Vísir - 11.06.1954, Side 5

Vísir - 11.06.1954, Side 5
Pöstudaginn 11. júní 1954 ▼ lSIB * Heinnsókn i sfærsta GuÓshus IVorðurlanda. Mírkjan var vígd fyrir nær 500 áruni Uppsölum, 6. júni. Morguninn er mildur og bjartur — hitinn rúm þrjátíu stig — gróðrarangan í Iofti og fuglarnir kvaka hátíðasöngva sína í tilefni dag.sins. Fólk er árrisult í borginni þennan morgun, þótt helgu* dagur sé. Unga fólkið er á leio út í skóg eða eitthvað út í buskann; sumir labba niður að ánni og leysa landfestar skemmtisnekkjunnar sinnar og sigla út á spegilslétt vötnin til Skógklausturs eða Sigtúna, en einstaka nátthrafn stendur hokinn við lokaðar dyr veit- ingahúsanna og knýr örvænt- ingafullur dyra, minnugur orð- anna: „knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.“ Flestir spóka sig þó prúð- búnir á götum borgarinnar, en þegar líður að messutíma i kirkjunum, greikkar margur sporið, tekur ákveðna stefnu til einhverrar kirkjunnar og hverfur inn um dyr þeirra. Eg fylgdist með straumnum, sem leggur leið sína til Uppsala- dómkirkju, stærstu kómkirlqu Norðurlanda, sem jafnframt er ein sú ríkasta af helgum minjum fortíðarinnar og sögu- legum erfðum, dýrgripum og listaverkum. Hverí sæti er skipað. Þegar að kirkjunni kemur verða á vegi manns hópar svartklæddra kvenna með hvítar skuplur á höfði. — Þetta eru kirkjunnar konur, og þær láta ekki á sér standa til há- messunnar, og eru með fyis La kirkjufólkinu, sem tekur sér sæti í þessu mikla musteri. En brátt fjölgar í kirkjunni, og' er hvert sæti skipað, þegar guðs- þjónustan hefst. Aðalkirkjan, eða. miðhvelf- ingin svonefnda, er milii margra stórra og voldugra steinsúlna, og er hæðin fra gólfi upp í hvelfinguna rúmir 27 metrar. í þessum hluta kirkjunnar eru 36 bekkjaraðir sitt hvorum. megin kirkju- gólfsins og gjallarhorn eru á hverri steinsúlu, svo að heyrisí fram í kirkjuna frá prestinum inni í kórnum og frá prédikun-. arstólnum. Sitt til hvorrar handar þessarar miðhvelfingar eru hliðarhvelfingar, og er þar einnig raðað bekkjum frá foi- dyri inn í kór, en til hliðar við þessi súlnagöng eru afgirtar grafhvelfingar, þar sem gefur að líta minningartöflur. líkneski og fleiri minnjar um sögulegar persónur liðins tíma, kirkju- höfðingja, konunga, og dyr- linga, en hvar sem fæti er drepið niður á kórgólfið og frameftir kirkjunni eru áletr- aðir legsteinar. Kirkjugestir eru þátttakendur. Þegar kirkjugestir koma inn í fordyrið, taka flestir ser sálmabók í hönd. sem þar eru í stórum bókahillum, en þarna er fólkið þátttakandi: í guðs- þjónustunni af lífi og sál. Ná- lega allir taka undir og syngja með kirkjukórnum, og einnig biðst fólkið fyrir með prest- inum, og þennan morgun haíoi allur söfnuðurinn yfjr trúar- játninguna, líkt og fermingar- börn við altari. Það er ekki hélgiathöfnin sjálf — guðsþjónustan — sem mesta athygli vekur útlendum gesti í þessari miklu stein- hvelfdu súlnakirkju, — heldur kirkjan sjálf. og allir hinir skrautlegu munir, listaverk og sögulegu minjar er þarna mæta auga. Að sjálfsögðu er guðs- þjónustan þó öll með miklum helgibrag, og að ýmsu leyti frábrgðin því sem tíðast í ís- lenzkum kirkjum. Tveir prestar þjóna fyrir altari, og kirkju- söngurinn er undurfagur og á- hrifaríkur. Síðan flytur annar presturinn prédikun frá hinum skrautlega og íburðarmikla predikunarstóli sem kirkjunni var gefinn af Hedvig Eleonora ekkj udrottningu eftir hinn mikla kirkjubruna 1702, þegar mikill hluti kirkjunnar eyddist af eldi. Lýsingar og samskot. Eftir þrédikúnina las prest- urinn ýmsai' orðsendingar. og meðal annars lýsti hann með ekki færri en 30 hjónaefnum. sem innan tíðar ætluðu að ganga í heilagt hjónaband. en meðan sunginn var sálmur eftir prédikunina fóru svartklæddu konurnar með hvítu skuplurnar á kreik. Gengu þær nú milli bekkjaraðanna, með