Vísir - 30.08.1954, Blaðsíða 7
Mánudagmn 30. ágúst 1954
VlSIB
Lifandi ■ - »
dauðnr
£ftir P Potter
yV^A^^JW^rt^WWWVA^WVWWWWVT'^'Vrt^WWW^VWWnrfW'taíir*
smiðum, lyfjafræðingum og bílaviðgerðarmönnum. Ertu viss um
að þetta sé rétta umslagið?
— Já, eg tók ekki við öðru umslagi hjá Blaye, sagði María.
Eg laut niður að henni og kyssti hana. — Eg hefi komið þér
í slæma klípu. En láttu mig hafa veg og vanda af öllu þegar
við komum á leiðarenda. Segðu ekki orð. Ég held að þeir muni
ekki ger’a þér neitt mein. Eg var að hugsa um að trúa Hiram
Carr fyrir hvernig í öllu lægi. Ameríkanska sendiráðið gæti
kannske hjálpað okkur. En hvernig átti eg að sanna að eg væri
Ameríkumaður? Og eg hafði ekki tíma til þess heldur. Við
vorum komin í úthverfin í Budapest.
Eg opnaði klefadyrnar og vék til hliðar til að láta Maríu
ganga inn á undan mér. Mér þótti skrítið að Ijósið hafði verið
slökkt og gluggatjaldið dregið niður, en datt í hug að Strakhov
mundi hafa fengið sér blund.
Eg rétti út höndina til að slökkva ljósið. Strakhov sat
horninu með hendurnar á hnjánum og augun aftur. Það var líkast
nælt saman með fjölda af hárnálum, stórum og svörtum. Svip-
laust andlitið var bleikt eins og kranít, þar sem það ekki var
málað.
— Afsakið þér, en hvað heitið þér? spurði Hiram Carr.
— Blaye, sagði eg — Marcel Blaye. María beit á vörina.
Þjónnirm kom með súpuna, en Hiram Carr hélt áfram að
masa.
— Hvað verzlið þér með, herra Blaye?
Eg leit á Maitíu. — Úr og klukkur, svaraði eg. — En þér?
Sannast að segja er eg landbúnaðarráðunautur í Bandaríkja-
sendiráðinu Budapest. Eg hefi átt að vera bóndi alla mína ævi
eins og faðir minn og afi. Ekki rétt, Teensy?
— M-hm, sagði Teensy með munninn fullan af mat.
Við fengum ket, ávexti, ost og kaffi, og Hiram kjaftaði sig
áfram gegnum alla máltíðina. Honum tókst að dreifa huga
mínum frá því sem framundan var, þangað til eg leit á klukk-
una og sá að við áttum að vera komin til Budapest eftir hálf-
tíma. Eg kallaði á þjóninn og bað hann um dagblað.
— Þér afsakið að eg verð að sinna stöitfum mínum? sagði eg
við Carr. — Við erum í skemmtiferð og kaupsýsluferð um leið.
Eg hélt blaðinu fyrir framan mig með vinstri hendi og opn-
aði umslagið með þeirri hægri. Dró út heilan bunka af vélrit-
uðum blöðum og lagði þau á dagblaðið. í sömu svifum sá eg
að Strakhov var að ganga út úi* vagninum.
Eg var skjálfhentur, en María var að segja Carrhjónunum
frá lífinu í Budapest, svo að þau tóku ekki eftir hve óstyrkur
eg var. Mér var ljóst að þarna í umslaginu væru upplýsingar,
sem gætu komið mér að gagni þegar eg hitti greifafrúna Or-
lovsku. Eg vissi ekki beinlínis hvað eg gerði mér von um að
finna. Að minnsta kosti ekki það sem stóð í blöðunum fyrir
framan mig. Nöfn og heimilisföng í stafrófsröð?
Ablon Jeno, Vaciutca 13, Budapest, úrsmiður.
Balogh Henrik, Kossuth Lajomet, lyfjafræðingur.
Kovacs Pal, Kiraly Karoly utca 388, Budapest, vélvirki.
Og svona áfram út allt stafróið. Nöfn og heimilisföng yfir
himdrað manna víðsvegar í Ungverjalandi. Og efst á hverri örk
stóð þýzka heitið á úrsmið.
Eg veit ekki hve lengi eg sat þarna og rýndi í þessa lista og
reyndi að botna í þeim. Eg rankaði við mér þegar María sagði:
— Þjónninn segir að þeir séu að loka matarvagninum. Við
verðum víst að fara inn í klefann aftur.
Eg lagði listana innan í blaðið og fór á eftir Maríu, Teensy
og Hiram gegnum vagnana. Hvergi sáum við dr. Schmidt.
Hiram Carr sneri sér að mér rétt áður en við komum að
klefanum og sagði:
— Þið megið ekki gleyma okkur, gott fólk. Það er alltaf
hægt að ná í mig í ameríkanska sendiráðinu. Þið segizt ætla
að verða á Hótel Britsol? Það væri gaman að þið vilduð heim-
sækja okkur. Er það ekki, Teensy?
— M-hm! sagði Teensy.
Klefadyrnar voru lokaðar. Eg hnippti í Maríu og við héldum
áfram inn ganginn.
— Það er ekkert í þessu bölvuðu umslagi nema nöfn á úr-
, Aðgöngumiðar í Bókabúð Æsk-
og fellibylur hefði farið um klefann. Töskurnar voru niður a unnar og að jargi. Ferðir verða
gólfi og það sem í þeim var á tætingi um allan klefann. Þó að
majórinn hefði langað til að skoða innihaldið hefði hann getað
gert það með meiri varfærni.
Minningarsjóður
Sigríðar Halldórsdóttur efn-*
ir til skemmtunar að Jaðri ann-
að kvöld. Þar skemmta hinir
vinsælu skemmtikraftar sem
undanfarnar vikur hafa verið
Jaðri og hlotið miklar vin-
sældir. Þetta er síðasta skemmt
unin að Jaðri á sumrinu og því
allra síðasta tækifæri til að
hlusta á söng Erlu Þorsteins-
dóttur og sjá töframeistara
Norðurlanda, Viggo Spaar,
leika hinar ótrúlegustu listir.
Auk þess mun hinn snjalli leik-
ari Brynjólfur Jóhannesson
skemmta. Þá verður dansað en
hljómsveit Carl Billich leikur.
frá Ferðaskrifstofunni á veg-
um Norðurleiða og farið kl.
8,30.
Eg tók í öxlina á Strakhov til að vekja hann.
María hefði rekið upp óp ef eg hefði ekki tekið hendinni um
munninn á henni. Strakhov var volgur ennþá, en hann var stein-
dauður. Breiður hnífur stóð á kafi í bakinu á honum.
Jafn fljótur í snúningunum hafði eg aldrei verið áður.
— Komdu öllu dótinu ofan í töskurnar, sagði eg við Maríu.
Eg varð að láta hana hafa eitthvað fyrir stafni til þess að hún
sleppti sér ekki. — Vertu fljót að þessu!
Eg lyfti majórnum upp í sætinu og lagði hann niður á gólfið. |
Reyndi að draga hnífinn út en hann sat fastur. Svo lyfti eg
fjaðralokinu á sætinu og sá að rúm var undir til að geta komið
líkinu þar fyrir.
Þegar ég hafði lokið við að koma sætinu í samt lag hafði
María gengið frá töskunum. Ég fleygði töskunum upp í netið
aftur. Rauður blettur var á sætinu en ég lagði ungverskt
blað yfir hann. Það yrði ekki hægt að halda morði Strakhovs
leyndu lengi. En vonandi gætum við komist úr lestinni og á
burt af járnbrautarstöðinni áður en lestarverðirnir yrðu nokk-
urs varir.
