Vísir - 18.06.1954, Side 5
í’östudagfnn' 18. júní 1954
YÍSIR
S
Myndin hér aS ofan er tekin í grennd við sendi ráðsbyggingu Bandaríkjanna
Indlandi. Er fiér um mótmselagöngu að ræða, « g mótmælunum beint gegn
■ prólunum Bandaríkjamanita á Kyrrahafi.
í Nyju Delhi á
mm
Starfsmenn Landssímans
eru til fyrirmyndar.
Hafnarstjórn er einnig skipnl
einum starfsmanni stofnunarmnar.
Um s.l. mánaðamót flutti
Helgi Hallgrímsson fulltrúi
útvarps erindi „um daginn
og veginn“, og hefur það
vakið talsverða athygli. Eru
hér birtir nokkrir kaflar
þess.
í Símablaðinu um áramótin
©r vikið all-ýtarlega að stór-
merku nýmæli í félagsmálum.
Þannig er mál með vexti að
20. júlí 1953 gaf þaverandi
símamálaráðherra, Björn Ólafs-
son út reglugerð um stofnun
Starfsmannaráðs Landssimans,
(breyting við reglugerð 1935).
í Starfsmannaráðinu skulu eiga
•sæti 2 fulltrúar frá F.Í.S. (Fé-
lag ísl símamanna) ásamt 4
fulltrúum frá Símamálastjórn-
inni;
í reglugerðinni segir svo um
hlutverk ráðsins:
1. Að ræða og taka afstöðu
til þeirra mála er varða launa-
kjör starfsmanna, skipun i
stöður, og önnur mál er varða
hagsmuni stéttarinnar eða ein-
stakra starfsmanna e. s. frv.
2. Að kynna sér hag og
rekstur Landssímans, og gera
tillögur til póst- og símamála-
stjórnar varðandi umbætur á
rekstrinum, auka áhuga manna
á því sem betur mætti fara í
stofnuninni, og er hverjum
manni heimilt að senda ráðinu
tillögur um umbætur á rekstr-
inum, er orðið gæti til hags-
bóta fyrir stofnunina og við-
skiptamenn hennar, t, d. endur-
bætur á símaafgreiðslu og
tækni, hagkvæmari vinnubrögð,
xeksturssparnað o. þ. u. 1. —
Greinin, sem er nokkru lengri,
endar á þessuri málsgrein:
„Á fyrsta fundi ráðsins eftir
hver áramót skal ákveða fasca
fundardaga og fundartíma.“
Ritstjórinn, Andrés Þormar,
skrifar grein í blaðið og skýrir
reglugerðina. Hann kemst m.
þannig að orði: „Að mál þau
er starfsfólk stofnunarinnar
varðar séu ekki lengur rædd
á lokuðum fundi símamála-
stjórnar út frá meira og minna
einhliða sjónarmiði,“ og að
lokum segir hann: „Þessi skip-
un mála er alger nýjung hér
á landi, — og ber vonandi
þann árangur, að til fyrir,-
myndar verði öðrum opinber-
um stofnunum.“
íhlutun starfsfólks.
Ekki er eg viss um að þvi
,sé almennt gaumur gefinn
hversu fyrirferðarmikill opin-
ber rekstur rauhverulega er.
Gegnir þétta jáfnt ríki og bæ.
Áfkoma þjóðarinnar er sann-
arlega háð því hvernig' hér
tekst til. Þess er þá heldur
€kki að vænta, að við höfum
. skipað þessum málum á þann
veg, sem bezt má verða.
Björn Ólafsson fyrrv. ráð-
ráðherra samdi sig að háttum
nágranna okkur á Norðurlönd-
um með setningu nefndrar
reglugerðar.
Þar sjá forráð,amenn ríkis.
bæja stofnunum ; bezt- borgið
með því að fela
íWutun vaa stjóm
anna. Skilningur hefur ekki
verið fyrir hendi hér, í þess-
um efnum. En svo sannspár
reyndist Andrés Þormar, að
nú að loknum síðustu bæjar
stjórnarkosningum var einn af
starfsmönnum Reykjavíkur-
hafnar kjörinn í hafnarstjórn.
Er því hafnarstjórn að nokkru
orðin hliðstæð Starfsmanna-
ráði Landssímans. Þessi ný
kjörni starfsmaður, Guðbj.
