Vísir - 04.06.1954, Side 4

Vísir - 04.06.1954, Side 4
1 VlSIB Föstudaginn 4. júní 1954 D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Evrópuráðið og landhelgln. Það bar til tíðinda á síðasta þingi Evrópuráðsins, sem lokið er fyrir skemmstu, að fram var borin tillaga um að ráðið tæki til athugunar ráðstafanir, þær, sem íslendingar hafa gert varð- andi landhelgina, það er að segja stækkun hennar til að vernaa uppeldisstöðvar ungfiskjarins, er framkvæmd var fyrir fáum árum. Voru það fyrst og fremst fulltrúar frá Belgíu, sem stóðu að tillögu um þetta efni, en fulltrúar fleiri þjóða báru hana fram með þeim, eða einn til tveir úr fulltrúahópi Breta, Frakka og Hollendinga. Munu þjóðir þessar, eða að minnsta kosti flestar þeirra, hafa mótmælt aðgerðum ísléndinga í þessu efni áður, en Bretar riðu á vaðið sem kunnugt er, og hafa auk þess verið ötulastir að því er snertir gagnráðstafanir til að hefna þessarra sjálfsögðu ráðstafana íslendinga. Það má rifja upp í þessu sambandi, að íslendingar færðu ut friðunarlínuna eftir að gengið hafði dómur í Haag í máli Norð- manna og Breta um sama efni, en dómurinn varð Norðmönnum í vil, eins og alkunna er. Eftir að íslendingar færðu friðunar- takmörkin lengra til hafs, fóru fram nokkrar orðsendingar milli ríkisstjórna íslands.og Bretlands, þar sem Bretar töldu þetta óheimila ráðstöfun af okkur hálfu. Virðist þó hafa verið auðvelt fyrir Breta að leita á ný til alþjóðadómstólsins í Haag, cn það var ekki gert, og verður það að teljast nokkur sonnun þess, að málstaður íslendinga hafi verið og sé betri en mót- mælin gáfu til kynna. Segja má, að Evrópuráðið sé stofnun áhugamanna um ýmis sameiginleg málefni Evrópu. Þar er vettvangur til að ræða slik málefni, en hefur engin völd, svo að það, sem það ræðir, verður ekki framkvæmt, þótt einhugur komi fram þar. Það hefur þvi ekkert vald eða aðstöðu til að segja íslendingum fyrir verkum í þessu máli eða neinu öðru. Fulltrúar þeir, sem borið hafa HDLLUSTA DG HEILBRIGÐI. Giftingar og höfuðverkur. sem er pylsulaga. Plastslanga fram tillögu þá, er getið er hér að framan, geta sagt skoðun'Þessi er Þanin ú-t af þrem af í Lundúnum er sérstök læknastofa, sem stundar fólk er þjáist af höfuðverk. Lækn- arnir þar þjást sjálfir af höfuð- verk sökum þess að þeir eiga alltof annríkt. Þessi læknastofa var stofnsett fyrir um það bil 5 árum, þar er mikil aðsókn og fjöldi þeirra, sem þangað sækja eykst stöðugt. Læknarnir hafa miklu meira en nóg að gera allan daginn. Yfirlæknirinn heitir dr. Nev- ille Leyton. Hann segir að höfuðverkur og verkir .1 höfuð- taugum fari mjög í vöxt. Fólk sé síðan styrjöldinni lauk ákaf- lega þreytt eftir of mikla vinnu, sé útslitið, hrætt og í uppnámi. Átta hundraðshlutar af brezku fólki líði nú mjög af höfuðverk, en fyrir stríðið hafi hlutföllin verið helmingi lægri. Sem stendur veldur höfuðverkur miklu meira vinnutapi en kvefið gerir og er það þó al- gengur kvilli. Konur eru höf- uðveikari en karlar, þær eru 5 á móti hverjum 2 körlum. Börn innan 14 ára fá sjaldan höfuðverk og fólk sem er kom- ið yfir 50 er líka laust við hann. Vísindamenn, rithöfundar, blaðamenn og skrifstofufólk fá oítar höfuðverk en aðrir, gift fólk oftar en ógift. En heita má að bændur og þeir, sem að jarðyrkju viriná sé alveg lausir við þann slæriia kvilla. Blóðið hreinsað í gerfinýra. Vísindamenn í Westinghouse- rannsóknarstöðinni í Banda- ríkjunum. hafa búið til og gert tilraunir með gerfinýra, sem getur komi ð í stað mannsnýra, ef það ónýtist eða starfsemi þess veikist og verður ófullkomin. Tækið, sem lærðustu læknar hafa gert, er á stærð við venju- legan radiofón og einfalt að flytja það milli spítala. Megin- hluti þessa gerfinýra er 15 metra löng, mjúk plastslanga, sína á því, sem gert hefur verið, en þeir geta ekki meira. En íslendingar geta þá líka skýrt frá því, hvernig þeir haía verið leiknir í þessum efnum, og hvað við hefði blasað, ef þeir hefðu samþykkt það með aðgerðaleysi, að