Vísir - 12.11.1954, Blaðsíða 3

Vísir - 12.11.1954, Blaðsíða 3
Fostudaginn 12. nóvember 1954 Vl£31 3 SkrifiS kvennasíSuniii um áhugamál y8ax. lyjijjij Konuhendur stjórna. lókavörBur hæstaréttar Bandaríkjanita er kona. Lrfur matbúin á þrennskonar hátt. Lifur matbúin á franska vísu: Lifrin er skoi'in í mjög þunn- ar sneiðar og lögð á sterkheita pönnu. Eftir því sem sneiðarnar eru þynni’i því beti’i þykir .lifrin. En hitinn er afar mikill, þykir nægilegt að steikja þær í •feitinni í 1—2 mínútur. Þá eru sneiðarnar ki'yddaðar með salti og pipar og síðan er sherry helt yfir pönnuna. . Þetta er fært strax upp á fat og boxið á borð með kartöflu- stöppu og gi'ænum baunum. Lifur Iöguð á austurrískan hátt: Lifrin er skorin í þunnar, af- langar sneiðar, þeim velt upp úr hveiti, sem blandað hefir verið með salti og pipar. Síðan •er þetta steikt í smjöri. Þegar lifrin er steikt er rjóma liellt yfir hana og þetta látið krauma ofui’litla stund á pönn- unni. Borið á boi'ð með heitum kartöflum. Réttur þessi er mjög vinsæll í Austurríki og er talinn vera frá tímum Kai’ls V. keisara. lceisara. Sænskur lifrar-réttur: 500 gr. kálfslifur 300 gr. flesk 1 Va bolli hrísgrjón IV2 líter mjólk eða vatn 2 matsk. sýrop 3A matsk. salt % tesk. pipar 1 bolli rúsínur % matsk. smjör 2 tesk. rasp. Lifrin er hreinsuð vel og lögð í vatn og látin liggja þar ca. 15 mín. Síðan er suða látin koma upp á henni og hún síðan kæld. Þá er hún hökkuð ásamt fleskinu og kryddið, sýrópið og hakkaðar rúsínur sett saman við. Þetta er látið í smurt form og rasp stráð ofan á. Látið síðan inn í velheitan ofn og bakað í 1 tíma. Borið á borð með bræddu smjöri, hrísgrjónum og heitum kai’töflum. Hæstiréttur Bandaríkjanna á mikið bóka- og skjalasafn, sem oft þarf að leita til. Er þar nú kona bókavörður í fyrsta sinn. Hún heitir Helen Newman, og er fædd í höfuðborginni Wash- ington. Ungfrú Newman er há og glæsileg kona, sem stjórnar margbrotinni stax’fsemi og hefir 12 manns sér til aðstoðar. Hún er og hæstaréttai'lögmaður svo hún hefir næga lagaþekkingu auk þess, sem hún er dugandi bókavörðui'. Lestrarsalur bókasafnsins er á efstu hæð í dómhúsinu. Sal- urinn er eikarþiljaður og svip- mikill, en þegar menn koma þar aðeins í heimsókn, kann þeim að sýnast, sem þarna sé aðeins kyrrlátur staður fyrir málfærslumenn til að rita þar ræður sínar. En ungfrú New- mann segir að þegar hæstirétt- ur sé að starfi sé þar feikimikið annríki. Skjót handtök. Meðan ræður ei'u fluttar og áður en dómar ganga vilja dómararnir oft fá að rannsaká hvað áður hefir verið sagt í svipuðum málum og fá upplýs- ingar um fyrri skoðanir og ann- að það, sem skráð hefir verið og máli skiptir. Þeir rita þá ósk sína á miða, sem sendur er með þi’ýstiloftspípu upp í skjala- safnið. Þar eru símar settir í gang, sendlar fara á fljúgandi fei’ð og á svipstundu er búið að senda hið umbeðna niður til fyrix'spyi’jenda. A síðustu 3 ái’um hefir öllum slíkurn beiðnum verið fullnægt áðnr en 2 mín. væru liðnar. Mikill annatími var árið 1952, er Truman forseti tók stjói’n stáliðnaðarins úr höndum eig- endanna. Taldi rétturinn það vei’a stjórnarskrárbrot. Þegar greinargei’ðirnar komu fram, lét Felix Frankfurter dómari sinni greinargerð fylgja 2 skýrslur, sem sýndu að mai'g- sinnis hafði verið lagt hald á iðnfyi'irtæki allar götur frá því í borgarastyi’jöldinni og var jafnframt vitiiað í lagagreinar 3g heimildir fyrir þessu. Áreiðanleiki og nákvæmni. Þetta útheimti mikla rann- sókn og ungfi’ú Newman fór þá í handritasafn öldungadeildar- innar og skjalasöfn ríkisins til þess að finna hinar traustustu heimildir. Allt varð að vera hárrétt og nákvæmt og starf- inu þurfti að ljúka á þrem vik- um. „Já; við áttum feikilega ann- ríkt þá,“ segir ungfrú Newman. „Við unnum öll kappsamlega að þessu. Þeii’, sem valdir ei'u til starfa hér verða að vera algei'lega á- reiðanlegir og þagmælskir. Það má aldrei minnast á það hvaða dómai’i fjalli um hvert mál. Og héðan úr bókasafninu hefir aldi’ei neitt kvisast," segir hún hreykin. „Þegar njósnamál Rosen- bergshjónanna var á döfinni loguðu ljósin fram eftir öllu hér í safninu, oft til miðnættis. Það var líka til hér um bil allt, sem réttui'inn þurfi á að halda. Við höfðum þegar samið sögu löggjafarinnar um kjarn- orkuna. Svona þarf það að vera í bókasafni. . Allt verður að vei’a tilbúið þegar þörf er á.