samskota- poka og voru þeir á iöngum stöngum, og líktust einna hel§t háf. Réttu þær stengurnar með samskotapokanum inn í hvern bekk. svo að öilum gæfist kost- ur á að leggja eitthvað af mörkum til guðsþakkar þenna fagra hítasunnumorgun, og flestir eða allir lögðu skilding í sjóðinn, og silfrið hringlaði í hverjum poka, þegar konurnar gengu léttstígar til skrúðhúss- ins með „samskotaháfinn" að aflaferðinni lokinni. Eftir messulok gafst fólki kostur á því að ganga um kirkj- una og skoða hina helgu dóma. Eins og áður er að vikið er Upp- saladómkirkja stærsta dóm- kirkja Norðurlanda, en næstar henni að stærð koma Niðarós- dómkirkja, dómkirkjan í Hró- arskeldu og í Ábæ í Finnlandi. Uppsaladómkirkja er 118,7 m. að lengd, 45 m. að breidd, og mæð frá’gólfi u’pþ í miðhvelfing una eru rúmir 27 m. Tveir geysistórir turnar prýða kirkj- una og eru þeir nákvæmlega jafnháir lengd kirkjunnar, eða 118,7 m., enda sjást þeir alls- staðar að úr borginni. Byggingarstöfin stóðu í tvær aldir, Á næsta ári eru 520 ár liðin frá vígslu dómkirkjunnar, en raunar hafði undirbúningur byggingarinnar og byggingin staðið yfir í tvær aldir áður eða frá 1257 er Laurentínus Skollaleikur Jónasar frá Hriflu um Hallgrímskirkju. Uppsala-dómkirkja. erkibiskup gaf út tilskipun um framlag til byggingar nýrrar Uppsaladómkirkju. Áður en þessi dómkirkja var byggð, höfðu tvær dómkirkjur verið reistar í Svíþjóð. Sú fyrri í Sigtúni, en hin síðari í Gömlu Uppsölum árið 1156, og varð sú kirkja söguleg að ýmsu leyti. Þar var Eiríkur konungur helgi jarðsettur eftir píslarvættis- dauða sinn 1160, og þar settist fyrsti erkibiskup Svía að stóli árið 1164. — En kirkja þessi var ekki til nema í rúma eina öld, og eyddist að mestu af eldi, og var þá þegar farið að hugsa til byggingar nýrrar dóm kirkju, og árið 1270 var henni valinn staður, þar sem hún stendur nú, af Valdimar kon- ungi, en Lárentínus erkibiskup var stórhug'a karl og lét sér ekki nægja neina smákirkju, og ákvað hann stærð og gerð kirkjunnar. Árið 1435 var svo meginhluti kirkjunnar full- byggður og á þriðja í hvíta- sunnu það ár var hún vígð af Olaf Larsson erkibiskupi, og var kirkjan helguð sankti Lar- entinusi og tveim norrænum helgikonung'um, þeim Eiríki helga og Ólafi helga, og prýða kirkjuna nú myndir og minn- ingartöflur þessara helgu manna. Svíar kalla Uppsaladóm- kirltju helgidóm Svíþjóðar, og mun það ekki 'ofmælt. Þarna hafa margir merkir og sögu- legir atburðir gerst, m. a. hafa nokkrir af Svíakonungum verið krýndir í Uppsaladóm- kirkju, og margra sögulegra at- burða hefur verið minnst þar, svo sem 500 ára afmælis kirkj- unnar sjálfrar 1935, afmælis Uppsalaháskóla og fleiri sögu- legra tímamóta. Dýrmætasta eignin. Helgimunir, listaverk og minningartöflur kirkjunnar skipta tugum, ef ekki hundi-uð- um, og væri erfitt að telja þá alla upp, enda myndi það verða þurr lesning: Áður fyrr lögðu pílagrímar leið sína til Uppsala dómkirkju, til þess acf komast í snertingu við skrín Eiríks helga og aðra helga dóma í kirkjunni, en eftir byggingu hennar var Eiríksskrín flutt frá gömlu Uppsaladómkirkj- unni í hina nýju, og skipar nú veglegasta sessinn í kirkjunni A opinberum umræðufundi í Stúdentafél. Rvíkur 4. apríl sl. gagnrýndi ég mjög teikn- ingar og fjarstæður fyrirhug- aðrar Hallgrímskirkju í Skóla- vörðuholti. Sýndi ég skugga- myndir máli mínu til sönnun- ar. Tvær myndanna voru birt- ar í dagblöðum hér og vöktu almenna athygli og undrun. — Engir framámanna kirkjumáls ins komu á fund þenna; vissu þeir þó um hann og höfðu sum ir þeirra fengið beinar áskor- anir um að halda þar uppi vörn um gegn mér. Á fundinum til- kynnti ég, að bráðlega myndi ég opinberlega ræða mál þetta nánar. í grein í Mbl. nokkru síðar tilkynnti ég, að ég hyggð- ist, flytja opinbert erindi með skuggamyndum um firrur