Vísir - 30.08.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 30.08.1954, Blaðsíða 8
ÍVfSIR er ódýrasta blaðiS og bó bað fjöl- breyttasta. — Hríngið í síma 1660 og I gerist áskrifendur. Mánudaginn 30. ágúst 1954 Þeir sem gerast kaupendur VfSlS eftúr 18. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1680. Norska myndlistarsýningtn opnui í Listasafni ríkisins í gær. Um 22(1 lisfaverk á svninguniii, sem verðitr oraiat lil 19. sepfemlier. Norska myndlistarsýningin var opnuð með hátíðlegri athöfn í jListasafni ríkisins klukkan 2 í gær. Pjölmargir gestir voru við- staddir sýninguna, þeirra á með- al forsetahjónin. Yaltýr Stefánsson formaður Menntamálaráðs bauð gesti vel- komna, en því næst flutti Hai- vard Lange utanrikisráðherra ’Norðmanna ávarp, en Bjarni Bénediktsson menntamálaráð- lierra opnaði sýninguna með ræðu. Halvard Lange drap í ræðu Æinni á forn og ný menningar- tengsl íslands og Noregs. Þá minntist hann á sýningu íslend- inga i Noregi fyrir rúmum þrem- ■ui*' árum sem gefið hefði Norð- mönnum glögga hugmynd um myndlist íslendinga. Þá þakkaði Ihann ríkisstjórninni fyrir að Jbjóða hinni norsku myndlistar- sýningu og listamönnum heim, og gat þess að þetta væri fyrst norska opinbera listsýningin, sem hér væri haldin. Kvaðst hann vona, að sýning þessi gæfi góða lieildarmynd af nútímalist Norð- manna, en á sýninugunni væru aðeins verk eftir núlifandi lista- menn. Að lokum afhenti Lange menntamálaráðherra að gjöf bók um norska skreytingarlist í 1000 •ár, til minningar um sýninguna. Bjarni Benediktsson hóf ræðu sína á þvi að bjóða utanrikisráð- herra Norðmanna, norsku lista- mennina og aðra Norðmenn, sem þarna voru staddir velkomna, en siðan ræddi hann um samband Norðmanna og íslendinga gegn- um aldirnar allt frá Landnáms- tíð fram á vora daga, og gat þess að þótt samband landanna væri minna nú en á fyrstu árunum eftir byggð íslands, hefðu ís- lendingar þó jafnan fylgzt með örlögum Noregs af meiri áhuga en flestra eða allra annarra þjóða. Þá gat hann um þá vakningu og áhrif er norsk skáld hefðu haft á sjálfstæðisbaráttu íslendinga um síðutsu aldamót, en nú væri það myndlist þeirra, sem íslend- ipgar fengju tækifæri til þess að. kynnast með opnun þessarar sýn ingar. — Að ræðu sinni lokinni lýsti ráðherrann yfir þvi að sýn- ingin væri opin. Eftir þessa athöfn gengu gest- ir um listasafnið og skoðuðu sýn- inguna. Eru þarna um 220 lista- verk, málverk, vatnslitamyndir, ieikningar, svartlistarmyndir og myndhöggvaraverk. Mikill mannfjöldi sótti sýn- ingu þessa í gærdag, en aðgangur et’ ókeypis. Sýningin verðúr op- in til 19. september. Hafskip klýfur suitdur dráttar- bát. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Hafskipið Atlantic, eign Pan- american Line, og franskur dráttarbátur, rákust á í morgun á Ermarsurndi. Dráttarbáturinn klofnaði í tvo hluta, 9 af 30 manna áhöfn er saknað og talið, að þeir hafi drukknað. Verkalýðsfélög komm- únista ófrjáls. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Miðstjóm brezka verkalýðs- félagasambandsins hefur hafn- aði tillögu um aðild sambands- ins að Alþjóða verklýðsfélaga- sambandinu, sem kommúnistar stjórna. Segir í greinargerð um þetta, að verklýðsfélög kommúnista; séu ekki frjáls, heldur verk- færi í höndum kommúnista- flokksins og valdhafanna í löndum, þar sem kommúnista ráða. Vildi Gústaf V. hernaðar- bandalag við Þjóðverja? Frá fréttaritara Vísis. Stokkhólmi í fyrradag. Sænskur prófessor hefir kom- izt að niðurstöðum í sögurann- sóknum, sem vakið hafa gífur- Iega athygli í landinu. Hann fullyrðir, að Gustav V. og Victoría drottning hafi á ár- unum 1913 og 1914 reynt að steypa frjálslyndum sænskum stjórnum, til þess að geta gert hernaðarbandalag við Þjóð- verja. Skilyrðið fyrir slíkri hernaðarsamvinnu Svía og Þjóðverja var það, að Rússar settu Svíum úrslitakosti, ef styrjöld skylli á. Þá áttu Svíar að vísa því á bug, en senda fjórar herdeildir til Uleáborg í Finnlandi. Þjóðverjar áttu að vernda Jhinar sænsku hersveitir með flota sínum, en um leið átti þýzkur her að sækja að Péturs- borg (sem nú heitir Lenin- grad). Konungshjónin ætluðu að koma á stjórnarkreppu til þess að geta gert hernaðar- bandalag við Þjóðverja. Þá ert fullyrt, að konungur hafi haft óbeit á forsætisráðherranum vegna hlutleysisstefnu hans og vegna þess, að hann var hlynntur því, að konur fengju atkvæðisrétt. Nýyrði, orðabók, II. hefti, sem sagt var frá í blöðunum um dag- inn, er nú komin út og fjallar um sjómennsku og landbúnað. Dr. Halldór Halidórsson tók saman, en útgefandi er H.f. Leift- ur. Það var kalt í London, þegar þessi mynd var tekin og mör- gæsin í dýragarðiinum virðist hugsa sig um, áður en hún stingur sér í vatnið. Hún ætti þó að vera vön við kuldann. Heimsmet í 5000 m. hlaupi í Bern, einnig í sleggjukasti. Rússar unnu í 16 greinum af 35. Einkaskeyti frá AP. Bern í gær. Frjálsíþróttamótinu, sem hér hefur verið haldið, er nú lokið. Mörg frækileg íþróttaafrek voru unnin á mótinu og tvö heimsmet sett á seinasta degi mótsins. f 1500 metra hlaupi varð Bann- ister frá Bretlandi sigurvegari á 3 mín. 43.8 sek., Nielsen, Dan- mörkíi, annar á 3 mín. 44.4 sek. og Jungwirt, Tékkóslóvakíu, þriðji á 3 min. 45.4 sek. í 5000 metra hlaupi varð Kutz, Ráðstjórnarr., fyrstur á 13 mín. 56.4 sek. og er það heimsmet. Annar varð Chataway, Bretlandi, á 14 mín. 8.8 sek., þriðji Zatopek, Tékkóslóvakíu, á 14 mín. 10. sek. í 100 metra hlaupi sigraði Þjóð verjinn Futterer á 20.9 sek. í hástökki vann Bengt Nilsson, Svíþjóð, stökk 2.02 rnetra. Ungverjar unnu 4X100 m. boð- hlaup og Frakkar 4X400 m. boð- hlaup. 1 sleggjukasti setti Krovonoss- ov heimsmet. Kastaði hann sleggj unni 63.34 m., Strandli, Noregi, varð annar, kastaði 61.7 og þriðji ungverski Ólympíumeistarinn Csermak, 59.72. Tíu „sketfinöðrur77 skemmast af eldf. Um miðnætti á sunnuúagsnótt var slökkviliðið kvatt að Fischer- sundi 3 og haíði kviknað þar í bíiaviðgerðarverkstæði. Illutafélagið „Vagninn" er þar til húsa og skemmdust þar 10 „skelfinöðrur". Ilúsið, sem er timburhús, sviðnaði innan. Búizt er við, að kviknað hafi út frá rafleiðslu. 