Vísir - 23.09.1954, Qupperneq 4
VÍSIR
Fimmtudaginn 23. september 1954.
WlSXR
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Er til amtað Hf ?
Kvöldvaka stúdenta amtað kvöld.
Þar ganga prestar og verkfræðing-
ar undir landspróL
Stúdentafélag Reykjavíkur
heldur kvöldvöku annað kvöld
og hefst hún kl. 9 í Sjálfstæð-
ishúsinu.
Löngum hefur verið um það deilt, hvort til muni vera líf
eftir jarðvist manna, og hefur sýnzt sitt.hverjum eins og
gengur, enda oft erfitt að koma við sönnunum, sem allir geta
sætt sig við. Sumir eru sannfærðir um, að sálin muni eiga í
vændum vist á öðru tilverustigi, er hún hefur yfirgefið húsa-
kynni þau, sem henni eru búin hérna megin grafar, en efnis-
hyggjumennirnir munu vera alveg eins sannfærðir — ef ekki
sannfærðari — um að ekkert slíkt komi til greina.
Hér er ekkt ætlunin að bollaleggja verulega um þetta
deiluatriði, en um þessar mundir getur þó verið fróðlegt að
hugleiða, hvort menn geti risið upp eftir pólitískan dauðdaga.
Slíkar hugleiðingar hljóta óhjákvæmilega að gera vart við sig
eftir þing Alþýðuflokksins, sem lauk í fyrrinótt, en það batt
endi á feril formannsins, sem náði völdum með byltingu
fyrir tæpum tveim árum, en það þóttu að sjálfsögðu talsverð
tíðindi að sá maður skyldi ná slíkum völdum.
Þeir, sem til þekkja í Alþýðuflokknum, vita gerzt um það,
að fylgismenn Hannibals gerðu ráð fyrir, að gullöld mundi
upp renna hjá þeim ' flokki með formannsskiptunum. Honum
átti ekki að vera neitt ómögulegt, og formaðurinn tilkynnti
það sjálfur, er hann var staddur í góðum fagnaði meðal manna
úr „bræðraflokkunum" á Norðurlöndum, að hann mundi verða
maður til að sjá um það, að Alþýðuflokkurinn á íslandi yrði
ekki lengur minnsti flokkurinn þar í landi.
Og sjá, það varð orð að sönnu, því að þegar gengið var til
kosninga á árinu sem leið, rættist sú spá formannsins, að
finnast mundi minni flokkur hér á landi. Nýr flokkur var
kominn til sögunnar og í honum pólitískir umrenningar
úr ýmsum áttum, og þeir höfðu það af að njóta minna fylgis
en Alþýðuflokkurinn. Á sjálfan formanninn var það lagt, að
hann hratt frá sér fylginu, svo að hann skreið rétt á Alþingi,
og má því segja, að flokksmenn hans hafi gert það, sem þeir
gátu til þess að gera hann að ómerkingi gagnvart vinum hans
úti á Norðurlöndum. Og var mæða hans enn meiri fyrir þá
sök, að hann hafði átt vingott við framsóknarmenn, sem höfðu
heitið honum stuðningi gegn samskonar hlunnindum í öðrum
kjördæmum. En þegar svo illa tókst til með þetta bandalag,
sneri formaðurinn sér að kommúnistum og gerði sér vonir um
nokkra uppreisn æru af þeirra hálfu, en sú stefnubreyting
mun fyrst og fremst hafa ráðið falli hans, þegar gengið var
til formannskjörs í Alþýðuflokknum í fyrri nótt. Hefur sú
„harmsaga ævi hans“ verið rakin svo oft, að ekki er þörf
á frekari endurtekningum, jafnvel þótt sagt sé, að sjaldan
verði góð vísa of oft kveðin.
Framtíðin verður að leiða í ljós, hvort Hanniabl Valdimars-
son sættir sig við að vera settur út úr sakramenti þess flokks,
sem hann lyfti upp í að verða næstminnsti flokkur landsins!
