Vísir - 17.09.1954, Blaðsíða 12
VÍSIB er ódýrasta blaðið ®g þó feað f jöl-
breyttasta. — Hringið í sírna 1880 tg
gerist áskrifendor.
&
WBSKSt
í»eir sem gerast kaupendur VtSIS eftir !
10. hvers mánaðar fá tlaðið ókeypU til
mánaðamóta. — Sími 1660.
Föstudaginn 17. september 1954
Níu-velda-ráðstef na eftir 10 daga
Stjórnarfundur í London í dag um
árangurinn af för Edens.
Eining nm að hraða máluatuin.
f Einkaskeyti frá AP. — London í morgun.
Sir Winston Churchill boðaði í gær, að haldinn yrði sér-
stakur ráðuneytisfundur árdegis í dag, til þess að hlýða á Eden
ntanríkisráðherra gera grein fyrir áranginum af viðæðum þeim,
sem hann átti í ferð sinni til meginlandsins, við stjórnmála-
menn í Briissel, Bonn, Rómaborg og París.
Eden kom til London i gær-,
Jívöidi. Við komuna sagði hann,
að árangur viðræðnanna hefði
orðið til þess að glæða traust
hans á því, að fullt samkomulag
næðist. Allir stjórnmálamenn
jþeir, sem hann hefði rætt við,
hefðu verið sammála um, að
nauðsyn bæri til þess að hraða
málum og reyna að ná fullu sam-
komulagi. Áður hafði verið birt
iilkynning um viðræður Edens
og Mendes-France, og voru þær
í svipuðum anda.
Gert er ráð fyrir, að sá árang-
ur sem náðst hefur, leiði til þess,
að fullnaðarákvarðanir verði
teknar þá og þegar um, að kveðja
saman til fundar 9-velda ráð-
stefnu, sem upphaflega var ætlað
að kæmi saman fyrr.
Hvað um verður rætt.
Það, sem rætt verður á þeirri
ráðstefnu, er víðtækari aðild að
Briissel-sáttmálanum (þ. e. V.-Þ.
Castries ræðir
við bbiantenn.
í fyrsta sinvt eftir
heimkomnna.
Einkaskeyti frá AP.
De Castries hershöfðingi, hinn
frægi verjandi Dienbienphu, sem
kom til Parísar í fyrri viku, ræddi
við blaðamenn í gær í fyrsta sinn
eftir heimkomuna.
Hann sagði, að vopnahléð hefði
verið knýjandi nauðsyn. Hvorug-
ur aðila hefði getað unnið og á-
framhald aðeins orðið til að út-
hella meira blóði og auka á hörm
ungar, sem voru orðnar geigvæn-
legar fyrir.
De Castries kvaðst aldrei hafa
séð neinn iífnverja, meðal þeirra
fanga, sem Frakkar tóku. Á hinn
hóginn þyrfti ekki að efast um
hve stórkostlega aðstoð kínversk-
ir kommúnistar hefðu veitt Vieth
minh með því að senda þeim
vistir og vopn og allt annað, er
þeir þörfnuðust, nema menn til
að berjast.
og Ítalíu) og þar af leiðandi
auknar skuldbindingar Breta á
meginlandinu og að líkindum
aukin tengsl við Japan, að tryggð
verði samvinna V.-Þ., er fái
sjálfstæði viðurkennt, við vest-
rænu þjóðirnar.
Dulles hefur rætt
við Adenauer.
í skyndiferð sinni til Evrópu
hefur Dulles nú lokið viðræðum
við dr. Adenauer. Þeir ræddust
við í 6 klst. Eftir fundinn sagði
Adenauer, að hann væri hinn á-
nægðasti með árangurinn af við-
ræðunum. — Dulles flýgur til
London í dag til viðræðna við
Churchill og Eden og flýgur þar
næst heim um helgina.
Hvað segja blöðin?
News Chronicle segir, að við-
tækt samkomulag hafi náðst, en
mikið sé ógert. Daily Express
segir, að augljóst sé, að Frökkum
sé jafnilla og áður við endurvíg-
búnað Þýzkalands, og í nokkrum
blöðum segir, að ekkert hafi
komið fram um samkomulag,
nema að eining sé um að hraða
málunum. Sum leggja þó áherzlu
á, að mjög hafi þokast í sam-
komulagsátt. Viðurkenningarorð
um er farið um Eden. — hann
hafi náð eins miklum eða meiri
árangri en hægt var að búast við
á jafnskömmum tíma, og Times
segir, að nýtt tækifæri hafi nú
boðist til að ná fullnaðarsam-
komulagi.
Skattsvikarar látitir borga
sjálfir eftirlitii með sér.
