Vísir - 24.08.1954, Síða 1

Vísir - 24.08.1954, Síða 1
VI 44. árg. Þriðjudaginn 24. ágúst 1&54. 190. tbl. Merkasti fornleiíafundii slandi til þessa Ökuferð í husagarð. f gær varð umferðarslys liér í bænum, er bifreið og hjól með hjálparvél rákust á, en hjólreiða- maðurinn, sem var 10—12 ára gamall drengur, slasaðist. Sýnileg meiðsli á drengnum voru á hendi, en búist var jafnvel við að hann hefði meiðzt eitthvað meira og var hann fluttur á Landspítalann til rannsóknar og aðgerðar. Ók inn í garð. Tveir bifreiðastjórar voru tekn- ir fyrir ölvun við akstur, s.l. sól- arhring. Annar þessara manna ók bíl sínum á garðgrindur, braut þær og fór að því búnu inn í garðinn. Þar hélt bíllinn ferð sinni áfram unz hann staðnæmd- ist á annarri girðingu hinum megin i garðinum. Eldur í bragga. Slökkviliðið var kvatt í gær að Selbyhverfi 23 vegna elds út frá olíukyndingu. Skemmdir urðu óverulegar. Þaðú er ekki heiglum hent að gegna embætti soldánsins í Mar- okkó um þessar mundir. Á myndinni sést Marokkó-soldán koma frá helgiathöfn í bifreið sinni, umkringdur af vopnuð- um áhangendum sínum. Vaxandi kvíði í Frakklandi. Stjóramálamenn landsins óttast ein- angrun landsins og hamslausan vígbúnað. Stemkista Páls biskups Jrá 1211 fundin í Skáiholti. Fimm aðrir Skálholtsbiskupar grafnir þar upp í gær. Merkustu fornleifar, sem um getur í sögu landsins, fundust í Skálholti í gær, en þar hefur verið haldið áfram uppgreftri að undanförnu, undir síjórn Kristjáns Eidjárns þjóðminjavarðar. Komið var niður á steinkistu Páls biskups Jónssonar, er lézt í Skálholti 17. maí árið 1211, og allt bendir til, að hér só um að ræða merkasta fornleifafund á íslandi til þessa dags. Landskeppnin í Kalmar vekur geysilega athygli í Svíþjóð. Frá fréttaritara Vísis í Stokkhójmi. Landskeppni milli íslands og Svíþjóðar, sem fer fram í Kalmar í dag hefur vakið geysi- lega athygli. Aðgöngumiðarnir að leiknum eru rifnir út og er búizt við metaðsókn, eða um 10.000 áhorf endum. í sænska landsliðinu verða þeir 11 knattspyrnumenn, sem sigruðu Finna með 10 mörkum gegn 1 15. ágúst síðastliðinn, og allir Kalmarbúar munu horfa á keppnina. Verksmiðjur í borginni og nágrenni hennar hafa tilkynnt, að þær muni loka fyrr en venjulega, svo að starfs fólkið geti komizt í tæka tíð til að horfa á leikinn. Síðustu fréttir: Einkaskeyti kl. 11,30 í morgun. — Landskeppnin ■' Kalmar vekur geysilega athygli. Allir aðgöngumiðar voru uppseldir fyrir viku síðan. fslenzkir fán- ar skreyta alla borgina. Fjöldi aukalesta og langferðabíla streyma til borgarinnar með fólk utan af landi. Getraunirn- ar spá að Svíar vinni með 7 mörkum gegn einu, en íslend- ingarnir munu liafa hug á að láta það ekki á sannast. Hafa knattspyrnumennirnir allir keypt sér nýja skó. Stærsta blað Svíþjóðar hefur skrifað mikið um hina tilvonandi landskeppni. BRUNNSJÖ. Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. Mendes-France forsætisráð- herra gerir í dag stjórn sinni grein fyrir því, sem gerðist á Brussel-ráðstefnunni. — Eisen- hover Bandaríkjaforseti segir blöðin telja horfurnar of dökk- ar. Álit franskra stjórnmálamanna. Þess gætir nú allmjög meðal franskra stjórnmálamanna, að þeir óttast að Frakkland verði einangrað og afleiðingin af sundrungunni í Frakklandi verði, að Þýzkaland geti hvað líður vígbúizt eftirlitslaust. — Reynaud, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sagði í gær, að úr því sem komið væri gæti Frakk land ekki nema eitt gert, stað- fest Evrópusáttmálann eins og hann liggur fyrir. Allmargir stjórnmálaleiðtogar gagnrýna Mendes-France fyrir, að geta ekki komið fram neinum frönsk um. tillögum í Brussel, en May- er, formaður utanríkisnefndar fulltrúadeildarinnar sagði það, sem margir fréttaritarar telja réttast, að í Brússel hafi það eitt gerzt, að dregið hafa verið fram í dagsljósið ágreiningur milli Frakklands annars vegar og þeirra fimm ríkja, sem með Frakkl. standa að varnarsam- tökum V.