Ólafsson, hafnsögumaður, lagði
því líka strax fram í sjö liðum
tillögur til úrbóta um ýms
atriði. Ein er sú að ekki skuli
einn maður hafður á hafnsögu-
bát utan hafnarinnar. Að
símakerfi skuli endurbætt,
bryggjur og bækistöðvar verði
greinilega merktar og sorpílát
sett við allar bryggjur í Rvík-
urhöfn. Hefi eg þá nefnt nokkr-
ar tillagnanna. Ákveðið hefur
nú verið að auðkenna bryggj-
urnar og koma þar fyrir sorp-
ílátum, Eðlilegt er, að yfirsjón
þeirra sem að baki hafa langan
síarfstíma sé gleggri, og ráð
þeirra því vonleg til bóta.
En vel á minnst. Er ekki
rétt fyrir Reykvíkinga að
veita sérstaka eftirtekt síð-
asta atriðinu um sorpílátin.
Sá ósiður er því miður íúkjandi
að margskonar umbúðum og
rusli er fleygt hvenær og hvar
sem er, af allt of mörgum. —
Dag eftir dag og ár eftir ár eru
menn um allar götur að sópa
saman þessu rusli. Skattabyrð-
in eykst drjúgum við sóða-
skapinn. Breytingar er hér
þörf, en hver eru ráðm? Ekki
sjást nú viða sorpílát fyrir
vegfarendur. Er ekki ráð að
bæta úr þessu?
Hver geii hrein
fyrir sínum dyrum.
Fullorðið fólk ætti að gera
tilraun til þess nú þegar að
koma börnum og unglingum
í skilning um þetta. Ailra ráða
er sjálfsagt að, neyta í þeirri
viðleitni æskufólki til handa
um háttvísi alla, eða góða um-
gengni.
Verzlunarstjóri nokkur, en
hann umgengst fjölda fólks
telur að æskunni sé mjög á-
bótavant í þessu efni, og að
skólarnir munu hér vanrækja
hlutverk sitt.
Hátíðisdagur okkar, 17. júm,
kemur senn. Brjótum þar við
blað, en fleygjum því ekki frá
okkur. Reykvíkingar ættu
annars hver og einn, að gera
hreint fyrir sínum dyrum. —
í sumum borgum er sá háttur
hafður á, að fólkið sjálft ann-
ast þetta hreinsunarstarf að
verulegu leyti.
Mörg símanúmer
eða eitt.
Óneitanlega leitar margt a
hugann með hliðsjón af opin-
berum rekstri.
Hvernig stendur t.d. á því
að ýmsar opinberar stoínamr
hafa mörg símanúmer í stað
skiptiborðs rneð einu númeri:
Ríkisútvarpið hefur .... 14
Skrifstofur Sakadómara 12
Skrifstofur Lögreglustj. 11
Skrifstofur Borgarfógeta 7
Skrifstofur Borgardómara 5
Eru þá nokkrar stofnanir
taldar. Hagkvæmara virðist að
hringja í nr. 1200 (Bæjar-
skrifst.) eða 81500 (Tollstjóra-
skrifst.) og fá samband við
réttan aðila, heldur en stafa sig
gegnum heila blaðsíðu, og síð-
an hæpið urri val á réttu núm-
eri. —
Og að lokum þetta viðvíkj-
andi opinberum . fyrirtækjum
og rekstri þeirra. Fyi’ir all-
mörgum árum átti eg samtal
við mann, sem vel var kunn-
ugur á Norðurlöndum. Tilefm
gamtalsins var það, að tiltekin
ríkisstofnun hér á landi hafði
aflað sér verðmæta er kostuðu
allmikið fé, án þess að auglýsa
og biðja um tilboð. Þessi mað-
i ur fullyrti að engin hliðstæð
j stofnun innan Norðuilanda
1 myndi áforma slíkt. Verzlun-
| arhættir þeirrar tegundar hefðu
j þegar sætt þeirri gagnrýni, að
forstjóri er gerði'sig beran að
slíku yrði tafarlaúst látinn
víkja frá starfi.
Því er ekki að leyna að
margir eru þeirra skoðunar, að
nokkurs misbrests gæti hér a
landi í þessu efni. Engan þann'
mann, er veitir opinberum
fyrirtækjum forstöðu, má
aldrei henda sú villa að haga
sér um ákvarðanir sem hann
væri með sitt eigið fyrirtæki.
Hér er áreiðanlega um tak-
markað frjálsræði að ræða,
sem af mörgum er misskilið, og
því aðhalds þörf. Lyðræði og
frelsi í orði, en umfram allt a
borði. Vegurinn er vandrataður
og skammt í fenið ef út aí
ber. Hyggilegt að hafa á öllu
gát.
Margur grær sem grenitrén
gusti vetrar strokin:
Starir í botnlaus fúafen,
fólks um andann lokin.
Kjálkagulur yfir er
oddborgara hrokinn.
Þannig kveður St. G. St.,
mestur maður allra ísl. skálda
að því að talið er.
Skáldin varða veginn veg-
farendum til athugunar.
„Salka Valka“
fór í nótt.
Sænska leikkonan Gunnel
Broström (Salka Valka) tók sér
far vestur um )haf með Hekln
Loftleiða í nótt.
Fer hún vestur um haf í
einkaerindum, en mun hafa
þar skamma viðdvöl. Hún læt-
ur hið bezta yfir dvöl sinni hér,
en hún hefir, eins og kunnugt
I er, dvalið hér undanfarnar vik-
ur, í sambandi við töku kvik-
myndarinnar Sölku Völku.
Fyrr um daginn kom hingacf
Josephine Baker, leik- og söng-
kona, sem hér mun koma fram
nokkrum sinnum í Austurbæj-
arbíó á vegum Tivoli. Hún var
stödd á Réykjavíkurvelli í gæf-
kveldi við komu, Heklu frá
Norðurlöndum, en með þeirri
flugvél voru undiríeikari henn-
ar og annað aðstoðarfólk. Tið-
indamaður Vísis náði sem
snöggvast tali af"'listakonunrii,
Hún býður af sér sérlega góðan
þokka, en fas hennar og tal er
aðlaðandi. Hún fagnaði því að
vera komin hingað og kvaðst
hlakka til að koma fram fyrir
íslenzka tilheyrendur.
Fimmlugnr í dag:
Guðjón Einarsson
verzlunarmaður
Guðjón Einarsson, fulltrúi
hjá Eimskip, er fimmtugur í
dag. Það er að bera í bakka-
j fullan læk að kynna hann bæj-
arbúum, því að hann er þegar
j löngu landskunnur fyrir marg-
J vísleg afskipti af málefnum
; íþróttamanna og annarra fé-
' lagasamtaka.
I Hann fékk ungur áhuga á
(íþróttum og hefir lagt stund á
' margar íþróttagreinar um dag-
‘ ana, enda enn keikur og léttur
' í spori.
I íþróttahreyfingin hefir falið
honum margháttuð trúnaðar-
störf um dagana, og nú er
hann varaforseti íþróttasam-
bands íslands.
| Formaður Nemendasambands
Verzlunarskólans var hann í
nokkur ár.
1 Á þessum vettvangi vildi eg
þó fyrst og fremst minnast með
fáum orðum starfs hans í þágu
félags verzlunarfólks hér í bæ,
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur. Guðjón var fyrst kosinn
í varastjórn félagsins 1943, og
í aðalstjórn árið eftir. Formaðúr
félagsins var hann svo kosinn
1946 og hefir ávallt síðan verið
endurkosinn í það mikilvæga
starf. Miklir umbrotatímar
hafa verið í félaginu síðasta
áratuginn, og deilur stundum
rísið hátt. Það hefir því reynt
á þolrif formannsins að miðla.
málum milli manna með ólíkar
skoðanir. Þetta hefir Guðjóni
tekizt mæta vel, því að hann
er maður sáttfús og drengur
góður,
Guðjón er maður áhugasam-
ur um leiklistarmál og er sjálf-
ur allvel liðtækur á ,,sviðinu“,
eins og hann hefir sýnt með
___: sínum í íjokkrum hlut-
verkum.
ior' . ■'r-: . ;i
Á þessum tímamótum í ævi
hans færi eg honum persónu-
, þakkii-. :fyrir góða við-
kynningu, og V. R. þakkar for-
manni sínum heillaríkt starf í
,v. félagsins, og áimar hon-
um heilla á ókomnum árúm.
Liðu heill, Guðjón. !
V. R.-félági. J