fiskmiðin umhverfis landið, einu auðlindir landsmanna, hefðu verið rúiri og eyðilögö með gengdarlausum veiðum togara. i Engin stofnun eða dómstóll getur dæmt íslendinga til dauða með því að fyrirskipa, að fiskimiðin umhverfis landið skuli standa öllum opin, svo að landsmenn verði hungurmorða, þegar þau hafa verið upp urin. Réttur milljónaþjóða er ekki svo miklu meiri en réttur smáþjóðar, að þær geti skipað henni að horfa á það með hendur í skauti, að lífsbjörgin sé tekin frá henni. í heimi lýðræðisins ræður réttur hins sterka ekki, þótt ýmsar stórþjóðanna virðist ekki koma auga á það, þegar smá- þjóð er aniars vegar. Meðan slíkar reglur eru í heiðri hafðar, Eettu íslendingar ekki að þurfa að óttast verulega um tilveru sína, en svo virðist, sem þeir menn, er að tillögunni í Evrópu- ráðinu standa, hafi gleymt því, að stærð er ekki alltaf trygg- jng fyrir réttum málstað. Veikindi og orlof. T Tndanfarið hefur það mjög verið rætt manna á meðal, hvort það sé réttlætiskrafa, að menn megi geyma svonefnda veikindadaga frá ári til árs og leggja þá við orlof sitt, lengja sumarleyfið sem þeim svarar. Er ekki nema eðlilegt, að það sé rætt í sambandi við kröfurnar, sem fram komu um. þetta nýverið, en hitt er alveg eins eðlilegt, að skoðanir manna sé mjög skiptar í þessu efni. ■ Opinberir embættismenn munu hafa 90 veikindadaga á ári eða þeir fá 3ja mánaða laun greidd, er þeir liggja á sóttarsæng. Mundí víst mörgum þykja það langt gengið í kröfugerð, ef þeir heimtuðu, að þeir fengu að leggja slíka veikindadaga við sumarfrí sitt, ef forsjónin hefði verið þeim svo góð að forða þeim frá kvillum og veikindum. Gætu þeir þá, ef að því væri gengið, tekið sér ársleyfi frá störfum með fárra ára millibiii, á fullum launum, og geta menn gert gér í hugarlund, hvermg skattgreiðendur kynnu slíku fyrirkomulagi. Kröfurnar virðast komnar talsvert út í öfgar, þegar menn vilja fá bætur fyrir það að hafa verið heilir heilsu. Meðan vinnan telst ekki böl og góð heilsa er álitin dýrmætt hnoss, Virðist ekki ástæða til að setja fram slíkar kröfur. löngum málmnetum, og þegar blóð, sem tekið er úr handlegg sjúklingsins, er leitt með pípu inn í gerfinýrað, verða öll úr gangsefni eftir í smágötum i slöngunni. Úrgangsefninu er síðan skolað á burt, meðan hreinsaða blóðið er leitt í hinn handlegg sjúklingsins. er engin vörn. í tímariti frá Ástralíu rituðu læknar nýlega um áfengi og staupagjafir. Brennivínsstaup- ið, sem hermenn- vilja gjarna fá þegar styrjöld geisar, eða sjómennirnir á köldum vetrar- ferðum,er gagnslaust við þreytu og kulda, segja læknarnir. Það eykur mönnum aðeins sjálfs traust, og það ofurlítið. Telja læknarnir að það sé skylda þeirra, að vara fólki við þeim misskilningi að áfengið sé gagn- legt, en sá misskilningur sé mjög alvarlegur. Þegar fólk drekkur áfengi tii þess að vinna bug á ofkælingu gerist þetta: Hörundið var kalt en fær nú aukna blóðsókn inn- an að, svo mönnum finnst sér hitna. En hitamæling segir annað, því að í raun og veru kólnar líkaminn þegar áfengi er drukkið í köldu umhverfi. Þessi hlýja í ytrivefjum líkam- ans kemur inn hjá mönnum þeirri trú, að líkaminn sé heit- ur en það er rangt. Læknarnir minnast á herför Napóleons er hann sneri heim frá Moskvu árið 1812. Þeir segja að fleiri hermenn myndu haf a lifað af þá miklu erfiðleika ef þeir hefði ekki hresst sig á áfengi á leiðinni. Sá, sem drekkur sig ölvaðan í köldu umhverfi, býður dauðanum heim, segja læknarnir. Einkafyrirtæki selur steypuefni. Möl og sandur h.f. heitir nýtt fyrirtæki, sem fyrir rúm- um jnánuði hóf framleiðslu á möl og sandi til steinsteypu- gerðar, og er þetta fyrsta einka- fyrirtæki á landinu, sem tekur sér slíkt verkefni. Reykjavíkurbær hefir sem kunnugt er„rekið grjótnám við Elliðaárvog. Möl og sandur h.f. hefir vinnslustöð í landi Pálshúsa í Garðahreppi, en þar er gnægð ágætis efnis til að vinna úr. Framleiddar eru tvær tegundir af möl, veggjamjöl og loftamöl, og sandur. Stjórn hlutafélagsins bauð blaðamönnum í vinnslustöð- ina í gær, en í henni hefir verið komið fyrir stórvirkum vinnu- vélum, sem smíðaðar eru eftir beztu bandarískurh fynrmynd- um, í verkstæði Sigurðar Svein- björnssonar. Framleiðsluafköst eru um 1700 tunnur á sólar- hring. í stjórn fyrirtækisins ingameistari og bræður hans Dagbjartur, Grímur og Hró- bjartur. Dagbjartur er verk- stjóri 1 stöðinni. — Bygginga- félagið Goði, Skólavörðustíg ! 