Vísir


Vísir - 23.09.1954, Qupperneq 5

Vísir - 23.09.1954, Qupperneq 5
T'iramtudaginn 23. september 1954. VÍSIR 8 í hali fengust allt að 21 poka eða 63 lestir. Sagt frá aflabrögðum á FyBBuhasnka. Bftirlarandi grein birtist ný- lega í Sjómannablaðtnu Vikingi og leyfir Visir sér að birta hana, því að svo oít ern Grænlands- veiðar nú á dagskrá. — Höfund- nr hennar er Gunnar pórarins- son. það var í lok maímánaðar, að Egill rauði lagði upp rá Norð-j firði í þessa saltfiskveiðiferð og var ákveðið að sigla á „Fyllu-J banka“, sem liggur um það bil( Wi sólarhrings siglingu frá Hvar^i, eða suðurodda Græn-] lands, en þaðan er siglt. norður með vesturströndinni. Um þenn- an t.íma er oft mikið um rekís á þessum slóðum og verður því að fa.ra um 80 sjómílur frá strönd-. inni, til þess að forðazt hann. Er komið var á bankann, mætti skipverjum sýn, sem auk þess að glæða aflavonir þeirra, mun og seint líða þeim úr miiini. Á haf-, fletinum gat að líta stóra, hvíta fiekki um allan sjó, sem við nán- ari athugun reyndust vera breið-' ur af dauðum, fljótandi fiski, er flotið hafði úr botnvörpum skip- anna, er þær sprungu utan af fiskmagninu, en þarna var fjöldi skipa frá ýmsum löndum, svo sem Frakklandi, Spáni, Portú- j gal, Noregi og víðar að. þarna ,voru einnig móðurskip, sem j sendu flatbotnaðar doríur frá sér til veiða. A þeim var oftast að- eins einn maður, er lagði 50 öngla línu og fengu þær undan- tekningarlítið fullfermi og voru stundum með seil. Slik ódæmi af fiski, sem þarna var, er vart hægt að gera sér fulla grein fyrir og alls ekki sam- bærilegt við neitt, sem við Iiöf- um þekkt bezt á heimamiðum okkar. Hift eftir 2 mínútur. Egill rauði kastaði fyrsta troll- inu á 180 til 205 faðma dýpi, en þar mældist fiskurinn 50 til 80 faðma þykkur frá bot.ni, Eftir tœpar tvær mínútur var varpan hífð upp, en þá þegar hafði hún rifnað þvert yfir undan magn- inu, svo að ekkert. náðist af fisk- inum. Egill rauði togaði þarna um stórt svæðl og hvergi virtist lát á þessu geysilega fiskimagni. Áðal vandinn var áð ná vörp- unni heilli upp áður en hún sprakk, sem oft vildi verða, er henni skaut upp á yfirborðið af miklum krafti, þvi mikið loft var í fiskinum. Til dæmis skaut pok- anum stundum upp er 50 faðmar voru enn úti af vírum. Sjaldan þurfti meira en tvö cða þrjú hol á sólarliring til þess að fylla dekkið, en í þessum dráttum fengust þetta frá 12 til 21 poki i hol, þ. e. a. s. í þau skipti, sem netið liélzt heilt og allt flaut ekki út. Til skýringar þeim, sem ekki þekkja til, skal þess getið, að í einum poka, sem hifður er inn, eru venjulega þrjár lestir af fiski og fengust því þetta frá 36 til 63 lestir i liverjum drætti. LegiS um kyrrt í íimm sólarhringa. Á Agli rauða voru 44 skipverj- ar þessa ferð, en þar af unnu 34 að staðaldri við aflann í tviskipt- um vöktum og var það mikil Árnasyni. En skipstjóri á Agli rauða hefur hann verið síðastlið- in tvö ár. Gunnar’ er yfirlætis- laus maður og vill sem minnst halda sínum hlut á lofti, en það er eimnitt einkenni okkar dug- legustu fiskimanna. vinna að gera að þessum mikla afla, enda dró enginn af sér. Eftir fjóra daga. frá því að veið- in hófst, var byrjað að umsalta fiskinn og voru fjórir af háset- um við það starf að staðaldri upp frá þvi. Liggja þurfti um kyrrt í fimm sólarhringa við söltunina, því ætíð þurfti að rýma fyrir meiri afla. Var hver fiskur um borð í skipinu að lokum umsalt- aður og^ aflinn því „fullstaðinn", er heim var komið. Slík fiskmergð, sem þarna var á ferðinni, mun vei'a með ein- dæmum og telur skipstjórinn að hér hafi verið um að ræða mikla fiskigöngu frá liafdýpinu, senni- lega alla leið frá Labrador, er síðan hafi dreift sér um þennan fiskigrunn. En í slíkum fiski- göngum er vandinn mestur að fylgja göngunni eftir, eins og fiskimönnum er næsta kunnúgt. „Ruddaveöur" stundum. Veðrið á Fyllubanka í þetta sinn var oftast sæmilegt, en nokk- ur „ruddi“ er á leið. Greinilega mátti sjá, að hinir erlendu skip- st.jórar og