Við heyrðum lestarvörðinn kalla út í ganginum: — Kelen-
fold, Kelenfold, og eimreiðarstjórinn fór að hægja á lestinni.
Kelenford er síðasta stöðin áður en lestin fer yfir Doná og inn
í Keletistöðina í Pest.
Ég þreif eina töskuna og rétti Maríu aðra minni og við fór-
um út í ganginn. Ég fór inn í síðasta klefann, sem var tómur
og stakk vélrituðu blöðunum frá Marcel Blaye undir sætið.
Okkur gekk vel að komast úr lestinni. Varðmaðurinn var
farinn af stéttinni og það var margt fólk sem fór út.
Við gengum fram stéttina og afhentum farmiðana okkar við
hliðið. Við vorum þau síðustu sem fórum út. Torgið við stöðina
var mannlaust. Mér var afar órótt og það eina sem mér hug-
kvæmdist að segja við Maríu var: — Strakhov sagði ekki rétt
frá um Grigori.
— Hvað áttu við? sagði María.
— Niðurlagið var skakkt. Það var ekki eða þér týnið lífi
sjálfur, heldur: eða ég týni Iífi sjálfur.
Fyrir handan torgið stóð bifreið. Eg bað Maríu um að bíða
meðan eg næði í hana.
Ég hafði ekki gengið nema nokkur skref þegar maður kom
út úr stöðvarhúsinu bak við mig. Það var dr. Schmidt og
hann var með skammbyssu í hendinni. Hann miðaði á mig.
5. KAP.
Talsvert hafði snjóað um daginn, en nú var heiðskírt og
nístingskuldi. Það var komið rökkur, ég sá nokkrar stjörnur.
Dr. Schmidt skipaði okkur yfir torgið og að bílnum.
Þetta var herbíll Strakhovs majórs. Og mig furðaði ekkert
þegar eg sá Ottó og Hermann sitja í honum. Þeir höfðu auð-
Edda,
millilandaflugvél Loftleiða, e
væntanleg kl. 19,30 í dag frá
Hamborg, Kaupmannahöfn,
Osló og Stafangri. Flugvélin
fer til New York kl. 21,30 í
kvöld.
Einu sinni var....
Þessar fréttir birti Vsir m.
20. ágúst 1919.
Þ.
Nýju fisksölutorgi
verður bráðlega komið upp
fyrir neðan pakkhús Höepfners,
og núverandi sölutorg þá lagt
niður. Byrjað er að grafa fyrir
vatnsleiðslunni að nýja torg-
inu, og verður allur útbúnaður
þar betri en verið hefir á gömlu
sölustöðvunum.
Bifreið
hefir Sig. lyfsali Sigurðsson
keypt og ætlar að flytja til
Vestmannaeyja. Er það fyrsta
bifreið sem þangað kemur.
Faxaflóaskip
hefir hið nýja eimskipafélag
keypt í Danmörku til flutninga
hér um flóann. Það er eimskip
og mun vera lagt af stað áleið-
is hingað.
Villiendui|
eru nú með flesta móti á
tjörninni. Þyrfti að gæta þess,
að þær yrðu ekki skotnar í
haust. Það væri mikil bæjar-
prýði, ef fuglar hændust að
tjöminni meir en verið hefir
og það myndu þeir gera, ef þeir
væru ekki styggðir með skot-
mn.
C & BunouyhA z
TARZAN
1633
Tarzan tók á öllu sem hann átti til
þess að reyna áð opná rimlahlerann.
Hinir ryðguðu rimlar gáfu að lok-
um eftir svp haún gat skriðið undir
há. Hann synti l flýti eftir árfarveg-
inum en kom skyndilega auga
várðmann.
Varðmaðurinn stóð v r
iraman krýningarðalinn. Nú voru
jóð ráð dýr.
,í