Vísir - 18.06.1954, Page 7
Föstudaginn 18. júní 1954
V ISIK
%
—v-
S
«*aai Ofl mn ■■■■ iiiii ■■■■ m ■■■■ ■■■■ ifili ■■■■ íaj ■■■■ {
•:-a
x:
e
ÍS
>.■
p
fhfiHH úeit Mm
ævina
s:|:
LSBSl
EStis' JF. r«» 3§asonm
84
'ií” ■■«■ !i ■■■■ h ■■■■ ^ ■■■■::-
,,Hægan, hægan,“ sagði Jérry O Brien. „Falconer hefir verið
miklu lengur læknir en þú.“
„Það hefur ekki gert hann að betri lækni,“ sagði Asa þung-
lega. „Eg held því fram, að hann hafi brugðist skyldu sinni, er
hann fór burt, án þess einu sinni að skoða systur mína. Hann
þorði ekki einu sinni að skoða systur mína, vegna þess að Syl-
vanus fyrirbauð í heimsku sinni, að læknir skoðaði hana.“
„Snúum okkur að kjarna málsins," sagði Allen. „Var Esther
á lífi, er þér komuð?“
Asa hikaði. Hann gat ekki með góðri samvizku svarið hvort
Esther hefði verið með lífi eða ekki.
Jeremiah O’Brien hristi silfurhærða kollinn sinn.
„Við heyrðum allir Ijósmóðurina sverja, að Esther hefði verið
dáin, Allen, og eg segi fyrir mig, að eg lít svo á, að Asa haíi
gert kraftaverk að bjarga barninu fyrir þetta sveitarfélag.“
„Það er ekki mergurinn málsins,“ þrumaði Shannon og var
hinn þrálegasti. „Við érum hér saman komnir til þess að sjá. um
að lögin séu í heiðri höfð og Peabody, sem hér er ákærður, blátt
áfram ögraði manni Esther og barði hann til óbóta, Eigum við
hér í Machias að hlýða lögunum eða virða þau að vettugi?“
„Vinir mínir,“ tók Allen til máls, „eg hefi alllaf verið þeirrar
skoðunar, hvort sem það er rök-rétt ályktað eða ekki, að þótt
iögin séu nauðsynleg og. þeim beri að hlýða, beri að túlka þau
af heilbrigðri skynsemi, fara eftir anda laganna.frekara en bók-
stafnum, á stundum, og þess vegna er það sannfæring mín, að
Sylvanus Snow hafi engan rétt haft til þess raunverulega að
dæma konu sína til kvalarfulls dauðdaga, með rangfærslum á
orðum sjálfrar ritningarinnar. Og eg þori að fullyrða, að með
öðrum tilvitnunum í biblíuna, gæti síra Lion sannað þegar í
stað, að allar staðhæfingar Sylvanusar Snow eru erkivitleysa.“
Þögn ríkti á eftir orðum hans, en loks tók Efraim Chase til
máls, hægt og dró mjög seiminn:
„Það virðist svo sem Allen hafi á réttu að standa. Til hvers
er að láta unga menn lesa til læknis til að hjálpa fólki í veikind-
um og neita þeim svo um réttinn til þess, þegar þörfin er mest.“
Og nú var sem Efraim væri kominn í vígahug. Hann barði í
borðið og hélt áfram:
„Og eg staðhæfi, að Asa Peabody hafi bjargað hér fleirj
mannslífum á einu ári en karlfauskurinn hann Falconer aillt
sit't líf, og ef við snúum okkur nú að trúarlegu hliðinni, hvt(b
hefir starfað hér í kristilegri anda en Asa Peabody? Margsinnis
hefir hann stundað fátækt fólk, vitandi vits, að það gæti ekki,
þótt það fegið vildi, greitt honum eyri fyrir störf hans. Og,
Allen, hefir hann ekki stundað setulið þitt, ef einhver hefir
veikst og hvað hefir hann fengið að launum? Og mína skips-
menn hefir hann stundað án þess að mega heyra það nefnt, að
fá nokkur laun.“
„Þú hefir rétt að mæla, Efraim," sagði Allen og spratt á
fætur. „Og það er skömm að því, að það skuli hafa þurft að
minna menn á ættjarðarást og fórnfýsi Asa Peabody. Djákni
góður, eg held að við ættum ekki að tefja hann lengur. Eg vil
svo segja, að hingað fluttist eg frá Nova Scotia,, af því að mér
hafði verið sagt, að fólk hér í Machias væri umburðarlynt, og
margir eru það, ekki sízt landnemarnir gömlu, Steve Smith,
Joe Libby og fleiri. Og við þig Vil eg segja, Jerry O’Brien, að ef
afi þinn væri á lífi mundi hann ekki hafa staðið aðgerðarlaus
hjá, er skítmenni eins og Sylvanus Snow reyndi að troða hann
í skamið.“
Asa var hrærður, þegar samþykkt var með öllum atkvæðum
gegn einu, að Asa skyldi sýkn af öllum ákærum. Og Chase
hrópaði húrra, er úrskurðurinn var fallinn, hærra en nokkur
annar.
