Vísir - 15.07.1954, Qupperneq 4
4
VfSIR
WÍSSK.
DAGBLAD
Ritstjóri: Hersteinn PálssorL
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm Unur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Bretar ræða fiskveiðarnar.
Undaniarið haia talsverðar umræður orðið um það í Bretlan !>,
hvernig komið sé hag útgerðarinnar þar í landi — þeirrar,
sem lifir á fiskveiðum — og í sambandi við það hefur lóndunar-
hannið og bolabrögð útgerðarmanna í þeim efnum borið á góma,
enda eru þessi atriði nátengd. Hafa menn verið sammála um það,
að eitthvað hljóti að vera bogið við þenna atvinnuveg, ef hann
getur ekki með neinu móti borið sig nema útgerðarmönnum sé
sköpuð einokunarstaða á markaðinum, eins og gert hefur verið
að undanförnu, svo sem Islendingar vita manna bezt .
íslendingar munu nú annars ekki vera einir um að hljcta
hannfæringu útgerðarmannanna brezku, því að þjóðverjar-munu
einnig fallnir í ónáð hjá þeim á nýjan leik. Rekur menn þo
minni til þess, að leitað var til þjóðverja á sínum tíma, þegar
lítið var um fisk í ! ’.'kum höfnum eftir að þeim hafði venð
Jokað fyrir íslenzkum togurum, og þeim boðið að hlaupa í
skarðið. En það hefur verið skammgóður vermir, því að nú
munu þeir einnig hafa verið útilokaðir, og liaft er fyrir satt, a5
Bretar hugsi fiskimönnum frá fleiri þjóðum, sem enn er leyfi-
Jegt að leggja fisk á land í brezkum höfnum, þegjandi þörfina.
í sambandi við umræður þessar hefur svo einnig verið drepið
á friðun fisldmiða, en þar er afstaða brezkra útgerðarmanna
næsta hláleg. þeir hafa margir kveðið upp úr með það, að nauð-
synlegt sé að hlífa og friða ýmis fiskimið umhverfis Bretlands-
eyjar, því að ]->au sé nú að eyðileggjast af offiski. Á sama tíma
taka þeir Islendinga kverkartaki og reyna, ef liægt er, að sveita
þá til hlýðni, af því að uppeldisstöðvar ungfiskjarins liér við
Jand eru friðaðar.
Fyrir nokkru voru birtar mjög fróðlegar tölur um aflabrögö
hrezkra togara á ýmsum fiskimiðum á síðasta ári. Hafði a::i
farið minnkandi á nær öllum miðum umhverfis Bretlandseyjar
en aukizt á fáeinum stöðum, og meðal annars hér við land.
Héldu Bretar þó, að þeir mundu missa spón úr aski sínum, er við
friðuðum firði og flóa, en reyndin hefur orðiö önnur, og er
sennilega afleiðing þeirra ráðstafana, sem gerðar voru hér í
friðunarátt. En aflabrögð munu hafa farið minnkandi ár frá ári
síðan stríðinu lauk á næstu miðum Breta, og er það raunar
endurtekning sögunnar frá því fyrir stríð, en miðin jöfnuðu
sig á stríðsánmum, því að þau fengu hvíld, er ekki var veitt á
þeim.
þrátt fyrir það, að vopnin iiafa raunverulega verið slegin úr
höndum útgerðarmanna brezku með þessum upplýsingum, er
engin breyting fyrirsjáanleg á stefnu þeirra gagnvart fisksöiu
íslcndinga í brezkum hafnarborgum. þarf þá ekki frekar vítnanna
við um það, að löndunarbanninu er fyrst og fremst stefnt gegn
íslenzkum fiskimönnum og útgerðarmönnum sem keppinautum
hrezkra aðila, og var það þó vitað fyrir löngu, að brezka útgerðar-
mcnn blóðlangaði til þess að losna við þá af markaðnum, þótt i
góð átylla fengist ekki, fyrr, en friðunin kom tii framkvæmda hér
á landi, en þá var heldur ekki beðið iioðanna.
