Vísir - 29.10.1954, Page 10
19
hefi eg ekki eins mikið fylgi nú og eg mun fá, þgar fyrirtælunin
ium hinn spænska ráðahag verður gerð heyrinkunn, og frændi
yðar birtir sinn innra mann. Og þess mun ekki verða langt að
bíða, að hann geri það. Courtenayflokkurinn mun eflast, en að
lokum mun hann falla á sínurn eigin verkum. Öfgar hans hafa
þegar orðið til þess, að sumir lávarðarnir hafa fjarlægzt flokk-
inn. Eigi að síður hefir hann mikil völd og þér verðið að gæta
yðar, John, gæta yðar vel, því að hann hatar yður, hatar yður
meira en alla aðra menn á Englandi og hann hefir fullan hug
á að gera yður allt til meins, sem hann getur. Við verðum að
bíða betri tíma, en jafnframt verðum við strax að hugsa til
hreyfings. Will Cecil þekkir hug Elísabetar drottningar, ef
uokkur maður þekkir hann og þér hafið sagt það sjálfur, að
hann hafi verið vingjarnlegur í yðar garð. Svo vill til, að hann
og þér eruð sama sinnis. Revnið að herða upp hugann og taka
-á yður þá áhættu að verða ....
— Þér eigið við .... ?
Otterbridge hallaði sér aftur á bak og sló sundur höndunum.
— Eg á við þðð, oð eg vil gera yður að konungi, sagði hann
uppnuminn.
John starði á hann. Svipur blinda mannsins varð blíðlegur,
vingjarnlegur og eftirvæntngarfullur, eins og gamals manns,
.sem hefir gefið bami gjöf og bíður í ofvæni eftir gleðiþrungnu
þakklæti. John, sem hafði lagt alla áherzlu á að halda sér utan
■við stjórnmál og flokkadrætti, varð nú þess vísari, að það átti
að nota hann sem hina girnilegustu beitu, gera hann að eigin-
manni drottningarinnar, færa honum kórónuna. Honum fannst
þetta svo fyndið, að hann rak upp óstöðvandi hlátur.
Svipur blandinn undrun og reiði sást á andliti blinda manns-
íns og hann hóf augnalokin snöggvast, en lét þau'; síga aftur og
enn á ný færðist hinn kuldalegi svipur yfir andlitið. John stóð
á fætur og hneigði sig.
— Lávarður minn, sagði hann. — Því miður ætla eg ekki að
bætta á þetta.
Hann fann til samúðar með þessum konungasmið, um leið
og hann sneri sér við til að fara.
—• Lávarður minn, sagði hann. — Mér þykir þetta mjög leitt,
en þetta er útrætt mál og ákvörðun minni verður ekki haggað.
Samt vil eg halda vináttu yðar. Ef til vill má eg heimsækja yður
aftur, án þess að þetta mál beri á góma.
Otterbridge svaraði ekki. Hann starði blindum augum á
spenntar greipar sínar.
VII. kafli.
Francis var orðinn hræddur við hina löngu fjarveru þeirra
og hafði kallað á Ambrose sér til hjálpar ef i odda skærist.
3?eir höfðu byrta lávarðarins á milli sín og voru að þjarma að
honum. Þegar Francis sá John, sleppti hann handleggnum á
brytanum, en hann hafði verið að snúa upp á hann.
—• Það munaði minnstu að eg færi inn og sækti yður, sagði
bann.
Þeir fóru út á götuna og mynduðu þar sína litlu fylkingu.
Fyrstur fór Ambrose og varðmaður með honum til að ryðja
vism .
Föstudaginn 29. október 1954
veginn. Þá komu John og Roger og gengu hlið við hlið. Francis
var fáeinum skrefum á eftir þeim og síðastir gengu tveir þjón-
ar. Ambrose skýrði frá því með mörgum orðum, að hann vissi
um styttri veg heim til Rose, en þeir höfðu farið, en John greip
fram í fyrir honum. f | í j , j
— Veljið hvaða leið, sem þér viljið, en gangið á undan.
