Vísir


Vísir - 04.09.1954, Qupperneq 8

Vísir - 04.09.1954, Qupperneq 8
VÍSIR er ódýrasta MaSiS og |>ó bað fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1860 og gerist áskrifendtir. dHBVPOP /M PHP nifc Þeir sem gerast kaupendur Vl'SIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tii mánaðamóta. — Sími 1660. Laugardaginn 4. september 1954 Tregur afli Akranesbáta. Talsverðar togaralandanir þar. ' Frá fréttaritara Vísis. — Akranesi í gær. Engir bátar hafa verið á sjó á 2 daga vegna verkfallsins, sem nú er leyst. Þeir munu tfara á veiðar í kvöld, ef lægir eitthvað, en nú er allhvasst. Reknetaveiðin var mjög treg fyrir verkfallið. Bátarnir voru ■að þreifa fyrir sér, en með litl- um árangri. Flestir bátar á iAkranesi eru komnir á rekneta- veiðar og vona menn, að afli fari að glæðast. — Böðvar hef- •ur reynt með snurpinót en ekkert fengið. ’Jogarar. Verið er að landa úr Geir. Hann er aðallega með karfa, sem veiddist á heimamiðum. Mun vera með 250—280 lestir •eftir viku veiðiferð og er það •dágóður afli. Bjarni Ólafsson lagði upp 31. -ágúst og mun nú vera kominn aftur á Grænlandsmið. Akurey er í slipp og mun fara á veðiar Hraðkeppnismót kvenns í handknattlerk. Hraðkeppnimót í handknatt- leik kvenna hefst í dag kl. 5 í tEngidal hjá Hafnarfirði og ■keppa 5 Reykjavíkurfélög í því, en auk þess taka stúlkur úr úþróttafélaginu Vestra á ísafirði Vþátt í þvi sem gestir. Félögin fimm, sem taka þátt i mótinu eru Ármann, Fram, 'KR, Valur og Þróttur. Á morgun hefst mótið með ’keppni milli Ármanns og Vals, að því búnu keppa Þróttur og Fram, en síðasti leikurinn verð ur milli Vestra og KR. Mótið heldur svo áfram á sunnudag kl. 3 e. h. og verður S>á keppt til úrslita. Hver fékk bílinn* sem dregið var um í gær? f gær var dregið í Happ- drætti Dvalarheimilis aldraðra •sjómanna. Dregið yar um vandaða bif- reið eins ogSí fyrsta og öðrum flokki. ‘ . t- Upp kom núfAer 26.466. — (Birt án'^Jjyrgðar) er hún verður tilbúin. Hún hefur legið í allt sumar. ísólfur kom hingað meðan verkfallið stóð, og var sendur til Hafnarfjarðar, og var byrj- að að landa úr honum þar í gær. Hann var við Grænland og var með fullar lestar. Rúmlega 1800 manns hafa sótt norsku sýninguna. Aðsókn að norsku myndlista- sýningunni hefur verið afar góð þessa fimm daga sem hún hefur verið opin í Listasafni ríkis- ins. Rúmlega 1800 manns hefur sótt sýninguna. Nokkrar mynd- ir hafa selzt. Sýningin er opin daglega frá kl. 1—10 síðdegis og er að- gangur ókeypis. Fólk er kvatt til að nota þetta einstaka tæki- færi og kynnast norskri nú- tímamyndlist. Sænskur hagfræðingur flytur fyrirlestra hér. Á morgun er væntanlegur hingað sænski hagfræðingurinn Per Jacobsson og mun hann flytja tvo fyrirlestra hér á vegum Háskóla íslands og Landsbankans. Per Jacobson er efnahags- ráðunautur Alþjóðagreiðslu- bankans í Basel. Mun hann dvelja hér í vikutíma og flytja tvo fyrirlestra í 1. kennslust. háskólans þriðjudaginn 7. sept. ember og miðvikudaginn 8. september kl. 6 e. h. Fjallar fyrri fyrirlesturinn um efnahagslegt jafnvægi og bankakerfið (Monetary Stabi- lity and the Banking System), en hinn síðari um vandamál frjálsari gjaldeyrisviðskipta (Problems of the Return to Convertibility). Öllum er heimill aðgangur. Indverska stjórnin hefur enn sent Portúgalstjórn 2 orð- sendingar. Er nú kvartað yf ir framkomu portúgalskra opinberra starfsmanna í ný