Vísir - 07.09.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 07.09.1954, Blaðsíða 8
VlSIR er ódýrasta blaðið og jíó Jjað fjöl- breyttasta. — Hringið í síma eg gerist áskrifendur. wx Þeir sem gerast baupendur VÍSIS eftxr 10. hvers mánaSar fá IlaSið ókeypis til máuaðamóta. — Sími 1660. Þriðjudaginn 7. september 1954. Beiðni um óskalag kom alla leið frá Ethiopiu. Áður hafa borízt bréf frá ýmsum nærliggjandi löndum. Óskalagajtætti sjúklinga j barst fyrir skömmu bréf, sem komið er alla leið frá Etíopíu og var það dagsett 12. ágúst. íslenzk kona, frú Kristín Ól- afsson, kona Felixs Ólafssonar kristniboða og frumburður þeirra hjóna, Kiddi litli, sendu ættingjum og vinum kveðju með laginu „Eg heyrði Jesú himneskt orð“, sungið af blönd- uðum kór K.F.U.M. og K. Menn geta gert sér í hugar- lun'd undrun og gleði vina þessa víðförlu íslendinga þegar þeim barst svo hugljúf kveðja frá þeim á öldum ijósvakans. Óskalagaþáttur sjúklinga er einn af vinsælustu þáttum út- varpsins og er hann tengiliður milli sjúklinga og vina þeirra og vandamanna úti um landið. Þættinum hafa borist bréf frá sjúklingum í Danmörku, Nor- egi, Englandi og jafnvel Ame- ríku, en ekkert bréf hefir kom- ið eins langt að og þetta. Allmikið af bréfum berst stöðugt frá sjúklingum á Rússar eiga brátt jafn öflugan flota og allar A-bandalagsþjóðirnar. Mountbatten lávarður lætur af embætti. Tilkynnt hefur verið að Mountbatten lávarður yfirmað- ur brezka Miðjarðarhafsflotans, láti af stjórn hans í nóvember næst komandi. Ekki hefur verið tilkynnt neitt um hvort hann tekur við öðru starfi. — Mountbatten hefur einnig verið yfirmaður flota NATO á Miðjarðarhafi. Huseby sigraður í kúluvarpi. f gær fór fram aukakeppni í «leggjukasti og kúluvarpi á í- þróttavellinum í Reykjavík. I kúluvarpinu sigraði Guð- mundur Hermannsson, K. R., varpaði kúlunni 14.39 metra. — Næstur varð Skúli Thorarensen, 14.18 metra og þriðji Friðrik Guðmundsson, KR, 13.15 metra. f kúluvarpskeppni, sem fór fram á íþróttavellinum á laug- ardaginn sigraði Guðmimdur einnig og þá á 14.35 metrum. Þar varð methafinn, Gunnar ,Huseby, KR, annar í röðinni, kastaði 14.14 metra og þriðji Friðrik Guðmundsson, KR, 13.61 mptra. í sleggjukastskeppninni í gær bar Friðrik Guðmundsson, KR, sigur úr býtum með 43.64 m. löngu kasti og næstur varð Þor- steinn Löve, KR, með 41.45 m. Methafinn, Þórður B. Sigurðsson, er enn erlendis. Um helgina var keppt í nokk- urum greinum á vellinum og þar sigraði Sigurður Guðnason, ÍR, í 800 m. blaupi á 2:02.9 min. — IWhitfield frá Bandaríkjunum varð 1 10 úr sekúndu á undan Hertii Haraldhsyni; Á, í 400 metra hláupinn á 49.4 selc. í kringlu- kaSti bar Þorsteinn Löve, KR, sigur úr ' iim á 46.01 m. og r sfa: . ki sigraði Bjarnii Linnet. !!. ">0 in. .. ! sjúkrahúsum landsins og eru þau yfirleitt fleiri en hægt er að sinna. Þátturinn reynir samt að gera sitt bezta fyrir sjúkling- ana. Geta má þess að óskalaga- þáttur sjúklinga er einnig afar vinsæll meðal Dana í Græn- landi og Jan Mayen og hafa þættinum borizt nokkur þakk- arbréf frá þeim þar sem þeir segjast bíða