þessa kirkjumáls. — Forfallað- ist ég þá vegna veikinda og var rúmfastur þar til nú fyrir fáum dögum. Á meðan ég lá í sjúkrahúsi hugðist Jónas frá Hriflu taka frumkvæði málsins úr höndum mér og auglýsti umræðufund um kirkjumálið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hefur hann nú boðið til þessa fundar nk. sunnudag, — á sjó- mannadaginn, um það leyti sem hátíðahöldin hefjast! Og enda þótt hann muni fá ókeyp is afnot af skólanum, heimtar hann kr. 5.00 í aðgangseyri að skemmtun þessari! Vissulega breytir þetta brölt J. J. engu um fyrri ákvarðanir mínar. Hafði ég tryggt mér hin rúmgóðu salakynni í Gamla Bíó fyrir erindi mitt. Flyt ég erindið þar og sýni skugga- myndir á morgun, laugard. 12. þ. m. kl. 2.30 síðd. Að loknu erindinu verða frjálsar umræð ur og er J. J., prestum og sókn- arnefnd Hallgrímssafnaðar svo og byggingarnefnd kirkjunnar hér með boðið þangað. Vitað er þegar um nokkra ræðumenn. Loks skal framtekið, að öllum er heimill aðgangur ókeypis. 11. júní 1954 Lúðvig Guðmundsson. við háaltarið, enda dýrmætast talið af eignum kirkjunnar. Er það geymt í rammgerðum járngrindaskáp, en í skríninu varðveitist m. a. höfuðkúpa Eiríks helga og elzta konungs- kóróna Svíþjóar. Auk þess gef- ur að líta í kirkjunni grafir, legsteina, líkneski og minn- ingartöflur fjölda frægra manna, kvenna og dýrlinga. Þarna eiga t. d. Gustaf Vasa o^ drottningar hans hvílurúm í kór dómkirkjunnar, og var blómsveigur lagður við leg- stein hans á hvítasunnumorg- un. Þarna gefur og að líta minn ingartöflu um Jacob Ulfsson erkibiskup. þann er lagði grund völlinn að Uppsalaháskóla 1477, og hlaut erkibiskupinn hvílurúm í kórnum, en í skrúð- húsinu er líkneski af honum í fullum messuskrúða og einnig er standmynd af honum á suð- urhlið kirkjunnar. Fjölmörg fræg nöfn mætti nefna, sem lesa má þarna á grafsteinum og minningatöflum, en nú skal staðar numið. Margir brunar. Þess má að lokum geta, að þrátt fyrir hinn mikla glæsi- brag Uppsaladómkirkju, og hinar auðugu minjar, sém þar finnast, þá hefur ýmislegt farið forgörðum gegnum aldirnar, því að kirkjan liefur orðið fyrir mörgum skakkaföllum, meðal annars stórbrunum. Fyrst varð bruni í kirkjunni árið 1572, og árið 1606 fauk önnur turnspír- an, en nokkrum árum síðar var turninn endurbyggður. Mest- ur varð þó skaðinn árið 1702. þegar þrír fjórðu hlutar Upp- sala brunnu. en þá brann turn og þak kirkjunnar og mikið af innviðum hennar, og dýrgrip- um. En allt þetta hefur hin rúmlega 500 ára dómkirkja þó staðið af sér, og verið endur- byggð og fegruð eftir hverja raun, og stendur nú í dag keik og háreist, sem eitt fegursta og veglegasta guðshús Norður landa. . ; v Ing. Kristjánsson. Vaitn 2,3 kr. á veðrdðum. Derby-veðreiSarnar fór frarn, í gær að viðstöddu miklu fjöl- menni að vanda. Meðal áhorfenda var Elisa- bet drottning, sem átti einn gæðinginn, ekkjudrottningin, móðir hennar, Sir Winston Churchill forsætisráðherra o. fl. Fyrstu verðlaun hlaut gæð- ingurinn ,,NE\rER SAY DIE“t en 22 hestar tóku þátt í hlaup- inu. Sigurinn kom eigandanum, Robert Sterling Clark, sjötug- um Bandaríkjamanni, mjög ó- vænt, en hann hefir alið upp hreinræktaða kappreiðafáka í 35 ár. „NEVER SAY DIE“ færði eigandanum 800.000 ki'. í sigur- laun, en maður að nafni Ar- mand Anlyn, fæddur í Egypta- landi, búsettur í New York, sem veðjaði á hann, vann 2.3 millj. dollara. Anlyan, sem er 62ja ára, sagði er. hann frétti þetta: „Konan mín, sem hefir verið veik lengi, fær peningana, hvern eyri. Hún hefir til þess unnið, og nú get eg látið henni líða vel.“ Kristján Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 1—5. Austurstræti 1, Sími 3400. hressir mkœfir KALPHOLLIIM er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — Simi 1710.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.