Vísir - 11.06.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 11.06.1954, Blaðsíða 8
ylSIR er édýrasta blaðiS og þó það fjöl- breyttasta. — HringiS í sJma 1660 og gerist áskrifendur. r* > WX8K3R Þeto sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tll mánaðamóta. — Sími 1660. Föstudaginn 11. júní 1954 Laraels-stjórnin riðar. Ef tið vill kosrtÍBigar9 ef sljórn hans fetlur. T Einkaslteyti frá AP. París í morgun. Horfurnar eru þær, að Lani- elstjórninni sé mjög hætt við falli, er til atkvæðagreiðslunn- ar kemur um traustsyfirlýsing- una á morgun, en þó kunni hann að halda velli með sár- fárra atkvæða mun. Þingið felldi í gær með 314 gegn 269 atkvæðum tillögu hans, að traustsyfirlýsingin kæmi til atkvæða á undan öðr- um tillögum, sem fela í sér vantraust, og þá yrðu sjálf fallnar, en þar fyrir.er ekki víst, að eins fari á morgun. Margir eru hikandi. Margir eru enn hikandi, en yfirleitt hefur þó andspyrnan harðnað, einkanlega meðal hörðustu andstæðinga Evrópu- sáttmálans, sem hafa hlífst við að ganga í berhögg við Laniel vegna Genfarráðstefnunnar, meðan von var um samkomu lag. Nú eru menn að missa alla trú á það, og telja, að það muni ekki breyta eins miklu og fyrir mánuði, ef stjórnin félli. Auk þess treysti menn Elý yfirhers- höfðingja, sem nú sé tekinn við í Indókína, og vænti að honum auðnist að halda í horfinu, meðan ný stjórn yrði mynduð. Kæður Molotovs og Chou En-lais. hafa haft áhrif í París, að á- liti Times í London, eins og ætl- un þeirra var. Kom fram mikil óbilgirni af þeirra hálfu sem fyrr hefur verið getið, þegar er Molotov hafði haft það fram, að ræða málið fyrir opnum tjöld- um, og var augljóst mark þeirra að hafa áhrif í Frakk- landiþar sem hver höndin er Kvfkuar í flugvél Það óhapp vildi til um kl. 2 síðd. í gær á Keflavíkurflug velli, að eldur kom upp í stórri, fjögurra hreyfla flugvél, er hún bjóst til brottferðar út á flug- braut. Slysið vildi til með þeim hætti, að einn hreyfillinn rakst á vararafstöð, sem notuð er við ræsingu hreyfla. Kviknaði í hleðslutæki, en þaðan hljóp á svipstundu eldur í vinstri væng vélarinnar. Greiðlega tókst að koma farþegunum út, en þeir voru 64, en slökkvilið valarins sýndi mikið snarræði og slökkti fljótlega. Skemmdir urðu verulegar á vélinni. upp á móti annarri og almenn- ingur þreyttur á margra ára styrjöld. Nýjar kosningar. Falli Laniel er talið hugsan- legt, að hann snúi sér til for- setans og með skírskotum til heimildarákvæða í stjórnar- skránni fari fram á þingrof og nýjar kosningar, en boði hann slíkt fyrir atkvæðagreiðsluna, kann það að gera menn hikandi og deigari við að snúast gegn Laniel einsogsakir standa. Miklar bygginga- framkvæmdir á Akureyri. Akureyri í gær. Miklar byggingaframkvæmd ir eru á Akureyri í vor, og er þar bæði um stórhýsi að ræða, sem stofnanir eða hið opinbera byggir svo og íbúðarhús sem einstaklingar byggja. Af stórbyggingum má m. a. nefna heimavistarhús Mennta- skóla Akureyrar og útibú Landsbanka íslands, en banka- starfsemi hófst á neðstu hæð hússins um miðja s.l. viku. — Húsið stendur við Ráðhústorg og er hið myndarlegasta í hvi vetna. Sama gildir um innrétt- ingu alla og fyrirkomulag við afgreiðslu. Þar er öllu smekk lega og haganlega fyrirkomið og húsakynnin jafn glæsileg að innan sem utan. Útvegsbanki íslands er einn- ig að byggja nýtt hús fyrir úti bú sitt á Akureyri og er það við hliðina á gamla útibúinu. Loks ætlar svo Útgerðarfé- lag Akureyrar að byggja stór- hýsi mikið á Oddeyrinni, sem er ætlað fyrir