Hann gaf kost á sér í tvö virðingar- og valdasæti í flokki
sínum, formanns- og varaformanssæti, en var hafnað við at-
kvæðagreiðslur um bæði. Þá reiddist hann og vildi ekki gefa
kost á sér til setu í flokksstjórninni fyrir Vestfirði, og mun þó
hafa haft nóg fylgi til að komast þar að. Mun það ekki hafa
komið þeim á óvart, sem þekkja skap mannsins, en eftir er
að vita, hversu langt hann vill ganga til að jafna metin við
þá, sem höfnuðu frekari forsjá hans og völdu ílokknum aðra
forustu.
Ekki er ósennilegt, að menn hafi fengið sig svo fullsadda
af forustu Hannibals Valdimarssonar undangengin tvö ár,
að andi hans hafi verið kistulagður innan Alþýðuflokksins.
En hitt mnu nokkurn veginn jafn-víst, að hann gerir sér vonir
um, að annað líf sé eftir þetta líf, og verði það vinir hans,
kommúnistar, innan Alþýðusambandsins, sem blási lífsanda í
nasir honum, er þar verður efnt til þings, en það verður haldið
á þessu hausti.
Vafalaust verða kommúnistar fúsir til að ljá fyrrverandi
formanni lið, ef hægt væri að ná broti úr Alþýðuflokknum
til stofnunar nýs flokks, er gæti síðar sameinazt kommúnista-
flokknum. Hitt er aftur vafamál, hvort þar mundi verða um
raunverulegt líf að ræða fyrir hinn fyrrverandi formann.
Hann mun kannske sætta sig við sitt af hverju eftir það sem
á undan er gengið, en hitt er miklu sennilegra, að þar verði
aðeins um hin pólitísku fjörbrot hans að ræða — og má hann
þá sjálfum sér um kenna og þeim, sem hann hefur þegið
Ilest heilræðin af.
Margt verður til skemmtun-
ar á þessari kvöldvöku. Hljóm-
sveit Björns R. Einarssonar
leikur stúdentalög, séra Þor-
steinn Björnsson fríkirkju-
prestur syngur einsöng og
Karl ísfeld les upp.
Þá verður haldinn spurn-
ingaþáttur með óvenjulegu
sniði. Nefnist hann „I.andspróf
í lesgreinum". Þar verða próf-
aðir ýmsir landskunnir menn
löngu komnir frá prófborði, til
að vita, hvort þeir myndu
standast landspróf nú.
Prófstjóri verður Einar
Magnússon menntaskólakenn-
Barnaskemmtun
yarnarliðsins.
í tilefni af blaðaskrifum um
barnaskemmtun á vegum varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli
n. k. laugardag, skal tekið fram,
að varnarmáladeild utanríkis-
ráðuneytisins hefur aflað sér
upplýsinga um, að barna-
skemmtun þessi er á engan
hátt í sambandi við hernað eða
sýningu á hernaðartækjum,
enda er hún fólgin í hljóm-
leikum, sýningum á teiknikvik-
myndum eftir Walt Disney og
björgun nauðstaddra með þyr-
ilflugum. (Fréttatilk. frá ut-
anríkisráðuney tinu).
ari, en prófdómarar Björn
Bjarnason magister og dr.
Halldór Halldórsson dósent.
Prófsveinar verða þessir af
hálfu presta: Sr. Jón Guðna-
son, séra Jón Pétursson og séra
Jón Skagan. Af hálfu ' verk-
fræðinga verða þeir Gunnar
Bjarnason, Jakob Guðjohnsen
og Sigurður Ólafsson.
Að lokum verður dansað.
60 herskip við æf-
ingar á NA-hafi.
London í morgun.
Flotaæfingar hófust í morgun
Xýja bíó:
Með söng
í hjarta. 1
Nýja bíó sýnir um þessar
mundir ameríska litkvikmynd-
ina „Með söng í hjarta“, frá-
bæra mynd vegna leiks og tóna.
