Vísir - 28.06.1954, Side 5

Vísir - 28.06.1954, Side 5
Mánudaginn 28; júní 1954; VÍSIR Kruschev hefir mistekist fram- kvæmd búnaðaráætlunarinnar miklu. Hver veifar hattinum til f jöld- ans á Rauða torginu 1. maí að ári ? í löndum austan tjalds hefur á undanförnum mánuðum ’verið lögð megináherzla á eflingu landbúnaðarins, og hefur áður verið sagt hér í blaðinu frá hinum miklu áformum 'iKússa í þessum efnum, en þeir eru að taka feikna landflæmi 3til ræktunar í Kazakhstan og víðar, og flytja fólk svo hundruð- iiim þúsunda skiptir til þessara landnámssvæða. Eðlilega eru áformin risa- ’vöxnust hjá þeim, en í lepp- ríkjunum er einnig um sókn af :hálfu valdhafanna að ræða á þessu sviði. íar er ekki um .sömu skilyrði að ræða til ný- ræktar, en einnig þar verður að grípa til óvenjulegra ráð- ..stafana til eflingar landbúnað- inum, svo sem að fyrirskipa tugum og jafnvel hundruðum jþúsunda ungmenna að vinna landbúnaðarstörf. Hvatningar duga ekki og er þá gripið til kvaðningaraðferðarinnar, svip- að því, er menn eru kvaddir til herþjónustu. Hvers vegna eru iþessi mál í ólestri? Vafalaust vegna þess, að 'bændastéttinni er í blóð borin sterk sjálfstæðiskennd, og vill ■ekki una ríkjandi fyrirkomu- lagi landbúnaðarmála. Hefir ekki tekist að vekja áhuga foænda almennt fyrir ríkisbú- skap og samyrkjubúskap, og oft er sú reyndin, að’ áhuginn takmarkast við framleiðslu þá, •sem þeim er leyfð til eigin mota. Þeir, sem hafa fengið það hlutverk að hvetja til sóknar, fara hörðum orðum um slæma yfirstjórn, sleifarlag á dagleg- mm rekstri, hirðulausri meðferð foúvéla o. s. frv. Bréf frá Kustany. í Kustany í norðurhluta 'Kazakhstan, þar sem lagður er meginþungi í sóknina, skrifaði Rússi nokkur bréf, sem hann sendi blaðinu Pravda — og blaðið hafði sínar ástæður til .að birta það. I því stendur m. a.: „Vélar liggja í haugum Tcringum járnbrautarstöðvarn- ar. Hvarvetna getur að líta há- ar hrugur brotinna vélarhluta í aur og bleytu....... Margt ■spillist. í sumum húsagörðum er öllu hrúgað saman: Benzíni, •olíum, varahlutum og heyi .... stundum er varahlutum hent á miðjar götur þorpanna og svo er farið um þær með •dráttarvélar og brotna þeir undir þunga þeirra eða troðast miður í leirinn." 1 Komsomolskaya Pravda er birt annað bréf: „Jarðveg- urinn er farinn að skrælna .... það er skortur mannafla, sem erfiðleikunum veldur, og slæm stjórn. Seýtján ára stúlk- ur í borgunum, sem aldrei hafa f ekið sér heygaffal í hönd, vinna á ökrunum, meðan þrek- vaxnir kolkhoz-náungar sitja foara við arininn, drekka vodka og segja gamansögur“. Og í Isveztia segir: Tarangul drátt- arvélastöðin tók til starfa hálf- um mánuði síðar en í fyrra. Það er ekki byrjað að plægja. Félagi Petrov, forstjóri stöðv- arinnar, gleymdi að láta okkar vinnuflokk fá einn einasta plóg.“ Vandamál höfuðleiðtoga. Vikublaðið Time segir, að þessar glepsur (og hve þeim er gert hátt undir höfði í blöðun- um) beri með sér, að hér er um að ræða innanlandsvanda- mál, sem valdi höfuðleigtogum áhyggjum. Framkvæmd hinnar miklu neyðarástands áætlunar til eflingar landbúnaðinum gangi illa. Hversu framkvæmd- inni reiðir af geti valdið úrslit- um um framtíð Nikita Krus- chevs sem leiðtoga, en hann er nú aðalframkvæmdastj. kom- múnistaflokksins, og hefir á einu ári eflst svo að áhrifum, að hann stendur sjálfum