lendunum. Afli glællst á Sreilaíirli. Bátar Sá 50—100 tnnnur. Frá fréttaritara Vísis —- Stykkishólmi í gær. Reknetaafli er nú aftur að -glæðast á Breiðafirði og fá bát- ar héðan, frá Grundafirði, :Sandi og Ólafsvík 50—100 tn. Síldin er vel feit, en mest :millisíld — lítið um stóra síld. -Sjómenn ætla að ný ganga sé •að koma, og í kjölfar hennar kömi stærri síld. Óvenjulega góð aflabrögð hafa verið á opna báta í sumar svo að annað eins hefur ekki þekkzt áður og er það þakkað stækkun landhelginnar. Einn unaður hefur oft dregið eina .smálest á nokkrum klukku- -stundum. Bátar með nýjum aflvélum. I morgun komu hingað tveir bátar frá Danmörku, Arnfinnur og«Svanur, en þeir fóru til Friðrikshafnar í sumar, og voru settar í þá nýjar vélar. Sigurð- ur Ágústsson keypti þessa báta fyrir jólin sl. vetur og fékk iánaðar vélar í þá. Þetta eru 50 lesta bátar. Húsabyggingar. Hér er verið að smíða 2—3 íbúðarhús og mörg í Ólafsvík. Sömuleiðis er þar frystihús í smíðum á vegum Kaupfélags- ins Dagsbrúnar. Lélegur síldarafli Svía hér við land Frá fréttaritara Vísis — Stokkhólmi í gær. Svíum hafa gengið illa veiðar við vesturströnd Svfþjóðar í sumar. Einnig hafa síldveiðar brugðist bæði við Island og á Flad- engrunni. Miklir stoilnar og stórsjóar hafa valdið sjó- mönnunum miklu erfiði én gefið lítið í aðra hönd. Fyrsta Islandssíldin er þeg- ar komin til Gautaborgar með móðurskipum. Hún er væn, en magnið er ekki til að guma af. Byrjað á byggingu 45 raðhúsa. f gær hófust byggingarfram- kvæmdir við raðhúsin, sem bærinn hefur ákveðið að Iáta byggja. Verður byrjað á byggingu 45 húsa, að því er borgarstjóri skýrði frá á borgarstjórarfundi í fyrradag. Dæmaiausar vitleysur í gremum sænsks blaðs um ísland. Brezka sýningin opnuð í dag. Brezk bókasýning verður opnuð í dag í salarkynnum Þjóðminjasafnsins kl. 2,30. Eins og áður hefur verið get- ið hér í blaðinu er til þessarar merku sýningar stofnað af British Council og Anglia. Við opnun sýningarinnar tala brezki sendiherrann, Mr. Henderson, Bjarni Benedikts- son utanríkisráðherra og Hallgrímur F. Hallgrímsson formaður Anglia. Á sýningunni er mikill f jöldi bóka, sem bóka og listunn- endum mun þykja mikill feng- ur í að kynna sér. í stuttu máli. 247 menn hafa drukknað í flóðunum í Pakistan, flætt hefur yfir 25 fermílur lands og búa þar 9% millj. manna, og á allt þetta fólk við meiri og minni hörmungar að búa af völdum flóðanna. Verð- mæti uppskeru, sem ónýzt hefur, er áætlað 30 millj. stpt. Sannazt hafa njósnir á franska konu, sem er emb- ættismaður í Nýju-Kaleon- íu. — Uppl. frá frú Petrov leiddu til, að upp um hana komst. Reading lávarður, sem verð ur aðalmaður Breta á Suð- austur-Asíuráðstefnunni í Manilla, er hefst n. k. mánu dag, er á leið þangað loft- leJðis. — DuIIes utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna er kominn þangað. Bevan, ásamt nokkrum fé- lögum sem þátt tóku í Kína ferðinni, fóru til Tókíó í hoði japanskra jafnaðar- manna, og flutti ræðu þar á samkundu þeirra um frið- samlega sambúð þjóðanna. Kiruna, 14. ágúst í gærmorgun þegar ég fór frá Stokkhólmi hafði Artur Lund- kvist skrifað þrjár greinar um ísland í aðalmálgagn jafnaðar- manna Morgon — Tidningen. Fyrsta greinin er eins og áður er sagt, vel skrifuð en hinar tvær síðari eru að fnörgu leyti hæpn- ai'. í grein, seni Lundkvist skrif- ar um ferðalag til Akureyrar þ. 