Vísir - 11.06.1954, Qupperneq 4
VlSItt
D AGBLAÐ
Kitstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
'Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm Ifnur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
VerkfafS á kaupskipum.
fyrrinótt höfðu ekki tekizt samningar milli skipafélaganna
annars vegar og sjómanna á kaupskipaflotanum hinsvegar
og kom þess vegna til vinnustöðvunar, þar sem verkfall hafði
verið boðað með löglegum fyrirvara. Munu einhver skip hafa
stöðvazt þegar, en síðan munu þau stöðvast hvert af öðru,
þegar þau koma í heimahöfn, enda miðast vinnustöðvunin við
að skip sé þar stödd.
Sáttasemjara ríkisins var fengin deila þessi til úrlausnar
fyrir nokkru, og hefur hann unnið með deiluaðilum að undan-
íörnu af alkunnum dugnaði sínum, en þó hefur ekki tekizt að
finna samkomulagsgrundvöll. Ekki hefur verið skýrt frá þvi
opinberlega, hvað mönnum beri einkum á milli, en gera má
ráð fyrir, að það sé talsvert, því að ætla má, að hægt heíði
verið að fresta verkfalli um hríð, ef fyrirsjáanlegt hefði verið,
að deiluaðilar mundu koma sér saman, þótt ekki yrði fyrir
miðnætti í fyrrinótt, er ákveðið var að verkfallið skyldi skella á.
Blöðin hafa ekki ritað mikið um samningana, og getur slíkt
verið rétt, þar sem blaðaskrif geta oft komið mönnum úr jafn-
vægi, ef ekki er ritað um málsatvik með stillingu og sanngirrú,
en því er ekki alltaf að heilsa. En á hinu leikur enginn vafi, að
þegar um samninga er að ræða, hljóta báðir aðilar að verða
■að hliðra nokkuð til, í samræmi við getu sína og þarfir, því
að ef enginn slíkur vilji er fyrir hendi, getur ekkert annað
orðið en vinnustöðvun.
Þótt verkfall þetta standi í fáa daga, þarf það ekki að
orsaka óbætanlegt tjón, en það verður vitanlega þeim mun
hættulegra sem það stendur lengur, og verða það þá ekki
einungis skipafélögin og sjómennirnir, sem súpa verða af þvi
seyðið, heldur allt þjóðarbúið og einstaklingar innan þess.
Þjóðviljinn gerir í gær tilraun til þess að æsa sjómenn til
þess að vera sem allra ósveigjanlegastir í samningunum,
og segir blaðið, að félögin hafi tugmilljóna króna gróða af
starfsemi sinni á ári hverju. Munu þó allir geta gert sér grein
fyrir því, sem eitthvað um þessi mál hugsa, að gróðinn getur
vart numið mörgum tugum milljóna, þegar tekið er tillit til
allrar umsetningar félaganna. Á það er einnig að líta, að erfið-
lega mundi þeim ganga að endurnýja skipastól sinn á hæíi-
legum fresti, ef allt ætti af þeim að taka, svo að þeim veictisl
ekki tækifæri til að safna neinum sjóðum. Sjónarmið af þessu
tagi getur einungis gert kjaradeilur erfiðari viðfangs, enda mun
það vera tilgangurinn, en ekki fyrst og fremst að veita sjó-
mönnum stuðning í deilunni. Er það og í samræmi v'S
framlag kommúnista fyrr og síðar til jöfnunar deilumála hér
sem annars staðar því að kyrrð og friður eru eitur í þeirra
i beinum.
Þess er að vænta, að deiluaðilar samræmi sjónarmið sín
hið fyrsta, svo að skipunum verði haldið úti, og að ekki verði
tekið tillit til þeirra radda, sem leggja nú mest kapp á að auka
úlfúð og vandræði, eins og kommúnistar reyna. Enginn hagnast
á því að hlíta ráðum þeirra.
Léíegar samkomulagsherfur.
T^ótt utanríkisráðherrar stórveldanna hafi nú setið á fundum
í Genf 1 hálfan annan mánuð, og margvíslegar tilraunir
verið gerðar til þess að finna grundvöll til samkomulags um
helztu deiluatriðin, bólar ekki á því, að ráðstefna þessi ætli að
bera þann árangur, sem lýðræðisþjóðirnar gerðu sér vonir um.
Tilgangur utanríkisráðherra kommúnistaríkjanna er ber-
sýnilega ekki annar en að reyna að draga allar umræður á
langinn, einkum vegna þess að þeir gera þá ráð fyrir því, að
hersveitir þeirra hafi unnið á Indókína, og þeir, friðarvinirnir,
hafi því betri aðstöðu við samningaborðið. Kemur og heim
við þetta, hve mikið kapp kommúnistar leggja á hernaðinn á
þessum slóðum, því að venjulega hefur hann legið niðri á
þeim mánuðum, þegar úrkomur standa sem hæst.