Eftir fáein skref voru þeir komnir til Fleet Street, aðalgöt-
unnar milli borgarinnar og útborgarinnar Westminster. Öðrum
megin, þeim megin, sem áin var, var húsaröð, en hinum megin
var opið svæði, gegn norðxú. Þegar þeir beygðu inn í götuna,
kinkaði John kolli í áttina til Temple Bar, sem takmarkaði fang-
elsisgarðinn frá einni hlið. Roger leit í sömu átt og sá þrjú
höfuð, sem nýlega höfðu verið sett á stengurt. Vafalaust voru
þau af einhverjum fylgismönnum Northumberlands.
— Þeir hlýddu boði valdsmikils lávarðar um að taka á sig
áhættu, hvíslaði John. — Ef þeir hefðu unnið, hefðu þeir feng-
ið gull og græna skóga og titla. En þeir biðu ósigur og nú eru
höfuð þeirra sett á stöng. Eg þurfti ekki að brjóta heilann lengi
til að taka ákvörðun.
— Þess hefði eg heldur ekki þurft, ef metorðagimi hefði
rekið mig áfram, svaraði Roger. — Þú skilur þetta ekki, og
það er ekki heldur von, þú hefir verið svo lengi í kastalanum.
Það er ....
— Við skulum ekki ræða um það hér. Er ekki einhversstaðar
krá á leiðinni, þar sem við getum rætt þetta einkalega.
— Jú. Kráin Bell Savage, sem er hérna megin við Lud-
gate. Þar eru góð vín og lokuð herbergi. Þar er líka veitinga-
kona, sem spyr engra spurninga. Þetta er eftirlætiskrá ungra
hirðmanna.
Það var mikil umferð í Fleet Street. Þar á meðal voru eðals-
merin með fylgdarlið sitt, sem heilsuðu John og tóku hann tali
stundarkorn. gegar þeir komu að Fleet Bridge voru þar nokkrir
drukknir daglaunamenn sem höfðu lent í hár saman. Þar var
einnig hópur síðhempuklæddra lögfræðinga á leið til dómhúss-
ins, og þeir hrópuðu á daglaunamennina og æstu þá upp þangað
til einn þeirra henti öðrum í ána og þar buslaði hamr þangað
til hann komst upp hjálparlaust. Allir viku úr vegi fyrir jarl-
inum og þeir lögðu af stað upp Ludgate Hill í áttina til Lud-
gate, sem var stór og þunglamaleg byggrng.
Áður en þeir komust upp á hæðina, var kröpp beygja á veg-
inum. Þeir gengu undir steinboga og komu inn í steinlagðan
garð, þar sem hestar stikluðu óþolinmóðlega og þjónar gengu
um iðjulausir. Þegar jarlinn sást í hliðinu, sendi dyravörður-
inn ungþjón til að ná í beitingakonuna, og bauð þá velkomna
með miklu handapati.
Hann kvað mikinn heiður að heimsókn svo göfugs manns
og ruddi þeim leið inn í innri garðinn. Þar stóð frú Svaye,
veitingakonan, holdug vel, með mjallvíta svuntu. Vildi lá-
varðuxánn fá einkaherbergi? Það var svo sjálfsagt. Hvaða
vín vildi hann fá? Það bezta var honum til reiðu. Clavet? Áma
af ágætu Boi-deaux var nýkomin og það skyldi verða tappað
af henni þegar í stað. Vildi hann ekki borða? Samt ætlaði hún
að koma með matarbita, ef þið skylduð verða svangir. Vildi
lávarðusinn hafa tónlist. Nei, lávai'ðurmn vildi enga tónlist.
