Vísir - 28.08.1954, Qupperneq 4
4
V t S IB
VÍSIK
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn P&lssco.
Auglýsingastjóri: Kristján JónMtou.
Skrifstolur: Ingólfsstneti 1.
Ctgefandi: BLAÐAÚTGAFAM VlSIB HJE.
Afpyifkin- ingólfsstræti 3. Simi 1880 (fímm linur).
'r Lausasala 1 króna,
Félagsprentsmiðjan hi.
Aukning hitaveitunnar.
Abæjarstjórnarfundi þeim, sem haldinn var í síðustu viku,
voru teknar ákvarðanir í tveim mjög merkum málum, sem
Vísir gat um eftir fundinn. í fyrsta lagi kom fram tillaga um
það frá sjálfstæðismönnum, að ráðizt skyldi í byggingu fleiri
ibúða en þegar höfðu verið gerðar samþykktir um, og munu
því verða reistar á vegum bæjar næstum hundrað íbúðir, eða
talsvert á annað hundrað, ef þegar verður hafizt handa um að
byggja allan þann fjölda, sem samþykkt var á fundinum.
En auk þess tók fundurinn fyrir annað mál, sem mikill
fjöldi bæjarbúa mun telja miklu merkilegra að sínu leyti, en
það er aukning hitaveitunnar og fjarhitun húsa sem víðast í
bænum. Hafði borgarstjóri fyrir nokkru falið tveim sérfróðum
mönnum að gera rannsóknir á möguleikum til vatnsöflunar
með þetta fyrir augum, og gera síðan greinargerð varðandi
athuganir sínar. Ver'-ur þá athugað, hvort heppilegt megi
teljast og vænlegt ul árangurs að hefja frekari boranir við
Rauðará hér í bænum eða í Laugardal, en á báðum þeim
stöðum eru litlar uppsprettur, sem sjá nokkrum fjölda húsa
fyrir heitu vatni, og þó að þar sé ekki um stór hverfi að ræða,
er það þó þegar til mikilla bóta.
Einnig er um fleiri staði að ræða hér nærlendis, sem vert
gæti verið að bora eftir heitu vatni á, þar sem vitað er, að þar
um nokkurn jarðhita að ræða, og hann gæti verið meiri er
neðar drægi, eins og oftast virðist koma á daginn, þar sem
borað hefur verið. Og jafnvel munu fleiri staðir koma til greina
í þessu sambandi, enda virðist sjálfsagt að reyna sem víðast, þar
sem einhver von er um hita, sérstaklega þar sem vegarlengd
er ekki mikil frá aðalbyggðinni.
Það er vissulega gleðiefni öllum þorra bæjarbúa, að bæjar-
stjórnin skuli taka rögg á sig að þessu leyti. Þess var getið
hér í blaðinu, að hitaveitan væri nú búin að starfa í áratug, og
hefði ekki verið hægt að sakast um það við stjórn hennar eða
yfirstjórn — bæjarstjórn og bæjarráð — þótt ekki hefði verið
farið mjög geyst í fyrstu, meðan engin reynsla var á þessari
. starfsemi, og ekki heldur hægt að fræðast af öðrum þjóðum eða
bæjarfélögum, þar sem fyrirtækið var einstakt í sinni röð, þegar
því var hleypt af stokkunum.
En því var einnig bætt við, að kominn væri tími til þess,
. að ekki væri setið auðum höndum lengur, og hefur þetta sjónar-
mið nú orðið ofan á, svo sem samþykkt bæjarstjórnarinnar ber
með sér. Er þar raunar fjallað um fleira en vatnsleit eina, eins
og sjálfsagt er, svo sem hvernig bæta megi nýtingu vatnsins,
svo að meira af hitanum komi að gagni í húsunum, og vatnið
streymi ekki of heitt í sjóinn, en það hefur því miður viljað
brenna við, eins og menn vita.
Það er ekki aðeins hagsmunamál Reykvíkinga, að hægt sé
að láta hitaveituna fullnægja hitaþörfum sem allra flestra
heimila í bænum. Það er hagsmunamál allra, því að svo mikill
hefur gjaldeyrissparnaðurinn af hitaveitunni verið á þeim ára-
tug, sem hún hefur verið starfandi, að öll þjóðin hefur hagnazt
. á því, þar sem hún hefur hennar vegna haft meiri gjaldeyri til
annarra þarfa.
