Vísir - 18.08.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 18.08.1954, Blaðsíða 8
VtSER cr ódýraita blaðiS mg þó það fjíl- brcyttaita. — HriagiS f Iffl gerist áíkrifendar. WfSlM. Þe5r lem gerut kaupendur VtSIS efttr 11 hveri mánaSar fá blaðiS ókeypli tfl mánaSamóta. — Simi ÍSM. Miðvikudaginn 18. ágúst 1954. Þjóðleikhúsið sýnir ,Tópaz‘ á Austfjörðum. HálfsmánaBarför um AustfirBi hefst á mánudag. Á mánudaginn kemur leggur leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu upp í sýningarför til Austur- lands. I Verður sýndur gamanleikur- inn „Tópaz“, sem nú hefur ver- ið sýndur alls 76 sinnum víða um land við fádæma aðsókn og ■undirtektir. i Leikför þessi mun taka ura hálían máhuð, og verður fyrst sýnt á Hornafirði, síðan á Djúpa vpgi, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík, Reyðarfirði, Neskaupstað, Eski- firði, Seyðisfirði, Eiðum, Vopna firði og Raufarhöfn. Leikstjóri er Indriði Waage en fararstjóri Haraldur Björns- .son. Leikarar verða hinir sömu og fyrr, að öðru leyti en því, að Inga Þórðardóttir leikur nú hlutverk það, sem Erna Sigur- leifsdóttir hafði á hendi, og • Sigríður Hagalín leikur skrif- .stofustúlkuna. Mikill viðbúnaður er víða á .Austfjörðum vegna leikfarar- innar, og mikill áhugi ríkjandi um komu leikaranna. Má geta þess, að á tveim stöðum er ver- ið að byggja ný leiksvið vegna „Tópaz“, á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. ,,Tópaz“ var á sínum tíma sýndur 30—40 sinnum hér í bænum, og álíka mörgum sinn- um víða á Vestfjörðum, norðan- lands og sunnan, utan Reykja- víkur. Snmarslátrun hafin nyrðra Sumarslátrun hófst á Akur- eyri 12. þ. m. og er það hálf- um mánuði fyrr en í fyrra. Þyngsti skrokkurinn vó 1714 kg., og var það dilkur frá Helga bónda Stefánssyni, Þórustöðum í Eyjafirði. Alls hefur verið slátrað um 100 kindum á Akureyri fram til þessa. V ör u skiptin: jt Ohagstæð um 167 millj. kr. Vöruskiptajöfnuðurinn í s.l. júlímánuði varð óhagstæður um rösklega 47% millj. króna. í júlímánuði voru vörur flutt- ar inn fyrir 101.767 þúsund krónur, en út fyrir 54.105 þús- und krónur. í júlímánuði í fyrra nam innflutningurinn 72.661 þús. kr. og útflutningur- inn 44.027 millj. kr. Þá varð vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um rösklega 2814 millj. krónur. Það sem af er þessu ári, eða til s.l. mánaðarmóta hefur verzl unarjöfnuðurinn orðið óhag- stæður um 167.174 þúsund kr. Inn voru fluttarvörur fyrir 618.- 491 þúsund krónur og út fyrir 451.317 þús. kr. Á sama tíma í fyra var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 229.949 þús. kr. og þá hafði innflutningurinn numið 540.227 þús. kr. en útflutningurinn ekki nema 310.278 þúsund krónur. Scott suðurskauts- fari í Nýja BÍ6. Nýja Bíó sýnir nú óvenju glæsilega og sérkennilega mynd, „Scott suðurskautsfara“. Mynd þessi var sýnd hér fyrir 3 árum, og vakti þá mikla at- hygli, enda sérlega vel leikin og eðlileg, en myndin lýsii* bar- áttu og örlögum Seotts og manna hans, sem komust á suðurskautið eftir óskaplegar þrautir, en fórust á leiðinni til stöðva