Vísir - 18.10.1954, Blaðsíða 7
Mánudaginn 18. október 1954
vlsra
1
Lokið stórmerkum rannsóknum
á hagnýtingu hitaorku sjávar.
Þær fóru fram á Fílabeinsströn din ni
í Yestur-Afríku.
Fyrirhuguð smíði á 2 rafvéíasa«islæJksm,
sem h’ves' k.osiiss' rsærri 3 miSSIásssr dollara.
Fregn frá Albidjan á Fíla-
beinsströndinni, Fröiisku Vest-
ur-Afríku, liermá, að efíir
margra ára tilraunastarfsemi,
sé franskt félag reiðubúið að
koma j>ar upp veri, til þess að
liagnýta sjávarhitann ti! raf-
orkuf r amleiðslu.
Verkfræðingar þeir, sem
haft hafa með höndum rann-
sóknir og undirbúning, líta
svo á, að tekist hafi að leysa
öll fræðileg og tæknileg vanda-
mál, er þetta varða. Þeir full-
yrða, að allar aðferðir, sem
fyrirhugaðár séu, hafi verið
þrautreyndar á tilraunaskeið-
inu. Nú standi ekki á neinu,
nema að ríkisstjórn Frakk-
lands, veiti samþykki sitt til
þess að hefjast handa, og leggi
fram fé, sem þarf til smíði
hinnar fyrri af tveimur véla-
.samstæðum, er þarf til fram-
leiðslunnar, en áætluður kostn-
aður við smíði hennar er sem
-svarar 45 millj. kr.
Það er Société Eneffgie des
Mers, félag sem starfar við
eftirlit hins opinbera, og stofn-
að var 1948, sem að þessum
málum vinnur, og er hinn eini
tilgangur með stofnun þess
hagnýting hitaorku sjávar. —
André Nizery, aðalfram-
kvæmdástjóri félagsins, dvelst í
Abidjan um þessar mundir, til
þess að kynna sér af eigin
reynd tæki, sem komið er fyrir
í hafsdjúpinu, og nauðsynleg
eru við framleiðsluna.
Frá því er Arsené d’ Arson-
val, kunnur franskur eðlis-
fræðingur fyrstur kom fram
með hugmyndina um að nota
hitaorku sjávar til iðnaðar-
framleiðslu, hefur það veirð
vísindamönnum kappsmál að
finna leiðir til hagnýtingar
þessarar hitaorku, sem raun-
verulega er ótakmörkuð.
Hitinn fer eftir
dýpt sjávar.
Hitinn á yfirborðinu er meiri
en í dýpinu. í lóninu við
Abidjan er vatnið 20 stigum
heitara en í sjónum úti fyrir á
tæpl. 400 metra dýpi.
Það er að sjálfsögðu geisla-
magn sólar, sem óbeint hefir
lagt til þennan hitagjafa
sjávardýpisins.
Vandinn er, að áliti d’Arsonval
að leiða í sama „farveg“ heitan
yfirborðssjó og kaldan sjó úr
djúpinu, til orkuframleiðslu.
Úr lóninu fær orkuverið vatn,
sem er 82 stig F. (27.50 C.), en
um sveigjanlega leiðslu, sem er
á fimmta kílómetra á lengd og
yfir 2 metra í þvermál, verður
sogaður kaldur sjór úr dýpinu
úti fyrir, þar sem 400 metra
dýpi er í gjá á landgrunns-
brúninni, botnlausa gatinu,
eins og dýpið er kallað hér.
Þar er siórinn 7.50 C.
Léon. Nissolle prófessor vann
bug á erfiðleikum við að eima
vatn við tiltölulega lágt hita-
-stig, með tækjum Sij.u.n, oi
hann gerði tilraunir rbeð
Bercy-stöðinni í París.
Odýr oijkuframleiðsla.
Þegar um venjulegar eim-
túrbínur er að ræða, er notað
lítið vatnsmagn við mikinn
þrýsting. Rafallinn verður
knúinn með einu hjóli, en
ekki hjólasamstæði (multiple-
wheel) eins og í túrbínuvél.
