Vísir - 13.07.1954, Side 1

Vísir - 13.07.1954, Side 1
VI L I • . \ 41 árg. priSjiidaginn 13. júní 1954. 155. tbl. Tilgangur NATO er ekki að sigra í styrjöld, heldur hindra hana. Samgöngueríiðleikar eru víða miklir í stórborgum heims, en sums staðar, t. ð. í London, hefur verið gripið til þess ráðs að nota þyrilvængjur til póst- og mannflutninga. þyrilflugan á xnyndinni er notuð til slíkra flutninga frá City til flugvallarins. Afbragðs veiðiveður á miðunum í morgun. í nótt voru flestir í bátum, - afli sæmilegur. Síldyeiðiflotinn er nú dreifð- ur á stóru svæði frá Mánár- eyjum út af Tjörnesi og austur á Sléttugrunn og fjölmörg hafa fengið einhvern afla, en veður er nú mjög hagstætt til síld- veiða. í nótt voru menn almennt í bátum, en ekki hafa borizt ná- kvæmar fréttir af aflabrögðum, því að bátarnir tilkynna dræmt um aflaföng. Þó er vitað, að þeir hafa yfirleitt fen'gið frá nokkrum málum upp í 500 mál. Vitað er, að Björg frá Nes- kaupstað fyllti sig, Snæfell frá Akureyri fékk 5—6 hundruð mál, Stígandi frá Ólafsfirði j 500, Jörundur 400, Fanney all- | góðan afla, en Björg frá Siglu-! firði er á leið inn með um 200 tunnur, en hún sprengdi nótina. Fleiri bátar hafa orðið fyrir því óhappi. í morgun var mollu-dumb- ungur á miðunum, en skyggni gott og þykir það afbragðs veiði veður. Tvæ,r flugvélar annasU nú síldarleit, og hefur önnur bæki- stöð á Sauðárkróksvelli, og leit ar hún á vestursvæðinu, en hin á Akureyri og annast hún aust- ursvæðið. Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lags íslands hafa 174 skip feng- ið veiðileyfi, og af þeim hafði um helmingur, eða 89 skip, fengið einhvern afla á miðnætti á laugardag. Aðeins 13 skip höfðu þá fengið yfir 500 mál og tunnur. Af þeim var Snæfell hæst með 1902 mál og tunnur. Jörundur 1013 og Baldur frá Dalvík 845. Svíwro bætfust 46.746 bílar jaroúar-ntaí. Á tímabilinu janúar—maí oru teknir í notkun í Svíþjóð 8.746 nýir bílar. Þetta er 49% aukning miðað iúð sama tíma í fyrra. Sænski bíllinn Volvo, af gerðinni PV 444, er efstur á blaði, en 8.359 voru teknir í notkun. Þá kom þýzki bíllinn Volkswagen, 3917, og í þriðja sæti Opel Rekord, einnig þýzkur, 2671. „Konungur“ Mafia látinn. Einkaskeyti frá AP. — Palermo í gær. Calogero Vizzini, „konungur" Mafiafélagsins, andaðist í dag i sjúkrabifreið á leið til heimilis síns i Villalba. Ekki hefur verið skýrt frá dánarorsök hans, en hann hafði skömmu áður verið skorinn upp í sjúkrahúsi hér og var á heim- leið. Vizzini var voldugasti mað- ur á Sikiley, var öllum skipun- um hans hlýtt skilyrðislaust og náði vald hans langt út fyrir Italíu. Eru nær allir íslenzklr prestar spíritístar? Blöð á Norðurlöndiniii ræðo þetta atriði. Spánverjar kaupa námur af Bretum. Madrid (AP). — Spænsltir aðilar hafa keypt meirihluta í Rio Tinto-námunum. Fru þær einhverjar auðug- ustu blýnámur í heimi og hafa Bretar átt meirihlutann til skamms tíma. Nú hafa Spán- verjar keypt mikinn hluta bréfá þeirra fyrir milljarð pe- seta. Finnska blaðið „Uusi Suomi“ hefur bað eftir síra Jóni AuiS- uns dómprófasti, sem setið hef- ur norrænt spiritistaþing I Hels ingfors, að svo til hver einasti prestur á íslandi sé spiritisti. Hinn 1. þ. m. birti norska blaðið „Verdens Gang“ UP- frétt frá Helsingförs, þar sem sagt er, að Petjan Auðuns (vafa laust misprentun fyrir Jón Auð uns) muni sækja Osló heim að loknu þinginu í Helsingfors til þess að fá norska spiritista til þess að ganga í Samband nor- rænna spiritista. Á þinginu skýrði síra Jón Auðuns frá þvi, að nær hver einasti íslenzkur prestur væri spiritisti. Síðan segir orðrétt í frétt „Verdens Gang“: „í dag mun allt þingið — engir norskir gestir sitja það — skoða borgina, en í kvöld munu þeir hafa mikinn miðils- fund fyrir boðna jarðneska og yfirnáttúrlega gesti“. í annarri frétt í sama blaði sama dag segir svo í fyrirsögn: „Gervallt ísland er fullt af spiritistum. — Mjög fáir eftir í Noregi.“ Síðan segir frá því, að síra Jón Auðuns hafi flutt fyrii’lestur á spiritistaþinginu í Helsingfors, þar sern hann sagði, að það megi heita megin- regla, að íslenzkur prestur sé spiritisti. Hið norska blað segir síðan: „Þessi orð hafa vakið nokkra athygli. Það hefur lengi verið á margra vitorði, að íslenzkir prestar hafa haft áhuga fyrir spiritismanum, en menn héldu, að þeir vildu ekki láta bera svo mikið á þessu ... Úr annari átt höfum vér einnig aflað upp lýsinga um það, að ekki ein- ungis prestar heldur og þekktir stjórnmálamenn og kaupsýslu- spiritistar taki þátt í fund- um, þar sem reynt er að komast í samband við framliðna.