-Evrópu, hins vegar. Mendes-France og Churchill. Mendes-France ræddi í gær við sir Winston Ghurchill, að viðstöddum Eden, sendiherra Frákka í London, og ýmsum ráðunautum. Birt var sameig- inleg yfirlýsing um nauðsyn þess að treysta vestræna sam- vinnu o. s. frv., og er þeir skildu sagði Sir Winston við Mendes- France, að hann vildi gera fyrir hann allt, sem í hans valdi stæði. Adenauer ókvíðinn. í Bonn þótti Adenauer hafa haldið vel á spilunum og leið- togar stjórnarflokkanna eru hinir ánægðustu með gerðir hans. í einni fregn var svo að orði komizt, að Adenauer hefði verið alls ókvíðinn, er hann kom heim frá Brússel. Eisenhower flutti útvarpsræðu. í gærkvöldi í tilefni af þvi, að forsetatímabil hans er hálfn- að. Hann vék nokkuð að horf- unum eftir Brússelfundinn og kvað blöð í Bandarikjunum og víðar telja þær allt of dökkar. Hann sagði, að í Evrópu ynnu merkir stjórnmálamenn að því, að treysta friðinn, og þeir hefðu ekki beðið neinn ósigur, né held ur „við hérna í Bandaríkjun- um“. Úrslita beðið með óþreyju. Umræðu um Evrópusáttmál- ann í fulltrúadeild franska þingsins og úrslita þar er að sjálfsögðu beðið með óþreyju, og eins fregna af horfunum eft- ir að Mendes-France hefur gert stjórn sinni grein fyrir horfun- um. Hér er um steinkistu að ræða, sem er einstök sinnar tegundar,1 og á engan sinn líka hér á landi, svo sem kunnugt sé, að því er Kristján Eldjárn fornminjavörð ur tjáði fréttamanni Vísis, er hann sýndi honum þenna merka forngrip í Skálholtskirkj ugarði í gær. Steinkistan er allstór um sig, eða rúmir 2 metrar á lengd, en nokkuð misbreið, fagurlega, höggvin, og alger lega óskemmd, nema hvað sprunga er á miðju loki henn ar. Talið er, að kistan sé höggv- in úr steini úr Vörðufelli, en 21 nuior ferst fiugslysi. i Einkaskeyti frá AP. — Haag í mongun. Hollenzk farþegaflugvél hrap aði í Norðursjó í gær, er hún átti skammt eftir til Amster- dam, en flugvélin var að koma frá New York. Hún fluti 12 farþega og hafði 9 manna áhöfn og munu allir sem í henni voru hafa farist. Flugvélar og skip taka þátt í leit að flugvélinni. Fundist hefir lík ungs drengs. „ „ Flugvélin hafði viðkomu á Shannon-flugvellinum á Suð- ur-frlandi og skilaði af sér 9 farþegum, og voru 8 þeirra bandarískir. Aðrr leiðir. — Nýtt hernaðarbandalag? Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í London snerust viðræður Churchills og Mend- es-France undir lokin um það, rænu þjóðunum. hvaða leiðir bæri nú að fara. Mendes-France telur Evrópu- sáttmálann dauðan, þótt hann leggi hann formlega fyrir þing- ið á laugardag (fulltrúadeild- ina). Sir Winston og M.-Fr. ræddu möguleikana á, að koma á nýju hernaðarbandalagi á grundvelli vestrænnar sam- vinnu. Ýmsir ætla, að þegar fulltrúadeildin er búin að fella s'a: "estingu sáttmálans muni Fraiikland fallast á að veita Vestur-Þýzkalandi fullt og ó- skorað sjálfstæði, og taka þátt í samstarfi til þess að fylkja Vestur-Þjóðverjum með vest- ekki er það fullrannsakað enn- þá. Kistan er óhreyfð með öllu, og telur þjóðminjavörður, að hún muni hafa verið grafin í miðju þverskipi fornaldarkirkj unnar í Skálholti. . Ekki hefur kistan verið opn. uð ennþá, því að fyrst verður, að gera ýmsar rannsóknir í nám unda við hana, en það verður, gert einhvern næstu daga. Auk þess hefur uppgröftur í Skálholti leitt ýmislegt stór- merkilegt í ljós. Langt er kom— ið að finna útlínur fornaldar-: kirkjunnar gömlu, eftir því, sem við verður komið. Útlínur Brynjólfskirkju eru einnig að mestu leyti fundnar. Úr grunni Brynjólfskirkju hafa verið grafnir 5 Skál- holtsbiskupar, eftirmenn Brynjólfs biskups Sveinsson ar, þeir Þórður Þorláksson, Jón Vídalín, Jón Árnason, Finnur Jónsson og Hannes Finnsson. Á öllum kistunum vóru silf- urskildir og á flesta greinilega greypt áletrun. í kistu elzta biskupsins var fögur silfur-biblía, sem hékk í vænni silfurfesti. Auk þess hafa fundizt ýmsir munir við uppgröftinn, svo sem forkunnarfagur fjór-brotinn (fjórfaldur) gullhringur Guð- ríðar Gísladóttur biskupsfrúar, sem talin var ríkust kvenna f kvensilfri hér á landi á sinni tíð. Þá hefur fundizt ýmislegt smávegis, eins og t. d. innsigli og silfurpeningar frá ýmsum tímum. Það er óýggjandi, að hér sé um að ræða nærri 950 ára gamla steinkistu Páls biskups Jónssonar, Loftssonar, Sæ- mundssonar fróða í Odda, enda segir svo Páls sögu biskups: „Hann lét og steinþró höggva, ágæta haglega, þá er hann var í lágður eftir andlát sitt.“ Ekki er vitað, að neinn bisk- up annar eða kennimaður hafi verið grafinn með þessum hætti og' er þegar á þessu stigi máls- ins hægt að fullyrða, að hér sé um að ræða merkasta fornleifa fund, sem um getur á íslandi til þessa. J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.