Vísir - 10.08.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 10.08.1954, Blaðsíða 1
1 44. árg. Þriðjudaginn 10. ágúst 178. tbí. Ekið yfir Núpsd undir Lómagnúp Nýlega fór hinn kunni ferSa- maður og fjallagarpur Guðmund- ur Jónasson í bíl sínum yfir Núpsá undir Lónagnúp. Hefur aldrei fyrri verið farið yfir ána á þeim stað. Ók hann héðan um Land- tnannalaugar, austur í Eldgjá, ijrn Núpsstað, yfir Núpsá við Lómagnúp og upp að Núpsár- fossi. J>aðan fór hann í liinn fall- lega Núpsstaðaskóg. Létu þátt- tákendur liið bezta yfir förinni. í dag fór Guðmundur í annan leiðangur um öræfin. Eru milli 15 og 20 þátttakendur með í för- inni og er henni heitið yfir há- lendið milli Hofsjökuls og Vatna- jökuls, norður í Ódáðahraun og til hyggða fyrir norðan. IMorðanstormur, engin síld. Raufarhöfn og Siglufirði í morgun. Norðanstormur hamlar enn síldveiðum, og liggur allur flot- inn i ver. Fréttaritari Vísis á Raufarhöfn tjáði blaðinu í niorgun, að úti fyrir, væri hvassviðri á norðan og rigning. Hann taldi víst, að á hundrað skip lægju þar á liöfninni. Sjómenn hafa lítið að gerá í laiidi, en þai' er þó kvik- rnyndahfis og eru nú 2—3 sýn- ingar á dag, en á kvöldin dansa menn, þegar svo vill verkast. Svipaða sögu er að segja frá Siglufirði. þar var slagveðurs- rigning í morgun og stormur. Nokkur skip liggja þar inni, og þykir dauflegt yfú- þessum at- hafnabæ. Hamborg Iðmoð, í myrkri - líkt og á stríðsánmum. 100.000 mdlmiðnaðarmenn i Bayern komu til vinnu í gær. Einkaskeyti frá AP. —I Bonn í morgun. Samkomulagsumleitunum er i haldið áfram í dag til þess að reyna að leiða til lykta vinnu- deilurnar í Bayern og Hamborg. I Bayern, þar sem verkfall 200.000 málmiðnaðarmanna var hafið í gær, komu um 100.000 til vinnu. Fœreyskir kmttspyrnu- menn keppa hér 4. leiki. Á morgun er væntanlegt hingað með Dronning Alexandr ine færeyskt knattspyrnulið, sem kemur hingað í boði ís- firðinga. Mun færeyski knattspyrnu- flokkurinn leika hér fjóra leiki. tvo á ísafirði og tvo í Reykja- vík, það er við Víking og Val. Með heimboði þessu eru ís- firðingar að endurgjalda heiin- boð sem þeir fengu frá Færeyj- um fyrir þrem árum, en fyrir tveim árum fóru Víkingar til Færeyja, og annast þeir móttök ur færeysku knattspyrnumann - anna, meðan þeir dveljast í Reykjavík. Færeyingarnir fara fyrst til ísafjarðar og leika þar, en þegar þeir koma aftur að vestan leika þeir við Víking og Val. Flestir muna eftir réttarhöldunum í Nurnberg, þar sem helztu leiðtogar nazista voru dæmdir. En hvar eru þeir, sem voru ekki dæmdir til lífláts? Færri muna það, en þeir eru geymdir i Spandau-fangelsinu í Berlin, og skiptast sveitir bandamanna á að gæta fangelsins í mánuð í senn. Hér sést rússneska sveitin, þegar hún kemur til aði taka við gæzlunni. Hungurganga 500 km. St.hólm.-Gautaborg. 11 menn ætla að sanna ágæti föstuhalds. • Allsherjarþing S.Þ. kemur saman í september. Franskur lögregluforingi var stunginn til bana í Marakesh í gærkvöldi. Inn- fæddmf lögreglumaður skaut morðingja hans til bana. Frá fréttaritara Vísis. — Stokkliólmi á föstudagg. Ellefu menn, sem telja föstu flestra meina bót, hafa ráðizt í að fara fótgangandi frá Stokk- hólmi til Gautaborgar um 500 km. vegarlengd, og sanna kenn ingar sínar með því að bragða ekki mat á leiðinni. Þeir ráðgera að verða tíu sól- arhringa á leiðinni, og mega þeir einskis neyta nema vatns. Læknar og blaðamenn fylgjast með, að brögð verði ekki í tafli. Læknar líta svo á, að fyrirtæki þetta gangi geðbilun næst, efna skiptin verði geysihröð, líkam- inn missi salt, og mikill salt- skortur geti orsakað krampa. Eftir tveggja daga göngu voru nær allir þátttakendur á- kaflega máttfarnir, og höfðu létzt um allt að 3 kg. Á fæt- urna voru komnar stórar blöðr- ur, og þeir fengu heiftarleg upp köst. Flestir eða allir þátttak- endanna eru grænmetisætur, en að þessu sinni fá þeir ekki einu sinni að leggj sér til munns súr ur þær, sem vaxa með fram þjóðveginum. Á fimmta degi var varla sjón að sjá hópinn, sem staulaðist áfram, og höfðu menn þá létzt allt að 5—6 kg. á mann. Allir