Vísir - 04.08.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 04.08.1954, Blaðsíða 4
V f SIR Miðvikudaginn 4. águst 1954 VXSIK DAGBL&B Ritstjóri: Hersteiim Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónssoa. Skrifstofur: Ingólfsstrætl 3, Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Samvinna við frændþjóð- irnar er höfuðnauðsyn. Úr ræðu Ólafs Thors forsætisráð- herra við setningu fiskimálaráð*’ Ráðstefna um fiskveiðar. Síðan einangrun landsins var úr sögúnni, og íslendingum veitist auðvelt að komast út um heiminn með lítilli fyrii- höfn, og án þess að of mikið af dýrmætum tíma fari til slíkia1 ferðalaga, hefur það farið mjög í vöxt, að íslendingar sæxi1 ýmsar ráðstefnur með öðrum þj óðum eða bjóði mönnum heim 1 til þess að efna til funda hér á landi. Hefur sumum fundizt nóg um allan þann ráðstefnufans, sem hægt hefur verið að grafa upp til að sækja, og ekki talið ómarksins vert að vera við slíkar rr.mkundur, því að við gætum lítið á því grætt og hefðum ekki mikið til málanna að leggja, sem öðrum væri fengur í. Þetta má rökstyðja í ýmsum tilfellum, en vafalaust er, að við verðum að hafa samvinnu við aðrar þjóðir um ýmisleg sameiginleg hagsmura- og áhugamál. Það liggur til dæmis í augum uppi, aö„vlo að'hafa samvinnu við aðrar þjóðir á sviði fiskveiða, og það er þess vegna vel viðeigandi, að fjórða norræna fiskveiðaráðstefnan skuli vera haldin hér í Reykjavík að þessu sinni. Fiskveiðar eru einn af aðalatvinnuvegum Norðurlanda- þjóðanna, en engin þeirra byggir þá afkomu sína að nær öllu á þessum atvinnuvegi eins og við íslendingar. Hinar Norðurlandaþjóðirnar mundu komast sæmilega af, enda þólt fiskveiðar þeirra gengju saman til mikilla muna, en hér er allt í voða, ef þessum atvinnuveg hrakar að einhverju leyti, því að við höfum ekki aðrar auðlindir til að ausa af, ef skyndi- lega verður þurrð á fiskinum í sjónum. Ólafur Thors, forsætisráðherra, setti ráðstefnuna með ræðu, og gat hann þess réttilega við það tækifæri, að ekkert væri eins líklegt til að treysta bönd samvinnu og vináttu og að menn gætu hitzt og rætt málin augliti til auglitis, þegar nauðsynlegt væri að finna sameiginlegan starfsgrundvöll eða efla samvinnu á þeim grundvelli, sem þegar hefði verið lagður. Þetta væri ekki sízt mikilvægt fyrir okkur íslendinga á sviði fiskveiða, þar sem þjóðin yrði fyrst og fremst að lifa á þeim atvinnuvegi, af því að hún hefði ekki af öðrum auði að taka. Vafalaust munu allir taka undir þessi orð forsætisráðheri- ans, og væntanlega verður ráðstefnan til þess, að þátttöku- þjóðirnar vinni énn betur saman framvegis en hingað til, og það hefur þá að öllum líkindum í för með sér áþreifanlegan hagnað fyrir fiskveiðarnar, því að annars er til einskis eða lítils barizt. Bátasmíðar innaniands. Tytð vakti nokkurt umtal og gremju meðal iðnaðarmanna og samtaka þeirra, þegar leyfður var innflutningur á all- mörgum fiskibátum frá útlöndum snemma á þessu ári. Vsr þar mikil vinna keypt af útlendum mönnum, sem islenzkir iðnaðarmenn töldu að hefði átt að vinna hér á landi, því að þeir telja vitanlega enga ástæðu til þess að það sé unnið er- lendis, sem hægt er að gera hér á landi. Þetta kom að sjálfsögðu til athugunar og umræðu á sextánda Iðnþingi íslendinga, sem haldið var á Akureyri ekki alls fyrir löngu. Telur þingið, að hagur skipasmíðastöðvanna verði ekki tryggður til frambúðar nema þær;fái að sitja fyrir allri ’ný- smíði, sem þær geta leyst af. i^endi við eðlileg .skilyrði,; ?vo og að þær geti byggt skip fyrir eigini reikning og verði þeim séð fyrir lánum í þeim tilgangi, er nemi allt að 85% af kostnaðar- verði skipanna. Mönnum var það fagnaðarefni, þegar ákveðið var að smíða fyrsta stálskipið innanlands, dráttarbát Reykjavikurhafnar, og einnig mun vera ákveðið að haldið verði áfram á þeirn braui, með smíði varðskips, sem jafnframt verður björgunarskip. Það er eðlileg þróun, að skipasmíðastöðvunum skuli