Alþýðublaðið - 21.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.05.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Góðir fiskimenn geta fengið pláss á mótorkútternm í vor og sumar. H. P. Duus. í bókbandi og skósmíði heldur Heimilisiðnaðarfélag íslands í Reykja- vík um 5 vikna tíma frá síðari hlufa maímánaðar til júnírnánaðar- loka. — Kenslan er ókeypis. Fyrir hönd Heimilisiðnaðarfélags íslands Inga L. Lárnsdóttir p. t. forseti, Bröttugötu 6. — Sími 215. . Heiðruðu alþýðumenn og konur! Verzlun mín er flutt af Laugaveg 46 á Bjargarstíg 2, og hefir þar á boðstóium matvörur, tóbaksvörur, sælgætisvörur, hreinlætisvörur, spritt, lauk, edik, saft, Gosdrykki og síðast en ekki síst rjól (B. B.) skorið og óskorið og margt margt fleira, sem oflangt yrði upp að telja. Virðingarfylst Theodór Sig'urg’eirsson. Agætt saltkjöt ódýrast hjá H. P. Duus. Xoli konangnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: I Þjónar Kola konungs. I. Ætlun Halls var að ferðast sem lyrst til Western City og fara til blaðanna. En hann hafði enga peninga. Sá eini, sem skeð gat að hefði þá var Jón Edström, ef hann á annað borð hafði feng- ið það, sem Mary sendi honum. Fyrst fór hann til grafarans, sem séð hafði um úUör konu Edströms, en hann vissi ekki hvar Edström hélt sig. Þá spurðist hann fyrir hjá tóbakskaupmönnunum, vegna þess að honum var í fersku minni tóbakslyktin af pípu gamla manns- ins. Á þennan hátt komst hann á rekspöl; sama írska konan, sem hafði ráðið Halli frá því, að leita sér vinnu í kolanámunum, mundi eftir gömluin, gráhærðum námu- verkamanni, sem hafði keypt ó- dýrt tóbak hjá henni, og hafði sagt henni, að hann væri á svarta listanum. Edström bjó á kvistherbergi hjá verkamanni einum, og Hallur fór þangað eltur af Pete. Karlinn varð himin lifandi er hann sá Hall, en þegar hann nefndi pen- ingana, svaraði Edström, að hann hefði ekki enn þá komið á póst- húsið, en hann hefði ofurlítið, en ekki nóg fyrir farmiða. Þegar þeir komu út, var Pete á götunni, svo þeir hættu við að fara á póst- húsið, vegna þess þeir óttuðust, að peningarnir væru merktir og að Cotton myndi fá átyllu til þess að taka Hall fastan. „Við skulum heldur fara til hans Mac Kellar vinar míns“, sagði Edström. „Ef til vill finnur hann ráð til þess, að náman verði opnuð". Mac Kellar var gamall Skoti, og fyrverandi námumaður; hann var nú farlama og hataði alt, sem tilheyrði harðstjórn Alfs Raymonds, og eitthvert sinn höfðu þjónar Alfs nærri verið búnir að gera útaf við karlinn, sagði Ed- ström. Þeir lögðu af stað, með Pete á hælum sér. Kona opnaði dyrnar, og inni í borðstofunni sat Mac Kellar. Hann var gráhærður öld- ungur, hnýttur af gigt og varð að nota hækju. Hallur sagði sögu sína, og hinn aldni námumaður þurfti ekki margra útskýringa við. „Þér þurf- ið ekki að fara til Western City til þess að komast í samband við blöðin", sagði hann. „Það er maður hérna við hendina, sem mun taka það að sér, Keating frá blaðinu „Gazette“. „Er það „Western Cíty Gaz- ettef" spurði Hailur. Hann vissi, að það var kvöldblað, sem kost- aði eitt cent og var lesið af verka- mönnum, og fólk sem var dálftið mentað taldi það fremur lítilfjör- legt. „Já, eg veit það vel“, sagði Mac Kellar, sem skildi vel, hvað Hallur hugsaði. „En það er eina blaðið, sem þér munuð fá til að prenta þessa sögu sanna“. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.