Vísir - 04.06.1954, Page 7

Vísir - 04.06.1954, Page 7
Föstudaginn 4. júní 1954 VISIB 1 •gMBÍHÍ ýt'áááa'Éi *■■■*■£*■■■■*B ■VbÍ'bÍbV S‘■■■■'ái' iiii jjjjí oebb ím» ; | CnyiM Heit Mna ■ ævina, £-« ?! LllBB Eítir F. van JVych Mason* 75 Iv K ■ «■■■ ^ ■■■» H ■■■■ IHI! ■■■■ SU8 ■■«•■■ lílll ■■■■ p ■■■■ n ■■■■ m ■■■■•*• vígi, meðal annars við Boston, en þá hafði hann verið svo tauga- æstur, að hann hafði skolfið eins og lasburða hundur. Já, hann hafði verið svo óstyrkur, að hann gat vart hlaðið byssuna, en það var lantg síðan þetta var. Hið eina, sem olli honum kvíða var það, að hann gat ekki gengið út í þennan bardaga í neinni hrifni, ekki í réttum bardagahug. Það var engin uppörvun í til- hugsuninni um það, að í dag, annan dag októbermánaðar 1780, yrði morð framið á þessum stað. Allt í einu var sem Joshua hefði tekið ákvörðun og hann var í þann veginn að taka til máls og æpa: „Fari þetta allt til fjandans, það er ekkert vit í þessu —“. En hann gerði það ekki. Þarna stóðu þeir Calvert, Francis Apley og tveir aðrir vottar, allir mjög alvörugefnir, og fölleitir. Nei, fyrst út í þetta var komið varð ekki aftur snúið. Hófadynur kvað við og var auðheyrt, að þeir sem komu ríð- andi voru að koma frá Clintonvirki. Sá, er fremstur reið var ekki Devoe læknir, heldur Delacroix hinn franski, klæddur ein- kennisbúningi bandarískra riddaraliðsmanna. Næstur honum kom Jamaicamaðurinn, sem Joshua ætlaði að drepa. Hann var eitthvað svo aumkunarlegur á gráu bikkjunni, sem hann reið. Og það var engum blöðum um það að fletta; að hann var dauð- skelkaður. Rólegur horfði Stanton á, er Delacroix steig af hestinum, og heilsaði að hermannasið, fyrst Dickson, æðsta mannni á einvíigis- stað, og þar næst eivígisvottunum. Að því er virtist hafði Lu- cius fengið einhverja tilsögn í hvernig hann ætti að haga sér á einvígissstað, því að hann fór að dæmi Delacroix og heilsaði að hermannasið. Það lá við að Joshua væri skemmt, er hann veitti því at- hygli, að Lucius var ekki klæddur einkennisbúningi sínum, heldur var hann í gömlu dökku fötunum sínum. Dickson gaf einvígisvottunum bendingu um að koma til viðræðu og hnöppuust þeir nú allir saman, en Joshua leit út á fljótið og horfði á andahóp, sem iét sig berast niður eftir með straumnum. í skóginum baka til við hann kvað við fugla- söngur. Það var engum vafa bundið, að þetta ætlaði að verða allra skemmtilegasti dagur. Dagur var að renna, því að rós- rauðum bjarma var farið að slá á skýin hátt á austurlofti. Brátt mundu þau verða gullin og svo yrði dagur um allt loft og alla jörð. Calvert var allt í einu kominn að hlið hans: „Gerið svo vel að fara úr jakkanum, herra.“ . Svo bætti hann við, lægra: „Farðu rólega, Josh. Hann titrar sem ösp í vindi og gæti ekki hæft tré á fimm faðma færi.“ Joshua kinkaði kolli og hneppti hægt frá sér jakkanum. Delacroix baðst kurteislega leyfis að athuga klæðnað hans' og komst vitanlega undir eins að raun um, að hann hefði ekkert innanklæða sér til verndar. Calvert framkvæmdi csamskonar skoðun á andstæðingnum. Nú stóðu einvígisvottarnir teinréttir fyrir framan Dickson og hlýddu á seinustu fyrirskipanir hans. —• John Fleteher var að hagræða tækjum og sárabindum og var alltaugaóstyrkur, en einvígisvottar skoðuðu byssurnar. kvöldvokunni. Það er gagnlaust að nöldra yfir því sem óhjákvæmilegt Dickson gekk að Luciusi Devoe og rétti tvær skammbyssur, innvafðar í hvítan dúk, svo að aðeins sást á skeftin. Lucius, sem var dökkur á hörund, hvítnaði upp, en tók í annað skeftið og dró að sér byssuna. Hin skammbyssan var færð Josúa. Dickson gekk nú fram þar til hann var miðja vega milli flokkanna, lagði hvítan klút á jörðina, og mældi svo vegalengd- er • • • • ^omi kuldakast veið- ina þaðan í tvær áttir, 15 skref í hvoi’a. um við að búa .okkur vel. „Þér hafið allt tilbúið, Fletcher læknir?“ „Já, herra.“ „Devoe læknir, eruð þér tilbúinn að skjóta?“ Lucius hlaut að hafa svarað, en mjög lágt, því að Stanton gat ekki greint nein orðaskil. Hann var víst skelkaður, vesaling- urinn hann Lucius. Það var ágætt. Það mátti ekki koma fyrir, að seinasti karlmaður Stantonættarinnar biði bana þarna. „Stanton höfuðsmaður, eruð þér tilbúinn að skjóta?" „Já, herra, er þér óskið þess.“ Joshua fannst eins og eitthvað suðaði í eyrum hans, en hann var alveg rólegur. Skammbyssan, sem hann hélt á, var löng, af franskri gerð, — ætluð til þessa hlutverks. Hann gekk á þann stað, er honum var ætlaður. Calvert höfuðsmaður dró upp gikkinn á byssu sinni og var reiðubúinn að hleypa af, ef Lucius yrði gripinn skelfingu og færi að skjóta í æði, eða ef hanri óhlýðnaðist settum reglum. Delacroix var einnig viðbúinn, en nú kvað við skipun Dicksons: „Verið tilbúnir, heiðursmenn“. „Einn —!“ Fann Vínland klukkan 6. —• Klukkan 6 að morgni 24. sept- ember 1003 fann Leiíur Eiríks- son Ameriku. Svo segir hinn brezki prófessor Friðrik I. Pohl í bók, sem kom út fyrir. skömmu og heitir „Týndar uppgötvanir“. • Maður var spurður hvers vegna hann kvæntist ekkr stúlkunni. „Nei, hvað ætti ég þá að gera af mér á kvöldin“,. svaraði hann. e Konan grætur og segir við bónda sinn: Þarna hef ég nu vikum saman verið að segja Joshua minntist þess, er hann skaut veiðidýr í fyrsta skipti. | þér, að þú ættir ekki að kaupa „Tvejr —!“ Það var eins og þegar brezki hermaðurinn úr 42. herdeildinni æddi að honum með brugðinn byssusting. „Þrír!“ Joshua beygði hægra kné, eins og honum hafði verið kennt, miðaði vandlega, en í sömu svifum var sem eitthvað hæfði hann af miklu afli og hann snerist i hring, misti jafnvægið, og hann sg trjákrónurnar og allt hringsnúast fyrir augum sér. Svo varð aldimmt fyrir augum hans og hann misti miðviturid. ÞRIÐJA BÓK. Fljótið. „Hamingjunni sé lof,“ sagði Prudence Peabody, „loksins er kom ið vor, svo að ekki þurfum við lengur að kvarta yfir kuldanum.