sinna. Mynd þessi verður síðan send til útlanda, og ættu menn ekki að setja sig úr færi að sjá hana. VíBtækar athuganir rann- séknarráðs ríkisins í sumar. M.a. unnið að segulmælingum, og athugað hvort unnt sé að fram- leiða aluminium hér. Eins og undanfarið hefur rann- sóknaráð rikisins haft með hönd- um víðtækar rannsóknir á ýms- um sviðum í sumar. Vísir átti tal við þorbjörn Sig- urgeirsson, framkvæmdarstjóra Hundruð manna farast af völdum flóða í Tíbet. Höll Paiiclien Laana hriendi og fórusf þar 200 manns. Eins komið hefur fram í fregn- um undanfarið, hafa griðarleg flóð hlaupið í ár, sem eiga upp- tök sín í Tíbet. Nýlega birtu ensk blöð ffegnir um mikla mannskaða, sem orð- ið hefðu í landinu, en frám' áð þessu hafði fátt frétta borizt.það. a.n. Nú hefur það frétzt, áð um 200 manns hafi grafizt lifandi, þegar höll Panchen Lama í tí- bezku borginni Shigatse iirundi af völdum flóðanna, sem höfðu grafið undan henni. Kínverjar liafa her í landinu, eins og kunnugt er, og hafa þéir einnig goldið mikið afhroð, því að á einurn stað fórust 500 Kín- verjar, þegar flóðin skoluðu skála þeirra með sér. Panchen Lama er andlegur yf- irmaður nokkurs hóps Tíbetinga, og hefur hann aðsetur sitt í borg inni Shigatse, er stendur á bökk- unr Námchung-árinnar, en flóð hlupu fyrst í hana fyrir rúmum mánuði. Er svo komið, ;að því er síðustu fregnir lierma, að borg- in Shigatse er öll undir vatni, og liafa hersveitir verið sendar þangað lil aðstoðar. Indverjar hafa einnig sett á laggirnar sér- staka nefnd, sem á að hjálpa á flóðasvæðinu í Tíbet. Látlausar rigningar hafa ver- ið í Tíbet í fimm vikur, og hafa þær.. einnig orsakað flóð í ýms um ám i Kína, eins og getið hef- ur verið í fregnum. Velti blóma- keram. Aðfaranótt mánudagsins og á mánudagsmorguninn urðu veg- farendur sem lögðu leið sína um Lækjartorg, þess varir að þar hafði blómakerum verið velt um koll. Að vonum hneykslaðist fólk á þessum ósæmilegu tiltektum og einhverjir átöldu lögregluna fyrir afskiptaleysi í þessu efni. Hér átti lögreglan þó ekk; neina sök á, því hún fékk strax veð- ur af því þá um nóttina að ölv- aðir ménn væfu að vinna ein- hver spell á Lækjartorgi. Brá hún þegar við og handtók tvo menn og játaði annar þeirra strax að vera valdur að skemmdárverkum þessum. Svertingjum skipað í ný borgarhverfi í S-Afríku. Malans-stfjórit herðir tökin á þeim. rannsóknaráðs, og fékk hjá hon- um eftirfarandi upplýsingar: Aðalviðfangsefni rannsókna- ■ ráðs í sumar liafa verið segul- mælingar, og er þeim livergi nærri lokið. Mælingar þessar hafa þeir annázt próf. Trausti . Einarsson og þorbjörn. Er hér um að ræða segulmælingar í föstu bergi, og hafa þær m. a. farið fram í nágrenni Reykja- . víkur, Borgarfirði, Hvalfirði, Esju, Húnaþingi, Skagafirði, Eyjafirði og þingeyjarsýslu. það hefur komið í ljós, að seg- ulmögnun basaltlaganna skipt- ist í tvo hópa: Annað hvort er hún í samræmi við segulsvið jarðar, eins og það er nú, eða stafa af því, að segulsvið jarðar hefur haft þveröfuga stefnu við það sem nú er, á vissurn tímurn jarðsögunnar. Hér liafa