Vísir

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjuni 1954næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Vísir - 24.06.1954, Síða 1

Vísir - 24.06.1954, Síða 1
44. árg. Fimmíudaginn 24. júní 1954 138. tbl. 5 bækistöövar rauðliða i Indókína lagðar í rúst. fViik.il omsta MV af Haiioi. Fímm kvikmyndaleiðangr £ii* staddir héi* á landi. Einkaskeyti frá AP. | Iianoi í morgun. Franskar sprengjuflugvélar gerðu í gær feikna harðar Ioft- árásir á fimm stöðvar uppreist- Chu og víðar, og biðu uppreist arménn mikið tjón. Bandarískar flugvélár verða notaðar til þess að flytjá heim til Frakklands alla hermenn, armanna milli Hanoi og Haifong sem. særðust við Dienbienfu og (hafnarbæjar Hanoi). i var skilað aftur. Þessir 'flutn- Var allt malað mjölinu ingar byrja 26. júní og verður smærra í stöðvum þessum, sem þá lagt af stað með um 500 her- eru að mestu neðanjarðar í menn. þorpum, á þessum hluta hinnar mikilvægu Rauðárséttu. Það voru 50 B-26 flugvirki, sem varin voru miklum fjölda orrustuflugvéla, sem árásina gerðu. Varpað var niður 62 Iest- um af 500 og 1000 punda sprengjum og hæfðu allar beint í mark. Þetta var seinasta sprengju- árásin af fjölda mörgum, sem gerðar hafa verið seinustu þr jár vikur á leynistöðvar uppreist- armanna í þorpunum, en við þær bundu þeir hinar mestu vonir í istórsókn þeirri, sem tal- in er yfirvofandi. í stöðvum þessum hafa þeir hrúgað saman mannafla, hergagna- og mat- vælabirgðum til notkunar í sókninni. — Frakkar eru með sprengjuárásum þessum að beita nýjum aðferðum til þess að reyna að girða fyrir að stór- sókn uppreistarmanna í Rauð- árdalnum heppnist. Orusta við Santoy. Við Santoy norðvestur af Hanoi í útjaðri siéttunnar 50— 60 km. héðan hefur mikil or- usta geisað, en þarna ætluðu uppreistarmenn að koma sér upp höfuðstöð stórsóknarinnar. Franskar og Vietnam hersveit- ir, sem voru að hreinsa til á þessum síóðum fyrir 3 dögum, komust á snoðir um þesar fyr- irætlanir. Nýjar . fregnir hafa ekki borizt af orustunni, en i gæ var barizt mikið þarna. Þétt býli er mikið á þessum slóðum. . Loftárásir voru gerðar á stöðvar uppreistarmanna á ströndinni sunnarlega, viðBui Stjórnarhernum veitir betur. Einkaskeyti frá AP. ' New York í morgun. Stjórnin í Guatemala tilkynn ir, að her hennar búi sig nú undir lokaátökin við innrásar- menn. Segir hún, að í bardögum í gær hafi margir menn af liði þeirra verið teknir höndum eða felldir og mikið herfang tekið. Innrásarmenn hafa aðra sögu að segja. Þeir segjast hafa náð á sitt vald kafla járnbrautar- innar frá aðalhafnarbænum við Karibiska haf og aðalsamgöngu miðstöðvum í þremur héruð- um. Fréttaritarar telja yfirleitt betur horfa fyrir stjórnarhern- um, eins og sakir standa. Fanney farin norður. Fyrstí bátur íiéðaii Fyrsti Reykjavíkurbáíurmrt fór norður til síldveiða í gær- kveldi á tólfta tímanum. Er það vélbáturinn Fanney, en fleiri munu leggja af stað fyrir helgi. Fanney er ekki gerð út til síldarleitar að þessu sinni, held- ur til síldveiða, og leggur hún bræðslusíldarafla upp í verk- smiðjur ríkisins, og saltsíld, þar sem hentast þykir. Báturinmer eign Síldarverksmiðja ríkisins hálfu. Skipstjóri er Jón B. Ein- að hálfu og Fiskimálasjóðs að arson. Meðal þeirra báta, sem eru langt komnir með undirbúning, eru Helga og Björn Jónsson, og munu þessir bátar og ef til vill fleiri leggja af stað norður fyr- ir helgi Margir bátar í Rvík og Hafnarfirði munu fara um og upp úr helgi. Vélbáturinn Særún frá Siglv firði fór á síldveiðar aðfaranótt 23. þ. m. Heimdallur í skóg- ræktarför í kvöld. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna, efnir til skógræktarferðar * Heiðmörk » kvöld. Lagt verður af stað kl. 8 fra skrifstofu félagsins í V.R.- húsinu við Vonarstræti. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna í för þessa og koma stundvís- lega á brottfarastað. Liðsforingjar dæmdir í Síairo. Einkaskeyti frá AP. — Kairo í gær. Dómar hafa verið kveðnir upp yfir 16 liðsforingjum, sem sakaðir voru um samblástur gegn stjórninni í apríl s.l. Ellefu voru dæmdir til fang- elsisvistar, forsprakkinn í 15 ára fangelsi, hinir til skemmri fangelsisvistar. — 3 voru sýkn aðir, en 2 gerðir rækir úr hern- um. Eins og Vísir sagði frá á Iaug- ardaginn, efndi íslendingafé- lagið í New York til fagnaðar þann 18. júní til að minnast 10 ára afmælis lýðveldisins. Var þar fjöldi samankominn, og varð þetta eitthvert ánægju- legasta hóf, sem íslendingafé- lagið