Vísir - 23.09.1954, Page 7
Fimmtudaginn 23. september 1954.
VÍSIR
yyyVVtfVWWVVVtfWWVWVVWVVVVW,WV^VVWWVWWWVt«V^
Iljiíandi - - -
Amðisf ||
£ftir P Potter l|
í 27
Það var svo mikil skíma í stofunni að eg þurfti ekki að rekast
á húsgögnin. Þegar eg var kominn í innri enda stofunnar heyrði
eg að þeir sem töluðu saman voru baka til í húsinu. Eg hlustaði
betur, því að mig langaði til að heyra hvort eg þekkti nokkra
röddina. En enginn þeirra sem töluðu hafði nokkurn útlensku-
hreim.
Eg'fór inn í næstu stofu. Undir eins og augun fóru að venj-
ast myrkrinu sá eg að þetta var einhverskonar tónlistarstofa.
Breiðar skothurðir voru að næstu stofu, sem líklega mundi
vera borðstofan. Mjó ljósrák sást á milli hurðanna og niðri við
gólf. Raddirnar komu úr herbergi til hliðar við þessa stofu. Eg
læddist að dyrunum og sá að Hiram, Teensy og Walter sátu í
sófa til vinstri í stofunni. Maríu sá eg hvergi, og Rússana ékki
heldur. Dyrnar skyggðu á þá, en þeir voru sítalandi.
Hefði eg getað notað skammbyssuna var vandinn enginn. En
nú var aðeins ein leið fær: eg varð að koma skammbyssunni til
vina minna. En þá yrði eg að beina athygli Rússanna að öðru,
sem snöggvast.
Mér tókst að ná skammbyssunni upp úr hylkinu og niður á
sófann. Og með því að neyta beggja handa gat eg lagt hana á
gólfið. Svo var ætlun mín sú, áð opna hurðina lítið eitt og spyrna
byssunni inn á gólf.
Stórt skrautker stóð á slaghörpunni. Eg reyndi að lyfta því
með báðum höndum. Það tókst. Eg læddist að dyrunum, sem
vissu út áð gahginum. Eg mældi fjarlægðina milli dyranna og
gangsins og skothurðánna sem vissu að borðstofunni. Þegar
skrautkerið datt með svo mikium brestum að buldi í húsinu, var
eg ekki nema fet frá skothurðunum. Önnur þeirra rann léttilega
til þegar eg ýtti við henni með olnboganum. Og um leið spyrnti
eg í skammbyssuna og hún brunaði yfir gljáborið gólfið og lenti
við fæturnar á Hiram Carr.
Sekúndu síðar lá eg undir slaghörpunni. En ekki heyrðist eitt
skot og dyrnar að ganginum voru ekki opnaðar. Með öðrum
orðum: þetta bragð hafði mistekist.
Eg heyrði einhvern ganga um gólfið þarna inni. Eg sá skugga
hans er hann nálgaðist. Þegar skugginn var kominn að and-
litinu á mér fór maðurinn að tala.
— Standið þér upp! sagði hann. — Standið þér upp, John,
og’ komið hérna inn í næstu stofu!
Það var Hiram Carr, sem þarna stóð!
18. KAP.
Fyrst létti mér en svo var eg gtamur. Það er aldrei gaman að
verða til athlægis.
— Hvert í heitasta! sagði eg. —■ Hvernig átti eg að vita þetta?
Hvers vegna segið þér ekkert? Hvers vegna liefur enginn sagt
mér þetta?
— Eg bið yður að afsaka, sagði Hiram.. —■ Þetta er mér að
kenna. En eg vildi að þér hefðuð gát á húsinu. Hvað sem þessu
líður þá var áform yðar engin flónska.
Skrattakorninu ef þessi fuglslegi náungi ætti að hafa vit fyrir
mér. En eg sá Rússana tvo, sem sátu út við þílið, og þess vegna
þagði eg. Eg gæti sagt Hiram skoðun mína á honum seinna.