Hert á skattalöggjöfinni
i Sviþjéð.
myndinni sjást þeir
saman Anthony Eden og
Konrad Audenauer, kanslari
Vestur-Þýzkalands. ,Eden er nú
á ferðalagi um höfuðborgir
Evrópu, til að ræða við leið-
andi stjórnmálamenn um
endurhervæðingu Þýzkalands.
Þjóðieikhusið byrjar í
næstu vfku.
Þjóðleikhúsið mun'hefja leik-
árið í næstu viku og er þá ráð-
gert að nokkrar sýningar verði
á ópereltunni Nitouche vegna
mikillar aðsóknar í fyrra.
Sömu leikarar munu fara með
hlutverkin i óperettunni, en verð
á aðgöngumiðum verður lækkað
eða venjulegt leikhúsverð.
Nokkrar sýningar verða einn-
ig á Topaz, og mun Inga Þórðar-
dóttir fara með annað aðalkven-
hlutverkið í stað Ernu Sigurleifs-
dóttur. Eins og kunnugt er hefur
Topaz verið sýndur víða um land
i sumar, og' á morgun mun hann
verða Sýndur á Akranesi.
Murphj ræðir við
Tito forseta.
Einkaskeyti frá AP.
Belgrad í morgun.
Murphy aðstoðarutanríkisráð-
íherra Bandaríkjanna er hingað
kominn og hefur þegar rætt við
Kardelj varaforseta.
Viðræðurnar snerust um ýmis
vandamál, m. a. efnaliagsleg. —
t dag mun Murphy ræða við Tito.
Samþykkf ný gjaldskrá
Rafveititnnar.
Nokkrar umræður urðu á bæj-
arstjórnarfundi í gær um hina
nýju gjaldskrá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Var hún síðan sam-
þykkt.
í lok umræðnanna taldi borg-
arstjóri fram þau meginrök, sem
liggja til grundvallar því, að
liækka þurfi gjaldskrána.
Sagði hann m. a., að rafmagns-
veitan hefði verið rekin með
greiðsluhalla síðustu ár. Hefði sá
greiðsluhalli numið á árunum
1949—1953, að báðum meðtöld-
um, um IVz millj. króna. Og nú
í ár mætti gera ráð fyrir, að
greiðsluhallinn yrði með ó-
breyttri gjaldskrá rúmar 7 millj-
ónir.
Eins og áður er sagt, var til-
laga stjórnar rafmagnsveitunnar
um hækkun gjaldskrárinnar
samþykkt.
Tveir sólskinsdegar
í september.
Akureyri í morgun.
í morgun var sólskin á Akur-
eyri og er það annar sólardagur-
inn sem þar hefur komið þennan
mánuð og þriðji dagurinn sem
ekki hefur rignt.
Má heita að allt flói nú út í
vatni og bleytu nyrðra og hefur
það valdið miklum erfiðleikum
við garðuppskeru svo ekki sé
minnzt á heyskap þar sem hann
er enn stundaður.
í dag eru fyrstu fjárréttir norð
anlands, en það eru Þverárréttir
í Fnjóskadal. Á morgun eru svo
Hraunsréttir í Aðaldal.
Einkaskeyti til Vísis. —
Stokkhólmi í gær.
Nú á að fara að koma í veg
fyrir skattsvik í Svíþjóð. Að
minnsta kosti vonar ríkisstjórn-
in það, því að hún hefur nú
sett á laggirnar sérstaka stjórn-
ardeild til að þefa uppi skatt-
svikaora og alla þá, sem telja
skakt fram.
Skattlagningarstjórnin á
þessi deild að heita, og hún
fær í sína þjónustu 800 fast-
ráðna skattasérfræðinga eða
skattalögreglumenn. Auk þess
verður lagður 10 prósent refsi-
skattur á alla þá, sem telja fram
of litlar tekjur. Einkum á að
hafa eftirlit með milliliða-
gróðanum og þeir, sem sérstak-
lega verður haft eftirlit með,
eru þeir, sem eru sínir eigin
herrar, svo sem t. d. bændurn-
ir, en venjulegir launþegar
verða teknir mildari tökum.
Mörg eru þau dæmi, er sýna,
að slíks eftirlits sem þessa er
full þörf. Hvað á t. d. að segja
um kaupsýslumann einn, sem
ferðaðist til útlanda í fyrra á-
samt konu, sem hann nefndi
„húsmóður“ á ferðalaginu.
Þegar heim kom gengu þau í
hjónaband og allt benti til að
þetta hefði verið brúðkaups-
ferð þeirra. Ferðakostnaður
þeirra var 20,000 krónur og
þessa upphæð dró hann frá í
framtalinu. Hér er annað dæmi.