Rannsóknirnar í SkálKoltl.
þessari viku komu menn þeir, sem unnið hafa að fornleifa-
.rannsóknum austur í Skálholti, niður á margra alda gamla
steinkistu, og er þetta talinn merkasti fornleifafundurinn hér
á landi. Hefur talsverðu fé verið varið til rannsóknanna austur
þar undanfarið, og hefur starfið borið mjög gleðilegan árangur,
en þó fyrst og fremst, þegar niður á kfttu þessa var komið, sem
menn telja að hafi að geyma jarðneskar leifar Páls biskups
Jónssonar, sem var einn Oddverja.
Það er nú kominn nokkur skriður á það, að Skálholtsstaður
verði hafinn til fornrar virðinar, og munu þau öfl standa að
því máli, að það ætti að komast í höfn á þeim tíma, sem mönn-
um finnst sjálfsagður, þegar næsta stóra afmæli staðarins
rennur upp. Væntanlega verður hinn merki fornleifafundur þar
eystra til þess að ýta enn undir það, að framkvæmdum verði
hraðað og alþjóð verði Ijóst, hvílíkt menningar- og metnaðar-
r'jnál sé hér á férðinni.
VIÐSJA VISIS:
Kaffibrask olli bylt-
ingunni í Brasilíu.
Viðskiptahragð Aranhas misheppnaðist.
Bylting í Brazilíu, sem lauk
með sjálfsmorði Vargas forseta,
orsakaðist ekki af átökum úti í
heimi, heldur innanlands at-
burðum.
Eftir að hið brazilíska keis-
aradæmi Don Pedros II. hrundi
til grunna árið 1889, var stofn-
sett lýðveldi, ekki sem eitt
ríki heldur ríkjasamband, og
hafa hin einstöku ríki jafnan
barizt um yfirvöldin í höfuð-
staðnum. Tvö stærstu og öflug-
ustu ríkin eru Sao Paolo og
Minas Geraes, sem bæði eru á
hásléttu Mið-Brazilíu. Þau
lögðu til forseta á víxl til árs-
ins 1930. Má segja, að þegar
kaffiræktin gekk vel, hafi Sao
Paulo lagt til forsetann, en
þegar illa tókst til, var for-
setinn frá nágrannaríkinu
Minas.
í kreppunni miklu kringum
árið 1930 var kaffiekrueigend-
um mikið í mun að fá forsetann,
og í kosningunum það ár var
talið, að Julio Prestes, sem
jafnframt var forseti Sao Paulo,
hefði fengið meirihluta at-
kvæða við forsetakjörið. Hins
vegar fullyrti andstæðingur
hans, forseti Rio Grande do Sul,
Getulio Vargas, að gífurleg
kosningasvik hefðu átt sér stað,
og hóf uppreisn. Uppreisnar-
menn báru sigur af hólmi og
héldu sigri hrósandi inn í Rio
de Janeiro. Öll hin ríkin yfir-
gáfu Prestes, kaffiekrueiganda
frá Sao Paulo.
Vargas reyndi án árangurs
að ná almenningi á sitt band.
Tveim árum síðar gerði Sao
Paulo uppreisn, sem var bæld
niður. Að vísu ekki með vopna-
valdi, heldur með lipru sam-
komulagi. Jafnframt hét Varg-
as Sao Paulo-mönnum því, að
ný stjórnarskrá yrði samin og
kosningar haldnar, en þá var
fyrirsjáanlegt, að Sao Paulo-
maður yrði kjörinn. Þetta loforð
efndi Vargas þó ekki, og árið
1937, stuttu fyrir þann tíma er
kosningar skyldu fara fram, lét
hann rjúfa þingið og lýsti yfir
einveldi sínu.
jNæstu árin gekk á ýmsu, en
þýðingarmest var þó það, að
Aranha, utanríkisráðherra
Vargas, fylgdi þeirri stefnu að
hafa sem nánasta samvinnu við
Bandaríkin, en jafnframt
tryggði hann sér stuðning
kaffiekrueigenda í Sao Paulo.