1 A hefir söluumboð fyrir fé- lagið. Haraldur Bjarnason skýrði blaðamönnum frá stofnun fé- lagsins og tilgangi, sem væri að koma á eðlilegri samkeppni um gæði og verð.___ IMefnd farin til IHoskvu. I dag héldu framkvæmda- stjórarnir Helgi Pétursson, Bergur G. Gíslason, Ólafur Jónsson, HaLlgrímur F. Hall- grímsson og Hjörtur Hjartarson af stað flugleiðis áleiðis til Moskva. Eru þeir fulltrúar ýmissa innflytjenda og út- flytjendasamtaka og munu, á- samt sendiherra íslands í Moskva, Pétri Thorsteinssyni, semja um kaup á vörum frá Ráð.stjórnarríkjunum og sölu á íslenzkum afurðum þangað...— eru (Fréttatilk. frá utanríkisráðu- í fyrradag komu lúngað til lands dr. Ricliard Beclc prófess- or við liáskólann i Norður Da- lcota og kona hans, Berta, og eru þau bæði liinir mestu au- fúsugestir. Það er i rauninni óþarft að fara mörgum orðum um Ricliard Beclc, þvi að alþjóð er kunnugt liið mikla og ágæta starf hans i þágu íslands og íslendingá. En kannslce hefur elcki verið lögð á það nægileg álíerzla, að auk þess sem liann hefur um langt skeið gegnt mik- illi virðingarstöðu í einni kurin- ustu menningarstofnun Banda- ríkjanna, í Grand Forks, Norð- ur Dakota (í því fylki eru yfir 40% íbúanna af norskum ætt- um og þar eru íslenzkar land- nemabyggðir), og staðið fremst ur í fylkingu í þjóðernisbaráttu landa vorra vestra og verið for- seti Þjóðræknisfélagsins, liefur hann alla sína tíð vestra lagt hina mestu stund á það, sem menntamaður og uppfræðari í menntastofnun, sem ræðismað- ur íslands, en fyrst og fremst sem sannur og góður íslend irigur, er vill veg lands sins sem mestan, að kynna land sitt og þjóð, bæði í Bandaríkjunum og Ivanada. Mikilvæg landkynning. Þessi landkynning dr. Becks er svo mikil og verið stunduð af svo mikilli hógværð, prúð- mennsku og þekkingu, að hún verður seint eða aldrei metin sem vert er. Þjóðin á honum því miklar þakkir að gjalda sem sinum mesta landkynni nú á tínium, og sannast að segja held ég að það sé vafasamt, að nokk- ur maður hafi í landkynningar- starfi náð til fleiri manna vestra en dr. Richard Beck. í fslandsferðum sínum, en Beck mætti vissu- lega koma oftar, hefur hann lagt miklá stund á að kynna íslenzku þjóðinni sögu, baráttu, starf landa vorra vestra og fyrir það á hann einnig þakkir skildar, bæða okkar og þeirra. Við gæt- um áreiðanlega haft gagn af að fylgjast með öllu, sem varðar landa okkar vestra, og nánara samstarf við þá er æskilegt. — Þegar Beck kemur nú heim, til þess m. a. að vera fulltrúi Vest- ur-íslendinga á 10 ára lýðveld- ishátíðinni, þar sem liann oinn- ig lcemur fram sem fulltrúi rík- isstjórans í Norður-Dakota, hef- ur hann með sér hinn ágætásta fulltrúa allra þeirra vestan hafs, sem eru af íslenzku bergi brotn ir. Sá fulltrúi er kona hans, (Berta, sem liefur verið hans stoð og stytta í miklu starfi. Frú Berta er ættuð úr Rangár- vallasýslu, en fædd vestra, í landnemabyggð í Dakota, þar sem íslenzkur hUgsunarháttur ríkti og islenzk tunga var töluð á hverju heimili á uppvaxtar- árum hennar. Frú Berta er vel menntuð' kona, ættfróð og lesin og áhugasöm um þau mál. þeir Haráldur Bjarnason býgg- néytinu). Aufúsugestir. Nú fær hún i fyrsta skipti tækifæri til þess að ferðast um sveitirnar, þar sem foreldrar hennar áttu heima, áður en þau fluttust vestur, og víðar um land. Eru þau lijón bæði þjóð- inni aufúsugestir. Býður Vísir þau velkomin heim og óskar þess að alllöng sumardvöl megi ■verða þeim til sem mestrar á- aægju.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.