Kaupmaður einn og myllu eig-
andi dró frá í framtali sínu
kostnað við einkabíl sinn og
kaup á ýmsum innanstokks
munum til einkanota. Þannig
varð útsvar hans 50,000 krón-
um of lágt. Verksmiðjueigandi,
sem fullyrti, að hann hefði
brennt sínum gömlu viðskipta.
bókum, var kærður og var gerð
bókhaldsrannsókn heima hjá
honum. Við það tækifæri
sönnuðust á hann margskonar
svik í framtali. Um fjögurra
ára skeið hafði hann gefið upp
370,000 krónum of lítið. Öku
maður einn, sem hafði 15,000
króna árstekjur, fékk 45,000
króna skattauka, þegar það
varð uppvíst, að hann hafði
dregið frá kostnaðinn af
einkasíma, rafmagni o. fl.
Nú hafa skattayfirvöldin
leyfi til að „gera rannsókn“ hjá
mönnum og einnig að leita
upplýsinga hjá þeim, sem
menn hafa viðskipti við.
Sérfræðingar í sköttum og
skattaframtali fullyrða, að
einn til tveir milljarðar króna
falli árlega undan skatti vegna
skattsvika. Kom þetta í ljós í
fyrra, þegar rannsókn var gerð
hjá 7,339 skattþegnum. Af
þessum 7,339 höfðu 6,324 talið
skakkt fram.
Eins og áður er sagt fá þeir,
sem telja of lítið fram sektir.
Sektarfé þetta er notað til að
greiða kostnað við skattlagn-
ingadeildina. Skattsvikararnir
eiga því sjálfir að greiða fram-
talseftirlitið með sjálfum sér.
Auk þessa fá þeir venjulega
sektir.
100 ntillj. á kosningaf
aldri í USA.
Einkaskeyti frá AP.
AVashington á laugardag.
Þegar gengið verður til þing-
kosninganna í nóvember-mán-
uði munu rúmlega 100 millj.
manna verða á kosninga-aldri.
Eru þá ekki taldar hálf þriðja
milljón manna, sem eru í hern-
um. Við kósningarnar í nóvem-
ber 1952 voru rúmlega 98 millj-
ónir manna á kosningaaldri. Þó
hafa ekki allir i þessum hópi
kosningarétt, því að með eru
taldir útlendingar, er hafa ekki
enn öðlazt borgararétt.
Landlega stld-
veiðlbáta í dag.
f gær var fyrsti langlegudag.
urinn hjá síldveiðibátunum um
langt skeið, og olli þar aðallega,
um norðan hvassviðri.
Þeir fáu bátar, sem lögðu af
stað í róður i gær, sneru allir
aftur nema einn Sandgerðisbát-
ur. í Grindavíkursjó var veður
að vísu skaplegra, en þar kom
fleira til greina en hvassviðri,
sem olli því að bátarnir fóru ekki
á veiðar. Var það ekki sízt ó«
skundi sá, sem háhyrningurinn
hefur haft í frammi á miðura
Grindvíkinga.
Veiði var víðast hvar dágóð í
fyrrinótt. Til Akraness bárust t.
d. 1800—1900 tunnur á land og
var það ýmist saltað eða fryst.
Keflavíkurbátar fengu allt upp
í 165 tunnur og var Fanney afla-
hæst, en Dux næstur með 160
tunnur. Um það bil 10 aðrir bát-
ar fengu um eða yfir 100 tunnur,
en hinir fengu minna.
í Sandgerði var og dágóðuc
afli.
Ibúafjöldi í Tokyo
7,7
Tokyo (AP). — íbúafjöldi
hórgarinnar, hinnar þriðju
stærstu í hehni nálgast nú óð-
um átta milljónir.
Áætlað var í byrjun ágúst-
mánaðar, að íbúafjöldinn væri
rúmlega 7,7 milljónir, og með
sama áframhaldi mun hann
brátt fara fram úr íbúafjölda
New York, sem var 7,9 millj. í
árslok 1950 en eykst hægar. í
árslok 1951 var íbúafjöldi
JLundúna rúmlega 8,3 millj.
MiklS hlutavelta Kf.
Þrdttar á simnudag.
Knattspyrnufélagið Þróttur
efnir til glæsilegrar hlutaveltw
í Listamannaskálanum á sunnu-
dag.
Þar verður margt ágætra
muna og meðal vinninga verð-
ur flugfar til Khafnar og sjó-
ferð þangað. Fjölda margir vel-
unnarar félagsins hafa sent
muni og hefir blaðið verið beð-
ið að færa þeim öllum beztu
þakkir Þróttar.
Ef einhverjir fleiri vildu
styðja félagið með gjöfum á
hlutaveltuna skal þess getið, að
muniun. verður veitt viðtaka
kl. 7.30—9.30 í kvöld og eftir
kl. 9 í fyrramálið. Hlutaveltan.
hefst kl. 2 e. h. á sunnudag.
Á þessari hlutaveltu verður
ekkert happdrætti, svo að vinn-
inga, jafnt stóra sem smáa, fa
menn vitneskju um samstundis.
og geta haft heim með sér.