Vísir - 24.08.1954, Page 8
f
TÍSIIl er ódýraata blaSlS »g þé þaS fjSÍ-
breyttasta. — HrlagiS f i<ma liM ag
gerisí áskrifendur.
í>
xxx
Þriðjudaginn 24. ágúst 1954.
Þelr iem gerast kaupeadur VlSIS aftír
14. hvers mánaðar fá blaðið ókeypl* tíl
mánaðamóta. — Sfml 1844.
Bylfingartilraiiii í Brazilíu.
Yargas forseti neitaði kröfu liðsfor-
ingja um að fara frá.
Einkaskeyti frá AP. —
New Yorik í morgun.
Liðsforingjar úr flughernum
gengu í gær á fund Vargas for-
seta og kröfðust Jþess, að hann
ffæri frá. Því neitaði Vargas
algerlega og kvaðst mundu
sitja sem fastast meðan nokkur
folóðdropi rynni sér í æðum,
Áreiðanlegar fregnir eru ekki
enn fyrir hendi um það, sem er
að gerast, en ólga hefir verið
í landinu undangengnar 3 vik-
nr, eða síðan er veginn var
blaðamaður úr flokki stjórn-
arandstæðinga. Ennfremur var
liðsforingi í flughernum skot-
inn til bana og vegendur taldir
vera úr lífverði Vargas. — í
útvarpi frá Sao Paulo hefir fall
Vargas verið boðað hvað eftir
annað, en útvarpið í Rio til-
kynnir jafnharðan, að Vargas
fari ekki frá. Eftirlit með
fréttasendingum hefir vei’ið
komið á. Hervörður er við allar
opinberar byggingar.
Sérlega velheppnuð öku-
ferð Varðar.
Um 400 manns tóku þátt í
ökuferð Varðar um sögustaði
Itangárvallasýslu í fyrradag, og
er vafalítið fjölmennasta öku-
fferð, sem farin hefir verið hér-
lendis.
Lagt var af stað frá Sjálf-
stæðishúsinu um kl. 9 á sunnu-
dagsmorgun í blíðskaparveðri.
Skýjað var þá, en er komið var
austur á Kamþaþrún, skein sól
í heiði, og allan daginn vár veð-
ur eins unaðslegt og hugsazt
gat, og jók það mjög á ánægju
manna yfir þessari velheppn-
uðu för.
Sigurður Óli Ólafsson alþm.
kom til móts við ferðafþlkið á
Kambabrún og flutti stutta
ræðu. Síðan haldið eins og leið
liggur austur yfir Þjórsá, en
þar tók Ingólfur Jónsson, við-
skiptamálaráðherra og þing-
maður Rangæinga á móti hópn
um með ræðu. Síðan voru hin-
dr furðulegu hellar að Ægis-
síðu skoðaðir, þá ekið að Odda,
þ>ar sem sr. Arngrímur Jónsson
tók á móti komumönnum. Síðan
var farið að Bergþórshvoli, þá
íslendingarnir
komnir til Bern.
íslenzku frjálsíþróttamenn-
irnir, sem keppa á Evrtópu-
meistaramótinu í Bern komu
jþangað í gærkveldi og gekk
ferðin að öllu leyti að óskum.
Mótið hefst á morgun og þá
keppir Vilhjálmur Einarsson í
þrístökki, en auk þess keppa
þeir Ásmundur Bjarnason og
Guðmundur Vilhjálmsson í
undanrásum í 100 metra hlaupi.
að Hlíðarenda, en þar flutti
Bjarni Benediktsson dómsmála^
ráðherra snjalla ræðu. Loks var
haldið að Keldum og skoðuð
hin fornu mannvirki þar. Árni
Óla ritstjóri var leiðsögumað-
ur í förinni, fróður og skemmti
legur að vanda.
