Vísir - 28.06.1954, Page 4
4
Mánudaginn 28. júní 1954.
irSsiss.
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson,
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIE H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm iínur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Umhyggja kommúnista.
Forustugrein Vísis á föstudaginn fjallaði um þá baráttu,
sem háð hefur verið innan Alþýðuflokksins undanfarið,
og mun verða háð á næstunni, eða þar til flokkurinn mur
efna til þings seint í sumar og gera má ráð fyrir „uppgjöri“.
Á laugardaginn ráðleggur Þjóðviljinn síðan Alþýðuflokks-
mönnum að lesa grein þess, til þess að kynnast umhyggju
Vísis fyrir Alþýðuflokknum með því móti.
Vísir getur á móti bent mönnum á að lesa forustugrem
Þjóðviljans, sem um þetta fjallar, því að það er vissulega
nýlunda — cða hefði þótt fyrir tveim árum eða svo — að
jþað blað skuli bera velferð krataforingja fyrir brjósti. Það
hefur venjulega þotið öðru vísi í þeim skjá, þegar rætt hefor
verið um þá manntegund, sem verið hefur í forustuliði A1-
þýðuflokksins. Árum saman hefur mátt skilja á Þjóðviljanum,
að foringalið og mesmi Alþýðuflokksins væri ekkert annað
en svikarar við ’w- . 'ýðinn, og jafnvel sjálft íhaldið væri
betra því að það kæmi þó oftast til dyranna eins og það væri
klætt. En tímarnir breytast og mennirnir með og virðist það
eiga að sannast á krötum og kommum í þessu tilfelli.
Sennilega munu hvoi-ki Vísir né Þjóðviljinn fá breytí
þeirri þróun, sem á sér stað innan Alþýðuflokksins um þessar
mundir og mun halda áfram fram eftir sumri. Þó mun
Þjóðviljinn kannske geta hraðað henni eitthvað með því að
láta bera nógu vel á umhyggju sinni fyrir formanni Alþýðti-
flokksins, Hannibal Valdimarssyni, því að hann telja þeir
gott verkfæri til að ná sér niðri á Alþýðuflokknum.
Þrátt fyrir allskonar „sigra“ á undangengnum mánuðum
hefur kommúnistaflokkurinn verið að ganga saman. Jafnvel
foringjarnir eru farnir að yfirgefa fleytuna eins og rotturnar,
þegar þær finna á sér, að skip muni ekki fljóta öllu lengur,
og margir óbreyttir liðsmenn hafa farið að dæmi þeirra. En
það er aðeins upphafið, því að ef kosningar færu fram nú a
næstunni, mundi koma í ljós, að flóttinn var aðeins að byrja,
þegar gengið var til kosninga á síðasta sumri og síðan í vetur.
Og þegar kommúnistar sáu það, fóru þeir allt í einu að tala
um einingu, sem aldrei var nefnd, meðan þeir héldu, að flokk-
ur þeirra væri enn vaxandi.
Ástæðan fyrir umhyggju kommúnista fyrir Alþýðufloklcn-
um, og sérstaklega núverandi foringja hans, er sú, að þeir
verða að reyna að bæta fylgistap síðustu mánaða með ein-
hverju móti. Og þeir sjá aðeins eina leið til þess — hjálp frá
mönnum eins og Hannibal Valdimarssyni, sem var til skamms
tíma fyrirlitlegur í þeirra augum, af því að þeir gerðu ekid |
ráð fyrir að þurfa á honum að halda.
Kommúnistar tala mikið um ótta ,,afturhaldsins“ við ein-
huga alþýðu, og sá ótti á vitanlega að ýta undir það, að alþýð-
an gangi í eina fylking, væntanlega undir stjórn kommúnistu,
því að ella mundi eining vera til lítils gagns. En kommunistar
munu ekki frekar vinna að heill og hamingju alþýðunnar í
samvinnu við aðra flokka en einir, því að slíkt starf og þjón-
usta þeirra 'við erlenda hagsmuni geta aldrei farið saman.
Kommúnistar hika aldrei, þegar þeir þurfa að velja milli
íslenzkra eða rússneskra hagsmuna. Hinir íslenzku hagsmumr
verða ævinlega að víkja, og það vita þeir sjálfir betur en
allir aðrir, nema þeir, sem enn e'ru blindir fyrir raunveruleg-
um markmiðum þeirra.