“ Piparmærin renndi svörtum, hvösSum augum yfir hópinn, sem sat á hörðum bekkjum einu kirkjunnar í Machias. Flest af þessu fólki hafði Prudence þekkt frá barnæsku, já, hún þekkti alla þarna, Samuel Scott, Ben Foster, Japhet Hill og skyldulið þeirra. Þarna dottaði Daniel Merserve, leiður á svip. Hann var jafnan eirðarlaus, síðan hann kom heim úr þjónustu í Massa- chusettshernum. Áður fyrr gat hann þó setið kyrr. Fyrir aftan hann sat O’Brien, Mossis, Jeremiah, John, synir gamla uppgjafa- hermannsins Johns O’Brien. Jæja, þeir voru vel agaðir og gleymdu ekki að hafa augun á prestinum. Kannske var þeim starsýnna á hann vegna þess, að hann var frá New Jersey. Árið 1772 höfðu allir fagnað því, er sira Lion settist að í Machias. Enginn hafði búizt við, að þessi gáfaði maður mundi sætta sig við þau kjör, sem þarna buðust, 84 pund á ári, og 100 dollara framlag í eitt skipti fyrir öll, en öllum kom saman um, að hann væri afburða prédikari, sem gat vakið guðsótta í sálum hinna forhertustu syndara. Þegar honum tókst upp var sem menn sæi loga vítis og' fyndu brennisteinsódaun leggja að vitum sér. „Og eg minnist nú aðvörunar þeirrar, sem oss var send af forsjóninni hinn 19. maí í fyrra.“ Það heyrðust eins og niðurbæld andvörp og stunur frá söfn- uðinum. Enginn viðstaddra mundi nokkurn tíma fá gleymt þeim skelfingardegi. Jafnvel börnin mundu dimmu dagsins. Himininn var bik- svartur um nónbil, svo að hanar fóru að gala sem um miðja nótt mvWUVUWWUVVWMnjWUVSMMMMANUVWVWVVnAVWMWVIAMmWnVVWWVWjmAWVVnMAnAVWMVW fazZWMM neitt handa mér í afmælisgjör — og samt hefirðu gleymt að færa mér eitthvað!“ • Það var mikil umferð um hádegisbilið og ungur .maður: ók áfram þó að rautt ljós væri kveikt. Umferðalögreglan veitti honurn eftirför á biíhjóli og' náði honum. Hinn ungi maður opnaði bifreiðarglugga stakk höfðinu út og sagði: „Þér verð- ið að hlífa mér, ég er nefnil. svo ruglaður, ég var að koma af lögreglustjóraskrifstofunni — ég og stúlkan mín vorum að- gifta okkur“. „Nú er það?“' sagði lögreglumaðurinn. „Þa'ö ætti að vera nægileg refsing. Ég sleppi yður við sektina!" • Kvöld eitt eftir sýninguna var ungur maður kynntur fyrii hinum fræga trúða Crock. Pilturinn var mikill á lofti og auðsjáanlega vel ánægður með sjálfan sig. „Nú, svo að þér eruð' maðurinn, sem fólk hlær að?“ sagði hann og brosti háðslega. „Já það er ég“, sagði Crock. „En fólk hlær aðeins að mér þegar ég vil það.“ • Karl Valentin var imyndun- arveikur og hræddur var hann þegar hann var lagður á skurð- arborðið og átti að tak úr hon- um botlangan. Skurðlæknir- inn sagði við hann á eftir: „Þér fenguð aðeins létta svæf- ingu vissuð þér nokkuð af því. hvað að gert var við yður?‘r Nei, ekki beint,“ sagði Valen- tin, „en eitthvað var mig að dreyma um innbrot“ SuwmyhA' -TARZAN - ISM , Tarzan skoraði á menn, að :fara sér hægt og varlega, Arabar væru vel vopnaðir. Þeir njóta skjóls af gixðingunni-,, sagði Tarzan. Við verðum að fara varlega. Þá kom maður hlaupandi fra þorp- inu, og hafði slæmar fréttir að færs. Hann greindi frá því, að ArabarÓ hefði ráðizt á þorpið og drepið konu höfðingjans. _ .

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.