Er það mál manna, að för
þessi hafi tekizt með miklum
ágætum, og á Birgir Kjaran
hagfæðingur, formaður Varðar,
og aðrir stjórnarmenn félagsins,
heiður og þökk skilið fyrir vel-
heppnaða för og minnisstæðlan
dag.
Svíar kaupa flesta
brezka bíla.
Stokkhólmi. SIP.
Svíar eru beztu viðskiptavin-
ir Breta í Evrópu, að því er
snertir kaup á bílum.
Á sex fyrstu mánuðum þessa
árs keyptu Svíar af Bretum
22.637 bíla, að verðmæti um
.7.3 millj. sterlingspunda. Hafa
Svíar stóraukið bílakaup sín
frá Bretlandi frá í fyrra, en á
sama tíma þá voru bílarnir ekki
nema 11.150. Ástralíumenn
kaupa fleiri bíla af Bretum en
Svíar, aðrir ekki.
• Á Ítalíu var um seinustu jól
gerð tilraun til að náða
fjölda fanga í reynsluskyni
— eða alls 17.000. Stóð til,
að veita þeim fulla sakar-
uppgjöf, ef þeir brytu ekk-
ert af sér, en meira en helm-
ingurinn e;fl 'þegar kominn í
fangelsi aftur fyrir ný af-
brot.
Sýning á norskri niítíena-
list opmið hér
Á sunnudaginn verður opnuð
sýning hér á norskri nútíma-
list, og verður sýniugin í Lista-
safni ríkisins og stendur yfir
til 17. september.
Er hér um að ræða mikinn
fjölda málverka og nokkur
höggmyndaverk, allt eftir nú-
■ tíma litamenn. Fimm norskir
listamenn munu koma hingað
á morgun og annast uppsetn-
ingu sýningarinnar, en verkin
sem á sýningunni verða komu
með síðustu ferð m.s. Heklu.
á sunnudag.
Iiefur listasafn ríkisins al-
gerlega verið x-ýmt vegna þess-
arar sýningar, og verkunum
komið fyrir í geymslu safnsins,
enda mun norska sýningin
verða í öllum sölum safnsins.
Eins og kunnugt er var ís-
lenzkum myndlistarmönnum
boðið að sýna í Noregi fyrir
nokkrum árum, og er þetta
gagnkvæmt boð til norskra
myndlistarmanna, en mennta-
málaráð annast undirbúning
sýningarinnar hér.
Valsmenn sigruðu i
Færeyinga, 5 : 3.
Úrval færéyskra knatt-
spyrnumariha frá Þórshöfn
keppti í gæi- við meistaiíaflokk
Vals.
Margt manna var á vellinum,
enda ágætt veður, logn og milt
í lofti. Vaismenn báru sigur af
hólmi, skoruðu 5 mörk gegn 3,
og virðast það réttlát úrslit.
Hinir færeýsku kattspyrnu-
menn voru liðlegir og drengi-
legir að leik-,' kunna margt fyrir
sér, en hlaupa helzti mikið með
knöttinn, í' stað þéss að láta
hann gangamarin frá manni
með stuttum sendingum. En
það sýnir úthald Færeyinganna
að samt voru þeir ólatir allan
tímann. Márkvörður þeirra
hefði átt að geta varið eitthvað
af mörkunum, en hann virtist
skorta skilning á staðsetningu
í markinu.
Valsmenn sýndu góðan leik
á köflum, en einkum vakti
Sveinn Helgason athygli á sér
fyrir traustan leik, í vörninni,
en hann lék miðframvörð með
prýði. Sjálfur skóraði hann
eitt mark með hnitmiðuðu,
föstu skoti úr frísparki. Dómari
var Haraldur Gíslason úr KR,
og verður ekki að frammistöðu
hans fundið.
Kommúnistar V.-Þ.
rægja stjórn
Adenauers.
Einkaskeyti frá AP. —
Bonn í morguri.