Nektarbrullaup.
Asa gat komið öllum fatnaði sínum í gömlu sjókistuna sína.
Önnur kista með lækningabókum og áhöldum var miklu þyngri.
Vegna aðstöðu nánustu skyldmenna hans var ekkert eðlilegra
en að hann vildi ekki draga það lengur, að flytja í hið þægilega
hús tilvonandi eiginkonu sinnar. Hálfbróðir hans og systur hans
horfðu á hryggum augum, er hann kom kistunum fyrir á vagni
Elmers Foster, sem uxa var fyrir beitt. Prudence var ekkert að
flýta sér með baksturinn að þessu sinni og hélt kyrru fyrir í
eldhúsinu. Morgan var að störfum í skipasmiðastöðinni með
Allen. Litlu hálfsystkinin Lionel, Purity og Constance horfðu
rökum augum á undirbúninginn að burtför hans. Connie fór að
vola.
„Vertu nú kát, Connie,“ sagði hann. „Eg er ekki að fara til
Vestur-India, bara í annað hús hérna í bænum. Og þið megið
heimsækja mig þegar þið viljið. Farið upp í vagninn, þið megið
sitja í spölkorn.“
Hann gekk inn í eldhúsið til þess að kveðja Prudence, sem
hamaðist við að hnoða deig.
„Eg er að fara, Prue —“
„Jæja,“ sagði hún án þess að líta upp. „Eg vona að þú lítir
inn stundum.“
„Viltu ekki óska mér hamingju?“
Hann furðaði sig á hve hatur og öfund hafði getað breytt
henni. Hún var annars svo góð í sér. i
„Þú ættir að þekkja mig betur en spyrja þannig, eins og
allt er. En það vil eg segja, að brátt muntu hingað flytja aftur.
Eg er svo viss um það, að eg læt allt standa óhreyft í þakher-
bergi þínu. Mundu það, Asa, að hingað ertu alltaf velkominn.“
Asa reyndi að svara í léttum tón.
„Og þú verður alltaf velkominn á heimili okkar.“
„Segðu þetta ekki — eg — eg þoli að ekki.“
Hann var ekki vanur að láta tilfinningar sínar í ljós, en hann
gekk til hennar og kyssti hana á kinnina.
„Eg vildi gjarnan að þú værir viðstödd í kvöld, er við verð-
um gefin saman. Viltu ekki koma?“
Hún hnykkti til höfðinu.
„Þú ættir að fara, Asa, áður en eg segi eitthvað, sem mig
mun iðra.
- BRIDGE -
¥
♦
*
4»
¥
♦
❖
K, 8
4, 3
Á, 9, 7, 4
Á, 10, 7, 4,
N
S.
Á, D, 6, 2
K, 7, 6
K, 10, 5, 3
K, 9
Brezkir útvarpsmenn taka
upp íslenzk hljóð.
