Vísir - 28.10.1954, Qupperneq 5
Fimmtudaginn 28. október 1954
vtsm
Einar Jónsson, myndhöggvari,
V
,:/• f
\
.
§
'Á +
II
*
>í.
íSiS;
-WV/AI'
j
FrefeUin um lát Einars Jóns-
sonar myndhöggvara kom mjög
óvænt, þjóðina setti hljóða.
Starfsbræður og vinir vissu
að hann vann ótrauður og
fagnandi að nýjum verkum og
síðustu árin höfðu mörg eilíf
listaverk verið sköpuð, og
komið fyrir í hinni nýju vestur-
álmu sýningarhallarinnar. —
Þrátt fyrir veikindi og aðrar
tafir hafði meistaranum auðn-
ast að opna nýjan, stóran sal,
sem að ýmsu var frábrugðinn
öðrum sölum hins mikla safns.
Meiri litir, meira ljós. Það var
eins og birta eilífðarinnar
Ijómaði i'um hin undurfögru
verk síðari áranna. Gömul
málverk bveyttu um svip, lit-
irnir nrðu tærari og fyllri.
* 9 ,
Lögmai eilífðarinnar og oskir
vorar fara ekki ávallt saman,
en hitt vitum við að þá sem
Guð elskar kallar hann þannig
til fundar við sig, snögglega.
Þeim er ekkert að vanbúnaði,
en við eigum oft erfitt að sætta
okkur við þau örlög. Syrgjum
þegar ef til vill væri ástæða
til að fagna. Þýðingarmeiri og
fegurri viðfangsefni munu biða
handan við dyr eilífðarinnar,
þeirra, sem hafa öðlast náðar-
gáfu listarinnar og mátt trúar-
innar.
Hin langa æfi þessa mikla
listamanns var helguð starfinu
og trúnni, við sjáum það í
verkum hans, og lesurn það
milli línanna í æviminningum
hans. — Þeir sem þekktu Einar
bezt vita hvernig hann miðlaði
af vísdómi sínum. Þótt hann
væri þreyttur og önnum kafinn
við vinnu sína, þá hafði hann
jafnan tíma til að brosa og
sökkva sér niður í djúphugsað-
ar viðræður um listina og
eilífðarmálin.
Engan mann hefi eg hitt á
lífsleiðinni sem eg heldur vildi
líkjast en hann. Viðkynning
okkar var löng og farsæl, átti
drýgstan þáttinn í því að listin
varð mitt ævistarf. Varð þess
valdandi að eg öðlaðist þá gæfu
að virða fegurð og tign lífsins
og tilverunnar.----------
Ungur maður lagði leið sina
um óþekktar borgir til að nema
listina, hin vísu orð og heilræði
meistarans fylgdu honum sem
lýsandi kyndill. Hann gat ekki
villzt, eða gjört neitt það sem
var á móti lögmáli lífsins. —•
Við söknum vinar í stað', en
höf.um hann þó hjá okkur, —
\fei;k hans, orð hans, og svo
endurminninguna, Ijósiifandi
Þegar myrkir dagar og bung-
bær öriög. vitja okkar, þá
sækjum við birtu og yl til
þessara endurminninga. Skoð-
um safn meistarans eða lesum
minningar hans. Þjóðin mun
um allar aldir sækja styrk og
gleði til Hnitbjarga, eins og við
gerum er við skoðum safn Al-
berts Thorvaldsens, lesum vei'k
Björnsons og hlustum á tón-
verk Síbeliusar. Þannig eru
snillingar xxorðui'sins. Þjóð-
hetjur og dýrlingar.
Hnitbjörg voru byggð fyrst
allra húsa á Skólavörðuhæð’, —
hæstu hæð af 7 sem boi’g vor
stendur á —- safnið mun geyma
verk Einars Jónssonar um ald-
ir, og bera hróður hans og
þjóðarinnar víðsvegar. Það
mun einnig geyma minningu
konunnar, sem langa ævi stóð
við hlið listamannsins í blíðu og
stríðu. Umönnun hennar og
handtök mun ávallt einkenna
þennan helgidóm þjóðai'innar.
Ekki vei’ður mynd Einai's full-
skýr nema við hlið Önnu. Við
munu ávallt nefna þau í sam-
einingu, það er orðið okkur svo
tamt. Anna M. Jörgensen sagði
á vori æskunnar við ungan
listamann: „Þitt land er mitt
land, dauðinn' eirtn skal að-
skilja okkur“. —• Síðan hefur
hún fylgt honum land úr landi,
borg úr borg. Húsið á holtinu
varð fokhelt. Fyrstu árin.voru
engir sældártímar„ kpldi,
myrkur, og allt af skornum
skamxnti — nema ástin. Mikil
verk l eyðilögðust af frosti og
raka, jai'ðskjálfti skemmd.i
húsið. Skilningur þjóðarinnar á
listinni var takmai'kaður. Allt
þetta þurfti ungu hjónin að
þola og yfirvinna, — þau báru
gæfu til þess, og meii-a til. Þau
eignuðust ást og' vii'ðingu allra
landsmanna. Aðdáun og frægð
um • víða vei'öld. Þannig er
ævintýrið um Einar og Önnu,
og emrþá er. það ékki fullsagt.