verið rannsökuð basaltlög með mis- munandi stefnu segulmögnunar, og er einkum nötaður áttaviti við þær rannsóknir. þá er unnið að því að undir- búa segulmælingastöð með sjálf- ritandi tækjúm, sem líklega verð- ur sett upp við Leiruvog, og tiafa verið gerðar undirbúningsmæl- ingar þar. Athuguð hafa verið leh’lög með tilliti til aluminiumsvinnslu úr leirnum hérlendis. Sýnishorn hafa verið tekin viða á landinu, en athugun á þeim og efnagrein- ingu ekki lokið. Gengið hefur verið frá álits- gerð þeirra Baldurs Líndals efna- fræðings og Hallgríms Björns sonar verkfræðings um algín- sýruvinnslu úr þara. Virðist nokkur möguleiki á því að setja slíka verksmiðju hérlendis, en algínsýra er hlaupefni, sem not- að er til margvíslegra iðnaðar- framkvæmda, m. a. við matar- gerð, við pökkun á fiski, o. m. fl. Loks er unnið að undirbún- ingsathugunum á klórfram- leiðslu úr salti, og hafa þeir haft þær með liöndum efnafræð- ingarnir Jóhann Jakobsson og Baldur Líndal. í öllum þorpum í Marokkó, er vel vopnuð lögregla og her- menn á öllum götuhormum. Einkaskeyti frá AP. — PretoViu í gær. Malans-stjórn er smám sam- an að herða tökin á svertingj- um í landinu, en telur hyggi- legast að fara sér hægt. Hefir hún gefið út fyrirmæli um að framvegis skuli aðeins vera um eitt hverfi svertingja og litaðra manna í hverri borg að. ræða, en innan hverfisins skuli vera skipting í. sérstök svæði fyrir einstaka kynþætti eða ættbálka, þar sem þessir hópar, sé svo ólíkir innbyrðis, að ekki sé rétt að þeir blandist. Sums staðar verða reistar sér- stakar borgir fyrir blakka menn, og er ein slík í smíðum ekki langt héðan. Heitir hún Vlakfontein, og þar verður til dæmis svertingjunum skipt í tíu hverfi eftir ættbálkum, og verða sérstakir skólar o. þ. h. í hverju hverfi. Stjórnin segist gera þetta fyrst og fremst til þess að svert- mgjarnir glati ekki sérkenn- um ættbálka sinna, en andstæð- ingar kynþáttalaganna segja, að annað búi undir. Hún sé að reyna að sundra svertingjunum með þessu móti, því að hún sé í rauninni hrædd við þá og samtök þeirra, því að þeir eru margfalt fleiri en hvítir menn. Hafa svertingjar af nafninu til sjálfstjórn í bæjum þeim og hverfum, sem þeir eru fluttir í. Stúlka meiðist í strætisvagni. í gær vildi það óhapp til er strætisvagn snögghemlaði á allmikilli ferð, að stúlka kast- aðist til í vagninum og meidd- ist töluvert. Ekki voru meiðsli hennar þó talin alvarleg. Danir framleiða rjoma í Danir hafa komizt upp á lag- ið með að framleiða rjóma í töflum (pillum). Langt er síðan menn kunnu skil á því að framleiða sykur í töfluformi fyrir þá, sem vildu forðast að fitna. Dönsku rjóma- töflurnar eru sagðar mjög handhægar og auðvelt að leysa þær upp, bæði í köldum og heit um drykkjum. Að sjálfs.ögðu er hér um að ræða mjög sterkan rjóma, en hann hefir nákvæm- lega sama bragð og venjulegur rjómi. Þá er það mikill kostur, að þær geymast vel. Fyrþt í stað verða þær aðeins seldai- í Danmörku, en menn gera ráð fyrir, að hér sé um verðmæta útflutningsvöru að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.