pað mun vera rétt, sem kupnugir telja, að ahnenningsálitið
i Bretlandi sé smám saman að verða andstætt útgerðarmónnum,
og voru þeir þó margir, sem sáu strax, hvað fyrir þeim vakti með
löndunarbanninu. það er vitanlega neytandinn brézki, sóm verður
fyrst og íremst var við afieiðingarnar af þessu, því að hann
faer léiegri fisk en áður, en verður að greiða sama verð, þótt um
verri vöru sé að ræða. Er ekki néma gott eitt um það að segja
frá sjónarmiði fslendinga, ef það gæti leitt til þess, að útgerðar-
menn neyddust til að hættta við löndunarbannið og markaðurinn
opnaðist aftur.
Væntanlega hafa íslenzkir útgerðarmenn vakandi auga með
því, sem gerist á þessu sviði, svo að hægt verði að grípa tæki-
færið til að-hefja ísfiskflutninga á ný, ef aðstaðan brevtist. Haía
og borizt frégnir um það frá Englandi, að íslendingar athugi
aðstæður til að koma fiski sínum á land annars staðar en í þeim
höfnum, sem venjulega hafa verið notaðar, en hér er allt hljótt
um þetta. þótt ísfiskmarkaðurinn enski sé ekki nein allra meina
hót, er hann þó góður með öðru, og því her að reyna að opna
hann eins fljótt og unnt er.
Songskemmtun
drengjakórs KFUM
„Parkdrengekoret“, drengja-
kór K.F.U.M. í Kaupmannahöfn
hélt söngskemmtun í Austur-
bæjarbíói þriðjudaginn 13.
júlí undir stjórn Jörgen Brem-
holm. A söngskránni voru m.
a.: Lover Herren, han er nær,
eftir J. S. Bach. Ave verum,
eftir W. A. Mozart. Den hellige
stad, eftir Stephen Adams.
Váren, eftir E. Grieg. Wiegen-
lied, eftir Johs. Brahms. Nu
lider dagen, eftir Fr. Kuhlau
og Gurre, eftir H. Rung. Þá
var ævintýraleikurinn ,.Eld-
færin“, en það er söngleikur,
byggður á samnefndu ævintýri
eftir H. C. Andersen með hljóm
list eftir V. Kjær, E. Chris-
tiansen, W. Collo, Schubert o.
fl. Þá kom sænska þjóðlagið
Fjorton ár, Köbenhavnermarch
eftir A. Frederiksen, smá
söngleikþáttur ,,Kunigunde“
eftir K. V. Thomsen, lagasyrpa
úr Meyjarskemmunni, eftir
Fr. Schubert og að lokum Dán-
árvalsinn, eftir Joh. Strauss.
Kórinn hafði góðum röddum
á að skipa og var samsöngur
þeirra og samræmi í söng gott,
þó að lítilsháttar óstyrks gætti
í fyrstu, sem þó hvarf með öllu
þegar líða tók á söngskrána.
í laginu „Nu lider dagen“ var
samsöngur góður, og í ,,Gurr.e“
var samræmi og blæbrigði með
ágætum. Ævintýraleikurinn
„Eldfærin" var hinn ánægju-
legasti í flutningi, þó ekki sízt
„Hermaðurinn og Nornin“.
Tónlistin var smekklega valin
og leystu einsögvarar og kór
hlutverk sitt vel af hendi, og
var samsöngur milli kórsins og
einsöngvaranna með ágætum.
Söngléikurinn féll í góðan far-
veg hjá áhorfendum.
Seinni hluti söngskrárinnar
hófst með sænska þjóðlaginu
„Fjorton ár“, sem naut sín vel
sökum góðs samræmis. Söng-
þátturinn „Kunigunde" var
skemmtilegur í meðferð, og var
látbragð leikenda gott. Laga-
syrpa úr „Meyjarskemmunni“
eftir Schubert var góð að öðru
leyti en því, að heildarsvipur-
inn hefði mátt vera skýrari.