. Árið 1944 flæmdi Vargas
Aranha úr embætti, en skömmu
eftir ófriðarlokin var Vargas
velt úr sessi fyrir tilstuðlan
hersins. I kosningunum 1946
sigraði Durta, fyrrum hermála-
ráðherra, en hann var liðs-
maður Vargas, og kom honum
til valda á ný. Síðan var Varg-
as kjörinn forsetí árið 1950.
Áður fyrr var Vargas harð-
snúinn andstæðingur Sao |
Paulo, en frá árinu 1950 var '
hann bandamaður þess ríkis.
Nú reyndi hann að framkvæma
stórfelld áform sín um iðnvæð-
ingu landsins og batnandi kjör
almennings, enda vakti fyrir
-honum að gerbreyta hagkerfi
landsins. Hinsvegar kom brátt
í Ijós, að þetta var ofviða fjár-
hag landsins og afleiðingin varð
verðbólga. Nú ráðfærði Vargas
sig við Aranha, fyrrum utan-
ríkisráðherra sinn, og skyldi
hann tryggja landinu fjárhags-
aðstoð Bandaríkjanna. Aranha
hóf nú stórfellt kaffibrask.
Þegar kaffiuppskeran brást í
Parana-dalnum vegna frosta,
lét Aranha geyma birgðir þær,
sem fyrir hendi voru, og keypti
með rikisfé þær birgðir, sem
tiltækar voru, setti fast verð á
kaffið, sem var um tíu sinnum
hærra en fyrir stríð, en heild-
söluverðið var þó ekki nema
tvöfalt fyrirstríðsverð. Gerði
hann ráð fyrir, að í september
1954 hlytu kaffibirgðir heims
að vera þrotnar, og þá gæti
Brazilía dembt birgðum sín-
um á markaðinn með miklum
hagnaði.
Þetta ráðabrugg Aranhas
tókst þó ekki. Gengisbreyting
afstýrði ekki hruni nema að
litlu leyti. Samstundis féll
kaffiverðið í London um 10%.
Þegar hér var komið, gripu
andstæðingar ríkisforsetans til
sinna ráða, eins og fréttir síð-
ustu daga báru með sér.
Zarah Leander:
SöngskeimntuN í Austurbæjarbíó.
Zarah Leander er tvímælalaust
ein i'jölhæí'asta leikkona og söng-
mær Evrópu. Á árunum fyrir
heimssfyrjöldina fór. hún sigur-
för um Evrópu og víðar og lék
liin erfiðustu hlutverk á ýmsum
tungumálum, oft rneir á þýzku
og frönsku en á móðurmáli síhu.
Tók liún oft þátt í liátíðasýning-
um Reinhardts, en sá frægi leik-
stjóri hafði á henni hinar mestu
mætur. Þá hélt hún og fjöída
söngskemmtana, enda var hin
djúpa og fagra alto-rödd hennar
ntjög fræg. Þá lék lnin einnig í
fjölda kvikmyndá, og mun mörg-
um enn minnisstæður hinn frá-1
bæri leikur ltennar í „Heimilinu“.
éftir Sudermann (ásamt Hein-j
rich George), þar sem hún m. a.l
söng hina frægu aríu Örfeusar,'
„J’ai perdu nion Euridice“ eftir
Gluck.
Þegar Zarali Léander snýr sér
að „soubrettu“-söng, þá hefur
liún einnig lleira til brunns að
bera en flestar aðrar söng- og
leikkonur. Auk hinnar miklu
leikgáfu siiinar og þjálfunar, hef
ur hún til að bera rödd, scm
só.mt gæti sér á hvaða Óperusviði
sem vera skyldi.
Það tók hana auðvitað skannn-
an tíma að heilla áheyrendur á
fínnntudagskvöld með hinum
fjöíþættu lögum, er lnin söng,
og að lokum hlaut hún'að syngja
nokkur aukalög. Undirleikarinn,
Arne'Húlphers', var frú Leander
til niikillar aðstp.ðar, og. var auð-
heyrt, að þetta er ekki í fyrsta
skipti, sem þau starfa saman.