fiskimenn voru ekki vanir slíkri fiskmergð og gekk þeim því mjög misjafnlega að ná al'la urn borð. Auk Egils rauða voru þarna staddir um tíma þeir Ólafur Jó- liannesson frá Patreksfirði, Goða- nes og loks þorsteinn Ingólfsson frá Bæjai’útgerð Reykjavíkur. í þessari ferð bjargáði Egill rauði slíipshöfninni af færeyska skip- inu Hjördís, sem kviknað hafði í. Auk þess kviknaði í norska togaranum Nordhav 5., sem var 20 mínútna siglingu frá Agli rauða, er liann sendi út neyðar- skeyti. Egill fór þegar á vett- vang, en svo vel tókst til, að ráð- ið var niðurlögum eldsins litlu síðai'. Togari með 80 manna áhöfn. Víst, er um að hinir crlendu togai'ar öfluðu ágætlega þarna á þeirra mælikvarða og ekki vant- aði þá mannskapinn lil að taka á móti aflanum. Var til dæmis portúgalski togarinn St. August með 80 manna áhöfn, en segja má skrumlaust, að íslenzku tog- urunum tókst mun betur að iiag- nýta sér þetta tækifæri, enda kannske vanari slíkum aflahrot- um. ★ Skipstjórinn á Agli rauða er Gunnar þórarinsson, ungur dugnaðargarpur. Hann er a;tt- aður frá Ruðsstöðmn í Ai'iiar- firði. Sjósókn byrjaði hann um fermingu hjá Jens Hermanns- syni miklum aflamamii. Gunnar hefur verið á togurum frá árinu 1930, er liann byrjaði með hinuni landskunna aflakóngi, Viltijálmi Bamaverndarnefnd — Framh. af 1. síðu. Er nefndinni mikið kappsmál, að’ stofnsett verði vistheimili J fyrir afvegaleiddar stúlkur og niundi nefndin tel ja æskilegt, að j slíku heimili yrði valinn staður í einhverjum þeirra liéraðsskóla eða kvennaskóla landsins, sem iitt eru sóttir og því mætti leggja niður. Nefndinni er kunnugt um nokk urn hóp unglingsstúlkna, sem nauðsynlega þyrfti að komast á slíkt uppeldisheimili. Ættleiðingum fer sífellt fjölg- andi og má um það deila, liversu heppileg sú þróun er í okkar litia þjóðfélagi. Fullyrða má liins vegar að nú er orðið mjög óeðlilegt samband á milli ættleiðinga og greiðslu | fjölskyldubóta. Þannig fær t. d. kona, sem er tvígift og á fyrri mann sinn á lífi, ekki greiddar fjölskyldubætur með börnum af fyrra hjónabandi, nema seinni maður liennar ættleiði börnin. Virðist svo sem vonin um fjár- hagslégan ávinning liafi í sumum tilfellum verið aðalástæðan til beiðna um ættleiðingu. Nefndin hefur haft eftirlit með heimilum og bárnaheimilum sem tekið liafa börn i fóstur og er það mikið starf. Formaður Barnaverndarnefnd- ar er Guðmundur Vignir Jósefs- son, en fulltrúi eða framkvæmd- arstjóri hennar Þorkell Kristj- ánsson. Krístján GuÖlaugsson, hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutíml 10—12 og 1—5. Austurstræti 1, Síml 3400. toruUen, HNOAHGOTU 2S SÍMt3743 MARGT A SAMA STAÐ t'ir . r StMl •»*»* Hjálparmótorhjól TIL SÖLU Næstu daga verða seld nokkur reiðhjól með hjálparvél, er skemmdust í eldi þann 29. ágúst. Hjóiin hafa öll verið sett í ökufært stand. Verðið er mjög lágt eða allt frá kr. 1500.00. Varahlutir einnig fyrirliggjandi. VAGINillMIM Fischersundi 3. GOLFTEPPI Axminster og Wilton teppi, dreglar og mottur. Ný sending af hinum eftirspurðu skozku teppum. jvfpnmiNN Byggingarsamvinnufélag starfsmanna Reykjavíkurbæjar Fjögurra herbergja íbiíð í Austurbænum er til sölu. Félagsmenn hafa forkaupsrétt eftir félagsröð til 27. september næstkomandi. Upplýsingar gefur formaður félagsins Gísli Teitsson. Skrifstofuhúsnæði Öskum eftir að taka á leigu 3—4 herbergi fyrir skrifstofu í Reykjavík. MslenzkÍM' . 1 iinívee/iính«#’ s.f. Keflavíkurflugvelli. MÞaghtaöið Vésir vantar börn til að bera út blaðið í eftirtalin hverfi. AÐALSTRÆTI Talið strax við afgreiðsluna. Setuliðsskemmur til niiurrifs Ákveðið hefur verið að selja til niðurrifs og brottflutn- ings 3 samstæðar setuliðsskemmur (stærð 12%X30 m.) við Langholtsveg. Ennfremur 2 skemmur af sömu gerð á Grímstaðaholti bg 1 við Neskirkju. Tilboð verða opnuð að viðstöddum bjóðendum þ. 27. þ.m. kl. 14 í skrifstofu minni, Ingólfsstræti 5. Nánari upp- lýsingar eru gefnar í skrifstofunni. Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.