Við fyrstu umhugsun telja
menn, að ævisaga dægurlaga- >
söngkonu geti vart orðið efni í
mikla kvikmynd, en þó stend-j
ur þannig á í þetta skipti, að1
hér er einnig um sögu konu*
að ræða, sem hefir verið róm-
uð fyrir hetjuskap í báráttu
sinni við mikil örkuml. Jae
Froman, sem myndin fjallar
um — Susan Hayward leikur
hana, en það er rödd Froman
sjálfrar, sem heyrist syngja —
slasaðist í flugslysi við Líssa-
bon á stríðsárunum, og munaði I
minnstu, að hún missti annan’
fótinn, en með óteljandi skurð-
aðgerðum tókst þó að gera við
meiðslin. En áður en hún var
orðin heil heilsu, var hún far
in að syngja opinberlega aftur,
ferðaðist t. d. milli hersjúkra-1
húsa í Evrópu, til að gleðja
hina særðu þar.
Jane Froman syngur fjöl-
mörg lög í myndinni, og Susan
á Norður-Atlantshafi á svæðinu Hayward leikur hlutverk henn-
frá Norður-Noregi til Biskaya-’ar ágætlega, enda er hún við-
flóa og út á mitt Atlantshaf. Jurkennd leikkona. Myndin er
Uin 60 herskip, brezk (30), mjög skrautleg á köflum og á
bandarísk, hollenzk, norsk og skilið, að margir sjái hana -
dönsk, taka þátt i æfingunum. 1 og heyri.
22 íþróttafélög og 7
sérráð eru nii í ÍBR.
Það er orðið 10 ára ^ainalí.
Iþróttabandalag Reykjavikur
mun minnast 10 ára afmælis síns
með samsæti í JJjóðleikhúskjalI-
araunm í kvöld og mun þá sæma
nokkra menn heiðursmerkjum
jfyrir störf þeirra í þágu íþrótta-
jmála Reykjavíkur.
íþróttabandalagið var stofnað
(31. ágúst'1944 og voru stófneiid-
urnir 14 íþróttafélög og 7 séjrráð,
sem stjórnuðu einstökum íþrótta-
greinum.
Aðalhvataniaður að stofmm-
inni var Bjarni Benedíktsspn, þá-
verandi borgarstjóri,og þorsteinn
Einarsson, íþróttafulltrúi.
Að bandalaginu standa nú 22
íþróttafélög og 7 sérráð. Félaga-
talan er 9 þúsund. Starfsemi
bandalagsins cykst með hverju
ári sém líður og hefur bandalag-
ið því komið upp sérskrifstofu
fyrir starfsemi sína, sém er qrðin
það umfangsrnikil, að ekki er
unnt að anna henni eingöngu í
frítímum. Skrifstofán Iiefur starf-
að í 6 ár.
Störf bandalagsins eru mjög
umfangsmikjl og má meðal ann-
ars geta þess, að það só millilið-
ur milli íþróttafélaga bæjarins
og bæjaryfirvaldanna á öllum
sviðum og það úthlutar m. a. öll-
um styrkjum, sem bærinn veit.ir
iþróttafélögunum.
Sigurðúr Magnússon var fram-
kvæmdastjóri bandalagsins frá
1948—1954. Við störfum hans tek-
ur Sigurgeir Guðmundsson.
Bandalagið cr eigandi að í-
þróttahúsinu að Hálogalandi og
hef-m' rekið það síðan í stríðslók.
En þar sem hús þetta var reist
sem bráðaliirgðahús fyrir lierinn
og það hefur verið í nötkun í 12
—13 ár, er það mjög úr sór geng-
ið og viðbaldskqstnaður á því
mjög mikill. jiað er því framtíð-
árdraumur bandalagsins og allra
íþróttamanna bæjarins að nýtt í-
þróttaliús v.erði reist hér í bæn-
uin.