vaxa þannig fiskur um hrygg. En það virðist öfug þróun, ef þær skipasmíðastöðvar, sem hafa ekki aðstöðu til að smíða stálskip, skuli ekki geta starfað af fullum krafti, þegar hinar færa út kvíarnar. Við sömu aðstöðu munu íslenzkir skipasmiðir ekki smiða lélegri skip en starfsbræðúr þeirra'erléndisyog kéínur þá- ekkj til mála, að hinum útlendu sé gert hærra undir höfðu, þegar hægt er að vinna verkin innanlands. Við setningu 4. norrænu fiskimálaráðstefnunnar ■ fyrra- dag flutti Ólafur Thors for- sætisráðherra ræðu hauð mtna velkomna og fagnaði sérstak- lega frændum og vinum fra öðrum löndum. í ræðu sinni vék forsætis- ráðherra að þeim venjum sem skapast hafa á síðari árum, að forystumenn Norðurlandaþjóð- anna á ýmsum sviðum komi saman til funda, og séu slíkn fundir vafalaust yfirleitt til gagns. Fara hér á eftir kaflar úr ræðunni: „.... ísland hefur meiri utanríkisverzlun en nokkurt land annað, miðað við mann- fjölda. Engu að síður leggja fiskveiðarnar til 95% af útflut- ingsverðmæti landsins. Greini- legar treysti ég mér ekki til að lýsa því í fáum orðum, hverja þýðingu þessi atvinnuvegui hefur fyrir 160.000 manna þjóð, sem heldur uppi sjálf- stæðu menningarríki í landi, sem er meira en 100.000 fer- kílómetrar að stærð. íslendingum er að því höfuð- nauðsyn að efna til, viðhalda og auka samvinnu með frænd- þjóðum sínum um vísindalegar rannsóknir á öllum sviðum fiskimála, svo sem þeim er einnig áríðandi, að til skyn- samlegrar samvinnu sé stofnað um sölu afurðanna. Vér .eigum vorum norrænu vinum margt vísinda-afrekið að þakka, bæði beint og óbeint. vísindamönnunum sjálfum og hinum, sem að baki þeim standa. Ég :hirði ekki að nefna nein nöfn, með því að misskiln- ingi kynni að valda, ef eitt verðugt skyldi gleymast. En nokkrir hinna fremstu þeirra eru nú meðal vor. Þessar þakk- ir er mér ljúft að færa, og þær ber eg nú fram hér. Á ýmsum öðrum sviðum má segja, að skilningur á þvi hversu gagnleg, já óhjákvæmi- leg, samvinna vor er, hafi enn eigi fest rætur í svo fjorri jörð, að afraksturinn sé sýnilegur eða áþreifanlegur. En að þvi hlýtur að reka. Óskum þess eins, að það verði skilningur- inn en ekki neyðin, sem för inhi stýri. Sameinust um þa ósk, að jákvæður árangur á þessu sviði færi oss innan skamms fulla sönnun þess, hversu æskilegt það er að góð- ir vinir ræði sameiginleg vandamál í anda vináttu, glöggskyggni og framsýni. Ég læt í ljós þá ósk, að það verði einmitt andi slíkrar vin- áttu, glöggskyggni og fram- sýni, sem ræður á þessari ráð- stefnu. Þá munu allar þátttöku- þjóðirnar hljóta ríkulega upp- skeru. Ég endurtek kveðjur íslands til frændþjóðanna: Verið vel- komin. Verið öll innilega vel- komin. Ráðstefnan er sett.“ Margir styrkir veittir til kvenna úr MMSK. Nýlega er lokið úthlutun styrkja úr Menningar- og minn- ingar-sjóði kvenna fyrir yfir- standandi ár. Fé það, er verja mátti tii úthlutunar að þessu sinni skv. skipulagsskrá sjóðsins var kr. 32.500,00. Umsóknir bár- ust frá 35, en 24 hlutu styrk. Fer hér á eftir skrá yfir nöfn þeirra kvenna, er styrk hlutu, ásamt þeim námsgreimim, er þcér leggja stund á. A Styrkur til vísindastarfa: Sagnfræðil. rannsóknir, kr. Ólafía Einarsdóttir, Revkjavík. B Námsstvrkir: Arnheiður Sigurðard., þingeyjars, Norræna, kr. 1000,00, Auður þorbergsdóttir, Reykjav. Lögfræði, kr. 1500,00, Edda límilsdóttir, Reylcjavík. Laboyatorium teknik, lyr. 1000,00, Guðríður K. Arason, Reykjavík. Skjalaþýðingar, kr. 1000,00, Guð- iúii Kr. Guðmundsdóttir, Stvkk- ishólmi. Kennaranám,kr. 3000,00, Guðrún M. Ólafsdóttir, Reykja- vík. Sagnfræði, kr. 1000,00, Ilelen Louise Markan, Rvík. Söngur (kemjaranám i söng), kr. 1000,00, Hildur Jónsdóttir, Vestmanna- éyjum. ’ Handavinna, kr. 1000,00, Iljördís H. Rvel, Akureyri. Handavinnukcnnsla sjúkra (eða! vinhulækningar), kr. 1500,00, Hjördís þórðardóttir, Rcykjavík. Fimleikakennslu, kr. 1000,00, Hrörin Aðalsteinsdóttir Vestm. Sálarfræði, kr. 