Georgi Malenkov við hlið í stjórn Sovét-Rússlands. A herðum Kruschevs hvílir ábyrgðin á hversu hinni miklu sókn reiðir af. Síð- an í febrúar hafa tugir þúsunda ungra manna og kvenna frá Rússlandi og Ukrainu, sem engin kynni höfðu áðu’r af lanlbúnaði, og hundruð beztu landbúnaðar-vísindamanna ■ og vélfræðinga haldið austur á bóginn, til þess að koma 32 millj. ekra óræktaðs lands í til þess að gera það að álíka rækt, til þess að gera það að álíka miklu kornforðabúri og öll Ukraina er. 120.000 dráttarvélar. Til hinna nýju ræktunar- svæða hafa verið fluttar un\ 1120.000 dráttarvélar, og er það hartnær öll dráttarvélafram- leiðsla þeirra á einu ári, og að sjálfsögðu miklar birgðir vara- hluta, smurningsolía o. s. frv. Sumir hinna harðsvíruðustu forsprakka í flokknuih voru valdir til eftirlits með fram- kvæmd áætlunarinnar á 16 svæðum austan Volgu. Megin- svæðið er í Kazakstan. Ófyllt ,,brauðkarfa“. Svarta svæðið á meðfylgjandi mynd sýnir Kazakhstan og í miðju er sýnd tóm brauðkarfa. Hlutverk hins mikla liðs, sem sent hefir verið austur þangað, er að fylla hana. Þar eru sléttur miklar, oftast frosnar á vetr- um, skrælþurrar á sumrum. Mistök á liðnum tíma. Á aldarfjórðungs harðstjórn- artíma Stalins mistókst að rækta nóg handa þjóðinni. Framleiðsla sumra landbúnað- arafurða, svo sem á kjöti, mjólk og smjöri minnkaði, svo að hún varð minni en á keisaraveldis- dögunum, fyrir 1916. í sept- ember s.l. játaði Nikita Krus- chev mistök liðins tíma og boðaði nýju áætlun með hvatn- ingu til bænda um að auka framleiðsluna. Því var haldið fram, að korn til brauðmatar væri nóg, en búpeningi hefði fækkað alvarlega og skortur væri á jarðávöxtum, einkum kartöílum, grófu korni og öðru fóðurkorni. Korn til brauð- gerðar skorti líka. f febrúar varð félagi Krus- chev að játa, að einnig skorti korn til brauðgerðar. Sú játn- ing var borin fram á fundi í miðstjórn flokksins. Hann kvað nægar kornbirgðir eftir á sam- yrkjubúunum til þess að greiða verkamönnunum, en það sem ríkið hefði tekið, nægði ekki til heimanotkunar og til þess að fullnægja sívaxandi kröfum um matvæli frá fylgiríkjunum, þar sem skortur væri matvæla. — Kruschev er höfundur á- ætlunar um sóknina miklu til Kazakhstan og annarra lands- hluta austur frá. Hann kvað vera um alþjóðarvandmál að ræða og þjóðin mundi leggja til þann mannafla, sem þyrfti. Hið mikla ævintýri. Þegar kunnugt varð um þetta mikla ævintýri, þar sem gert var ráð fyrir að plægja og herfa 32 millj. ekra lands og sá í þær og koma framleiðsl- unni þar upp í 8—20 millj. lesta innan tveggja ára, þá vakti það eigi litla athygli, að svo mikið þótti í sölurnar leggjandi, að hin gömlu, margreyndu rækt- unarhéruð urðu að sitja á hak- anum með dráttarvélar oa annað, og jafnvel þau 'urðu að leggja til mikinn mannafla til nýræktarinnar, bæði úr verk- smiðjum og frá býlum. Áhugi landnema dvínaði fljótt, er fyrstu erfiðleikarnir komu til sögunnar. „Við höfum nóg te og sykur“, skrifar einn hinna nýju landnema, ,,en hvergi er hægt að kaupa te- potta né steinolíulampa, þvotta- skálar né potta til að elda í“. Flestir hafa orðið að búa í tjöldum. Matvælum er úthlutað víða í almenningseldhúsum og maturinn er slæmur og í búð- unum er ekki hægt að fá al- gengustu nauðsynjar. Þess eru jafnvel dæmi, að hópar ferð- uðust svo hundruðum mílna