Vísir - 01.06.1954, Qupperneq 6
VlSIB
Þriðjudaginn 1. júní 1954.
Forsetí íslands
beiiarsfélaði NF.
Á fundi sínum hinn 4. maí
síðastliðinn samþykkti stjórn
.Worræna félagsins að óska eftir
því við forseta íslands, herra
Ásgeir Ásgeirsson, að hann yrði
Keiðursfélagi félagsins. Varð
forsetinn við þeirri ósk. Laug-
' ardaginn 29. maí komu forseta-
hjónin til fundar við stjórn
Worræna félagsins í „kristals-
sál“ Þjóðleikhússins, og af-
henti formaður félagsxns, Guð-
laugur Rósinkranz, forseta
skrautritað skírteim ásamt
jnerki félagsins í gulli.
100.000 V.-Þjóðverjar
tii Svíþjóöar í sumar.
Gert er ráð fyrir, að ferða-
Msannastraumur til Svíþjóðar
verði meiri í sumar en nokkru
sinni fyrr.
Forstjóri sænska ferðamála-
félagsins, Göran Hedin, lét fyr-
ir skemmstu svo um mælt í
'blaðaviðtali, að í fyrra hafi um
74.000 Vestur-Þjóðverjar kom-
ið til Svíþjóðar, en að allt bendi
til, að í sumar verði þeir yfir
100.000. í fyrra komu 58.000
bandarískir ferðamenn til lands
ins, en í sumar verða þar vafa-
aust enn fleiri. Þá þykir sýnt,
að fleiri ferðamenn komi frá
Englandi, ítalíu, Holandi,
Belgíu og Frakklandi en
nokkru sinni fyrr.
Vestur-íslendingar
heiðraðir.
Prófessor Skúli Johnson for-
jinaður latínu- og grískudeildar
Manitobaháskóla hefur verið
Isjörinn félagi í The Royal
Society of Canada, sem er aðal-
félagsskapur fræðimanna þar í
landi.
Þykir það mikill heiður og
'viðurkenning að vera kjörinn
meðlimur í félagi þessu, því þar
er ekki öðrum veitt innganga
í það, en þeim sem skai’a fram
"úr í vísindum eða í fræðilegum
efnum.
í félaginu eru fimm deildir
og hver deild með mjög tak-
xmarkaða meðlimafjölda. Skúli
prófessor Johnson var kjörinn
i tungumáladeildina, en tveir
vestur-íslenzkir menn, þeir dr.
Thorbergur Thorvaldsson og dr.
Thorvaldur Johnson voru fyrir
i þessu félagi og báðir meðlimir
ií; náttúruvísindadeildinni.
Þá má geta þess að Vestur
'íslendingur, Ásmundur Benson
'lögfræðirigur í Botteneau, hefur
‘verið skiþaður dómari í Worð-
’ur-Dakota. Þykir Benson vel
tað þessum veg kominn, því
’hahri er mikilhæfur maður,
.gáfaður og hefur mikla reynslu
að baki sér.
Vestur-íslénzk kona, frú
Hólmfríður Daníelson, hefur
Verið endurkjöfin merinta’mála-
J'itari kvenfélagasambandsins
S;O.D. í Manitoba, en þetta er
eitt stærsta og pflugasta kven-
íélagasamband í Kanada og
‘telur um 35 þúsund félaga.
Frá því er frú Hólmfríður
■nrar kjörin til þessa starfa fyrir
tveimur árum, hefur hún ferð-
ast víða um Manitobafylki,
ihaldið erindi um fræðslu- og
unenntamál og komið opinber-
lega fram fyrir hönd félags síns
á fundum og þingum,
, s Frú Hólmfríður á einnig sæti
u stjórnarnefnd aðalsambands-
áns, sem hefur bækiátöð sína í
IX’oronto.
Stefnan ntiðar
að samviitnu.
Eisenhower ræðir
k|arnorkiiinál.
waíshin gton, ap. —
Eisenhower Bandaríkjaforseti
flutti ræðu í gær í lilefni af því,
að tvær aldir eru liðnar frá
stofnun Columbiaháskólans í
New Yoi’k.
Hann kvað svo að orði í ræðu
sinni, að með viðræðum Banda-
ríkjamanna og Rússa um kjarn-
orkumál hefði ekki náðst sá
árangur, sem leitað væri eftir.
Hann kvað Bandaríkin mundu
halda áfram að leitast við að
ná alþjóðlegu samkomulagi um
þessi vandamál.
Samvinnan við
aðrar þjóðir.
Eisenhower ræddi því næst
stefnu Bandaríkjanna út á við
og kvað hana vei-a sem hingað
til að hafa samvinnu við vin-
veittar þjóðir um frið og ör-
yggi. í því fælist ekki nein til-
hneiging til ágengni og Banda-
ríkin viðurkenndu að fullu
hefðbundinn rétt hverrar þjóð-
ar til yfirráða á sínu svæði.
Borðfánar
Höfum flestra þjóða
borðfána. NauSsynlegir
fyrir öll veitingahús.