Kratar ættu að vita, að illt er -að eiga þræl að einkavir.,
og þess vegna láta hinir sósíaldemókratísku flokkar i öðrum
frjálsum löndum blíðmælgi kommúnista eins og vind urn
eyrun þjóta. Kommúnistinn tekur ekki breytingum, þótt ein-
hverjir kunni að halda það — nema þá þeirri, að hann snúi
baki við flokki sínum og hverfi úr honum, eins og t. d. Áki
Jakobsson gerði á sínum tíma, af því að hann þoldi ekki
lengur við í hinum þokkalega félagsskap.
Kommúnistar þykjast bera mikla umhyggju fyrir krötum
og. flokki þeirra um þessar mundir, eins og forustugrein Þjóö-
viljans á laugardaginn ber með sér. Það eitt, umhyggja slíkra
manna, ætti að vera nógu greinilegt hættumerki fyrir flesta
sjáandi krata til að forðast samneyti við þá, og kommúnistar
aettu að hafa hyggindi til að leita ekki á í þessu efni. Það
vekur aðeins tortryggni, sem er ákaflega eðlileg og hefur við
yök að styðjast.
V f'SIB
Þórður á Mófellsstöðum,
áttræður á morgun.
Einn af sérstæðustu mönn-
um þessa lands á áttræðisaí-
mæli á morgun. 29. júní. Er
það þjóðhagasmiðurinn blindi,
Þórður Jónsson á Mófells-
stöðum í Skorradal.
Þórður er fæddur að Mó-
fellsstöðum og hefur alið þar
aldur sinn allan. Hann missti
sjónina að fullu sjö ára gamalt,
en áður var hún horfin að
mestu og Þórður minnist þess
naumast að hafa séð nokkurn
hlut.
Þrátt fyrir blindu sína varð
Þórður hinn mesti þjóðhaga-
smiður og þykja smíðagripir
hans undraverðir að allri gerð,
sökum hagleiks og hárfínnar
smíði.
Skynjan Þórðar og næmi
nálgast það að vera yfirnátt-
úrulegt. Og fyrir þessa hæf’-
leika hefir Þórður orðið það,
sem hann varð. Hann þreifaði
hlutinn og fann með því gerð
þeirra og ,,náttúru“. Hann
smíðaði sér sína eínn sögun-
arvél, sem auðveldaði honum
mjög starfið og jók á afköst
hans. Fyrir búsáhaldasmíði
sína hefur hann hlotið viður-
kenningu á Þjóðariðnsýningu,
sem haldin var í Reykjavik
árið 1911. Síðar lagði Þórður
stund á vandasamari smíði og
hefur m. a. smíðað hin vönd-
uðustu húsgögn, stóla, borð,
skápa og aðrar hirzlur. Hafa
þeir munir yfirleitt vakið hina
mestu aðdáun og undrun
þeirra er séð hafa, og því yfir-
Ieitt ekki verið trúað að þeir
munir væru smíðaðir af blind-
um manni.
Þórður ber aldurinn flestum
jafnöldrum sínum betur. Hann
er líka flestum mönnum
hressari í bragði og lífsglaðari.
Þrátt fyrir aldur og blindu er
Þórður síungur í anda, glaður
og kátur við hvern sem að
•garði ber eða heima býr.
Nafn Þórðar á Mófellsstöðum
mun lifa á meðan hagleiks og
snilli íslenzkra alþýðumanna
verður minnst, manna sem
ruddu sjálfum sér braut gegn-
um þrengingar, óhagstæð skil-
yrði og óblið örlög. Saga
Þórðar á Mófellsstöðum er
einstæð saga og maður sjálfur
einn hinn sérstæðasti sem um
getur á sínu sviði. Heill hon-
um áttræðum.
Sveitungi.
Sam fiskur veiddist Jsrívegis,
*
Ovenjaileg veiðisaga ffrá fkös'öíss'sjó.
Veiðisögur eru öllum þekkt-
ar, en flestar fjalla bær um
laxa eða viðeignir við illhveli.
Hér skulu sagðar -tvær sögui',
sem sýnilega birtust í enska
blaðinu ,,The Fishing News“,
og er hin fyrri á þessa leið:
Þegar togarinn Lucy Mary
frá Rosslare var nýlega að
veiðum undan Wexford og
varpan hafði verið innbyrt,
fundu skipverjar m. a. smá-
lúðu, sem hafði sýnilega orðið
fyrir áverka, þótt hann væri
gróinn. Skipstjórinn ákvað að
gefa lúðunni líf og var henni
varpgð fyrir borð.