Hann vildi aðeins fá að vera í friði. Hún lofaði að sjá um, að
enginn ónáðaði þá, án þeirra eigin leyfis. Því næst fylgdi hún
þeim yfir slétt gólf, þar sem ungir menn voiru að skylmast með
bitlausum sverðum undir eftirliti fransks skylmingameistara,
en áhorfendur stóðu uppi á svölum og hrópuðu til skylminga-
mannanna. Veitingakonan fór með þá inn í herbergi, bar vín
á borð og kom með kjöt, sem hún setti á hliðarborð. Francis
stóð vörð við dyrnar og bræðumir ui'ðu eftir einir inni og báðir
reyndu að sýnast rólegir.
—• Otterbridge lávai'ður gaf mér ýmislegt í skyn, hóf John
máls.
— Fleh'a en hann gerði sér ljóst sjálfur1.
— Þú segir satt. Launin, sem hann krafðist, voru meira en
eg bjóst við, þegar eg bauð honuni þau. Hhrrn ætlaði að gerast
annar Wai'wick eða annar Noi'thumberiand og hafa mig fyrir
lepp. Mér þætti gaman að vita, hversu lengi hann hefir haft
þetta í huga.
Á kvölrfvökunni.
Pétur litli kom til lyfsala og
bað hann að selja sér megrun-
arlyf. Fekk hann það sem hann
bað um, en lyfsalinn gat þó
ekki að því gert að hann fór
að hugsa um fyrir hvem pilt-
urinn væri að kaupa megrun-
arlyf. ,.Ekki þarf móðir hans
á því að halda,“ hugsaði lyfsal-
inn, „og ekki móðir hans held-
ur.“
Kom nú fólk í lyfjabúðina
og var enginn tími til að brjóta
heilann um það frekar.
Nokkru síðar kemur Pétur
aftur og biður um sama lyf.
„Hvernig stendur á þessu Pét-
ur minn,“ sagði lyfsalinn. „Þú
kemur aftur að kaupa megrun-
arlyf. Ekki þarft þú að horast,
sýnist mér.“
„Nei,“ sagði Pétur. „Eg
kaupi það handa kanínunni
minni. Hann pabbi segist ætla
að slátra henni þegar hún sé
orðin nógu feit.“
Spjátrungurinn Jón hafði
keypt sér nýja skó en þeir
stóðu þó óhreyfðir í klæða-
skápnum dögum saman. Kona
Jóns var því óvön að hann
notaði ekki strax nýja skó eða
fatnað og spurði því hveiJju
þetta sætti, að hann léti skóna
standa í klæðaskápnum.
„Það skal eg segja þér,“ sagði
Jón. „Afgreiðslumaðurinn í
skóbúðinni sagði, að þeir myndi
vera dálítið þröngir fyrstu dag-
ana, svo að eg er að hugsa um
að láta þá bíða eina viku enn.“
Danskur blaðamaður var eins
og fleiri viðstaddur Ólympíu
vetrarleikina árið 1952 og þar
gekk Svíum ekki vel. Að leik-
unum loknum kom fyrrnefnd-
ur blaðamaður í rakarastofu í
Oslo, til þess að láta raka sig.
Rakarinn spurði: Eruð þér Svíi,
herra minn?
Nei, eg er danskur, svaraði
hinn.
Þar voruð þér heppinn. Eg
skal nefnilega segja yður, að
hefðuð þér verið Svíi, hefði eg
tekið 1 kr. meira fyrir rakst-
urinn.
Hvers vegna það?
Það er af því, að Svíamir eru
allir svo langleitir núna.
íl & SurtcuqkA:
- TARZAIM /67S
Nautið lá steindautt á miðjum
leikvanginum.
Tarzan hraðaði sér til þess að
sækja verðlaunin.
En hin embættislega stúka var tóm.
Lazar hafði yfirgefið leikvanginn
fyrir leikslokin.
Hann áleit það vera útilokað að
Tarzan kæmist lífs af úr bardaganum
og beið þvl ekxi boðannv en lét taka
Holt fastan og fsora hann á brott á
meðan á leiknum stóð.