til athugunai, en það telur hér svo mikið alvörumál á ferð, að það vill ein- dregið hvetja til þess, sem virðist skynsamlegasta lausnin, og það er að um notkun þessara vélknúnu farartækja gildi sömu reglur og um bifreiðaakstur, — lágmarksaldur verði hinn sarai og engum leyft að aka þeim, sem ekki hefur gengið undir jafnstrangt próf og þarf til að fá ökuréttindi. Hafi yfirvöldin ekki lagaheimild til að grípa til róttækaii ráðstafana en þau hafa þegar gert virðist full ástæða til, að gefin verði út bráðabirgðalög til þess að girða fyrir þá hættu, sem hér er um að ræða. Slík lög ber að setja, ekki að eins vegna umferðaröryggis almennt, heldur og vegna unglinganna sjálfra, sem verða að láta sér sklijast, að vélknúin farartæki ber ekki láta aðra fá til umráða en þá, sem hafa lært meðferð þeirra, og geta tekið á sig þá ábygrð, sem þessu fylgir. (Eftir „Allra handa“ séra Jóns Norðmanns. Sbr. þjs. Jóns Árna- sonar I., bls. 649—651.) Það er alkunna, að til eru lausnarsteinar, en það eru eínn- ig til steinar, sem gagnstæða verkun hafa. Helga Magnús- dóttir, amma mín*) merk kona og skýr, dáin 1836 rúmlega sjötug, sagðist í umdæmi sínu hafa átt fullan kistil af falíeg- um steinum, sem hún hafi fundið og safnað. Einu sinni lagðist kona nokkur á gólf og gat ekki fætt, hvað sem til vai reynt. Loksins segir einhver, það komi líklega af steinunum hennar Helgu. Hún sagðist þá ekki hafa verið sein á sér að hlaupa út með kistilinn. En rétt þegar hún var komin út með hann, fæddi konan barmð. Henni þótti þá auðsætt að í kistlinum hafi verið steinar, sem tálmaði fæðingunni. Litlu síðar fékk karl einn hja henni alla steinana hennar. Einu sinni var Helga amma mín, þegar hún var barn, að leika sér með öðrum börnum. Fann hún þá einn fallegan stein, en eg man nú ekki hvernig hún lýsti honum. Hélt hún þá á honum í hendinni. Þá segir eitt barnið (Bjarni bróð- ir hennar): „Hvar er hún Helga?“ „Eg er hérna,“ segir Helga. „Hvar þá?“ segja þau og sjá hana ekki. Gengur svo nokkuð að þau fá ekki séð hana, og ærast að leita að henni. Dettur henni þá í hug, að steinninn kunni að valda þessu. Fleygir hún því steínin- um og sjá þau hana strax. — Steininn fann hún ekki aftur. Árið 1848 vildi það til á Lambanesi í Fljótum, að bórn Steins Guðmundssonar, bónda þar, Guðmundur sjö ára og Guðrún á fjórða ári, voru að leita að steinum þar við ána. Var Guðmundur búinn að safna smásteinum hátt i vettlinga sína, finnur hann þá stein einn fremur móleitan með dökkum dröfnum, áiíka stóran og hrossagauksegg, og eins og egg í lögun, með laut í digrari endann, og lætur hann þenna stein í vettling sinn. Þá fer Guðrún að kalla á Guð- mund. „Eg er hérna,“ segii Guðmundur, en Guðrún sér hann ekki, kallar á ný og fer að gráta. Hleypur þá Guðrún að ánni, því hún hélt hann væri kominn í hana, en Gvend- ur fleygir vettlingunum og hleypur í ósköpum að ná henni. Sér hún hann þá strax. Nú ætla þau að taka vettling- ana, en finna aldrei vettling- inn þann, sem steininn var í, né heldur steininn. Frá þessu sagði Guðmundur litlu síðar. Eg (Jón Norðmann) hef nú i des. 1861 spurt Guðrúnu að þessu, og sagðist hún glögt muna, að vettlingarnir voru hvítir með ljósbláu uppbroti, fremur stórir, — að hún sá ekki Guðmund, fór að gráta, ætlaði í ána að leita þar að honum, l og að þau fundu ekki nema annan vettlinginn. Steininn sá hún. ekki. Um Þetta spurði eg og Guðmund í janúar 1862, og sagði hann eins frá, og vildi hann fortaka að hann hefði fleygt vettlingnum í ána, þar hinn vettlingurinn var á eyr- inni langt frá ánni. Vettimg- arnir sagði hann hafi verið hvítir með bláu uppbroti, — Steinninn, sagði hann að hefði verið að öllu líkastur hrossa- gaukseggi. Getraunaspá Úrslit getraimaleikjanna um helgina. Reykjavík—Þjóðverjar 2—3 2 Þróttur—K.R. 0—5 2 Degerfors—AIK 3—1 1 Djurgárden—Malmö FF 4—1 1 Göteborg—Kalmar 1—0 1 Hálsingborg—Elfsborg <4—0 1 Jönköping—GAIS 0—0 x Norrköping—Sandviken 1—1 x Larvik—Asker 2—4 2 Sandefjord—Sparta 0—1 2 Varegg—Nordnes 3—0 1 Viking—Skeid 1—3 2 Um næstu helgi verða þessir leikir: Akranes—Hamborg Víkingur—Þróttur (1. fl.) Fram—Valur (1. fl.) Þróttur—Valur (2. fl.) K.R.