þjáðust þá mjög af blöðrum á fótunum, og ekki var talið lík- legt ,að einn þeirra, Gunnar Hagelin, 38 ára gamall sölu- maður frá Norður-Svíþjóð, gæti haldið áfram göngunni öllu lengur, vegna fóta- og leggjasára. Læknar og nuddar- ar fylgjast með þeim, að ó- gleymdum fréttamönnum. Flugbátar í háska við Grænland. í gær og í nótt komu hingað fjórir brezkir flugbátar frá Grænlandi, er höfðu lent þar í hrakningum. Þetta eru flugbátar af Sund- erland-gerð, sem menn kann- ast vel við hér frá í stríðinu og síðar. Fimm þessara flugbáta munu hafa farið til Norður-Græn- lands til þess að sækja þangað brezka leiðangursmenn. Lágu þeir við festar í Young Sound, er stórviðri brást á með ísreki. Var sýnt, að frekari töf á þess- um háskalega stað gat orðið leið angursmönnum afdrifarík, og tóku fjórir flugbátar sig á loft. Tveir komu hingað kl. 6.30— 7 í gærkvöldi, og tveir um 4- leytið í nótt. Mannrœningjar heiðradir; Einkaskeyti frá AP. — Varsjá í morgun. Pólska stjórnin hefur sæmt heiðursnierki pólska skipstjór- ann, sem neitaði að framselja Anthony Klimovics í hendur brezku lögreglunni. Aðrir skipverjar voru einnig sæmdir heiðursmerkjum. — London: í fregn frá London seg ir, að þar sé spurt um þ*að, hvort þeir hafi fengið þau fyrir að hella heitu vatni á brezku lög- regluna og varpa að henni mat- árleifum og öðrum úrgangi. Fær M.-France einræðisvald í efnahagsmdlum Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. Fulltrúadeild franska þjóð- þingsins greiðir í uag atkvæði um traustsyfiriýsinguna til RLendes-France. Taliö er örugt, að hann fái traust samþykkt með talsverð- um meiri hluta og heimild til þess að gefa út tilskipanir án undangenginna þingsamþykkta, til framkvæmdar tillögum sín- um um efnahagslega viðreisn. Orsök þess er talin vera, að margir vinnuveitendur buðu y-'-kamönnum hærra kaup en vinnuveitendasambandið og tóku verkamenn boðinu með samþykki verklýðsfélaga sinnaj Víða komu vinnUveitendur á! vettvang og ræddu við verka- menn og verkfallsverði. Hvöttu þeir verkamenn til þess að hef ja vinnu aftur. í Hamborg hafa samkomu- lagsumleitanir engan árangur. borið ennþá. Fulltrúar verka- manna höfnuðu tillögum um, að skipuð yrði ný sáttanefncl með gerðardómsvaldi, og skuldi bundu báðir aðilar sig til þess að sætta sig fyrirfram við til- lögur hennar. i Hamborg í myrkri. Heita má, að Hamborg sé í myrkri, þar sem götulýsing er, allsendis ónóg vegna rafmagns- skorts. Ekkert rafmagn né held! ur gas er til almennings nota. Samkomulagsumleitunum er haldið áfram í dag. Kröfurnar sanngjarnar — r ' segja brezku blöðin. Brezku blöðin ræða mikið verkföllin og orsakir þeirra og kenna mörg stefnu Bonnstjórn- arinnar um, sem hafi stutt vinnuveitendur til gróðaaðstöðu án þess að taka tillit til verka- lýðsins, sem búi við mun lak- ari kjör en brezkur, og ekki nema eðliíégt að menn krefjist þess að fá „stærri sneið af kök- unni“. Blöðin telja, að það hafl haft mjög slæm áhrif á vestur- þýzkan verkalýð, að í skjóli Bonnstjórnarinnar eru ýmsir iðjuhöldar frá valdatíma EQtlers og nazista aftur búnir að fá þá aðstöðu, sem þeir áður höfðu. Allir bílarnir fundnir. Bifreiðar þær þrjár, sem stol- ið var í fyrrinótt og sagt var frá í Vísi í gær, eru nú allar fundnar og lítið sem ekkert skei.imdar. Bendir ýmislegt til þess, að einn og sami maður hafi stolið öllum bifreiðunum, en ekki hefur hafst uppi á honum enn- þá. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Um 170 manns frá Norðurlöndum eru hér með Brand VI. Norska skipið Brand VI, kom hingað síðastliðinn föstudag með fólk frá Norðurlöndum, og nnast ferðaskrifstofa ríkisins móttökur fólksins. Um 170 manns eru með skip- inu, flest Svíar og Norðmenn, en einnig nokkrir Danir og Þjóðverjar. Fólkið hefur skoð- að sig um hér í bænum og ná- grenninu. Meðal annars hefur það farið til Þingvalla, Hvera- gerðis og Kxýsuvíkur og í dag. er það austur við Gullfoss og Geysi. Síðdegis á morgun legg- ur Brand VI af stað áleiðis tit Bérgen, en koihið verður við i Klaksvik í Esereyjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.