hefur efnt til að allra dómi. — Meðfyjgjandi myndir eru teknar á samkomu þessari, og sýnir sendiherra Islands í Washington, Thor Thors, í hópi þeirra kvenna, sem klæddust íslenzkum búningum, svo og er hann hélt ræðu sína og mælti fyrir minni fósturjarðarinnar Horfur betri í Teheran. AP. og Einkaskeyti frá Teheran í gær. Fulltrúar oMufélaganna persnesku stjórnarinnar héldu fund sinn eftir komu fulltrúa olíufélaganna hingað í gær- kvöldi. Fjármálaráðherra landsins sagði, að loknum fimdinum, að olíufélögin hefðu stungið upp á yfirstjórn dreifingarfyrir- komulags á svipuðum grunci- velli og persneska stjórnin hugs aði sér og væri hann því von- góður um fuilt samkomulag. Áfonn rædd um sjónvarp fyrir bandarískt vamarlið á íslandi, Azoreyjum og víðar. Verða ekki framkvæmd nema með samþykki hlufaðeigandi landa. Washington í gær. Rætt er um að koma upp sjónvarpsstöðvum fyrir banda- rískt herlið á fjarlægum lönd- um, m. a. á íslandi. Það hefur nú verið skýrt frá því, að til athugunar sé að koma upp sjónvarpsstöðvum fyrir herlið Bandaríkjanna á íslandi, Marokko, Azoreyjum, Saudi- Arabíu og víðar. — Yfirstjórn flughersins benti sérstaklega á þessa staði, eftir að Harlan N. Hartness, yfirmaður upplýs- inga- og fræðsludeidar land- varnaráðuneytisins, hafði skýrt fjárveitinganefnd fulltrúadeild arinnar frá því, að farið yrði fram á fjárveitingu í framan- nefndum tilgangi. Hartness hershöfðingi sagði, að flugherinn hefði þegar kom- ið á fót sjónvarpsstöð í Lime- stone, Maine, og hermennirnir kynnu betur að meta þetta en flest annað sem fyrir þá er gert. Hann bætti því við, að frekari framkvæmdir í þessa átt opnuðu stórkostlega mögu- leika til aukinnar fræðslu og skemmtunar. Tekið var fram, að hlutað- eigandi nefnd yrði að fallast á fyrirætlanir í þessum efnum, áður en hafwt yrði handa um framkvæmdir. Að því er virðist. hefur alls ekki verið um það rætt að koma upp sjónvarpsstöðvum, þar sem sjónvarp er fyrir, eins og á Bretlandi og á meginlandi Ev- rópu. Mikil og víðtæk landkynningarstarf- semi í sumar. Þýzkii* og brezkii* ótvarpsmenn liér á laiidi. Allmargir einstaklingar og leiðangrar dvelja um þessar mundir hér á landi til bess að- taka fræðslukvikmyndir af Iandi og þjóð. í þessum hópi eru þrír aðilar frá Bandaríkjunum, einn frá. Þýzkalandi og einn frá Sví- þjóð. Njóta sumir þeirra fyrir- greiðslu Ferðaskrifstofu ríkis- ins en aðrir eru á annarra veg~ um eða þeir taka kvikmyndir sínar á eigin spýtur. í dag fór héðan fimm manna. leiðangur frá amerískri fræðslu. stofnun, sem dvalið hefur hér- lendis um sex vikna skeið og: tekið kvikmynd á breiðfilmu. Kvikmyndaleiðangur þessi hef- ur ferðast víðsvegar um landið og hefur í hyggju að gera 1. kl.stundar kvikmynd, svart- hvíta af landi og þjóð, er not- uð yrði í fræðsluskyni ytra. Leiðangursstjórinn heitir Har- vey Yorke frá New York. ' Amerískur maður dvaldi hér í nokkra daga og tók litkvik- mynd fyrir ferðasamtök, sem. starfa á vegum Efnahagsstofn- unar Sameinuðu þjóðanna og; allmargar þjóðir eru aðilar að„ Verður gerð ein heidarkvik- mynd 'frá öllum aðildarþjóð- unum og íslenzka þættinumj skeytt í hana. En auk þess verð ur gerð stutt sjálfstæð kvik- mynd frá íslandi. Þetta verðup 16 mm kvikmynd. Mest van kvikmyndað hér í Reykjavík, nágrenni bæjarins og á Suður- landsundirlendinu. Þriðji ameríski aðilinn, sem: fengizt hefur við kvikmynda- töku hérlendis í vor, er hinrt góðkunni kvikmyndatökumað- ur Hal Linker, sem vinnur að því að endurbæta íslandskvik- mynd sína. Stærsti kvikmyndatökuleið- angurinn, sem til íslands hefur komið til þess að taka hér fræðslukvikmyndir, er þýzki leiðangurinn frá Roto-film,. sem Vísir skýrði á sínum tíma. frá. Kom leiðangurinn á eigim skipi til íslands og tekur hér bæði kvikmyndir á mjó- og breiðfilmur bæði í lit og eins svart-hvítar. Leiðangurinn hef ur að undanförnu verið norður í Iandi, en mun nú vera á leið vestur- og suðurum. Þá er hér loks kvikmynda- tökuleiðangur frá Nordisk Tone film og Eddafilm, sama félaginu: og tók kvikmyndina af Sölku. Völku. Er hann að vinna að fræðslukvikmynd af landi og þjóð . Auk þessa dvelur hér þýzk kona ásamt dóttur sinni og er ætlan hennar að taka litmynd- ir fyrir blöð og tímarit, og enn Framh. a 6. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 138. tölublað (24.06.1954)
https://timarit.is/issue/82695

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

138. tölublað (24.06.1954)

Gongd: