Vísir - 28.08.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 28.08.1954, Blaðsíða 8
I VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó bað fjöl- l breyttasta. — Hringið i síma 1660 og gerist áskrifendur. WM sim Þeir setn gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. Laugardaginn 28. ágúst 1954. Betl látið viðgangast af hinu opinbera í Moskvu. Fé fæst ekki tiS að sfofna dagheimili fyrir betlibörn. Það ber ekki á öðru en að fyrirlitlegt auðvaldsfyrirbæri jhafi gert vart við sig í Rússlandi. NeVv York Times hefur nýlega Jbirt um að frétt frá fregnritara sinúm í Moskvu — senda þaðan •og því um ritskoðun stjórnarinn- ar — að blaðið Komsomoletz, sem ■er málgagn Æskulýðsfylkingar- innar rússnesku, hafi ráðizt á jþetta fyrirbæri — betl — og gagn rýnt það. Sagði blaðið, að það væri ó- algeng sjón að sjá börn ganga til fullorðinna í hinum ýmsit Ihverfum borgarinnar og biðja um •nokkra kopeka. Venjulega væru vegfarendur svo góðhjartaðir, að l>eir vikju einhverju lítilræði að börnunum, enda þótt það væri greinilegt af klæðabttrði barti- anna, að þau þyrftu ekki á öJ- musu að halda. Blaðið segir frá því, að kona æin hafi lagt það í vana sinn að fara með börn sín til Moskvu á ■degi hverjum, og þar hafi hún „skipt liði“, sent börnin tíl ým- :issa staða, þar sem þau vortt lát- in betla af vegfarendum. Gáftt vegfarendur börnunum óspart, •og sagði blaðið, að tekjur þeirra jhefðu jafnan verði svo miklar, að þegar dagur hefði verið að kvöldi kominn, hefði móðir þeirra getað tekið bíl á leigu til jþess að halda heimleiðis, þar sem foreldrar notuðu afganginn af peningunum til að drekka fyrir. Komsomoletz taldi þá ekki síð- ur ámælisverða, sem gæftt betli- Alþjóðleg vörusýning í Stokkhólmi. Frá fréttaritara Vísis. — Stokkhólmi í fyrradag. St. Eriksmássan, hin fræga al- þjóðlega vörusýning, sem hefst hér á laugardag, verður að lík- indum fjölsóttari en nokkru sinni. Þegar hafa 120.000 aðgöngu- miðar selzt fyrir fram. Þar verð- ur margt verðmætra vörutegunda og gripa, eins og nærri má geta. M. .a verður þar verðmætt safn hollenzkra gimsteina, sem metið er á um 800.000 sænskra króna, en þar munu hollenzkir demanta- slíparar sýna listir sínar. Þá mun flutningavagn, til notkunr í borg um, vekja athygli, en- hann á að bera 180 lestir, enda sá stærsti i Sviþjóð. Vegleg minningargjöf til S.V.FÍ Slysavarnafélagi íslands hefur borizt 5 þús. kr. minningargjöf uni Guðmund Ólafsson frá Tröð- um í Hraunhreppi á Mýrum. Það eru systkini Guðmundar, sem hafa fært Slysavarnafélaginu þessa gjöf með ósk um að lienni yrði varið til sjúkraflugþjóniistu félagsins. Félaginu barst gjöfin í gær, en þá voru rétt 60 ár liðin frá því Guðmundur frá Tröðum fæddist. Foreldrar Guðmundar voru þau Sigurbjörg Jósefsdóttir, fædd 5. marz 1854 og Ólafur Sigurðsson, fæddur 15. mai 1864. börnum, en hinir, sem teldu ekk- ert á móti því að börn sníktu fé á götum borgaririnar. Hét blaðið á samtök ungkommúnista, Æsku- lýðsfylkinguna, að skipuleggja baráttu gegn betli barna og bæta um leið siðferði æskulýðsins. I.oks sagði blaðið, að samtök ein í Babusbkin-hverfinu hefðu lengi reynt að koma upp tóm- stundaheimilum fyrir börn, en ekki tekizt, því að ekki liefði verið hægt að afla fjár til þess. Virðist því ekki mikill ábugi fyr- ir æskulýðnum austur þar, þar sem hið opinbera, sem hefur valdið og peníngana, vill ekkert aðhafast. Börn, sem væru tekin „úr umferð“, væru jafnan geymd innan um drykkjuræfla og glæpa menn. Kynnir verzltin og viðskipta- rnál Ísíendinga. Um bessar mundir dvelur hér á landi ritstjóri þýzks við- skiptatímarits, próf. Werner Altmann, frá Miinchen. Erindi próf. Altmanns er að viða að sér efni í tímarit sitt, sem nefnist Westdeutsche Wirt- schaft og kemur út mánaðar- lega. Gangi honum erindið vel mun hann gefa út sérstakt ís- landshefti, en til þess þarf hann bæði að viða að sér miklu af hverskonar heimildum og gögnum um verzlun og við- skipti íslendinga og jafnframt að safna auglýsingum frá fyrir- tækjum hér, sem stofna vilja til eða halda áfram viðskipt- um við Vestur-Þýzkaland. Tímarit það, sem hér um ræðir, Westdeutsche Wirt- schaft, gefur iðulega út sérhefti frá ýmsum löndum með rit- gerðum, myndum og auglýs- ingum og er þá reynt að draga fram sérkenni í framleiðslu og viðskiptum hvers lands. Sjálfur er próf. Altmann ábyrgðarmað- ur tímaritsins og ritstjóri þeirrar deildar þess sem fjallar um önnur lönd en Þýzkaland. Próf. Altmann dvelur hér ásamt konu sinni. Hafa þau ferðast nokkuð um landið og munu gera það enn unz þau hverfa á brott. Láta þau hið bezta yfir dvölinni hér pg róma fegurð og sérkennileik landsins. Jesúítaprestur vígður í Svíþjóð. Frá fréttaritara Vísis. ■ Stokkhólmi í fyrradag. Fyrsta jesúítaprestsvígslan Svíþjóð fór fram hér um daginn, þegar 32 ára gamall Svíi, sem gerðist kaþólskur 1943, vígðist til þjónustunnar. Ármewiiagar komnir heim eftir sigurför um Finnland. Kepptu alls á 5 stöðum og áttu oftast fyrsta mann í hverri grein. Ármenningarnir, sem fóru! Komu Ármenningarnir að til Finnlands, komu heim í gær! kvöldi 12. þ.m. til Helsingfors með flugvélinni Heklu frá Gautaborg eftir 15 daga ferða- ..A 15. og 16. öld voru ýmsir i lag. Fóru þeir alls 10 héðan, en Svíar jesúítaprestar, en þeir voru einn þeirra, Vilhjálmur Einars- menntaðir erlendis og störfúðu j son, fór til Bern 23. þ.m. með þar. En þessi nývígði ætlar að finnsku frjálsíþróttamönnunum starfa í Svíþjóð. I til að keppa þar í þrístökki. Efnt til brezkrar bókasýn- ingar hér bráðlega. Verðnr í Þjóðminiasafninn frá 4,—14. septembei*. Fyrsta brezka bókasýningin, þeirra fjalla um ýmis tæknileg sem efnt er til hér á landi, mun efni, vísindi og þar fram eftir BílBinn stó5 óhreylður í 8 ár. í Brooklyn, New York stóð bifreið óhreyfð fyrir utan hús eitt í samfleytt 8 ár. Eigandinn bjó í húsinu og kvaðst hafa rétt til bess að hafa bifreiðina þarna. Menrl kunnu því illa, er bif- reiðinni tók að hrörna, að sjá hana þarna, og báru títt fram kvartanir, sem lögreglan loks sinnti fyrir rúmri viku. Þetta var Chevroletbifreið, smíðuð 1937. verða opnuð »' Þjóðminjasafninu þann 4. september og stendur til 14. s.m. Sýning þessi er haldin á veg- um Brezku menningarstofnun- arinnar (British Council) og félagsins Angliu, en það var brezki sendiherrann hér, Mr. James Thyne Henderson, sem fékk hugmyndina að sýning- unni. Blaðamenn ræddu við sendi- herrann í gær, og sagði hann, að sér hefði þótt miður, að hér skyldu aðeins sjást brezkar skáldsögur í verzlunum, en ekki til dæmis fræðibækur um tæknileg efni, listir og annað. Spurði hann bóksala um þetta, en þeir svöruðu, að slíkar bæk- ur væru dýrar, og þess vegna að tefla í tvísýnu að panta þær. Fannst sendiherranum þá rétt að efna til sýningar þessarrar, og er nú verið að taka bækurn- ar upp og byrja að koma þeim fyrir. Alls verða 1350 bækur og tímarit á sýningunni, og er hér um bækur hins ólíkasta efnis að ræða, allt frá tímaiúti um þyrilvængjur til Kantaraborg- arsagna Chaucers. Fjölmargar götunum, sumar hið bezta, sem til er af þessu tagi í Englandi. Það er að sjálfsögðu ósk þeirra, er að sýningunni standa, að sem flestir sæki hana, en þegar henni ljúki, verða ekki og tók þar á móti þeim frú Forsberg, en hún annast mót- tökur erlendra íþróttamanna, sem keppa á vegum frjáls- íþróttasambandsins finnska. Fyrst var keppt í Vehan- kyröen. Þar var keppt í þrí- stökki, langstökki, 400 metra hlaupi, kúluvarpi og 800 m. hlaupi. Áttu Ármenningamir fyrsta mann í öllum þessum greinum, nema 800 m. hlaup- inu, en þar áttu þeir þriðja mann. Næst var keppt í Vasa, en þar áttu þeir fyrsta mann í langstökki, 400 m. hlaupi, 1. og 2. mann í 200 m. hlaupi, og settu vallarmet í 1000 m. boð- hlaupi. Frá Vasa var farið til Vim- peli