Vísir - 02.09.1954, Blaðsíða 7
Fimmtuöaginn 2. september 1954
VlSIR
WVWbVWWWWWWWAWVWWS<VWVWWUW»i?MijWI
/wvwwirfwwwwftwwwtfwwvvvwwsi^vywyvvwv\
IjÍfatMílÍ » - -
dauÖBMr
£ftir P Potter
!Z
hann í járnbrautarlestinni.
Schmidt laut fram á skrifborðið. Hann var með Ijótt ör eftir
einvígi á kinninni. Og það var orðið rautt.
— Svona! Hann þreif skammbyssuna og hjó skeftinu á henni í
skrifborðið. — Haldið þér að eg sé flón? Þér ætlið að telja mér
trú um að þér hafði skilið umslagið eftir í lestinni. Ónei, þér
verðið að ljúga einhverju líklegra.
— Þetta er satt, sagði eg.
Scmhidt sagði: — Þér munuð komast að raun um að við not-
um okkar eigin aðferðir. Við vitum hvernig við eigum að láta
sannleikann koma í ljós. Ottó glotti.
— Rólegur, Ottó — hægan, hægan, sagði doktorinn.
Hann starði lengi á mig. — Eg skal játa að eg dáðist að yður
í aðra röndina, herra minn. Eg hélt að þér væruð slægur. En
nú er eg kominn á aðra skoðun, Sannast að segja hafði eg ekki
hugmynd um að þér væruð til fyrr en eg sá yður með ungfrú
Torres í járnbrautarlestinni.
— Það var engin ástæða til þess að þér vissuð um mig, sagði
eg. — Ekki vissi eg að þér voruð tií.
Dr. Schmidt hló. — Eg sting upp á að þér hættið þessum
skrípaleik.
Eg hefi getið þess að eg var í hugaræsingi. Og nú sagði eg alla
söguna um bróður minn. Ég sagði hvers vegna Rússar hafðu
neitað mér um vegabréf til Ungverjalands, og hvemig eg hefði
keypt vegabréfið, sem eg hélt að væri falsað, af Figl í Wien,
— Mjög skemmtileg saga, sagði Schmidt. —■ Þér getið svei
mér búið til lygasögur. En dettur yður í hug að þér ginnið mig?
Hann tók aftur af sér gleraugun og strauk af þeim.
Það er víst bezt að eg nefni það sem þér hafið aðhafst, svo
að við skiljum hvor annan betur. Hann barði hnefanum í borð-
ið. — Fyrir sex vikum tókst yður að ráða ungfrú Torres hjá
Blaye.
— Það er lygi, sagði María. — Eg hef ekki séð þennan mann
fyrr en í gær. Þetta var það fyrsta sem hún sagði við Schmidt
en hann sagði bara: — Gætið að hvað þér segið!
— ■ Eg er viss um að ungfrú Torres lærði ýmislegt á skrif-
stofunni, hélt hann áfram. — Því að Blaye var heimskur þó
að hann væri landráðamaður. Eg sagði honum að ungfrú Torres
væri dóttir spánsks kommúnista.
— Hann var ekki kommúnisti heldur en þér, sagði María.
Schmidt svaraði ekki. Leit ekki einu sinni á hana.
— Eg er ekki viss um hvort þér eltuð Blaye og ungfrú Torres
til Wien, hélt hann áfram. — En þér voruð þar samtímis þeim.
Eg játa að mér fannst eg vera sniðugur að farga Blaye. Eg
leyni því ekki að eg drap hann. Hann var svikari og átti að
deyja. En eg hefði átt að taka vegabréfið hans áður' en þér
funduð hann.
— Þetta eru hugarórar, sagði eg. — Eg hef aldrei séð Blaye,
hvorki dauðan eða lifandi. Eg keypti vegabréfið af Figl.