1500,00, Ingibjörg ‘Blöndal, Reykjavík. Hljómlist, kr. 1000,00, Jóhanna Jóhanns- dóttir, Rvík. Læknisfræði, kr. 2000,00, Jónína M. Guðmunds- dóttir, Háfriarfirði. Sjúkraleik fimi o. f 1., kr. 1500,00, Iíristín Jónsdóttir, Akranesi. Framhalds- nám í læknisfr., kr. 2000,00, Mai’- grét Guðmundsdóttir, Rvík. Leik- list, kr. 1000,00, Ólöf Pálsdóttir, Rvík. Höggmyndalist, kr. 1000,00, Ragnheiður þ. Frímannsd. Kópa- vogshr. Eftirmeðferð skurð- sjúklinga, kr. 1500,00, Sigrún Guðjónsdóttir, .Bíidudal. Heirn- speki og bókménntir, kr. 2000,00, Sigrún Heigadóttir, Reykjavík, Franska, kr. 1000,00, Sqlveig Kol beinsdpttir, .Skagafjar^ars. Noií- ræna,, kr. 1Q0Ó,00, RagphilduJ- Steingrítnsdóttir, Rvík, Leiklist, kr. 1000,00, Æsa Karlsdóttir Ár- dal, Siglufirði. Uppeldis- og sálarfi’., 1000,00. MAftGT A SAMA STA£> iaogaveg to ._ simi BEzfAÐAUGLYsTTvlSI wv Eftirfarandi bréf hefur Berg- máli borizt frá A. S. um umferð- arörvggið í bænum og bifhjóla- akstur unglinga: „Eg vildi með þessum línum láta í ljós þakkir minar til þeirra blaða, sem stutt hafa að því á allan hátt, að halda því vak- andi, að gripið verði til nógu ráunhæfra ráðstafana, til þess að koma í veg fyrir hina auknu hættu, sem af því stafar, að ó- þroskuðum unglingum er ekki bannað að aka vélknúnum far- artækjum. Mér er vel kunnugt um, að lögreglumenn. gera það, sem i þeirra valdi stendur til þess að hafa eftirlit með ungling- unum, en við ríkjandi aðstæður er alls ekki hægt að hafa full- nægjandi eftirlit. Það vantar ný lög eða reglugerð og er það viður- kennt af áðandi mönnúm, þar sem horfið var að þvi ráði að semja reglugerð eða bráðabigða-. lög í þessu efni. Þessu ber að fagna og því er f agnað af öllum mönn um, sem gæddir eru ábyrgðartil- finningu. Og menn vænta þess áreiðanlega almennt, að gripið verði til ráðstafana sem duga — hér verði ekki um neitt hálfkák að ræða. Eg hef ætt þetta við marga menn, — menn i ábyrgðar- stöðum, lögreglumenn og aðra, sem eru þeirrar skoðunar, er m. a. hefur komið fram í Yísi, að það eina rétta sé, að sama aldurs- mark gildi um alla, sem stjórna vélknúnum farartækjum. Þetta sjónarmið hefur komið fram oft- lega í blöðum, sem rætt hafa mál þetta af ábyrgðartilfinningu. Ábyrgðarleysið skýtur upp kollinum. Eins og ekki er óvanalegt hér á landi, þegar eitthvert mál virð- ist vera í þann veginn að fá farsællega lausn, skýtur ábyrgð- arleysið upp kollinum. Þá rjúka einhverjir upp til þess að spilla þeim árangri, sem í vændum er. Nú þegar það er kunnugt orðið, að lög séu væntanleg eða reglu- gerð um þessa hluti,- er birt at- hugasemdalaust í kunnu blaði rit smíð „skellinöðrueiganda“ um þróun, sem ekki verður stöðvuð. í fyrsta lagi er mjög hæpið að tala um þróun í þessu sambandi. Hér er verið að tala um að af- stýra því, að til frekari vandræða horfi í umferðarmálum, afstýra slysum, sem stafa af þvi, að hér hefur komið eins konar faraldur til sögunnar og eftirlitsleysi, sem ekki er hægt að vinna bug á nema með lagasetningu. Þarf enn einu sinni að nefna, að börn stunda kappakstur á götunum á farartækjum, sem engin von er til að þau geti stjórnað nægilega örugglega? Þarf að nefna enn einu sinni, að slík farartæki eru leigð út, án þess unnt sé að hafa með þvi nægilegt eftirlit, eins og er? ^ „Eins og erlendis“. | Og svo er þvi haldið fram, að hér verði að sníða ný lög eða regliir eftir því sem tíðkast er- lendis, af því að þar sé umferðar- \ menningin á langtum hærra stigi, — en alveg sleppt að minnast á, að vegna aðstæðna í þessum bæ og yfirleitt á voru landi, verðum vér að leysa slík vandamál með tilliti til þeirra, fyst og fremst, en með skynsamlegri hliðsjón af reynslu manna erlendis. — Ef m'enn hugsa um þessi mál af al- vöru og ábyrgðartilfinningu krtíljasl menn slrangra ákvæða, jafnstangra.af unglingum og kraf- izt er af öðrum, sem vélknúnum farartækjum stjórna. Er í raun-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.