Það er slæmt þegar flutningur
tónlistar bíður tjón sökum
naums tíma, en fyrir því varð
hinn góðkunni Dónárvals Joh.
Strauss, sem eflaust hefði notið
sín betur í hægari „tempo“ Ör-
uggan undirleik annaðist Fru
Anna Teglbjerg.
Áhorfendur þökkuðu hinum
litlu sönggestum með dynjandi
lófataki, enda- full ástæða til,
þeir voru til óblandinnar
ánægju fyrir yngri sem eldri
og ekki sízt yngri kynslóðina.
M. J.
Sleggjukastsnet á móti IR.
Mótið £ór iVam i irrradag.
Frjálsíþróttamót Í.R. var háð
á íþróttavellinum í fyrrakvöld.
Þórður B. Sigurðsson setíi Is-
landstmet í sleggjukasti, kast-
aði 51.56 m. Fyrra metið, 51.43
m. átti hann sjálfur. Torfi
Bryngeirsson náði góðum ár-
angri í stangarstökki, stökk
4.11 m.
Veður var kalt og hlaupa-
brautirnar blautar og þungar,
svo ekki náðist góður árangur
í hlaupunum. Áhorfendur voru
fáir eða um 200.
Úrslit í einstökum greinum
urðu þessi:
A flokkur.
Hilmar Þorbjörnss., Á. 11.2 sek.
Guðm. Vilhjálmss, Í.R. 11.3 sek.
Guðm. Láruss., Á. 11.4 sek.
B flokkur.
Vilhj. Ólafs-s., Í.R. 11.6 sek.
C flokkur.
Björn Jóhannsson, U.M.F.K.
11.9 sek.
400 m. hlaup.
Guðm. Láruss, Á. 49.9 sek.
Rafn Sigurðss,, U.Í.A. 54.8 sek.
800 m. hlaup.
B flokkur.
Dagbj. Stígss., U.M.F.K. 2.07.0
mín.
Sig. Gíslas, K.R. 2.07.2 mín.
Gísli Sigurðss., U.M.F.S. 2.09.6
mín.
1500 m. hlaup.
Sig. Guðnas., Í.R. 4.09.4 mín.
Svavar Markúss. K.R. 4.09.8
mín.
Halldór Pálss., U.M.F.K. 4.23.2
mín.
Langstökk.
Einar Frímannsson, U.M.F.S.
6.69 mtr.
Björn Jóhannsson, U.M.F.K.
6.31 mtr.
Guðjón B. Ólafsson K.R. 6.29
mtr. *
. Stangarstökk.
Torfi Bryngeirsson, K. R. 4.11
mtr.
Valbjörn Þorlákss, K.R. 3.50
mtr.
Bjöm Linnet, Í.R. 3.50 mtr.
Kúluvarp.
Guðm. Hermannsson, K.R. 14.36
mtr.
Skúli Thorarensen, f. R. 14.28
mtr.
Ág. Ásgrímss., Í.M. 13.34 mtr.
Spjótkast.
Jóel Sigurðss, í. R. 56.57 mtr.
Válbj. Þorlákss., K.R. 45.04
mtr.
Pétur Rögnvaldss., K.R. 43.80
mtr.
Sleggjukast.
Þórður B. Sigurðss. K.R. 51.56
mtr. (ísl. met).
Páll Jónsson, K.R. 45,13 mtr.,
Þorv. Arinbjarnars., U.M.F.K.
42.02 mtr.
Boðhlaup.
Sveit í. R. 46.2 sek.
Sveit K.R. 46.4 sek. (ógilt).
Kristián Guðlaugsson,
hæstaréttarlögmaður.
Skrifstofutíml 10—12 •(
1—5. Austurstrætl 1.
Sfml 3400.
Fimmtudaginn 15. j úlí 1954.