Doktorinn lét sem hann heyrði ekki það sem eg sagði. — Á-
samt vegabréfmu tókuð þér farmiða Blayes og stáluð ferða-
ávísunum hans. Ungfrú Torres hafði náð í umslagið. Það var
klókt af ykkur að fara til Budapest strax. Það lá við að ykkur
tækist að afmá feril ykkar þegar þið hoppuðuð af lestinni. Ef
Ottó hefði ekki funöið ykkur þá hefðuð þið kannske sloppið.
Ottó smellti saman hælunum.
— Eg veit ekki hver þér eruð, herra minn. Þér segist vera
Ameríkumaður. Þér táíið þýzku eins og Berlínarbúi og frönsku
eins og Frakki. Eg yeit ekki fyrir hvern þér starfið, en eg mun
komast að þyí.
Doktorinn fór að hækka róminn. Hann stóð upp og kom til
mín. Grísaaugun leiftruðu bak við gleraugun.
— Segið mér strax hvað þér gerðuð við umslagið.
— Eg sagði yður að eg hefði skilið það eftir í vagninum.
— Hverjum afhentuð þér það?
— Engum. Þetta er satt sem eg hef sagt yður.
Schmidt öskraði. — Ef þér segið mér ekki hvar umslagið er
þá læt eg Ottó taka við yður.
Hvað átti eg að segja?
— Það eru ýms önnur ráð til, sagði doktorinn. —Hvað mund-
uð þér segja um að láta afhenda yður rússnesku lögreglunni?
Þeir vilja víst gjarnan tala við yður á Stalin-ut númer 60.
— Það væri nú ekki sérlega hyggilegt, sagði eg. — Að því er
mér skilst vilja Rússar víst gjarnan ná í þetfa umslag líka. Og
yður mundi kannske ekki reynast auðvelt að gefa skýringu á
hvers vegna þér eruð staddur hérna í Ungverjalandi. Ottó og
Hermann eru liðhlaupar úr rússneska hernum. Þeir hafa stolið
herbíl. Og hvað haldið þér að rússneski setuliðsstjórinn mundi
segja ef hann hitti yður sitjandi undir mynd af Hitler?
Schmidt tók skammbyssuna upp af skrifborðinu. — Við get-
um séð til þess að Rússar finni líkið yðar, sagði hann.
— En þá ,náið þér aldrei í umslagið, sagði eg.
6. KAJf.
Schmidt sat þögull um stund. Svo sagði hann, líkast og af
tilviljun: — Hvar í lestinni skilduð þér umslagið eftir?
Eg hristi höfuðið. — Hægan, hægan, við höfum svo margt
að tala áður en eg segi yður það. Og svo munduð þér ekki trúa
mér hvort eð væri.
Doktorinn sneri sér að Ottó. — Hve langan tíma þurfið þér
til að liðka á honum málbeinið?
—• Ekki nema fáeinar mínútur, hugsa eg, yðar hágöfgi, sagði
Ottó og starðr á mig með fúlmannlegu glotti á andlitinu. —< í
mesta lagi klukkutíma. Hann benti á pyntingartækin á bekkn-
um.
— Þér dirfizt ekki að gera það, sagði María. — Hann segir
satt. Hann faldi umslagið í lestinni.
—• Vertu ekki hrædd, sagði eg. — Eg þarf engu að leyna. Auk
þess verður Ottó að eyða talsvert meiru en klukkutíma til að
láta mig leysa frá skjóðunni. Svo sagði eg við dit Schmidt: —•
Hvernig vitið þér hvort þér getið eytt heilum1 tíma í að koma
mér til að segja frá?
— Hvað eigið þér við? sagði Schmidt.
— Þér vitið að lögreglan hefir fundið lík Strakhoys. Það
hefir fundizt þegar tekið var til í vögnunum. Hve lengi haldið
þér að þeir verði að gera fullnaðarleit í allri lestinni?
Schmidt tók i eyrnasnepilinn á sér.
—- Jafnvel þó að lögreglan leiti ekki að uinslaginu þá finnur
einhver það samt, sagði eg. — Lestarvagnarnir eru alltaf þvegnir
áður en þeir snúa við til Wien. Einhver hlýtur að finna um-
slagið ef þér flýtið yður ekki.