með eftirvæntingu eftir hverjum þætti. Maður deyr á vinnustað. Stúlkan fann s|álfa fsig. Roskinn maður, Þorsteinn Sig- mundsson að nafni og til heimilis að Njálsgötu 17 hér í bæ varð bráðkvaddur við vinnu sína við uppskipun í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Þorsteinn vann við uppskipun úr m.s. Brúarfossi, hné liann allt í einu niður við vinnu sína og var þegar örendur. Þorsteinn var 74 ára að aldri. Hann lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Stúlkan fann sjálfa sig —daginn eftir. Eins og Vísir skýrði frá í gær var stúlku saknað, sem farið hafði til berjatínslu upp í Kjós Var hennar leitað í fyrrakvöld og kom síðar i ljós að stúlkan hafði sjálf tekið þátt i þeirri leit. En misskilningurinn orsak- aðist af því að gefin hafði verið röng lýsing á fatnaði stúlkunnar og raknaði ekki úr flækjuni fyrr en stúlkan gaf .sig fram við lög- regluna í gær og taldi líklegt að leitin hefði verið gerð sin vegna. Var þá búið áð géra út leitar- leiðangur skáta, auk þess :iem búið var að undirbúá mikla leit með fjölmenni og sporhundi. At þeirri leit varð — sem betur fór — ekki. Bifreið stolið, . .Snemma í gærmorgun var lög- Snemma í gærmorgun yar lög- reglunni tilkynnt að bilnum R- 4907 hefði verið stolið, þar sem hann. stóð við Kaplaskjól. Bif- reiðin fannst fjórum klukku- stundum síðar hjá Jötni við Hringbraut og var þá búið að stela úr henni útvarpstæki. Mál- ið var afhent rannsóknarlögregl- unni til meðferðar. FEofadeild frá Formósu skýtur á Amoy. London í morgun. Þjóðernissinnar á Formósn tilkynna, að flugvélar þeirra og Jierskip hafi gert árásir á stöðv- ar kommúnista við Amoy. Segir í tilkynningunni, að þessar hernaðáraðgerðir hafi heppnast vel. Skotið var á fjölda báta, sem komnlúnistar höfðu dregið að sér.til undir- búnings innrás á Formósu, að þvj ..er ætlað er. in orsku konungshjónin voru nýlega í opinberri heimsókn í Hollandi, og er myndin tekin, þegar Hákon konungur kvaddi Júlíönu drottningu. 40.000 íbúa borg í hættu í Indlandi. Einkaskeyti frá AP. — Nýju Dehli í morgim. Brahmaputra er enn í vexti og eru margir bæir og 'þorp í hættu í norðausturhluta lands- ins. í borg, þar sem 40.000 menn búa, -flýja menn nú sem hrað- ast, því að borgin er talin í bráðri hættu. Portúgalsstjórn neitar fundi meö Indverjum. Lissabon í morgun. Portúgalsstjórn hefur neitað að taka bátt í fundi með full- trúum Indlandsstjórnar, nema hún breyti afstöðlu sinni að því er varðar skilyrði um tilhögun fundarins. Á þessum fundi, sem gert var ráð fyrir, að yrði settur í dag, átti að ræða ágreining Indverja og Portúgalsmanna um portúgölsku nýlendurnar á Indlandi. ® í bandarísku vikuriti hefir vefið vikið að því, að menn í leyndarþjónustu Banda- ríkjanna hafi komist á snoð- ir um sitt af hverju, sem bendi til að kommúnistar 'muni reyna að Isoma af stað byltingum £ Laos og Cam- bodiu 'á þausti kotafuidá eða í nóvember. SósíaEistar í Sví- þjóð í vanda. Frá fréttaritara Vísis. Stokkhólmi í gær. í sambandi við kosningarnar, sem fram eiga að fara í Svíþjóð 19. september næstkomandi, hafa