“ N.-Atlantshafsbandalagið hefir nægan herafla til að hrinda árás. Viðíal víð Ismay lávarð, framkvæmdastjóra VATO. Ismay lávaröur, framkvæmda- stjóri NorÖur-Atlantshafsbanda- lagsins, ræddi viö blaðamenn i morgun í viðurvist utanríkis- ráðherra, dr. Kristins Guð- mundssonax og ýmissa fieiri em- bættismanna. Hingað er hann kominn til þess ræða við ríkisstjórn íslands um sameiginleg hagsmunamál og jafnframt að gefa frétta- mönnum ýmsar upplýsmgar um starfsemi bandalags hmna 14 þjóða A-bandalagsins. Ismay lávarður er 67 ára gamall, kom mjög við sógu í hfeimsstýrjöldihni síðri, en þá var hann herráðsforingi Churc- hills og þótti þá mjög úrræða- góður og átt-i mikinn þátt í sigri bandamanna. Dr. Kristmn Guðmundsson utanríkisráðherra kynnti lávarðinn með nokkrum orðum, og lét m. a. svo ummæit, að hann hefði rækt starf sitt hjá NATO með þeim hætti, að gagnrýni hefði gætt mjög lítils, en starfið er geysi-vandasamt. Hér eru engm tök að rekja allt það, er Ismay lávarður sagði, en hann gaf íjölda upp- lýsinga um viðbúnað N.-Atlants- hafsbandalagsins, márkmið þess og vonir, sem við það eru tengd- ar. Meðal atmars sagði Ismay lávarður, að hann teldi, að nú væri í Evrópu nægileg- ur herafli N.-A.-bandalags- ins til þess að verjast árás hersveita þeirra, sem Rússar haía á takteinum utan Rúss- lands. Fyrir fáum árum var ástandið þannig, að Rússait Iiefðu getað vaðið viðstöðm iaust með heri sína tii Atlantshafs eða að Norður-t sjó. þá sagði hann, að ef NATO-* samtökin liefðu ekki verið til, væri ekkert sennilegra en að styrjöld liefði skollið á. Hina vegar kvaðst hann þess fullviss, að ef NATO-þjóðirnar stæðuf saman, væri unnt að varðveital friðinn. Hann gat þess, að íl stöðvum NATO væri aldrei talað um árás, heldur ætíð vöm tiii varðveizlu friðarins. i Um vígbúnað Rússa sagðð hann m. a. þetta: Fyrir Í árum voru ekki nema umi 10% af orrustuflugvélaflotaf Rússa knúnar þrýstiloltsi hreyílum, en i dag væru þær allar nýtizku þrýstiloftsvélar., í flugvélaflota Rússa, sagð£ hann nú vera um 20.000 til-t búnar, ef á þyríti að halda., pá sagði hann, að Rússar gætu halt 175 herfylki undir vopnum innan 30 daga trá! hervæðingu. Hinsvegar haía; NATO-ríkin á takteinum á! sama tíma 90—100 herfylki, en það nægði til að verjast árás. Ismay lávarður sagði það ekkí rctt, að nein þjóð innan NATD hefði orðið að afsala sér full- veldi á neinn hátt, heldui voru: þæi' allar jafnréttháar, bundnar sameiginlegum hagsmunum, og yrðu allar að bera sínar byrðar Framh. á 4. síðu> Maimi bjargal rænulausum úr brennandi herbergi. FBynn hótað tfangelsi. Londom (AP). — Leikarinn Erro! Flynn hefur verið hótað fangelsi, ef hann greiðir ekki dómsskuld. Hafði hann verið dæmdur til að greiða húsaleigu, sem hann hafði hlaupið frá á sl. ári, er hann var í Englandi. Hótaði dómarinn honum fangelsi, ef hann greiddi ekki skuldina inn- í morgun fannst meðvitund- arlaus maður í husi, þar sem eldur hafði kviknað og allmik- ill reykur myndazt. Þetta var á Framnesveg 19, en það er lítið hús, ein hæð með kjallara. í kjallaranum er verzl unin Vesturbæjarbúð til húsa, en íbúð á hæðinni fyrir ofan og •þar býr húseigandinn, Magnús Ásmundsson. í morgun, laust eftir kl. 9, var slökkviliðið beðið að koma að Framnesvegi 19 vegna elds sem kviknað hafði í bakher- bergi að verzluninni Þegar þanyað kom var eidur í bréfa- drasli og einhverjum vörubirgð um í herberginu, en. eldurinn var lítill að sögn slökkviliðsins. Hins vegar hafði myndast mik- ill reykur. Þegar slökkviliðið kom upp á hæðina fyrir ofan verzlunina, fann það húseigandann, Magn- ús Ásmundsson, liggjandi á. gólfi og meðvitundarlausan- Hafði Magnús sýnilega faric? upp úr rúmi sínu nokkru áður, klæðst í buxur og komizt fram. á eldhúsgólfið en dottið þar niður og lá þar meðvitundar- laus þegar slökkviliðismennina bar að. Þó taldi slökkviliðið lítinn reyk hafa verið uppi í íbúðinni. Farið var með Magnús á. Landakotsspítala þegar í sta5 og fengið öndunartæki hjá. slökkviliðinu til þess að reyna lífgun, en Vísir hafði ekkt spurnir af ái-angri þessara lífg- unartilrauna er það fór í prent- un. Skemmdir á húsinu urðu litl- ar en nokkrar skemmdir á vör- um af völdum elds og reyks.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.