Laugardaginn 28. ágúst 1954.
Bergmáli hefur borizt eftirfar-
andi bréf frá „Víðförla". Hann
ræðir um fegurðarsamkeppnina,
sem mörgum hefur reyndar orð
ið tiðrætt um. Bréfið er á þessa
leið: „Orðið fegurðardrottaing
er óhafandi, eins og nú er farið
að nota það. — Það mætti miklu
frekar heita fegurðardís, ef menn
þurfa á slíku að halda. Orðið
drottning er allt annars eðlis. —
Stúlkukindin, sem er til sýnis,
drottnar ekki yfir nokkrum sköp
uðum lilut og varla yfir sjálfri
sér, eins og raun ber oft vitni.
Aðeins eftiröpun.
Þetta er líka hrein eftiröpun
frá öðrum, sem ekki skilja drottn
ingarheitið. Annrs er þessi feg-
urðarsýning hér hreinn hégómi.
Þeir gömlu töluðu um kvenfólk-
ið, að það væri snoppufritt og
þótti engum nóg. Og ekki sér
maður nú annað eða veit um þess
ar stúlkur, sem verið er að sýna,
og gæti allt hitt sem ekki scst
verið fals og dár. Menn álasa
stelpunum fyrir að vera að sýna
sig og láta meta, eins og ambátt-
ir á torgi. En er kvenfólkið ekki
svona og hefur alltaf verið'?
Hjá Aröbum og Tyrkjum.
Arabar og Tyrkir kunna liklega
bezt skil á þeim lilutum og haga
sér eftir þeim. Hvernig er svq
með siðferðið? Höfum við ekki
hér kannað undirlægjuhátt kven
fólksins? Er hann ekki ekta
kvenlegur eða hvað? En nóg um
það, um þetta skal ekki meira
ræft að sinni, en fólk skyldi að
þessu hyggja, því þessu máli verð
ur að gefa gaum.
Um flugþernur.
Nú er niál til komið að lofa
flugþjónustustúlkunum að heita
flugþerriur alveg eins og þær
heita skipsþernur, sem á skipun-
um vinna. Flugfreyjunafnið var
uppliaflega kjánaskapur eins
manns. En freyja á þar ekki við.
Það á að vera veglegra heiti en
svo í íslenzku máli, samanber
húsfreyja eða jafnvel eða jafnvel
„Fósturlandsins freyja“. Læt ég
svo útrætt um þetla mál.“ •—
Bergmál þakkar bréfritaranum
bréfið, þótt það geti ckki verið
algerlega sammála honum um
skoðun lians á fegurðarsamkeppn
inni.
Því má það ekki?
Það er næsta skrítið, hve mörg
um er í nöp við það að haldin
ssé árleg fegurðarsamkeppni hér,
þótt menn játi þó fyrir sjálfum
sér, að kvenleg fegurð er öllum
mörinum kær. Gagnrýni hefur
komið fram um þenna þátt, sem
skemmtigarðurinn Tivoli hefur
gengizt fyrir nokkur ár. Það cr
auðvitað að menn geta verið á
ýmsum skoðunum um mörg ntál,
en einkennilegt er það, hve mairg
ir vilja gagnrýna einmilt þessa
samkeppni, þótt vitað sé, að hún
hefur unnið hylli almennings og
verið til sóma fyrir þá, er að
henni liafa staðið. — kr.
Ungur sænskur tenórsöngvari,
I.ars Rosén, arinaðist tæpan helm
ing söngskrárinnar með undir-
leik Húlphers. Ilann hefur á-
kaflega bjarta og fallega rödd, og
var meðferð hans á léttum ó-
perulögum og ítölskum arium til
hinnar mestu ánægju.
Þarf ekki að efa, að mikil að-
sókn verður að hljómleikum þess
ara ágætu listamanna, ekki sizt
vegna þess, að ágóðinn rennur til
S.Í.B.S. og lieimilisins að Reykja-
lundi, en af þeirri einstæðu stofn
un eru íslendingar að vonum
mjög stoltir.
B. G.