Allt nema rafallinn sjálfur
verður í loftþéttu, steyptu
byrgi, með sérstakri plastik-
húðun. — Nizery og samstarfs-
menn hans eru sannfærðir um,
að það verði eins hagkvæmt og
ódýrt að framleiða raforku með
þessum hætti, eins og með j
vatnsvirkjun. Þeir benda einn- I
ig á, að í verinu megi fram-
leiða kostnaðarlítið birgðir af '
eimuðu vatni, salt, sóda, klór
og bromine, magnesium og
jafnvel kalí. í hitabeltislöndum
verður hægt að nota hitaorku
sjávar samtímis til þurrkunar
og kælingar. Svipuð orkuver
gætu reynst mjög gagnleg þar
sem mikið af hreinu vatni er
og fyrir hendi og þess er þörf
annað hvort 1 iðnaði eða land-
búnaði. Olíuhreinsunarstöðin í
Curacao til dæmis notar helm-
ingi meira vatn en fyrir hendi
er á eynni. Ef eimstöð yrði
reist á eynni þyrfti ekki lengur
að flýtja að vatn til eyjarinnar
með miklum tilkostnaði.
Þyritvængja natuð
við Mrkpsmíð.
Fyrir skemmstu var þyril-
vængja tekin til næsta óvenju-
legrar notkunar í Svíþjóð.
Nýlokið var endursmíði 300
ára gamallar kirkju í Avesta.
Átti að koma fyrir krossmarki
miklu, 4ra metra háu og 165
kg. á þyngd á turnspírunni,
sem er í 48 metra hæð frá
jörðu.
Byggingarmeistaranum hug-
kvæmdist þá að láta þyril-
vængju taka sig á loft með
krossmarkið í sterkri stáltaug,
og tókst þetta. Nokkrir menn
voru uppi á turninum, og tóku
þeir við krossmarkinu, sem
hékk niður úr þyplvængjunni,
og komu því fyrir í grópinni,
þar sem það átti að vera.
• Hinn 5. þ.m. var háð bæja-
keppni milli Oslóar og
Gautaborgar ■ knattspyrnu
á Bislett-velli í Osló, og
lauk henni með jafntefli, 2
mörkuih gegn 2.
• Moubarak Zarropg, sam-
göngumálaráðherra Súdans,
kom nýlega í opinbera
heimsókn til Stokkhólms, en
hann mun heimsækja
fleiri Evrópulönd.
MAGNIJS THORLACIUS
hæstaréttarlögm aður.
Málflutningsskrifstofa
Aðalstræti 9. — Síini 1875.
IMámsstyrkir hoðnir í
Bandaríkjunum.
Á hverju hausti eru nokkrum
íslenzkum námsmönnum veittir,
styrjcir til náms við háskóla í
Bandaríkjunum.
Styrkir þessir eru veittir af|
ýmsum stofnunum, skólum og
öðrum opinberum aðilum fyrir
milligöngu International Insti-
tute of Education í New York
og Íslenzk-ameríska félagsim
hér á landi.
Atta ísl. námsmenn hlutu
styrki fyrir það skólaár sem
nú er að hefjast, og eru þeir
allir farnir vestur um haf.
Umsóknir um styrki þá er
veittir verða fyrir skólaráið
1955—56 verða að berast stjórn
Íslenzk-ameríska félagsins
ekki síðar en 10. nóvember
næstkómandi.
Þeir styrkir, sem hér um
ræðir, eru:
1. Styrkir veittir af skólum
og stofnunum víðsvegar um
Bandaríkin. Þeir nema flestir
ókeypis skólagjöldum og stund-
um einnig fæði og húsnæði.
Þessir stydkir eru bæði fyrir
stúdenta og kandidata.