Þótt utanríkisráðherrar lýðræðisríkjanna þrauki enn í Genf,
hlýtur þolinmæði þeirra senn að vera þrotin, og mun þá árang-
urinn ekki verða mikill, ef kommúnistar taka ekki sinr.a-
skiptum. En þarna eins og annars staðar setjast þeir ekki að
samningaborðinu með löngun til að ná samkomulagi, heldur
aðeins til að skapa glundroða meðal vestrænna rikja, sem erm
veita þeim mótspyrnu. En, spurningin er, til hverra ráða
kommúnistar grípa, þegar lýðræðisríkin hafa loks gefizt upp
& að tala við þá.
Gluggar verziana verða sér-
staklega skrautlegir 17. júní.
Samband smásöluverzlana vcitir
fjrirgreiðsln í fiessu.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá í blöðum og útvarpi
gengst Samband smásöluverzl-
ana fyrir því, að sem flestar
verzlanir á landinu skreyti
glugga sína sérstakri hátíða-
skreytingu á 10 ára afmæli lýð-
veldisins.
Til að auðvelda forstöðu-
mönnum verzlana skreyting-
arnar hefur verið gert sérstakt
merki — lýðveldismekið — og
borði með áletruninni: 1944 —
Lýðveldið 10 ára — 1954.
Einnig hafa verið útvegaðar
myndir af Jóni Sigurðssyni og
núverandi og fyrrverandi for-
seta landsins. Fæst hvorttveggja
afhent í skrifstofu Sambands
smásöluverzlana, Laugavegi 22.
Er nú þegar vitað að þátttak-
an í þessum skreytingum verð-
ur mjög almenn urn land allt,
en þó eru nokkrar verzlanir,
sem ekki hafa sótt skreytingar-
gögn ennþá. Það eru því tilmæli
skrifstofunnar að þær verzlanir,
sem eftir eiga að sækja gögnin,
dragi það ekki lengur og sæki
þau ekki síðar en næstkomandi
mánudag.
Fyrir nokkrum dögum bárust
Sambandi smásöluverzlana til-
mæli frá stjórn Landgræðslu-
sjóðs ogformanni Landsnefndar
lýðveldiskosninganna um að í
sambandi við gluggaskreyting-
arnar yrði vakin athygli á af-
mæli sjóðsins, en hann var
stofnaður sama dag og lýðveld-
ið. —
17. júní nefnd S. S. hefur með
mestu ánægju fallizt á þessa
hugmynd, enda er Land-
græðslusjóður morgungjöf
þjóðarinnar til lýðveldisins.
Hefur stjórn sjóðsins nú látið
gera skilti með merki sjóðsins
ig hvatningarorðum um eflingu
hans. Ef það Stefán Jónsson,
teiknari, sem teiknað hefur
merkið og gert það þannig úr
garði, að það verður í fullu
samræmi við önnur skreyting-
argögn.
Verður merkið sent ókeypis
þeim verzlunum, sem þegar
hafa sótt lýðveldisskjöldinn,
en öðrum verður afhent það um
leið og þeir sækja skjöldinn.
Samband smásöluverzlana
beinir þeim eindregnu tilmæl-
um til allra, sem þátt taka í
skreytingunum 17. júní. að
þeir láti merki Landgræðslu-
sjóðs ekki vanta í gluggana. —
(Frétt frá Sambandi smásölu-
verzlaná og Landgræðslusjóði).
artft er shtítiS\
Á Churchlll svarta svaninn ?
Heilt um svartan svau, sem fannsi
á flækingi í llollandi.
Margt er skrítið ..
Svartir svanir eru sjaldséðir
í Evrópu, og þeir þykja að
sjálfsögðu hinar mestu gersem-
ar.
Það er þess vegna ekki að
furða, þótt nokkur deila sé
risin út af svörtum svan. sem
er í óskilum hjá lögreglunni í
Hollandi. og það er enginn ann-
ar en sjálfur Sir Winston Chur-
chill, sem gerir kröfu til þess.
að sér verði afhentur fuglinn
— en hann er ekki einn um hit-
una. Annar maður, Vakenburg'
dýragarðsstjóri í Overloon í
Hollandi, segir nefnilega, að
dýragarður hans eigi fuglinn.
Churchill hefir gert kröfu til
þess, að svanurinn, sem fannst
á flækingi í Brabant-héraði í
Hollandi um byrjun vikunnar,
verði sendur. sér til skoðunar,
en lögreglustjórinn í Norður-
Brabant, Becker, hefir hafnað
þeirri kröfu. Hefir hann kveð-
ið upp þann úrskurð. að setja
skuli þenna svan hjá fimm
öðrum. og síðan skuli athuga
þá alla saman. Er það dýragarð-
forstjórinn. sem á að reyna að
finna flækingsfuglinn, og sanna
með því móti. að hann sé úr
dýragarðinum.
Einnig hefir verið leitað til
svanasérfræðings, sem hefir
óskað eftir því, að Churchill
sendi nákvæma lýsingu á fugli
sínum, svo að unnt sé að bera
hana saman við' flækinginn.
Eitt atriði er nefnilega óvenju-
legt við þenna flækingssvan. að
hann er mjög hændur að mönn-
um pg vinsamlegur við þá.