11. þ. m, segir. m. a. „Fríkirkjurnar líta sakleysis- lega út, eins og leikföng, sem liafa týnzt í haganum, oft eru þær aðeins einfaldar hlöðubygg- ingar eða geymsla með burst á þakinu. . í mörgum íslenzkum kirkjum kvað aðeins vera messað einu sinni eða tvisvar á ári. Áhuginn á trúmálum er sáralitill og á- huga prests kæra menn sig ekki um, sá sem lætur fólk í friði er kosinn., Á hinn bóginn er fólkið frjálslyht gagnvart prestinum og lofar honum að lifa eins og hon- um þóknast. Við förum fram hjá prestsetri þar sem presturinn hefur búið með tveimur systrum og átt böm með báðum. Rétt fyr- ir skemmstu tók hann sig á og sendi aðra konuna á brott en í hennar stað fékk hann 13 ketti. Hvorki meira né minna en 13 ketti, sem báru virðingu og sökn- uði fagurt vitni.“ í grein, sem birtist í gær og heitir „Snillingamir í Reykja- vík“ bendir Artur Lundkvist að- eins á einn snilling meðal nú- lifandi íslenzkra ljóðskálda. Snillingurmn er Steinn Stein- arr! Hinir sniilingarnir eru þórbergur þórðarson, sem Luncf- kvist segir, að geti aðeins skrifa3 um sjálfan sig, en úr hópi mái« ara og höggmyndara hefur rit- höfundurinn valið Kjarval, sem. hann kallar Karvai, Ásgrím Jónsson og Ásmund Sveirisson. í lok greinarinnar segir Lund- kvist frá undarlegunv íslending- um. það er málari, sem hefur of- næmi gagnvart liúsinu sínu og verður að gista hjá vinum og venslamönnum. Guðspekingur í hópi höggmyndara, sem ekki talaði við neinn nema konuna, sína í 20 ár. Ákafur sósíalisti, sem ríkisstjórnin losaði sig við ' með því að senda liann inn í óbyggðir og láta hann stúdera óskiljanlegar hreyfingar vatn- anna og svo ríki maðurinn, sem flýgur umhverfis jörðina á hverju ári til þess að geta heim- sótt ákveðnar knæpur i Singa- pore, Sidney og San Francisco. Greinin endar á þessum orð- um: „íslendingar virðast ekki gera mikinn mun á raunveruleika og hugmyndaflugi, þeir eru svo' vanir bláum fjarlægum, dutl- ungafullum síldartorfum og rjúkandi lindum í snjónum." í lok greinarinnar, sem birt- ist þann 11. er mjög falleg lýs- ing á Mývatni, sú lýsing endar með þessum orðum: „Nokkrir amerikanar kiifra i hrauninit og undirbúa kvik- mýndatöku, með tilliti.tii þeirra, sem lifa þ.egar kjamorkustríði er lokið.“ Ó. Cr. Smára-kvartettinn syngur hér. Smára-kvadtettinn frá Akur- eyri, sem um árafjölda hefur skemmt Norðlendingum með söng sínum, heldur fyrstu hljómleika sína hér syðra í Gamla bíói á þriðjudagskvöld kl. 7 og siðan á fjórum öðrum stöðum hér í nágrenni Reykja- víkur. Smárakvartettinn var stofn- aður fyrir átján árum og hefur starfað því sem næst óslitið síð- an. Hefur hann sungið á hundr- uðum skemmtana norðanlands. 1 Efnisskrá þeirra er fjölbreytt og er mest af gamalkunn- um kvartettlögum, þó mun þar margt nýtt að heyra sem þeir hafa æft undanfama mánuði undir leiðsögn hins kunna hljóm listarmanna Jakobs Tryggva- sonar, sem annast undirleik fyr- ir þá o ghefur raddsett mörg laganna á efnisskránni. í kvartettinum eru bræðurn- if Jóhann og Jósteinn Konráðs- synir, sem syngja fyrsta og ann- an tenór, Gústav Jónasson er syngur 1. bessa og Magnús Sig- urjónsson sem syngur 2. bassa. Hér verða aðeins einir hljóm- leikar og ef marka má af vin- sældum kvartettsins norðan- lands mimu sennilega færri komast að en vilja. Aðgöngu- miðasöluna að hljómleikunum annast Músikbúðin, Hafnar- stræti 8.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.