skipti, alla leið til Magnitog- orsk, til þess að kaupa smá- hluti eins og tannbursta, skó- reimar, blýanta, bréfsefni — „ekkert slíkt fæst hér“. Veðrið engin afsökun. í Pravda var gagnrýndur seinagangurinn á sáningunni og birti blaðið strengilega við- vörun til yfirvaldanna þess efnis, að þau gætu ekki afsakað sig með því, að tíðarfarið hefði verið óhagstætt. Svo illa horfði að Kruschev fór austur þangað til viðræðna við leiðtoga kom- múnistaflokksins í Kazahks- stan um ástandið. Skyndiferð Kruschevs leiddi betur í ljós en allt annað hversu ástatt er og hve mikilvægt valdhafarnir í Kreml telja, að málum verði bjargað við, svo að sóknin miklá fari ekki út um þúfur. i Veifar hann oftar hattinum? Hinn fyrsta maí síðastliðinm var Kruschev hinn eini for- sprakkanna, sem naut. þess heiðurs, að mega veifa hattin- um til fjöldans, sem var saman kominn á Rauðatorginu í Moskvu. Seinustu sjö meiri háttar opinberar tilkynningar frá Kreml hafa verið birtar £ nafni Kruschevs, ekki Malen- kovs. I einræðislandi er vart nóg rými fyrir tvo á „hefðar- innar jökultindi“. Malenkov hefir opinberlega engin afskipti’ haft af búnaðarævintýrinu mikla. Kruschev ber ábyrgðina. Takist honum ekki að fylla brauðkörfuna er hætt við, að hann veifi ekki oftar hattinum til fjöldans á Rauða torginu. Frábær mynd fullgerð hjá Nordisk Tonefilm. Þar leikur m.a. Folke Sundquist. Stokkhólmi (SIP.) — Enda þótt sænskur kvikmyndaiðn- aður standi nú á mjög háu stigi og fjöldi kvikmynda sé framleiddur í landinu, telja ýmsir, að of mikið sé lagt upp úr hinni bókmenntalegu undir- stöðu myndanna. Flestar myndir, sem teknar hafa verið í Svíþjóð undan- farin ár, hafa verið byggðar a klassískum, sænskum skáld- sögum. Margar þessara mynda endur meta. hafa kunnað vel að Myndin er látin gerast, með- an á styrjöfd stendur milli Rússa og Finna, en boðskapur hennar er mótsögnin milli ótta og ástar. Myndin byggist á skáldsögu eftir Peder Sjögren. Hún segir frá fimm sænskum sjálfboðaliðum annars vegar, sem hafa orðið viðskila við herdeild sína úti á hinni íjand- samlegu, helköldu aleyðu milli hafa þótt heldur veigalitlar, en víglínanna, en hins vegar frá hinsvegar er á það bent, að rússneskum fanga, sem einnig á þessu ári hafa Svíar gert er hræddur, eins og hinir, en nokkrar afbragðsmyndir, sem er færari um ag standast byggðai eru á kunnum, sænsk- hörmungarnar vegna ástar um skáldsögum. sinnar á ungri konu. Ein þeirra, sem á islenzku Folke Sundquist leikur má kalla ,,Ástarbrauðið“ og rússneska fangann, og konan, Nordisk Tonefilm (sem tekur sem hann elskar, er leikin a£ myndina „Sölku Völku“) var Sissi Kaiser, athygliverð hlut- ásamt annarrj^ mynd, „Ævin- verk, þar sem Sundquist er ein- týrinu mikla“, sýnd í Cannes : göngu látinn tala rússnesku en kvikmyndasamkeppni þar, og hlutverk konunnar er þögult. vöktu báðar feikna athygli. Leikararnir sýna frábæran leik Fyrri myndin hefur e. t. v. ekki og kvikmyndatakan sjálf er hlotið einróma vinsældir al- talin snilld. Þar má sjá furðu- mennings, en hún þykir frá- legar myndir frá vígvellinum, bærlega listræn, sem listdóm- krossa, sem ber við snjóinn, Þessi mynd er af Ásbirni Sunde, einum helzta njósnara Rússa í Noregi, þegar hann er leiddur fyrir rétt, sem fjallar utu mál hans. j

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.