Komandi kynslóð raunu auka
það og fága, eins og ávallt
verður, þegar ævintýrin gjör-
ast..
íslenzk listsköpun'mun ávallt
sækja styrk og göfgi til Hnit-
bjai-ga, þótt við eigum eftir að
lenda í ógöngum þeim sem oi’ð-
ið geta á grýttum vegum, á öld
upplausnar og of mikils hi’aða,
þá mun ávallt vera „ljós í
glugga“ hússins á holtum. —
Þeir listamenn sem hafa það að
leiðai'merki villast ekki.
Það var engin tilviljun að
listmaðui’inn gerði lágmyndina
,,Brauti'yðjandinn“ fyrir fót-
stall styttu Jóns Sigurðssonar,
eða þá „Úr álögum“ og „í dög-
un“ — það var listamannsins
aðall að leysa úr viðjum, úr
álögum, og ryðja brautir. —
Stundum hefi eg hugsað um
hvernig við stæðum nú, ef
brautryðjendur vorir í listinni
hefðu ekki lagt af stað nógu
ssnemma. Eða áður en tuttug-
asta öldin lenti í þeim voða að
tapa þi’æðinum svo hrapalega,
að öndvegisþjóðir listarinnar
gleymdu hlut.verki sínu. —
Hræddur er eg um að okkar
hefði beðið hlutskipti hörpu
skáldsins: „Fellur á sót og
sorti“. — Harpa vor hljómar og
tónar hinnar eilífu listar hafa
náð að vekja þjóðina áður en
ósköpin dundu yfir. Þeir tónar
munu kalla okkur til dáða á
nýju vori, ef við hugleiðum
gamla máltækið. Þjóðir eignast
þá listamenn sem þær eiga
skilið, þá er gæfa vor mikil.
Menningarai'furinn er mikill,
en við höfum gætt hans slæ-
lega. Þetta má ekki endurtaka
sig oftar. Bókmenntaai'fur vor
var fluttur úr landi — ef til vill
áttum við það skilið. — Erfið-
lega gengur að endurheimta
hann. En sú yrði ógæfa vor
mest ef við varðveitum ekki
hina gróðurmiklu sprota sem
skotið hafa rótum í heimi
listarinnar í byi’jun aldarinnar.
Eitt heit ætti íslenzka þjóðin
að vinna til minningar um sinn
mesta myndhöggvara. Að öll
hans ódauðlegu vei’k væru
steypt í varanlegt efni, og að
sum þeirra væi’u gerð í fleiri
eintökum, og komið fyrir víðar
á landinu.
Nú hefur þú, starfsbróðir og
vinur, lagt upp í ferðina löngu,
við þökkum þér allir, þeir sem
báru gæfu til að njóta leið-
sagnar þinnar. Öll þjóðin þakk-
ar þér!
Gu'ðmundur Einarsson
frá Miðdal.
Matarstell
Kaffistell
Moccastell
Kaffikönnur
Bollapör, m. teg.
Mjólkurkönnur
Sykursett
Kökudiskar
Tepottar
Matardiskar
Skálasétt
Tekatlar
Hraðsuðukatlar
Hraðsuðupottar
Aluminiumpottar
Búrvigtir, fl. teg.
Niðursuðuglös
Isskápasett
Kryddsett
Bollabakkar
Hitakönnur
Hitaflöskur
Bitakassar
Sendum gegn póstkröfu.
Nora-Magasín
Útför Einai's Jónssonar er
gerð í dag að Hrepphólum, þar
.sem hann mun hvíla við hlið
foreldra sinna. Á laugardaginn
fer fraxn minningaratöfn um
hann fyrir atbeina í'íkisstjórn-
arinnar.
Kristján Guðlaugsson,
hfestaréttarlöirmaam
Skrifstofutíml 10—12 t>g
1—5. Austurstraati l,
Simi t*0i
ÁLLT
FYRiR
KiÖTVERZLANÍR
VINGLOS
Kokkteil |:
Kampavín i •
J Sherry I; •
J Rauðvín |;
J Wltisky
5; Fjörutíu tegundir af £
glösum fyrirliggjandi.
í JJ/örtur Yjiel*en kf\
í Templarasundi 3,
í sími 82933.
Bergmál —
(Framli. af 4. síðu)
kennsla í föndri og teiknun fyrir
börn og er sii kennsla nú megin-
þáttur í starfi þess skóla, sem er
arftaki skóla fristundamálara,
sem um skei'ð nefndi sig „Mynd- ■
Jistáskóla F.Í.F." en nú nefnist
„Myndlista.skólinn i Reykjavík“.
Þessi skóli er til húsa á í'ishæð'
hússins að Laugavegi 166 hér i
bæ.
Nöfnuni ruglað.
Af þvi, sem nú liefur vei'ið
rakið hér, er ljóst, að skóli sá,
sem nú ber hcitið „Myndlistaskól-
inn í Reykjavík", hefur helgaS
sér meginhluta liins lögfcsta heit-
is „Ilandíða- og myndhstaskólans
í Reykjavík". Vinum oltkai', Jós-
ep og öðrum, sem hnotið hafa um
nöfn þessai-a skóla og tilkynning-
ar þeirx-a, er því vorkiinn þótt
þeir í-iigli skólunum saman. —
kr. x