Kommúnistar róa að því öll-
um árum, að ófrægja stjórn
Adenauers, og 'þykjast heldur
en ekki foafa komist í.feitt, þari
sem eru Jhon-málið og Karl
Franz Schmidth-Wittmack-
málið.
Schmidth-Wittmack er þing-
maður úr flokki Adenauers, og
er frá Hamborg. Hann hefir
leitað landvistar í A.-Þ., að því
er útvarpið þar tilkynnti s,l.
laugardag. Kommúnistar'leggja
á það áherzlu, að telja mönn-
um trú um að Bonn-stjórnin sé
fylgjandi nýnazisma.
Gífurlegur timbur-
útffutningur Svía.
Stokkhólmi. SIP.
Timhurútflutningur Svía
nam um 40.000 standörídum í
júlí og var það svipað magn og í
júlí.
Talið er, að timþurútflutn-
'ingur Svía nemi alls fyrstu sjö
mánuði þessa árs um það bil
700.000 standördum.
Ófullkominn Ijósaútbúnaður.
Lögreglan gerir um þessar
mundir gangskör að þvi að at-
huga ljósaútbúnað bifreiða og
hefur þegar aðvarað allmarga
bifreiðarstjóra, sem ekki hafa
haft Ijósaútbúnað farartækja
sinna í tilskildu lagi. Þá voru og
síðasta sólarhring nokkrir bif-
reiðastjórar teknir fyrir of hrað-
an akstur.
Var með ólöglegt áfengi.
Lögreglan handtók í gær mann
hér í bænum sem hafði í fórum
sínum þrjár flöskur af ólöglegu
áfengi. Mál hans er í rannsókn.
„Natisti&", nýtt vðitingahus við
Vasturgötu tekur senn til starfa.
Er eins og skipsiíkan með kýraugum og
skarsúð. — Framreiðir einkum fiskrétti.
Innan skamms mun taka til
starfa nýtt veitingahús á Vestur-!
götunni, og verður það að ýmsu
leyti frábrugðið öðrum veitinga- j
liúsum hér í bænum. Er þetta
eins konar skipslíkan, og þar
verða aðaliega framreiddir hvers
konar fiskréttir.
Veitingahús þetta á að vera
nafnið ,,Naustið“. Það er beint á
móti Garðastræti, i húsunum
númer 6 og 8 við Vesturgötu.
Hafa breytingar á húsunum
staðið yfir að undanförnu, og
mun veitingahúsið verða tilbúið
til starfrækslu eftir um það bil
mánuð.
Innréttingin verður öll eins og
í skipi, þannig að gestunum
finnst bókstaflega sem þeir séu
komnir um borð í skemmtiferða-
skip. Verða allir gluggar eins og
kýraugu á skipi, og að utan
verða húsin lögð koparplötum er
mynda skarsúð, eins og í báts-
byrðing. Að því er Vísir hefur
fregnað munu verða þarna hvers
konar veitingar og matsala, og
mun ætlunin að framreiða aðal-
lega fiskrétti, en eins og kunn-
ugt er, þá er mjög lítið um fisk-
rétti á veitingahúsum hér og því
minna um fjölbreytni þeirra, en
að sjálfsögðu er hægt að fram-
reiða fisk á marga mismunandi
vegu og gera hann að hinu mesta
lostæti.
Veitingahús þetta mun taka
um 100 manns til borðs, en auk
þess verður þar lítið dansgólf,
og ráðgert mun vera að trío leiki
þarna á matmálstímum og öðr-
um timum, enda mun „Naustið"
verða opið allan daginn.
Að því er blaðið hefur fregnað
eru það nokkrir ungir menn, sem
hugsa sér að reka þetta sérkenni-
lega veitingahús, og eiga hug-
myndina að því, en teikningar
að innréttingunni og öðrum út-
búnaði mun Sveinn Kjarval hafa
gert. Forstjóri „Naustsins" mun
verða Halldór Gröndal.