Norræna sundkeppnin.
stendur nú sem hæst, en þátt-
takan er mjög misjöfn á hinum
einstöku stöðum á landinu, sem
kannske er von til, því-að mis-
munandi aðstaða er til sundiðk-
unar. En fyirleitt virðist éhug-
inn fyrir keppninni ekki vera
eins vakandi nú og fyrir þremúr
árum er keppnin var háð i fyrsta
sinn, en þá sigruðu íslendingar,
eins og kunnugt er, með miklum
yfirburðum. Hvort svo verður
einnig nú, er ekki jafnörnggt; a'ð
j minnsta kosti verður þátttakan
að örfast almikið, ef svo á að
j verða.
i ■ ■
Þátttökukeppni.
j Landsnefndin, sem sér um
sundkeppnina liér, mun gera sér
það ljóst, að hætta sé á að þátt-
^ takán verði minni nú en síðasl,
j og leitar nú ýmissa ráða til þess
að hleypa lífi í keppnina. M. a.
hefur hún efnt til þátttökukeppni
milli einstakra héraða og bæjar-
félaga og má vera, að þarna hafi
nefndin hitt naglann á höfuðið,
því að nokkur metnaður er jafn-
an milli granna. T. d. er nú skír-
skotað til Reykvíkinga um að
vera ekki eítirbátar Hafnfirðinga,
8en þar hafa 1] % af íbúum bæjar
ins lokið við að synda 200 metr-
ana, en ekki nema 13.5% af
Reykvíkingum. Og þá má búast
við að Norðlendingiun hlaupi
kapp í kinn er þeir frétta það að
þrátt fyrir skussaskap Reykvík-
inga með sín 13,5% í þátttökunni,
sé höfuðstaður Norðurlands, Ak-
ureyri, ennþá verr á vegi stadd-
ur, því að þar hafa ekki nema
10% af íbúunum dyfið sér i
vatnið.
JRifja upp sundkunnáttuna.
Annars hittir maður nú marga,
sem eru að rifja upp sundkunn-
áttu sina, menn og konur, seiri
varla liafa drepið fæti sínum í
vatn frá því siðasta norræna
sundkeppnin fór fram, og æfa nú
af kappi undir það að synda 200
metrana. Það skyldi heldur eng-
inn vera með minnimáttarkennd
út af því, að þurfa að æfa nokkr-
um sinnum áður, því að það er
síður en svo eftirsóknarvert að
ofreyna sig, og það er sjálfsagt
, fyrir þá sem ekki eru sundvanir,
j að fara að engu óðslega. Sá sem
j syndir 200 metrana — þótt það
| taki hann langan tima — hefur
afrekað nákvæmlega jafnmikið, og
j gert skyldu sína við landið, eins
og hinn, sem syndir vegarlengd-
ina á mettíma.
Víkingur.
Knattspyrnumenn Víkings eru
óánægðir með ummæli „Góa“ um
þá hér í Bergmáli í fyrradag.
Haía þeir hringt í aðstandendur
Bergniáls, og vilja fá að vita, hver
maðurinn sé. Ekki er unnt að
nafngreina „Góa“, því að öll hréf,
sem Bergmáli berast, og ætlazt er
til, að birt verði undir dulnefni,
eru trúnaðarmál. Hins vegar má
vel vera, að „Gói“ liafi verið
helzli harðorður. Það er alveg
rétt, að Víkingar eru ekki að fara
í sýningarför til Danmerkur, held
ur eru þeir að endurgjalda vina-
heimsókn danskra félaga sinna,
og er förin farin í mesta bróð-
erni, án þess að ætla sér að sýna
íslenzka knattspyrnu. Slíkar gagn
lcvæmar heimsóknir eru alltiðar,
er oss tjáð, og meira kapp lagt á
vinsamlega samveru knattspyrnu
manna en harða keppni. Hins
vegar er það rétt hjá „Góa“, að
vel mættu knattspynumenn okk-
ar leggja harðar að sér en verið
liefur. — Annars ættu vinir vorir
í Víking ekki að reiðast yfir þesu,
heldur stiga á stokk og standa
sig betur, því að það geta þeir,
. ef þeir vilja.