Það var ekki fyrr en eg settist hjá Walter, sem eg sá að Hir-
am var með skammbyssu í hendinni. Rússarnir voru fangar
hans, en hann ekki þeirra — það var auðséð. Eg þóttist vita að
annar þeirra væri Felix Borodin majór. Hinn var kapteinn.
— Hvar er María Torres? spurði eg.
— Hún er ekki hér, sagði Carr. — Eftir því sem mér skilst
hefur hún alls ekki komi hingað.
— Vitið þér hvar er hún?
— Eg er að reyna að kryfja Borodin til sagna Um það. En
hann sver og sárt við leggur að hann viti það ekki.
Eg varð hissa á að heyra að Hiram talaði rússnesku reip-
rennandi. En auðvitað hefði hann ekki verið settur til þess starfa
ef hann héfði ekki kunnað rússnesku. Þegar mér fór að verða
rórra bað Hiram mig að fara út í aðaldyrnar og hafa gát á um-
ferðinni. Síðan sagði hann eitthvað við Borodin, og hann kinkaði
kolli. Svo sagði Hiram að Borodin yrði sámférða í bílnum.
— Hann kemur með okkur til Budapest til þess að við kom-
u'mst gegnum þvergirðingarnar á g’ötunum, sagði Hiram.
— Hafið þér hótað að drepa hann ef hann neitar?
— Nei, sagði Hiram. •—■ Eg ságðist ætla að segja Lavrentiev
frá makki hans við Schmidt, er hann þrjóskast.
— Hvað er um hinn dólginn?
— Hann veit ekkert, sagði Hiram. — Hann er bara einn af
nemendum Borodins og fór með hónúm til að fá léðar bækur.
— Hvað eigum við að gera við hinn?
— Binda hann og láta hann dúsa hérna, sagði Hiram. — Þá
getur Borodin látið hann lausan slðar, ef hann langár til.
— Hvað eigið þér við?
Hiram yppti öxlum. — Eg býst við að þessi dóni viti meira
en hollt er. Þáð er ékki víst að Boródin kæri sig um að láta
hann leika lausum hala.
Þegar Wa’lter kom með bifreiðina fjötraði hann kapteininn
og Tennsy hjálpaði honum til þess. S'íminn hringdi um leið og
við vorum að fara út úr dyrunum. Hiram hikaði rétt í svip, en
svo sváraði hánn í símann. Hann hlustaði og benti mér svo.
Hann hélt símtólinu upp að ejrranu á mér.
— Halló! Halló, Felix!
Eg hefði getað þekkt þessa stu'ttu, hörðu og óþjálu rödd hvar
sem var. Og nú reyndi eg að breyta rómi eins vel og eg gat.
— Já, 'ságði eg.
— Þú ert séinn í vöfunum. Þú áttir að vera kominn hingað kl.
n-íu. Kemurðu með næstu lest?
Schmidt hafði þá gengið Rússunum úr greipum.
— Sehr gut, sagði eg. — Eg kem bráðum.
— A venjulegum stað eftir þrjátíu mínútur.
— En hvar? spurði eg Hiram er eg hafði slitið sambandinu.
— Borodin segir okkur það — einhvern veginn.
Hiram stýrði og Teensy sat framí. Þau höfðu Borodin milli sín.
Okkur tókst vel að komast framhjá. öllum varðmönnunum
og innan skamms vorum við komin inn í borgina. Hiram stöðv-
að bílinn fyrir framan kaffihús Belvarosis og fór inn. Innan
skamms kom hann út aftur, og sagði að Borodin mætti fara.
Rússinn fór án þess að segja orð, — með hendurnar á kafi í
vösunum.
■ Eg hélt að Hiram væri genginn af göflunum, en eg notaði þó
ekki þau orð við hann. — Eg skal veðja um að Borodin leitar
Schmidt uppi þegar í stað.