2. Styrkir á vegum stúdenta-
skipta Bandaríkjastjórnar, sem
eru mjög ríflegir og nema
ferðakostnaði og öllum nauð-
synlegum dvalarkostnaði í eitt
ár. Þessir styrkir eru aðeinr
fvrir þá, sem lokið hafa há-
skólaprófi er samsvarar af
minnsta kosti AB prófi. Eru
þeir einkum ætlaðir starfandi
fólki í ýmsum greinum.
3. Sérstakur styrkur, sem
veittur er til tveggja ára náms
af Chicagodeild Norræna fé-
lagsins (American Scandina-
vian Foundation). Námsmenn,
sem lokið hafa fyrrihluta prófi,
eða stundað hafa nám við Há-
skóla íslands í 2—3 ár, ganga
fyrir við veitingu þessa styrks.
Styrkurinn nemur $1500 og
greiddum skólagjölctum.
Við veitingu þessara styrkja
koma aðeins til greina íslenzkir
borgarar innan 35 ára aldur's,
sem búa við góða heýlsu, hafa
gott vald á enskri tungu og
vilja fara vestur eingöngu til
náms.
Umsóknareyðublöð um styrki
þessa eru afhent á skrifstofu
Íslenzk-ameríska félagsins í
Hafnarstræti 19, II. hæð, í
þriðjudögum kl. 5.30—6.30 og
á fimmtudögum frá kl. 6—7
Sími 7266.
(Frá Isl.-ameríska félaginu)
■ S Á P U, V E R K 8 M. I ÐJ ANJJOFN A K U R E Y R I
♦ BEZT AÐ AUGLYSA Í VISI
Jeppabifreið til sölu
Góður landbúnaðarjeppi, gott verð. Upplýsingar í
BÍFREÍÐASÖLUNNI
Bókhlöðustíg 7. —- Sími 82168.
Protex þéttiefnið er komið aftur
Prot’ex
Með PROTEX má stoppa
á augabragði allan leka,
á steini, járni, timbri og
pappa.
Tryggið hús yðar gegn
leka með PROTEX.
Máblng & iárnvorur
Sími 2876. Laugaveg 23.
Lokunartími sölubúða.
Merkar tillögur Neytendasamtska
um lokunartíma sölubúða Rvíkur.
inningaráfjf
irápiölcl
Neytendasamtök Reykjavík-
ur ákváðu á sínum tíma aí
beita sér fyrir því. að að lok-
unartíma verzlana yrði breytt
þann hátt, að bæjarbúurr
gæfust auknir möguleikar ;
að verzla.
Líta samtökin svo á, að eðli-
legt sé, að neytendur, almenn-
ingur, hafi nokkra hönd
bagga um það, hvenær sölu-
búðum skuli lokað, og þes:
vegna hafa samtökin lagt frarr
eftirfarandi tillögum um málið
Matvöruverzlanir (kjöt- o
nýlenduvöruverzlanir.):
Á vetrum: Almennur lokun-
artími kl. 6 e.h., en kl. 2 :
laugardögum. Nokkrar verzl
anir viðsvegar um bæinn haf
auk þess opið á hverju kvöldi
til kl. 8, nema á laugardögun:
dl kl. 4, og skulu allar mat- sumrin.
vöruverzlanir bæjarins skiptast
á um það samkv. náríára sam-
komulagi sín á milli. Láta mun
nærri, að það kæmi í hlut
hverrar verzlunar á mánaðar-
fresti að hafa opið á þessum
tíma.
Á sumrum: Sami háttur á af-
greiðslutímum nema á laugar-
dögum, en þá loki verzlanirn-
ar almennt kl. 12 á hádegi, en
nokkrar víðsvegar um bæinn
kl. 2.
Aðrar verzlanir: A. m. k.
eitt kvöld í mánuði séu allar
verzlanir nema matvöruverzl-
anir opnar á kvöldin milli kl.
8 og 10, en loki annars kl. 6
nema á laugardögum kl. 2 á
vetrum og 12 á sumrum. Vefn-
aðarvöru- og skóverzlanir
skulu þó skiptast á um að hafa
opið til kl. 2 á laugardögum á