fiskverkunar- stöð. Auk hinna stærri bygginga er mikið um íbúðarhúsabygg- ingar einstaklinga og er mest byggt í svokölluðu Mýrahverfi. í heild má fulyrða að mikið verði um byggingavinnu á Ak- ureyri í sumar. Villiöndin, hinn snjalli harmleikur Ibsens, verður sýndur síðasta sinn í Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudag. Leikritið, sem frú Gerd Grieg setti á svið, fékk hin bezíu ummæli leikdómenda eftir frumsýninguna. Á myndinni sjást Jón Aðils sem Gregers Werle, og Gestur Pálsson sem Hjáiœar Ekdal. Margar ferilr im næstu helgi. Ferðír við 'allra 3iæ£i. Ferðafélag íslands efnir til tveggja ferða um helgina. Fyrri ferðin hefst kl. 2 e. h. á morgun og verður þá farið að Úthlíð í Biskupstungum og gist þar í tjöldum. Daginn eftir verður gengið í Brúarárskörð og víðar. Náttúrufegurð er þarna óvenju mikil. Hin ferðin er til Þingvalla. Farið verður kl. 9 árdegis á sunnudagsmorguninn um Hell- isheiði, Hveragerði, Þrástar- lund upp með Sogi og síðan Grafningsleið til Þingvalla. í kvöld kl. 8 verður farið í gróðursetningu í Heiðmörk og eru það vinsamleg tilmæli fé- lagsstjórnarinnar að félagar fjölmenni þangað. Um síðustu helgi efndi Ferðafélagið til tveggja ferða með samtals um 70 þátttakend- um. Var önnur á Snæfellsjök- ul, en hin á Skálafell .og að Tröllafossi. Heppnuðust þær báðar í hvívetna vel. ekið niður Hreppa um Selfoss til Reykjavíkur. Önnur ferðin hefst kl. 13.40 og verður ekið til Krýsuvíkur —Seivog (Strandarkirkja skoð uð). Síðan ekið um Selvogs heiði til I-íveragerðis—Ljósa- foss — Þingvöll um Mosfells- heiði til Reykjavíkur. Fárfuglar. Farfuglar efna til hjólreiða' ferðar að Tröllafossi á morgun og gönguferðar á Esju á sunnu- dag. Páll Arason. Páli Arason efnir til ferðar austur á Eyjafjallajökul um helgina. Fer hann kl. 2 e. h. af stað héðan og ekur þá að Selja völlum, en á sunnudag verður gengið á jökulinn. Genf Framh, af 1. síðu. ir þjóðþingið áður en það færi heim, en stjórnin mundi grípa til þeirra ráða, sem lög heim iluðu henni, ef viðhorfið breytt ist ískyggilega. Kóreumálið verður rætt á ráðstefnunni í dag, en ekki vitað til þess í morgun, að neinn fundur yrði haldinn um Indókína, og er beðið fregna um árangur af viðræðum Edens og Molotovs. Dregið í H.H. í gær var dregið í 6. fl. Happ- drættis Háskólans. Vinningar voru að þessu sinni 800 talsins og 2 aukavinn- ingar, samtals 377.500 krónur. 50 þúsund krónur féllu á nr. 5944 (hálfmiðar, seldir á Ak- ureyri og Hvammstanga). 10 þús. kr. féllu á nr. 16665 (á fjórðungsmiða í umboði Páiínu Ármanns í Varðarhúsinu). 5 þús. kr. féllu á nr. 34289, sem var heilmiði í umboði Helga Siv.ertsens. Ferðaskrifstofa ríkisins. Tvær skemmtiferðir verða farnar á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins á sunnudag. Fyrri ferðin hefst kl. 9 f. h. Verður ekið austur Hellisheiði —-Hveragerði—Grímsnes (ker- ið skoðað) — Geysi og stuðlað að gosi. Síðan ekið til Gullfoss, Fullskipað í fitigferðir. Óforeytt stjóm Loftleiða. Loftléiðir h.f. héldu aðalfund sinn í gærkveldi. Stjórn félagsins var endur- kjörin, en hana skipa Kristján Guðlaugsson hrl., formaður, Sigurður Helgason varaformað ur, Ólafur Bjarnason ritari. og „Afmæli“ Breta- drottningar í gær. Einkaskeyti frá AP. — London í gær. í dag er hinn opinberi af- mælisdagur Bretadrottningar og er hans minnst með viðhöfn. um allt Bretaveldi. Auk þess er birtur listi yfir þá, sem aðlaðir verða, og fá ýms heiðursmerki og titla. Á þeim lista eru nú 916 nöfn og eru þeirra meðal nöfn hins viðkunna rithöfundar