Stjói-n jþróttabandalags Itvík-
ur er skipuð þessum mönnum:
Gísii Halldórsson, fonnaður, og
meðstjórnéndur éru Baldur Möíl-
er, AndfésBérgman, Bjöm Björg-
vinssqn ,og Jón þórðarson.
Það var nýstárleg hugmynd,
sem skýrt hefur verið frá í frétt-
um blaða, að fá bandaríska her-
menn með vélbyssur til þess að
berjast gegn háliyrningnuni,
þeirri skaðræðisskepnu, er mest
hefur eyðilagt netin fyrir bát-
unum, sem stunda reknetayeiðar.
Og skýra fréttir nú frá því, að
þessi herferð miini hafa borið
nokkurn árangur, og er það vel.
Það hefur verið svo um undan-
farin ár, að háhyrningur hefur
g'ert svo inikil spjöll á veiðarfær-
um hjá reknetabátum, að jafn-
vel þótt veiði liafi verið sæmileg
liafa bátar verið reknir með tapi
og' mátti við svo búið ekki
standa.
Góð veiði.
Reknetaveiðin liefur verið
nieð afbrigðum góð og hafa út-
gerðarmenn vænzt sér mikils af
henni. Mun og mörgum bátum
ekki veita af því að veiða vel í
reknet, þar sem flestir munu
liafa borið skarðan hlut frá
borði við síldveiðarnar nyrðra i
sumar. Háhyrningurinn hafði þó
verið búinn að valda allniiklu
netatjóni og iiafa margir bátar
orðið svo liart úti, að veiðin hef-
ur ekki staðið undir netakostn-
aði, auk þess sem oft er erfitt ef
heilar trossur eru eyðilagðar og
aðrar eru ekki til vara, því þá
stöðvást bátarnir, eins og eðlilegt
er.
Ekki vart háhyrninga.
Það brá líka svo við eftir að-
förina í fyrradag, að þegar bátar
frá Suðurnesjum lögðu net sín í
gær var hvergi vart háhyrnings.
Mun skepnan hafa orðið hvumsa
við og flúið á haf út. Væri ósk-
andi að þessi aðferð dyggði svo
vel að liægt væri að verja veiði-
svæði reknetabáta meðan þessar
veiðar haldast. í fregnum greinir
þó, að skaðræðisskepnu þessarar
hafi helzt orðið vart við Snæ-
fellsnes, en á þær slóðir fóru
engir vopnaðir bátar. Kemur þá
i ljós, að herferðin hefur orðið
árangursrik, þar sem hennar
varð eklci vart þar sem aðförin
var gerð að henni. Það sýnist
þvi vera ástæða til þess að beita
þessari aðferð aftur, ef liáhyrn-
ingstorfur skyldu aftur færa sig
á miðin.
Reka hvalinn á land.
En þótt allt sé gott um þessa
lierför gegn háhyrningstorfun-
uni að segja, hefði kannske verið:
skynsamlegra, eins og komið hef
ur fram í bréfi frá Siglfirðingi,
og birtist í Vísi í gær, að reynt
hefði verið að relca vöðurnar á
land. Það hefði átt að takast með
þeim bátaflota, sem komst í tær£
við tvær stórar torfur. Með þvi
móti hefði mátt nýta livalinn og
getað orðið mörgum góð búbót-
Það verður þó ekki sakast um það
úr því sem komið er, því aðal-
atriðið var að flæma háhyrning-
inn af iniðiinum. En það mætti
hafa það til athugunar næst er
bátar fara vopnaðir til veiða og
komast í tæri við vöður, sem ekki
eru mjög fjarri landi. En mörg-
um mun hafa þótt þessi herferð
allnýstárleg og vel til fundin. —■
Lýkur hér Bergmáli i dag. — kiv
Alþing! kvatt samait.
Forseti íslands gaf út í gær í
Reykjavík bréf um að reglu-
legt Alþingi 1954 skuli kom’i
saman til fundar 9. október n.
k., svo sem gert er ráð fyrir í
lögum frá síðasta þingi. (Frá
forsætisráðuney tinu).