og keppt þar í 100 m. hlaupi, 200 m. hlaupi, 400 m. hlaupi, langstökki 4X100 m. boðhlaupi og kúluvarpi. Unnu Ármenningar allar þessar greinar nema kúluvarpið. Því næst var farið til Pori allar bækurnar sendar úr landi Um 1000 þeirra munu verða j (Björneborg), en þar, fór aðal- settar í bókasafn Angliu, sem j keppnin fram. f 200 m. hlaupi sigraði Hörð- ur Haraldsson á 22,1 sek, en er í húsakynnum brezku sendi- sveitarinnar í Þórshamri, og tvöfaldast bindafjöldi safnsins við það. í heiðursstjórn sýningarinnar munu verða Bjarni Benedikts- son menntamálaráðherra, dr. Þorkell Jóhannesson, rektor háskólans, Björn Pétursson, formaður bóksala, Helgi Elías- son, fræðslumálastjóri, Krist- ján Eldjárn, þjóðminjavörður og dr. Einar Ólafur Sveinsson. Auk þess mun fulltrúi frá Brit- ish Council koma til landsins, meðan á sýningunni stendur. Mönnum gefst og kostur á að kynna sér tímarit, sem þeir kynnu að vilja gerast áskrif- endur að, og munu bóksalar skiptast á að hafa mann á sýn- ingunni til að taka við áskrift- Drengja- og uflgfingamót í frjálsum íþróttum hefst í dag. 1’áÉítakendur ersi 80 frá £6 félögum. I dag og á morgun; fara drengja- og meistaramót ís- lands fram í frjálsum íþróttum á íþróttavellinum í Reykjavík. í drengjameistaramótinu taka þátt þeir sem verða 18 ára á yfirstandandi ári eða yngri, en í unglingameistáramótinu 19— 20 ára piltar. Bæði mótinu eru háð sam- tímis enda þótt hver aldurs- flokkur keppi sér, nema í há- stökki og langstökki, þar er sameiginleg keppni, en þó þannig að árangur hvers aldl ursflokks er reiknaður út af fyrir sig og verðlaunaveitingu hagað eftir því. Þátttakendur í báðum mót- unum eru 80 frá 16 íþrótta- og ungmennafélögum víðsvegar 1 um land, þ. á. m. héðan úr Reykjavík, frá Akureyri, Hafnarfirði, Kjalarnesi, Siglu- firði/, Vestmannaeyjum, Kefla- vík, Borgarfirði, Skagaströnd, Selfossi, úr Snæfellsnessýslu og víðar. Keppnigreinar eru 12 í drengjaflokki en 14 í unglinga- flokki. Mest er þátttaka í langstökki, en þar er 21 kepp- andi í báðum aldursflokkum. í mörgum öðrum greinum er einnig ágæt þátttaka og m. a. eru 13 þátttakendur í 300 m. hlaupi í yngri aldursflokknum. Mótin hefjast bæði kl. 2 e.h. í dag og fer aðalhluti þeirra fram í dag og á morgun, en mótinu lýkur svo með þríþraut á mánudaginn. Frjálsíþróttadeild K.R. sér um mótin. annar var Hilmar Þorbjörns- son á 22,3 sek. Þessi árangur Harðar reyndist vera bezti ár- angur mótsins samkvæmt stigatöflu og hlaut hann að launum forkunnarfagran silfur bikar. Þórir Þorsteinsson vann 400 m. hlaúpið á 49,6 sek. og bætti þar með drengjamet Hauks Clausen um 8/10 úr sek. Þrístökk vann Vilhjálmur Einarsson eftir mjög harða keppni við Finnann Niemále, en hann hafði áður náð svipuð- um árangri og Vilhjálmur. Á þessu móti stökk Sigurður Friðfinnsson 6,90 í langstökki, Síðasta keppnin fór fram í Inkeronen, sem er skammt frá Helsingfors. Af árangrum frá því móti má nefna að Hörður sigraði Finnann Tavisalo og Norðmanninn Johanson, en þeir eru báðir þekktir spretthlaup- arar á Norðurlöndum. Tavisalo var annar á finnska meistara- mótinu fyrir skömmu. Hljóp hann þá vegalengdina á 21,9 sek. Þar setti Þórir Þorsteinsson nýtt drengjamet í 800 m. hlaupi. Hljóp hann vegalengd- ina á 1,55,7. Er það þriðji bezti árangur íslendings í því hlaupi. Þess má geta til gamans, að á mótinu í Pori keppti ein- fættur maður í hástökki. Stökk hann þar 1,75 m. en hefur stokkið hæst 1,80 m. Róma Ármenningar mjög allar móttökur og fyrirgreiðslu í Finnlandi. Einkaskeyti frá AP. —■ Málmey í gær. A.-þýzkur lögregluþjónn og bróðir hans struku með járn- brautarferju frá Sassnitz í gær. Leyndust þeir undir segli á ferjunni, og gáfu sig ekki fram, fyrr en ferjan var komin til Trállenborg. Leituðu þeir til lögreglunnar • þar og báðu um hæli sem pólitískir flóttamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.