Mikið úrval af fallegum
krystal ávallt fyrirliggj-
andi.
Hjörtur Nielsen h.f.
Templarasundi 3,
Sími 82935.
ALM. FASTEIGNASALAN
Lánastarfsemi. Verðbréfa-
kaup. Austurstræti 12,
sími 7324.
Kristján Guðlaugsson,
hæstaréttarlögmaður.
SkrífstofuTtími 10—12 »g
1—5. Austurstrætl 1,
Sími 3400.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
fer í Heiðrnörk í kvöld kl.
8 frá Austurvelli til að gróð
ursetja trjáplöntur í land
félagsíns. Félagar eru beðni
um að fjölmenna.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
fer tvær 2 Vz dags ferðir
yfir Hvítasunnuna. Önnur
ferðin er út á Snæfellsnes og
Snæfellsjökul. Lagt af stað
frá Austurvelli kl. 2 á laug-
aridag og ekið að Arnarstapa
á Snæfellsnesi. Á Hvíta
sunnudag verður gengið á
jökulinn og komið við í sælu-
húsi félagsins sem er í jök-
ulröndinni. Um þetta leyti er
oft góður skíðasnjór á jökl
inum. Á annan Hvítasunnu-
dag verða skoðaðir ýmsir
merkir staðir á nesinu. Fólk
hafi með sér viðleguútbúnað
og mat. Hin ferðin er í
Landmannalaugar. Lagt af
stað kl. 2 frá Austurvelli og
ekið sem leið liggur upp
Landssveit að Landmanna-
laugum og gist í sæluhúsi
félagsins þar. Á Hvítasunnu
dag verður gengið um nálæg
fjöll. í Landmannalaugum er
sundlaug gerð af náttúrunn-
ar hendi og ættu þátttakend-
ur að hafa sundföt með sér.
Áskriftalisti liggur frammi í
skrifstofu félagsins Túngötu
5. Farmiðar séu teknir fyrir
kl. 12 á föstudag.
ÍR. — Innanfélagsmót
2. júní kl. 5,30. —
Keppt í kringlukasti,
kúluvai’pi, stangarstökki. —-
HERBERGI. Óska eftir
herbergi, helzt innan Hring-
bxautar fyrir rólegan pilt,
sem vinnur allan daginn úti.
Tilboðum sé skilað á afgr.
blaðsins, merkt: „Piltur —
172,“ eða Baldui’sgötu 10.
STÚLKA óskar eftir her- bergi gegn húshjálp. — Uppl. í síma 9740 til kl. 8. (14
HERBERGI til leigu. — Uppl. í síma 7935 eftir kl. 8 að kvöldi. (18
TIMBURHÚS, með valma- þaki, stærð 3.25X4.80, með inngönguskúr, 1.92X1.60 til sölu. Uppl. Laufásvegi 50. (8
TIL LEIGU. Herbergi til leigu í miðbænum. Tilboðum merktum: „171,“ sé skilað fyrir miðvikudagskvöld.. (4
HERBERGI óskast 1—2 mánuði. Uppl. í síma 80026, kl. 8—10 e. h. (986
HERBERGI óskast til leigu, helzt sem næst Snorrabraut. — Uppl. í síma 82133 eftir kl. 6. (984
HERBERGI til leigu fyrir stúlku, sem vill sitja hjá börnum 2 kvöld í viku. Uppl. á Leifsgötu 4. (30
LÍTIÐ loftherbergi til leigu fyrir stúlku. Uppl. í síma 6782. (29
EITT herbergi og eldhús til leigu, Lönguhlíð 17, 2. hæð. (27
TVÖ herbergi til leigu fyr- ir barnlaus hjón í 4 mánuði, eldhúsaðgangur kemur til greina. Eipnig ; 'stór. sólar- stofa með húsgögnum og að- gangi aö símai Tilboð sendist afgr. blaðsins, merkt: „174“ fyrir kl. 12 á miðvikudag. — (19
HERBERGI óskast til leigu fyrir reglumann, helzt innan Hringbrautar. Uppl. gefur Kristján í síma 1116, frá kl. 1—6 í dag. (25
HERBERGI til leigu á Hagamel 16. Sími 81932. (24
nJbKDKKul tll leigU. — Uppl. í Drápuhlíð 20, uppi. * (31
R AFTÆK J AEIGEND UR.
Tryggjum yður lang ódýr-
asta viðhaldskostnaðinn,
varanlegt viðhald og tor-
fengna varahluti. Raftækja-
tryggingar h..f. Sími 7601.
KVEN gullarmbandsúr
tapaðist sl. laugardag í mið-
bænum eða í nánd. Finnandi
vinsaml. hringi í síma 6873.
(10
TAPAZT hefir rauð pen-
ingabudda í vestui’bænum
sl. föstudag. Skilvís finn-
andi hringi í síma 7831 eftir
kl. 7. (16
VTÐGERÐÍR á heimilis-
vélum og mótorum. Raflagn-
ír og breytingar rafiagna.
