Vísir - 04.08.1954, Blaðsíða 2

Vísir - 04.08.1954, Blaðsíða 2
8 VtSIR Miðvikudaginn 4. ágúst 1951 Itlinnishlað almennings* Miðvikudagur 4. ágúst, 215 dagur ársins. j/ Flóð verður næst í Reykjavík ki. 21,18. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23,25—3.45. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður í Reykjavíkur Apóteki. — Sími 1760. — Ennfremur eru Holtsapótek og Apótek Aust- urbæjar opin alla virka daga til kl. 8 e.h., nema laugardaga til kl. 4 e.h. Þá er Holtsapótek opið alla sunnudaga kl. 1—4. Lögregluvarðstofan hefur síma 1166. Slökkvistöðin í hefur síma 1100. K.F.U.M. Biblíulestrarefni: Efes. 4, 17—24 Klæðist hinum nýja manni. Útvarpið » kvöld. 20.20 Útvarpssagan: „María Grubbe“ eftir J. P. Jacobsen; XIII. (Kristján Guðiaugssen hæstaréttarlögmaður). 20.50 Léttir tónar. — Jónas Jónasson sér um þáttinn. 21,35 Erindi: Tillaga um utanskólanám (Séra Pétur Magnússon). 22.00 Frétt- ir og veðurfregnir. 22.10 „Á ferð og flugi“, frönsk skemmti- saga; XVII. (Sveinn Skorri Höskuldsson les). 22.25 Ein- leikur á píanó: Robert Riefling leikur (Hljóðritað á tónleikum í Austurbæjarbió 24. júni) til kl. 23.05. Sofnin: ÞjóSminjasafnið er opið kl. 13.00—16.00 á sunnudögum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögmn og fimmtudögum. Landsbókasafnið er opið kl. 10—12, 13.30—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13.00 —19.00. Náttúrugripasafnlð er opið Bunnudaga kL 13.30—15.00 og á þriðjudögum og *immtudög- um kl. 11.00—15.00. Listasafn Einars Jónssonar verður fyrst um sinn opið frá kl. 13.30—15.30 daglega. — Gengið iim frá SkólavörðutorgL HwMcfáta hkZZ6 7 jvn/wwwwwwwwwtfwwwwwtfwwyvwtfwwwww ifWVWWVtfVW WWtfUVWW vuwww «wuw BÆJAR- WtfWtfWVWPV IWVUWtfWWW WtftftftftfWVVW AfWlltftfWVWtf tfWVWVW^WWVtftfWtftfWWWWtftftfWWtftfWVVWVVW1 yVWWWtfWtftftfWtfVWtfW^VtftftfWWtftfVWWWVtfWW WW Lárétt: 1 flótti, 6 töf, 8 fæði, 10 dýrahljóð, 12 bíltegund, 14 rándýr, 15 herbergishluti, 17 ósamstæðir, 18 þrír eiris, 20 höfuðhlutanum. > , Lóðrétt: 2 dæmi, 3 veður, 4 verzlunarhættir, 5 til skrauts, 7 amboðinu, 9 nafn, 11 ís----, 13 t. d. úr ull, 16 málmur, 19 tveir eins. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá ísafirði í gær til Patreksfjarð- ar og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Rotterdam í fyrradag til Hull og Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Bremen í fyrradag til Hamborgar. Goðafoss kom til Leningrad á sunnudag fra Helsingör. Gullfoss fór frá Leith í fyrradag til Reykjavík- ur. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjafoss kom til Seyðisf jarð- ar 1. þ.m. frá Egersund. Fer frá Raufarhöfn í dag til Húsa- víkur. Selfoss fór frá Hull á sunnudag til Reykjavíkui. Tröllafoss er 1 Reykjavík. Tungufoss fór frá Aberdeen i gær til Hamina og Kotka. Drangajökull fór frá Rotterdam í gær til Reykjavíkur. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fór frá Hamina í gær áleiðis til íslands. Arnarfell er vænt- anlegt til Álaborgar í dag frá Keflavík. Jökulfell fór frá Reykjavík 28. júlí áleiðis til New York. Dísarfell fór 'frá Amsterdam 2. þ.m. áleiðis til Aðalvíkur. Bláfell fór frá Reykjavík 31. júlí áleiðis til Póllands. Litlafell er væntan- legt til Reykjavíkur í dag. Sine Boye losar salt á Aust- fjarðarhöfnum. Wilhelm Nubel kemur væntanlega til Kefla- víkur í kvöld frá Álaborg. Jan lestar sement í Rostock. Skanseodde fór frá Stettin i. þ.m. áleiðis til Reyðarf jarðar. Vínveitingaleyfi. Á fundi bæjarráðs í lok síð- asta mánaðar var lagt fram bréf dómsmálaráðuneytisins dagsett 24. júlí, þar sem óskað var umsagnar um umsóknir um vínveitingaleyfi fyrir veitinga- húsin Röðul, Sjólfstæðishúsið og Þjóðleikhúskjallarann. Hafði bæjarráð ekki við það að at- huga, að umrædd leyfi verði veitt, en benti þó á, að fyrir yrði að liggja samþykki Þjóð- leikhúsráðs á því, að vínveit- ingar fari fram í kjalla leik- hússins. Fóstbræður. Karlakórinn Fóstbræður mun hafa í hyggju að fara í söng- för um Vestur-Evrópu á næsta ári, og hefur af því tilefni sent bæjarráði umsókn um 75 þús. kr. styrk til fararinnar. Tveir menn hafa nýlega fengið viður- kenningu bæjarráðs til að vinna við lágspennuveitu í Reykja- vík. Eru það Bjarni Skarphéð- insson, Langholtsvegi 204, og Björn Jóhann Haraldsson, Langholtsvegi 162. Tjarnargoifið. Bfejarráð's&niþykkti á furidi; sínum í lok síðustu viku, aS svonefnt Tjarnargolf skuii þegar flutt úr Tjarnargarðin- um, og heimiluð skuli vera staðsetning á því við Hring- braut, austrin háskólalóðarinn- ar. Norræna sundkeppnin í A.-Skaftafellssýsíú. Sundnámskeiðum er nýlega lokið í hinni nýju sundlaug Hafnar í Hornafirði, Námskeið- in. sóttu 51 barn auk fullorð- inna. í sundiauginrii hafa 115 manns synt 200 metra Sam- norrænu suridkeppninnar. I sundkeppninni 3951 syntu í köldum tjörnum og uppistöðum 112. Öræfingar hafa í sumar haft sundnámskeið í kaldri uppistöðu við Fagurhólmsmýri og þar hafa þeir synt 200 m. keppninnar. Allar líkur benda til þess að Austur-Skaftfelling- ar hækki að mun þátttöku sína frá 1951. „Edda“ millilandaflugvél Loftleiða, var væntanleg til Reykjavikur kl. 11:00 árdegis í dag frá New York. Gert var ráð fyrir, að flugvélin færi héðan ki. 13:00 til Stafangurs, Oslóar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar. Katla er í Kotka. í gærkvöldi var lögreglan kvödd um borð í Tröllafoss, en þar hafði maður verið sleginn, og vai’ hann flutt- ur í Slysavarðstofuna vegna meiðsla á andliti. Bifreiðarstjóri var tekin fyrir ölvun við akstur, en að öðru leyti var bæjarlífið rólegt í gærlcvöldi. Austurbæjarbíó. sýnir þessi kvöldin kvikmynd- ina „Mærin frá Mexico" (Belle of Old Mexico), en það er söngva- og gamanmynd í litum. Aðal- hlutverk fara með Estrelita Rod- riguez, Robert Rockwell og Dorthy