— Eg þigg ekki það veðmál, sagði Hiram. — Eg ætlast nefni-
lega til að hann geri það.
— Sagði hann hvar þeir ætluðu að hittast?
— Vitanlega ekki, sagði Hiram. — Eg spurði hann ekki einu
sinni að því, vitanlega hefði hann logið. Hann verður að finna
Schmidt. Þeir verða að reyna að drepa okkur öll fjögur — það
er þeirra eina von.
— Og svo sleppið þér honum hérna inni í miðri Budapest?
— Eg hefi sett mann til að njósna um hann, sagðÍ'Hiram. —
Hvað haldið þér að eg hafi verið að erinda inn í kaffihúsið?
Eg var ekki sannfærður enn. Ef við ættum að finna Maríu
7
X kvöldvokunni.
Hann var kunnur knatt-
spyrnumaður og konan hans átti
von á fyrsta barninu. „Heyrðu,
elskan,“ sagði konan, „eg er.
alltaf að syngja, svo að barnið
okkar geti orðið söngvið“. Mað-
urinn hugsaði um þetta stund-
arkorn og sagði síðán hikandi:
„Heyru, ljósið mitt, heldurðu
að þú gætir ekki æft þig svo-
lítið í knattspyrnu líka?“
9
Rithöfundurinn og kona hans
voru oft í kröggum og áttu
jafnan við mikla fjárhagsörð-
ugleika að stríða. Dag einn voru
þau bæ'ði að heiman og var þá
hringt á dyrabjölluna. Dóttir
þeirra 9 ára að aldri fór til
dyra, opnaði aðeins ofurlitla
glufu og tók á m'óti gestunum
með þessari furðulegu tilkynn-
ingu: „Pabbi og mamma eru
ekki heima, en amma á öll hús-
gögnin ....“
©
„Það var hr'æðilegt, eg gat
varla sofið nokkurn dúr í nótt,
konan mín hóstaði svo afskap-
lega mikið.“
„Hafið þér þá ekki kallað x
lækni?“
„Nei, þess' þárf ekki. Eg er
að fara í ferðalag í dag.“
9
Zarah Leander, hin fræga
söngkona, segir ýmsar sögur af
börnum sínum þegar þau voru
lítil. Ein er þessi: Hún hafði
þann sið að hátta börnin sjálf
og koma þeim í rúmið og hún
söng líka fyrir þau stundum,
Einu sinni þegar hún var búin
að hátta son sinn, leit hann á
hana ósköp syfjaður og sagði:
„Má eg ekki fara að sofa strax,
mamma — eða þarftu endilega
að vera að syngja fyrir mig
fyrst?“
©
Hann kom í hóp kunningja
sinna, sem sátu á „barnum“ og
svöluðu sínum sífellda þorsta.
„Hafið þið heyrt það um leik-
konuna N. N.? Hún er komin í
Oxford-hreyfinguna og hefir
játað fyrir bóndanum allt sem
hún hefir syngdað gegn hon-
um!“
„Það var þó heiðarlegt/*
sagði einn kunninginn.
„Hugrekki hefur hún,“ sagði
annar.
„Skárra er það nú minnið,“
sagði sá þriðji.
£ <e gumufki: - I /\K£/%IM /65/
Copr íeSX.EclgarRlceBurroughs.tnc.—Tm Rog O.S Pat Olí.
Distr. þy United Feature Syndicate, Inc.
Tarzan ;ak íjpp hræðdiegt öskur
um leið og hanr þaut eins og örskct,
til þess að bjarga stúlkunni.
Fúimer'iiið vissi ekki fyrri til en
a öllaukinn hnefi hæfði hann beint í
mdlitið af svo miklu afli að hann
hné til jarðar.
En hann þaut eins og naðra og
augu hans glömpuðu af hatri.
Hann þreif stærðar sax úr slíðrum
og sveiflaði því yfir höfði sér ura
leið og hann öskraði „Svín, ég skal
drepa þig“.