Sex stundum síðar var varpa
skipsins innbyrt á ný á sömu
slóðum, og fannst þá sama lúð'-
an í henni aftur. Henni vai
gefið líf í annað sinn og gefið
nafnið „Lucky Larry“. Nokkr-
,um dögum seinna fór Lucy
Mary aftur á veiðar undan
Wexford, og þegar varpan var
innbyrt í fyrsta sinn, fannst
þessi sama gamli kunningi í
henni. í 3ja sinn var henni
fleygt fyrir borð. En skipverjar
voru alls ekki vissir um, að
þeir mundu gefa henni líf enn
einu sinni, ef þeir veiddu hana
í fjórða sinn.
Hin sagan var á þá leið, að
þegar Grimsby-togarinn Staf-
nes hafði verið á veiðum við
Færeyjar í slæmu veðri í nóv-
ember-mánuði síðast liðnum,
hefði sjór skolað fyrir borð
Bergmáli hefur borizt eftirfar-
andi bréf frá M., sem kemur fram
með allharða gagnrýni, er vísast
til þeirra aðila, sem um þessi mál
fjala.
Lækjarfarvegirnir
á gangstéttunum,
Eftir þessa miklu þurrka renna
ekki lækir eftir gangstéttunum i
Túngötu og Kirkjugarðsstig, frá
Garðastræti að Suðurgötu. En
farvegir þeirra gera þær ófærar.
Á svellbunka lækjarins í Túngötu
lærbrotnaði kona í fyrravetur og
gömul kona dattþar illa nýlega.
Ástæðan var sú, að það er verið
að gera við malbikið á aðalgöt-
unni, sem hún, eins og aðrir, sem
þarna eiga leið, er sjálfsagt vön
að ganga. Hún neyddist þvi til
að ganga gangstéttina, það er
lækjarfarveginn. Það er ekki
nema gott og blessað að götun-
um sé vel við haldið, meðal ann-
ars til þess, að unglingar innan
tvítugs geti óhindrað ekið sínura
nýju luxusbílum á tveim hjólum
fyrir horn. En þá þarf gangandi
fólk helzt að geta flúið út á gang-
stéttarnar. En það er ekki hættu-
laust á þessum áðurnefndu göt-
um. Þessar tvær gangstéttir eru
örmjóar, svo það getur ekki ver-
ið kostnaðarsamt að flísaleggja
þær, og það verður að gerast án
tafar. Gangstéttina við Garðá-
stræti frá Túngötu að Kirkju-
garðsstíg mætti þá athuga um
leið.
Braggofnir.
Eg sé í blöðunum, að stofnað
hefur verið ,'élag til útrýmingar
bröggunum úr bænum. Sá félags-
skapur er alls góðs maklegur.
Það er áreiðanlega ein heitasta ■
ósk okkar Reykvikinga að þeir
hverfi sem fyrst. En slíkt er ekk-
ert áhlaupaverk. Það kostar mik-
ið fé að byggja yfir alla þá, sera
í þeim búa. Albölvuðustu bragg-
arnir í landinu, eru þó ekki i
Reykjavík, heldur á barmi Al-
mannagjár. Þeir standa þarna
tveir saman, eins og lögregluverð
ir, rauðskjóttir af ryði o^ bjóða
menn „velkomna“ til Þingvaíla.
Einstaklega smekkleg tilhögun.
Um síðustu helgi sá ég útlend-
inga vera að taka myndir af þeim.
Góð landkynning það. Það sér
á, að þéir sem spjöll gerðu á
Þingvöjhim 17. júní, voru ekki
þjóðhollir menn. Ella liefðu þeir
ráðist á bragga þessa, rifið þá og
brennt og hefði þeim áreiðanlega
fyrirgefizt.
Hver á þessa bragga og hvern-
ig stendur á að Þingvallanefnd
hefst ekki lianda? Þeir eru að
visu ekki innan girðinga þjóð-
garðsins en það skiptir ekki máli
— burt með þá“.
Bergmál þakkar bréfið. — kr,
M.
GÚSTAF A. SVEINSSON
EGGERT CLAESSEN
hæstaréttarlögmenn
Templarasundi 1
(Þórshamar)
Allskonar lögfræðistörf.
Fasteignasalö.
tunnu með söltuðu svinakjöti.
Togarinn var aftur á svipuðum
slóðum í maí, og kom þá tunna
í vörpuna. Þegar betur var að
góð mátti greinilega lesa nafnið
Stafnes á botni tunnunnar, og
var sú gamla komin þar aftur
Var kjötið etið úr henni, og
hafði því ekki „orðið meint at
volkinu“.