M. a. íossiaið, gosdrunur
fuglagarg o. fil.
Hingað til lands eru komnir
tveir brezkir útvarpsmenn frá
B. B. C.
Erindi þeirra er að viða að
sér efni um ísland og munu
þeir flytja erindi um það í
brezka útvarpið er heim kemur.
Jafnframt þessu taka þeir upp
hverskonar hljpð á stálþráð
sem á vegi þeirra verður, m. a.
fossnið, drunur og dynki í
gufu- og goshverum, fuglagarg,
umferðarhljóð, hljóðfæraslátt
og söng og fjölda margt annað.
í gær voru þeir önnum kafnir
við að taka upp hverskonar
hljóð í sambandi við hátíðar-
höldin hér í bænum, m. a.
hátíðarguðsþjónustuna, ræður
forseta og forsætisráðherra,
söng, hljóðfæraslátt, lófaklapp
og klið o. m. fl. Gengu þeir
um bæinn með stálþráðartæki
með sér og varð mörgum star-
sýnt á þá .
Héðan ferðast þessir menn,
en þeir heita Mr. Pantiin og
Mr. Martin, um suðurlands-
undirlendið, til Vestmannaeyja
og norður í land.
Hljóðin sem þeir taka upp
nota þeir sem bakgrunn í er-
indum sínum, en slíkir þættir
eru algengir 1 brezka útvarp-
inu undir heitinu „Holiday
Hour“ og hafa náð miklims
vinsældum.
Norður hefur sögn og segir
lauf, Austur hjarta og Suður
spaða. Þegar norður segir næst
2 lauf segir Suður 3 grönd.
Vestur lætur út hjarta níu, sem.
Austur tekur með 10 og Suður
gefur. Austur læjur næst út
hjarta gosa til þess að ná kóng-
inum þar sem hann gerir ráð
fyrir þremur hjörtum hjá með-
spilara sínum. Spurt er hvern-
ig Suður ætti að spila spilið.
Á kvöSdvokunni.
Það er ekki siður bænda f
Ukrainu að biðja sér konu. Ers
hafi einhver af piltunum þar
verið að sniglast í kringunx
heimili þeirrar stúlku sem
honum lízt á í 4 vikur og hafi
hún ekki á þeim tíma sent hon-
um húfu, sem hún hefir prjón-
að sjálf, þá veit hann að húrs
hefir enga velþóknun á honum.
•
MacPherson var fullur og
datt ofan stiga. Hann hafðí
whiskyflösku í rassvasanum.
Hann fann að eitthvað rann of-
an eftir leggnum á sér. „Guð
gefi að það sé blóð!“ sagði hanru
•
Maður kemur í rigningu á
lítið gistihús og sér að í her-
berginu, sem honum er ætlað,
er pollur á gólfinu. „Hvað er
að sjá þetta,“ segir hann við
gestgjafann. „Lekur alltaf
svona hérna“.
„Nei, nei,“ ansar gestgjafinn.
„Bara þevar hann rignir.“
•
Ameríska sendiráðið í París
gladdist yfir því, hve menn.
höfðu mikinn áhuga fyrir
Bandarkjunum. En svo kom á
daginn, að fæstir umsækjenda
um landvist sneru aftur úr
læknisskoðun. Athugun leiddi
í ljós, að skoðun hjá lækni
sendiráðsins — með röntgen-
myndun — kostaði sex sinnum
minna en samskonar rannsókn
hjá frönskum lækni.
SupwuqkAi — TARZAN — 1574
Hinir grimmu Arabar ráku hina
skelfdu þrapla með valdi inr í kofana.
Þrælamir voru exmþá ikjálfandi
í’eir vissu ekkí r
af hreeðslu, enda höfðu þeir ekki ærustu skyttur Eða að Tarzan vaktj yfir þeim eins
ennþá áttað sig á því hvaðan fyrrx og skuggi dauðans.
árásin hafði komið.