Véla- og raftækjaverzlunim,
Bankastræti 10. Sími 2852,
Tryggvagata 23, sími 81279.
Verkstæðið Bræðraborgar-
stíg 13. (467
PÍANÓ, alveg nýtt, Horn-
ung & Möller, til sölu á að-
eins 17 þúsund. Tilþoð send-
ist afgr. Vísis strax, merkt:
„Tækifærisverð — 175“. (33
AMERISKIR skór. — Til
sölu nýir, amerískir skór nr.
36, 37, 38 og 39. Uppl. í síma
3334 í dag og á morgun. (37
BARNAÞRÍHJÓL fundið í
maí. Uppl. Laufásvegi 50.
(7
SEÐLAVESKI tapaðist á
íþróttavellinum föstudaginn
28. þ. m. Finnandi vinsaml.
hringi í síma 9186, kl. 8 til
10 í kvöld. (988
HVÍT barnahúfa (pels)
tapaðist í miðbænum á upp-
stigningardag.. Vinsamleg-
ast skilist á Njálsgötu 4 B,
kjallara. (987
TAPAZT hefur budda með
um 400 kr., sennilega á
Skólavörðustíg. Skilist á
Njálsgötu 62, miðhæð. (36
Kfflai&Íl
STÚLKA getur fengið
vinnu í eldhúsi á dagvakt.
Samkomuhúsið Röðull. Sími
6305. (32
UN GLIN GSTELP A, 14—
16 ára, óskast á gott sveitar-
heimili norðanlands yfir
sumarmánuðina. — Uppl. í
síma 9820. (34
TELPA óskast til að gæta
3ja ára barns. Uppl. Silfur-
teig 6, niðri. (35
STULKA óskast til að þvo
ganga. Uppl. á Hverfisgötu
32. — (28
UNGLINGSTELPA óskast
til að gæta barna ndkkur
kvöld í viku. Uppl. í síma
7684. (2
TVÆR kaupakónur vantar
að Gunnarshólma og eina
hjálparstúlku við innistörf í
Reýkjavík, hálfan eða allan
daginn. Uppl. í Von. Sími
4448, eftir kl. 6 að kvöldinu
í síma 81890. (941
STARFSSTULKUR ósk-
ast við eldhús- og afgreiðslu-
störf, einnig stúlka við
bakstur. — Margvíslegur
vinnutími. Uppl. á staðnum
(ekki síma). Veitingahúsið,
Laugaveg 28. (942
Viðgerðir á tækjum og raf-
lögnum. Fluorlampar fyrir
rerzlanir, fluorstengur og
ljósaperur.
Raftæk javerzlunin
LJÓS & HITI h.f.
Laugavegi 79. — Sími: 5184.
ÓDÝR skúr ásamt nokki’u
af girðingatimbri og vírnet
til sölu nú þegar. — Uppl. í
síma 6076 frá kl. 5—7 í dag.
(20
TRETERDRI barnavagn
til sölu. Uppl. í síma 4596
eða Hávallagötu 29, kjallara.
(23
ÓDÝR barnavagn óskast
til að nota á svölum. Uppl. í
síma 2027. (22
KARLMANNSREIÐHJOL
óskast til kaups. Uppl. í síma
7259. (21
KAPUFÓÐURBÚTAR, ný-
komnii’. Verzlunin Fram,
Klapparstíg 37. (26
LÍTIÐ notuð dragt til
sölu, stórt númer, ljósdrap,
kl. 4—6. Vesturgötu 24,
uppi. (985
TIL SÖLU tvær dragtir,
enskar, stór númer og am-
erísk kápa, á Fjólugötu 19 B.
______________________(989
VEIÐIMENN. Ánamaðkur
til sölu á Freyjugötu 3 A.
(902
ANAMAÐKURINN bezti
ætíð til á Laufásvegi 50.
ll§ j í < * | (g
SVEFNHERBERGIS hús-
gögn, birki og mahogny,
(notuð) til sölu. Uppl. í
síma 5322, Sörlaskjóli 82.
► (3
TIL SÖLU gott útvarps-
tæki, R. C. A., 10 lampa, og
barnakerra. Uppl. Leifsgötu
7 í kjallara í kvöld og næstu
kvöld. (15
VIL KAUPA' gólfteppi,
má vera notað. TJppl. í sítria
80932. (12
BARNAVAGN óskast til’
kaups. Tjlboð um verð og
gerð óskast sent afgr. blaðs-
ins fyrir miðvikudagskvöld,
merkt: „Barnavagn — 173.“
(11
SEVER barnavagn, lítið
notaður, til sýnis og sö.lu 1 á
Fi’eyjugötu 44, kjallara, milli
kl. 3—8. (13
SAMÚÐARKORT Slysa-
varnfélags íslands kaupa
flestir. Fæst hjá slysavarna-
sveitum um land allt. — í
Reykjavík afgreidd í síma
4897. (364
PLÖTUB á grafreiti. Út-
yegum áletraðar plötur á
grafreiti með stuttum fyrir-
▼ara. Uppl. á Rauðarárstíg
26 (kjallara). — Sími 6126.