sósíaldemókratarnir lent í mikl- um vanda. Verkalýðssambandið sænska er, sem kunnugt er, tengt flokkn um,.en nú hefur deild úr póst- mannafélaginu í Gávle lagt fram úrsögn úr flokknum, og hefur það auðvitað orðið vatn á myllu hinna flokkanna í kosningunum. Lægri starfsstéttirnar i þjón- ustu rikísins fara fram á launa- hækkun, og inun það verða ó- þægilegt fyrir báða stjórnar- flokkana, sósíaldemokrata og bændaflokksmenn og erfitt fyrir þá að samþykkja það. Lokaðir fundir í Manila. Manilla í morgun. Fundur fyrir luktum dyrum var haldinn á SA-Asíuráðstefn- unni í gær og er sagt, að sam- komulag hafi náðst um ýmis at- riði. ■ Það er þó kunnugt, að hin veigameiri 'atriði væntanlegs sámkömu i .'igs um iillögur, hafa ekkj. emi veríð tékin fyrir. — Fumlur yerðiir haldjnn í dag. einnig fyrir ■ luktum dyrum. I Hafa varið 600 milljörðum kr. til flotasmíða sl. 10 ár. Úr fréttabréfi frá AP. — London á laugardag. Síðustu fregnir ber það með sér, að flotasmíðar Rússa muni hafa verið miklu meiri undan- farið, en nokkrun grunaði. Með sama áframhaldi um skamman tíma — og engin. ástæða er til að ætla, að Rúss- ar hafi hætt herskipasmíðum — munu þeir brátt eiga flota, sem. verður meiri og öflugri að öllu leyti en allir herskipaflotar Atlantshafsbandalagsríkjanna samanlagðir. Og jafnframt má gera ráð fyrir, að rússnesk her- skip sé búin ýmsum leyni- vopnum, auk allra nýtízku tækja, m. a. tækja, sem þeir hafa kynnzt við hernám til— raunastöðva Þjóðverja við Eystrasalt. Flotamálaráðuneytið heíur tekið saman skýrslur, sem sýn- ir hversu mikill flotastyrkur Rússa mundi verða að þrem árum liðnum, og einnig kemur þar fram, hver flotastyrkur A- bandalagsríkjanna verður á sama tíma: Kafbátar: Rússar 500, Bret- ar 57, A-bandalagið 90. Beitiskip: Rússar 30, Bretar' 37, A-bandalagið 55. Tundurspillar: Rússar 150, Bretar 92, A-bandalagið 140. Hraðbátar: Rússar 500,_Bret- ar 100, Abandalagið 180. Flugvélar: Rússar 4000,, Bretar 600, A-bandalagiS 1200. Ekki hefur verið hægt að afla-. um það óyggjandi upplýsinga,. hvort Rússar eigi orustuskip,. og þeir munu heldur ekki eiga flugstöðvarskip. Bretar eiga fimm orustuskip og 19 flug- stöðvarskip, Bandaríkin fimm. og 25. Miklar herskipasmíðar. Hin mikla flotaaukning Rússa géfur ótvírætt í skyn, að- herskip sé smíðuð í öllum skipasmíðastöðvum, sem þeir- eiga yfir að ráða, og var það a. m. k. vitað fyrir löngu, að því er snertir Austur-Þýzka- land. Þá er einnig álitið, að þeir smíði smærri skip langt inn í landi, því að það var gert á< stríðsárunum, en síðan eru þau. flutt til sjávar eftir skipaskurð- um landsins. Flotamálaráðuneytið áætlár,. að Rússar hafi varið sem svarar 600 milljörðum króna til her- skipasmíða undanfarin tíu ár. Á þeim tíma hafa Bretar að- eins varið 10. hluta þess fjár-^ magns til herskipásmíða. • Tassfréttastofan segir það alrangt, sem brezka flóta- málaráðuneytið hefir haldið fram um aukningu rúss- neska flotans. Hér sé urn áróðuB að ræða til þess að koma franl nýjum fjárvéit- ingúm til að styrkja brozka flotann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.