—Fram (3. fl.) Skeid—Viking Asker—Larvik Sparta—Sandefjord Fredrikstad—Geithus Lillesteröm—Strömmen Moss—Sarpsborg Odd—Freidig Skilafrestur til fimmtudags- kvöld. 1x2 2 1 2 x2 1 x2 lx 1 1 2 2 1 *) Þ. e. Helga bústýra séra Jóns Þorlákssonar, dóttir Magnúsar Bjarnasonar á Efsta- sundi í Öxnadal, og systir Jóns á Kirkjubæjarklaustri. Tilkynning frá Iþróttadagsnefnd. Reykjavík, 26. maí 1954. íþróttadagsnefnd F.R.Í. til- kynnir: Nefnd íþróttadags hefur nú endanlega ákveðið jöfnunartölu fyrir árið 1954. Lögð eru til grundvallar framtöi héraðs- sambanda til framkvæmdar- stjórnar Í.S.Í. 1951—1952. Það samband vinnur keppn- ina sem hefur, að henni lokinni, flest stig miðað við % þátttöku af meðlimafjölda hvers, sam- bands. Vitað er, að stærstu kaup- staða-samböndin geta ekki keppt við dreifbýlið eftir þess- ari reglu, og varð því að sam- komulagi, að þau skyldu fyrst deila með 2 í meðlimatölu sína. Sambönd þau sem rétt hafa til þessarar undanþágu eru þessi: íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBA, íþróttabandalag Akra- ness, ÍA, íþróttabandalag ísa- f jarðar, ÍBÍ, íþróttabandalag Vegfarandi spyr: „Hvers vegna þarf að loka öllu Bankastræti, þótt viðgerð fari fram á göt- unni? Mér hefði sýnst, að nóg hefði verið að helmingur göt- unnar væri tekinn fyrir í einu. Og þá hefði mátt hafa götuma opna, þrátt fyrir þessa viðgerð. Þessi vinnubrögð likar mér ekki, en kannske ég hafi rangt fyrir mér og væri þá rétt að verk- fræðingar bæjarins svöruðu.“ Það virðist liggja í augum uppi, að gatnagerðarmenn verði að hafa meira rúm til starfa en aðeins þann hluta götunnar, sem þeir eiga að gera við. Frægir gestir. Uin helgina var hér á ferð leikari, sem flestir munu kannast við, sem eru nú orðnir fullorðn- ir. Leikarinn Jackie Coogan, sem var allra barna vinur fyrir uld- arfjórðungi, kom hér við ásamt konu sinni. Coogan er nu fer- tugur, en þegar hann gerði mesta „lukku“, var hann innan við 10 ára aldur. Það var' Cliarlie Chaplin, leikarinn frægi, sem fyrstur uppgötvaði hann og gerði hann frægan i myndinni „The Kid“, sem var sýnd hér og viðar. Okkur, sem sáum Coogan sem dreng í kvikmyndum, finnst skritið, að sjá hann sem fullorð- inn mann. Cooganvar ú leið til Danmerkur til þess að stjórna þar myndaupptöku. Lokið sýningu. Það er óliætt að fullyrða, að fáum sýningum hefur verið tekið með jafnmikilli ánægju af al- menningi og finnsku- sýningunni, sem staðið hefur hér yfir und- anfarið. Þeir, sem stóðu að henni, hafa varla gert sér í luigarlund, að jafnmikill áhugi gæti ríkt með al fslendinga um þessi mál. — Nokkru hefur það ráðið, að Finn ar eru vinsælir hér á landi og almennt borin fyrir þeirn virð- ing. Og svo er hitt, að þeir eru að verða mikil iðnaðarþjóð. Sýn ing Finna liér hefur vakið eftir- tekt að verðleikum og það er ánægjuefni, live margir íslend- ingar sóttu hana. Einstefnuakstur enn. Þá er hér loksins stutt bréf frá búanda við Bergsstaðastræti. Hann segir: „Eg sá á það minnzt í Bergmáli í haust, að rétt væri aðgera Bergsstaðastræti að ein- stefnuakstursgötu. Mér þótti það gott, að þessi skoðun skyldi koma fram, enda hafði ég verið á sömu skoðun lengi. í þessa átt hefur 'engin hreyfing fengizt ennþá, hvernig sem síðar verður. En því til stuðnings, að Bergmál liafi haft rétt fyrir sér á sínum tíma skal ég aðeins segja, að um Bergsstaðastræti fara bílar á hverri mínútu. Þar eru börn að leik allan daginn og mildi er, að ekki hafa orðið þar meiri liáttar slys. Það má kannske helzt þakka hve bilstjórar alca varlega. En máltækið segir, að byrgja skuli brunninn áður en barnið sé dottið ofan i hann. Hér gildir það. Það þarf að géra Bergsstaða- strætið að einstefnuakstursgötu áður en meiri háttar slys hefur orðið.“ — Bergmál þakkar bréf- ið. — kr. Siglufjarðar, ÍBS, íþrótta- bandalag Akureyrar, ÍBA, íþróttabandalag Vestmanna- eyja, ÍBV, íþróttabandalag Hafnarfjarðar, ÍBH. Önnur samband skulu reikna stig samkvæmt uppgefinm meðlimatölu sinni, frá fyrr- nefndum skýrslum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.