Pafrick. Hugðnæmur blær er víða yfir myndinni og er að henni góð skemmtun, þótt hún jafnist ekki á við beztu myndir þessarar tegundar. Estel- ita fer ágætlega með hlutverk sitt og öðrum eru gerð allgóð skil. — Dásamlega fögur lands- lags- og fróðleiksmynd er sýnd, frá Glacier þjóðgarðinum, og einnig fróðleg fréttamynd. Á karfaveiðar fóru í gærkvöldi Hallveig Fróðadóttir og Neptúnus. Timburskip kom hingað í gær. Losar h'ér 80 standarda, en hitt úti á landi. Veðrið i nrorgun. Rvk ANA5, 11, Stykkishólmur A2, 9, Galtarviti logn, 10, Blöndu- ós logn 8, Akureyri NYl, 9, Grímsstaðir ANA2, 7, Raufar- höfn logn, 9, Dalatangi logn 7, Ifoni í Homafirði A2, 9, Vest- mannaeyjum ASA 5, 11, þing- vellir logn 10, Keflavík A2, 10; — Veðurhorfur, Faxaflói: Austan gola eða kaldi. Skýjað. Sums- staðar dálítil rigning í dag. Sveitarstjórnarmál. Nýkomið er 1.—2. hefti 14. ár- gangs. Útgefandi þessa rits er Samband íslenzkra sveitarfélagá og fjallar það1 uin máíefni ís- lenzkra sVeitarfélaga. Ábýrgðai’- niáður er Jónas- Guðmundsson. Efni: Frá Alþingi, Neskaupstað- ur 25 ára, Sýéitarstjórnarkosn- ingar 31. jan. 1954, Fasteigná- skáítyrinn, Veltuútsvarið, Reglu- gerð um orlof, Fjárhágsáællun kaúpstaðanna 1954; Ráðuneytis- úrskurður um lausn frá bæjar- stjómarstai’fi, Lög sámbands ís-1. sveitarfélaga o. fl. Reyktur lax, harðfiskur, súpur allskonar, smjör, smjörlíki og ostur beinl úr ísskápnum. — Nýjar kartöflur og grænmeti. Indriðabúð Þingholtsstræti 15, sími 7287. Munið: Þjóðfrægi, vestfirzki freðfiskurinn (óbarði) fyst hjá okkur. Hlíðabúðin Blönduhlíð 35 (Stakka- hlíðarmegin). Sími 82177. Nýr silungur, nýr lax. Daglega nýtt fiskfars og kjötfars. Hvítkál. Axel Sigurgeirsson BarmahliS 8, sími 7709. GRÆNMETI: Blómkál, hvítkál, gnlrætur, salathöfuð kemur í búðina nýskorið á hverjum morgni. Kjötbúðin BORG Laugaveg 78. Sími 1636. JÞagiegiwt nytt: AlIKÁLFAKJðT í súpu og steik. TRIPPAKJÖT í buff, gullach, saltað og reykt. Nýlöguð BJOGU úr trippakjötí. ^Kjötbú&in, & ’OF9 Háteigsvegi 20, sími 6817. Laugaveg 78, sími 1636. WWWWWIIWWWtfWtfWWjWVWtfWWUWtftftftftftftftfWIIWtf Strigaskór Kvenbomsur, karl- mannabomsur, barna- bemsur, gúmnústígvél, strigaskór. VERZL_ * LjM'i 'wmav&son SKÓVERZLUN • AUSTURSTRÆTI 12 M.s. Dronning Aiexandrine fer frá Kaupmannahöfn áleiðís til Færeyja og Reykjavíkur þann 6. þ.m. Flutningur óskast tilkynntur sem fyrst til skrif- stofu Sameinaða í Kaupmanna- höfn. Frá Reykjavík fer skipið þann 13. þ.m. til Færeyja og Kaupmannahafnar. Pantaðir farseðlar óskast sóttir í dag og; á morgun. Shipaafgreiðsla Jés Zimsen Brlendur Pétursson. Útför föður okkar, Lúðvíks J. £. Jakobssonar bókbindara, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn h. 5. þ.m. og befst kl. IV2 e«h. Blóm og kranzar afbeðnir.. Vilhjáhnur A. Lúðvíksson, Kristín Lúðvíksdóttír, Ólafur S. Lúðvíksson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.