— Hvernig á eg að vera viss um að þér séuð ekki að ljúga
að mér? sagði Scmidt.
Eg leit til Maríu og hún reyndi að hughreysta mig með augna-
ráðinu. — Þér vitið ekkert hvort eg lýg, sagði eg við Schmidt, —-
en yður ríður á að ná í umslagið og þér megið engan tíma missa.
Yður liggur á, svo að þér neyðizt til að taka á yður dálitla á-
hættu. Þér verðið að reyna að ná í umslagið áður en Rússar
finna það.
— Eg held enn að þér hafið afhent einhverjum í lestinni það,
sagði doktorinn. — Hvað heldur þú, Ottó?
Það var augljós hvað Ottó hélt og hvað hann langaði. — Látið
mig um hann, yðar hágöfgi. Ottó færði sig nær mér.
— Heyrið ,þið nú, sagði eg. — Mér væri auðvelt að segja, að
Á kvoldviSkunnic
Við þriðja vínglasið voru þeir
farnir að tala um hjúskapar-
vandamálin.
„Veiztu það“, sagði annar“.
Konan mín sagði við mig um
daginn, að ef ég myndi deyja
núna, þá myndi hún giftast
strax aftur“.
„En konan mín,“ sagði hinn,.
„segir að hún muni aldrei gift-
ast aftur".
„Ha, ha, hún heldur auðvitað
að hún geti aldrei fengið slíkan
mann sem þig“.
„Nei, þvert á móti, hún segir
að það sé einmitt það, sem.
hún sé hrædd við“.
Hann hafði átt fjarska ann-
ríkt og ákvað að fara sér til
heilsubótar á hressingarhæli.
Þegar 3 vikur voru liðnar
fannst honum þetta ganga alltof
seint og sagði lækni hælisins að
hann ætlaði að fara. Að skiln-
aði spurði iæknirinn hann
hvernig honum hefði líkað
hælisvistin og hvort nokkuð
gengi að honum lengur. „Þakka
yður fyrir hr. læknir. Nei, það
gengur ekkert að mér. Þegar eg
kom hingað hafði eg suðu fyrir
eyrunum, hana hefi eg enn. Eg
hafði al.ltaf magaverk og hann
hef eg enn. Og slæman höfuð-
verk hafði eg og hann hefi eg
enn. Nei, Þér sjáið að ekkert
gengur að mér.“
Tímakaitp hækkar v!5
sementsvinnu.
í gær tókust samningar milli
Dagsbrúnar annars vegar og
Vinnuveitendasambands íslands
og Vinnumálasamþands sam-
vinnufélaganna ,hins vegar um
kauphækkun verkamanna í sem-
entsvinnu.
Nemur kauphækkun þessi kr.
2!94 á klukkustund. Áður var
timakaupið i uppskipun á sem-
enti kr. 15,15, en verður nú kr.
18.09.
Undanafrið hafa verkamenn
verið mjög tregir til þess að
vinna að uppskipun á sementi,.
og stundum hafa menn alls ekki
fengist til vinnunnar. Hinir nýju
samningar taka til vinnu við upp
skipun á sementi, hleðslu þess í
pakkhúsum og samfellda vinnu
við afhendingu úr pakkhúsi svo
og við mælingar í hraerivél.
£ & SuttcufkA:
TARZAIM
/636
Fenjabúarnir stóðu ennþá í kring
um fórnarkerið og rýndu niður í
blóðlitað vatnið.
Á meðan læddist Tarzan hljóðlega
eins og köttur upp að hásætinu í
konungssalnum.
En um leið og hann hreyfði vegg-
skjöldinn datt steinn úr veggnum.
s Við hávaðann litu þeir við og sáu
Tarzan og Oozu varð hamslaus af
bræðL „Drepið hann, drepið hannþ‘
öskraði hann.