Annað bindi nýyrðaorða-
bókarinnar að koma út.
Rilstjóri þess er dr. Halldór Halldórsson
Annað bindi safnsins um ís-
lenzk nýyrði er nýkomið út.
Fjallar það um nýyrði í sjó-
mennsku og landbúnaði og hef-
ur dr. Halldór Halldórsson dós-
ent tekið þau saman og annast
ritstjórn verksins.
f fyrra' kom út fyrsta bindi
nýyrða og sá dr. Sveinn Berg-
sveinsson um útgáfu þess bind-
is, en hann er nú prófessor í
Berlín.
Sérstök nýyrðanefnd starfar
með ritstjóra og hefur hún með
höndum yfirstjórn verksins, en
það er upphaf málsins, að á
alþingi árið 1951, var að til-
hlutun þáverandi menntamála-
ráðherra, Björns Ólafsonar,
veitt fé til skrásetningar og
samningar nýyrða. í nefnd um
þetta mál eru dr. Alexander
Jóhannesson, sem er formaður
nefndarinnar, dr. Þorkell Jó-
hannesson og dr. Einar Ólafur
Sveinsson.
Voru í fyrsta bindinu um
6000 nýyrði, en í þessu um 5000.
Fangaskipti
i Indókína.
Einkaskeyti frá A.P.
Saigon, í morgun.
Frakkar skiluðu í gær 1000
Vietminh-föngum og fengu 400
franska og Vietnam fanga í
staðinn.
Þegar frönsku föngunum var
skilað lék kommúnistisk
lúðrasveit, en þess á milli var
leikið á saxófón. ■—- Þessi fanga-
skipti fóru fram við Vietri um
40 km. norðvestur af Hanoi. —
Fangarnir sungu við raust hina
kommúnistisku söngva — þar
til þeir voru komnir yfir um til
Frakka. Þá steinþögnuðu þeir.
„Við sungum af því að við vor-
um neyddir til þess,“ sögðu þeir.
Er ætlunin, að á næsta ári
komi þriðja bindið og verður
ritstjóri þess einnig Halldór
Halldórsson. Mun það einnig
f jalla um landbúnað, svo og flug
mál. Mun Agnar Koefod-Han-
sen flugvallarstjóri veita sér-
fræðiaðstoð við útgáfuna.
Mun þessi nýyrðaútgáfa alls
taka til um 25.000 orða. Þegar
öll bindin eru komin út, verð-
ur þeim steypt saman í eina
nýyrðaorðabók.
Sérfræðilega aðstoð við þetta
bindi hafa þeir Hjálmar Bárð-
arson skipaskoðunarstjóri, Árni
G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi,
Gísli Kristjánsson ritstjóri,
Pálmi Einarsson landnámsstjóri
og Sigurður Pétursson gerla-
fræðingur. Útgefandi er Leift-
ur.
Leiktjöldin fuðruðu upp,
ieikarar siuppu.
Einkaskeyti frá A.P.
Rómaborg, í gæi;
Það slys vildi til við töku
kvikmyndarinnar „Helena frá
Trójiiborg“, að eldur kviknaði
í leiktjöldum og öðrum mann-
virkjum í kvikmyndabólinu, og
olli feikna skemmdum.
Gizkað er á, að tjónið nemi
a. m. k. 100.000 dollurum. Hins
vegar varð ekki tjón á mönn-
um, og þykir það mikil mildi.
Svo heppilega vildi til, að
„grískir hermenn“ og „her-
sveitir Trójumanna“ höfðu
skroppið frá til hádegisverðar,
er íkviknunin varð. — „Helena
frá Tróju“, sem leikin er af
hinni fögru, ítölsku leikkonu,
Rossana Udesta, var hjá mán-
aðar gömlu barni sínu heima
hjá sér, en „París“, konungsson.
í Tróju, var að snæða hádegis-
verð með vinum sínum í veit-
ingahúsi í Róm.