2 drengjamet sett. Tvö met voru sett í drengja- meistaramótinu um helgina. Annað setti Pétur Rögnvalds- son, KR.i 110 m. grindahlaupi — 15,2 sek. — og liitt Svavar Mark- ússon, KR, er hl.jóp 3000 m. á 9:10,2 mín. Nánar verður sagt frá mótinu í blaðiriu á morgun. I Kína er mesta flóöa- hættan liðin hjá. Einkaskeyti frá AP. — Peking í morgun. Opinber tilkynning hefur verið birt um, að mesta flóða- hættan í Kína sé nú úr sögunni. Er farið að sjatna í fljótun- um. í tilkynningunni er lokið miklu lofsorði á alla þá, sem sameinast hafi til að afstýra hættunni, og haf'i sigur unnist í fyrstu lotu þeirrar baráttu, eins og að orði er komist. Maður slasast á Siendi. Um hádegið í gær varð slys á Vatnsstíg 3. Fór maður meS hendina í hefil og var fluttur á Landsspítalann. Maðurinn heitir Eyvindur Eyi þórsson. Var hann að vinna í trésmíðaverkstæði og lenti með hendina í hefii eða „afréttaralli og varð að flytja hann á Lands-i spítalann. Fyrsta áætlunarferð til Patreks- fjarðar og Bífdudals á morgunn. Kviknar í bifhjóli. í morgun var slökkviliðið kvatt að Blönduhlið 22 og hafði kviknað þar í mótorhjóli. Var maður þar að setja mót- orhjól í gnng og kviknaði í hjól- inu og fékk hann við ekkeri ráð- ið. Kallaði hann á slökkviliðið til hjálpar og réði það niðurlög- mn eldsins. Mótorhjólið skémmd ist ekki mikið. Akurnesing&r töpuðu. Þýzkalandsfararnir frá Akra- nesi háðu fyrsta leik sinn þar í landi í gær. Kepptu þeir í Hamborg við úrvalslið borgarinnar, og fóru svo leikar, að heimamenn höfðu sigur, settu tvö mörk gegn engu. Ekki hafa bqrizt nánari fregnir af leiknum. Lengsta sérleyfisleið á íslandi, er um 500 km. Eins og mönnum mun vera kunnugt hefur í, sumar verið unnið að því að gera veginn í Kollafirði um Kiettháls og Barða strönd akfæran, en með því opn- ast bifreiðavegur til Patreksfjarð ar og Bíldudals. í Kollafirði vérður þó enn að sæta sjávarföllum, en fljótlega verður væntanlega úr því bætt. Á.morgun (þriðjudag) verður fyrjn fyrsta áætlunarferð héðan úr Reykjavík til Patreksfjarðar og Bíldudals. Og er áætlað að fara þá á leiðarenda og til baka I á miðvikudag. Guðbrandur Jör- undssori ér sérleyfishafi á þess- ari leið og liyggst hann að nota til þessara ferða fyrst um sinn 26 manna Ford-bifreið. Með starfrækslu þessarar sér- leyfisleiðar verður bætt rnjög úr samgönguþörfum Austur- og vestur-Barðastrandarsýslu og þesi héruð tengd akvegakerfi landsins. Þess skal getið að sérleyfis- leiðin Reykjavík—Patreksfjörð- ur—Bíldudalur er lengsta sér- leyfisleið á landinu, þar sem vegalengdin frá Reykjavík til Bíldudals er nálægt 500 km. Vínveitingar í Þjóðleikhúsinu ? Ekki er ósennilegt, að vín- veitingar verði leyfðar í Þjóð- leikhúsinu á næstunni. Hefur verið sótt um leyfi til slíkra veitinga, og nú hefur þjóðleikhúsráð lýst yfir því við bæjarráð, að það hafi mælt með því, að Þorvaldur Guðmunds- son, sem hefur kjallarann á eigu, fái vínveitingaleyfi þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.