“ Margvísleg dagleg störf. Milli ,,háannatíma“ eru hin nauðsynlegu, daglegu störf, sem vinna þarf í 170 þúsund binda bókasafni. Ungfrúin kaupir og skrásetur nýjar bæk- ur, semur svör fyrir dómstólinn og dómara í héraði, svarar bréf- um frá rithöfundum, kennur- um, skólabörnum o. fl. Ungfrú Newman útskrifaðist með ágætiseinkunn úr laga- deild Washington háskólans 1925, og er nú í háskólaráði. Tveim árum síðar varð hún bókavörður við laga-bókasafn háskólans. Ái'ið 1947 kom hún til starfa í bókasafni hæstaréttar. Hafði Harlan Fiske Stone dómstjóri, sem nú er látinn, kjörið hana til starfans. Þetta er afar hentug og skjólgóð vetrarkápa úr mjúku, loðnu ullarefni. Kraginn er fremur sérkennilegur þar sem hann er þrefaldur og gefur hann káp- unni fallegan svip. WB'saw.i&iÉi til eBÍhliöea EB&éhwssmn* Ávallt hreint. — Ávallt nýtt. — Ávallt sama gæðavaran. WrewnstM hr*»itit&fftwndi 11 Hargreiðslutízkan í París. Það er ung kona er uiesíu ræðnr í j»vi París hefir um langt skeið ver ið miðstöð tízkuframleiðslu í heiminum, og á hverju vori og hausti streymir þangað fjöldi kaupsýslumanna, klæðskera og tízkukvenna til þess að fylgjast með nýjungunum. Fjöldi hái’greiðslukvenna og karla koma þangað einnig til þess að fylgjast með nýjungum í hárgi’eiðslu. Hárgi'eiðslumeistai’i sá, sem mestum vinsældum hefur átt að fagna nú að undanförnu, er ung frönsk kona, Carítas að nafni. Fyrir fimm eða sex árum kom hún bláfátæk frá Suður-Frakk- landi og tókst með mikilli spar semi að korna upp lítilli hár- greiðslustofu. En á þessum ár- um hefur henni tekizt að kom- ast svo vel áfram, að nú á hún miklar eignir í miðri Parísar- boi'g og er talin færasta hár- greiðslukona borgarinnai'. Hún er ekki eingöngu talin snillingur í hárgreiðslu heldur einnig í fjármálum. Hárgreiðslu stofur hennar eru stórar og fag urlega útbúnir salii’, þar sem allar finustu konur Parísar láta laga á sér hái’ið. Hái'lagning á- samt þvotti og öðru tilheyrandi kosta um 240.00 ísl. krónur — og samt er hvert sæti skipað hjá henni frá morgni til kvölds, og konúr hi'ósa rneii’a að segja happi yfir að komast þar að. Eftirlætishárgreiðslan á árinu sem leið hét „La nouvelle Fronde“, og er hún mjög ein- stök en kvenleg hárgreiðsla og fylgja henni margbreytilegir lit skuggar í hárinu. Framhald á 9. síðu. Hver á að gata eyrun? Það virðist vera að komast í tízku á ný, að konur láti gata eyrnasneplana og festi þar eyrnalokka. Eins og kunnugt er var þetta í tízku fyrir mörgum árum, þar sem konur, er áttu dýra eyrna- lokka létu festa þá í eyrun. í eitt skipti fyrir öll og svo héngu þeir þar árum saman. Aðalvandamálið í sambandi við þessa tízku er það, að ekki hefur verið úr því skorið, hver eigi að gera þessa litlu að- gerð á eyrnasneplunum! Fáir gullsmioir viija taka á ,ig áhættu þá.’sem þessu fylgir, >g talið er að læknum ‘finnist LÍikur hégómi ekki samboðinn . irðingu sinni. Vandamál þetta verður þó -afalaust leyst að einhverju leyti, því að konum,..sem bera ekta ,ipei'lur eða gimsteina í eyrunum,. þykir ekki yoganqli hð bera þá öðru vísi en :að festa þá í gegnum eyrun. Hvort þessi tízka verður éins útbreidd og áður er mjög' vafa- samt, en mörgum finnst leiði- gjamt að sjá alltaf sömu eyrna- lokkana í eyrunum jafnt virka daga sem við hátíðleg tæki- færi, og margir muna það ef- laust, þegar mæður þeirra og ömmur tróðu gulllokkunum undir skýluklútnum, þegar þaér. fóru í fjósið, en hvað um það, tízka er alltaf tízka. Fallegur kvöldkjóll ermalaus, með flegnu hálsmáli og víðu pilsi. Finlit efni jafn sem rósótt hæfir þessu sniði, en smekk- legt er að hafa einlita háa hanzka við. Einföld haust- eða vetrardragt úr þykku efni með svonefndu H-sniði. Dragtir þessar eru mikið í tízku í ár. Smekklegur en einfaldur telpukjóll úr köflóttu sirs- eða taftefnum með einlitum, litlum kraga og líningum. Snið af fötum þessum fást í Verzl. Vogue, Skólavörðu- stíg 12. d-. uui

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.