W. Som- erset Maughams, sem nú er átt ræður, og 86 ára gamals múr- ara, en á listanum eru annars nöfn manna af öllum stéttum, þeirra meðal 134 konur. meðstjórnendur þeir Elíasson og Kristinn Olsen. — Framkvæmdastjóri félagsins er Alfreð Elíasson. Til Fiugfélags íslands berast miklu fleiri pantanir um flug- för milli landa heldur en félag- ið geíur annað í bili. Einkum er mikil eftirspurn eftir flugferðum til Osló og Khafnar og næsta ferð Gull- faxa þangað, sem er á laugar- daginn kemur er fullskipuð og f jöldi manns á biðlista. Sama gegnir og með fyrstu beinu ferð Gullfaxa til Khafn- ar, sem hefst n.k. miðvikudag, þann 16. þ.m. Úr því flýgur Gullfaxi alla miðvikudaga sumar til Khafnar og til baka aftur samdægurs. Fullpantað er í þessa fyrstu miðvikudags ferð Gullfaxa ög margir á bið- lista. Þá er enn fullpantað í laug- ardagsferðina 19. þ.m. til Ostó og Khafnar og í aðrar ferðir Gullfaxa það sem af er mán- uðinum bæði til London og Norðurlanda er mikið til full- skipað. Allar þessar pantanir um flugferðir voru þó gerðar áður en vitað var að til verkfalls far manna drægi Én nú raá búast Alfreð við að eftirspurnin eftir flug- ferðum aukist til muna, a.m.k. ef ekki dregur bráðlega til sætta í farmaníiadeilunni. Útlendingar taka eftir Rafskinnn. Rafskinna vekur ekki aðeins aíhygli og ánægju Reykvíkinga, sem leið eiga um Austurstræíi. f fyrrinótt urðu vegfarendur um þessa götu varir við þvarg noikkurt fyrir utan skemmu- glugga Haraldar, þar sem Raf- skinna er til. liúsa. Voru þar komnir erlendir kvikmynda- tökumenn, sem voru í óðaönn að taka myndir af Rafskinnu, og létu í ljós undrun sína yfir þessu fyrirbæri, sem væri sízt lakara en það, sem þeir hefði bezt séð erlendis af slíku tagi. Stal nærri 2000 safngripunk Einkaskeyti frá AP. London í gær. Roskinn safnvörður hefur játað að hafa stolið nærri 2000 listmunum úr hinu fræga Vict- oria and Albert-safni hér í borg. Var hann upphaflega kærð- ur fyrir að hafa stolið 25 grip- um á undanförnum 23 árum, en bað réttinn að taka til greina þjófnað 1935 gripa að auki. — Kona mannsins var ákærð fyrir hylmingu. Maðurinn, John Nev- ins, kvaðst hafa stolið gripun- um,af því að honum fannst þeir fallegir. Hafði hann m. a. stol- ið mörgum gömlum úrum og klukkum, sem safnið er sér- staklega frægt fyrir, Rætt um kaup verkfræðinga. Enn standa yfir viðræður milli fulltrúa ríkisstjómarinnar og verkfræðinga. Eins og Vísir hefir áður greint frá, sögðu flestir verkfræðing- ar hins opinbera, hjá ríki og bæ, upp störfum í vor, flestir frá 1. júní. Mál þetta er enn á viðræðustigi, og hafa þeir skrifstofustjórarnir Gunnl. Briem og Sigtryggur Klemenz- son rætt málið við stjórn Verk- fræðingafélagsins á fundum imdanfarið. Formaður Verk- fræðingafélagsins er Hallgrím- ur Bjömsson.____________ t Doktarsvorn og samsæti. Á morgun kl. 2 ver Halldór Halldórsson dósent doktorsrit- gerð sína um myndhverf orðtök í íslenzku í hátíðasal Háskól- ans. Um kvöldið kl. 9 halda nokkrir vinir hans hoftum sam- 1 sæti að Hótel Borg. Þeir, sem kynnu að vija taka þátt í sam- sætinu geta skrifað sig á þátt- tökulista hjá Skartgripaverzl- un Áma B. Bjömssonar, Lækj- arvötu 2. Rússneskir skák- menn fara vestur. Moskva. (A.P.) — Sveit rússneskra skáksnillinga er lögð af stað til Bandaríkjanna. Verður þar efnt til keppni við helztu skákmenn Banda- ríkjanna, og hefst keppnin 16. þ. m. Meðal Rússanna eru Smyslov og Bronstein, en for- ingi flokksins er Bondarevsky.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.