Hollandsútbú sjálfrar al-
þjóðalögreglunnar í París —
Interpol — hefir verið fengið
til • að taka þátt í rannsókn
málsins, og lögreglan hollenzka
hefir heitið á menn að veita
upplýsingar um annan svartan
svan, sem sást á flugi yfir Rott-
erdam á mánudaginn. Hefir
Interpol einnig heitið á lög-
reglu í nágrannalöndunum að
veita aðstoð við rannsókn þessa
óvenjulega máls.
Bók um mesta
fjallgönguafrek
allra tíma.
Fyrir nokkuru kom út fagurt
rit um Everestleiðangurinn síð-
asta. eitt mesta fjallgönguafrek
allra tíma.
Bókin heitir „Á hæsta tindi
jarðar“ og er eftir fararstjór-
ann, John Hunt, en dr. Sigurð-
ur Þórarinsson jarðfræðingur
hefir skrifað inngangsorð að
hinni íslenzku útgáfu. — Þrír
menn unnu að því að íslenzka
bókina, þeir Magnús Kjartans-
son, Óli Hermannsson og Ásgeir
Bl. Magnússon. Bókin er prýdd
fjölda stórfallegra mynda og
eru sumar þeirra litprentaðar.
Myndirnar eru óvenju vel
prentaðar .og, í heild er bókin, íj
Föstudaginn 11. júní 1951
Bergmál.
Maður, sem hefur það að at-
vinnu að bera út bréf og blöð„
og þarf þvi daglega að koma við
í mörgum húsum, eins og skilj-
anlegt er, skrifar mér pistil. Er
hann á þessa leið: „Það er litil-
fjörlegt atriði, sem ég vil minn-
ast á, en þó allbagalegt fyrir
mann i minni atvinnu, því þeir
sem hafa útburð á pósti að at-
vinnu, þurfa að heimsækja mörg
liúsin daglega.
Hliðaútbunaðurinn.
Svo er mál með vexti að víða
i bænum ver/Öur ekki komist að
húsunum nema um garða, sem
eru girtir. Á mörgum stöðum er
liliðaútbúnaður þannig, að það
tekur þó nokkurn tíma að lcoin-
ast inn í garðana, en ekki er
hægt að Ijúka erindi sínu neð
því að varpa bréfum eða blöðum
inn fyrir girðingar. Það er af-
sakanlegt og skiljanlegt, þótt hús
eigendur vilji hafa góð hlið með
sæmilegum lokuin, en þeir mega
þó ekki vera það erfiðar að það
þurfi sérstaka tæknilega* þekk-
inu til þess að opna þær.
Sum bundin aftur.
Þó er það allra verst þar sem
tekið hefur verið upp á þvi nð
reyra liliðin aftur með snæri. Þá
er pósturinn í vanda. Það getur
stundum leikið á því vafi hvprt
nokkrum sé ætlað að koma inn í
þessa garða eða um þessi hlið,
rétt eins og húseigendur væru
fjarverandi. En ástæðan mun þó
vera önnur, því miður. En það
eru börnin, og þá lielzt stálpaðir
strákar sem valda þessu. Lokúrn-
ar duga ekki, því þá er straum-
urinn inn i garðana, sem eigend-
ur eru að verja fyrir ágangi.
Of langt gengið.
En mér finnst samt of langtr
gengið að binda hlið svo vendi-
lega aftur, að fólk í löglegum
og nauðsynlegum erindagerðum
í þágu húseiganda, geti tæpast
nálgast húsið nema þá með ær-
inni fyrirliöfn. Reyndar veit ég
ekki hv.er er bezta úrlausnin í
þessu máli, en hitt aftur á móti
spurning, hvort t. d. útburðar-
menn blaða eða bréfa eru skyld-
ugir til þess að skila af sér í hús-
um, þar sem svo vendilega er
gengið frá hliðum að það tekur
tima að opna þau. Eg vona, að
þeir, sem þetta á við, taki vin-
samleg orð mín til athugunar.“
Blómin í görðunum.
Það voraði vel og tiðin hefur
verið með mestu ágætum, og
þarí' ekki. að gera nánari greini
fyrir því, því það er öllum kunn-
ugt. Almenningsgarðarnir sem.
og aðrir garðar eru líka mjög
fallegir og blómagróður eins óg
liann getur beztur og fégurstur
verið. Garðyrkjuráðunautarnir
sjá um það, að á hverju vori séu
garðarnir liirlir og blóm sett nið-
ur, og er það þarft verk. En það
þarf meira en setja blómin niður,
þegar þurrkur og sól er dag eftir
dag. Kona kom að máli við mig
í gær og benti mér á, að greini-
legt væri að blómabeðin á Arnar-
hólstúni þyrftu vökvunar við, og
bað mig að koma þvi að hér í.
dálkinum. Það segir sig auðvitaÖ
sjálft, og ætti ekki að þurfa að
benda g'arðyrkjumönnum á það,
að blómin þurfa vökvun, einkum
þegar lítil úrkoma liefur verið.
Og með þessum orðum lýkur
Bergmáli í dag. — kr.
hópi þeirra fegurstu að allri,
gerð, sem komið hafa út hér á
landi.