Vísir - 13.11.1954, Page 4
VlSIR
Laugardaginn 13. nóvember 1954
irasxiL
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
'Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB H.F.
Lausasala 1 króna,
Félagsprentsmiðjan h.f.
Merkileg leiksýning.
Árið 1929 kom út í Þýzka-Það er leitt, ef fólk lætur, sak-
ir misskilnings, leik þennan
framhjá sér fara.
Sigurður Skúlason.
ToHar af menningartækjum.
Alþingi ræddi fyrir skemmstu um tolla á ýmsum menningar-
tækjum, svo sem hljóðfærum og hljómplötum, þar sem
borin hafði verið fram tillaga um það, að tollar skyldu minnk-
aðir eða felldir niður af slíkum innflutningi. Var í þessu saim
bandi bent á það, að tollar eru ekki greidir af bókum, sem til
landsins eru fluttar, þar eð ekki er viðeigandi að auka með
því móti kostnað þann, sem almenningur hefur af því að afla
sér lesefnis til aukinnar menningar.
Það virðist sjólfsagt, að tollar séu sem minnstir á þeim
innflutningi, sem er raunverulega til að auka menntun þjóð-
arinnar. Þess vegna er tími til þess kominn, að sauðirnir sé
skildir frá höfrunum í þessu efni. Enginn greinarmunur mun
vera gerður á því, að því er tollgreiðslur snertir, hvort um
örgustu reyfara er að ræða,; sem fluttir eru til landsins, eða
göfug skáldverk og vísindarit. Öllu ritmáli er gert jafn-hátt
undir höfði að þessu leyti, og mun þó enginn mótmæla því,
að sjálfsagt sé, að þær bókmenntir njóti fyrst og fremst fríð-
inda að þessu le^ ti, sem þjóðin hefur gagn af, en hitt ætti að
tolla í samræmi við gagnsemi sína, sem oft er alls engin og
verri en það.
Nokkuð svipuðu máli virðist gegna um þann innflutning, sem
getið er hér að framan, eða að minnsta kosti hluta hans, hljóm-
plötuinnflutninginn. Þar verður einnig að skilja hismið frá
korninu, því að ekki virðist sanngjarnt, að ómerkileg villimanna-
„tónlist" sé lögð að jöfnu við þá, sem æðri er, hvort sem hún
er háklassisk eða því sem næst. Það er til að ýta undir ó-
menninguna, alveg eins og það er gert með því að leyfa inn-
flutning á hverskyns erlendu rusli í bókaformi, með sömu
vildarkjörum og því, sem bezt er í heimsbókmenntunum.
I þessu sambandi er heldur ekki fráleitt að hugleiða það,
hvort ekki ættí að tolla pappír í nokkru samræmi við það, til
hvers hann er ætlaður við bókaútgáfu, svo að endurgreiddur
verði tollur af þeim pappír, sem notaður er í nytsamar bók-
menntir og til menningarauka, en láta greiða gildandi tolla
af þeim, sem notaður er í lélegri afurðir af því tagi. Mönnum
kann að finnast, að slíkt mundi enn auka á skriffinskuna í
landinu, og er það rétt, að hún er ærin fyrir, en varla mundi
slíkt sliga ríkisbáknið eða kosta mikið mannahald til viðbótar.
Meiming þjóðarinnar og hættur þær, sem að henni stéðja,
eru nú ofarlega á baugi, og einn þátur umræðna um þetta
gæti verið þau mál, sem drepið hefur verið á hér að framan.
Ef hætturnar eru raunverulegar, sem margir draga að vísu í
éfa, þarf að sækja að þeim á sem flestum sviðum, og þarna
virðist vera um eitt að ræða, þar sem leggja má til atlögu með
nokkra von um árangur.
Hagsýni 09 sparsemi.
Oparnaður er nú mjög ræddur manna á meðal, og meðal ann-
^ ars reynt að innræta börnum þann vana að leggja skildlngá
siha fyrir og eyða þeim ekki í vitleysu, kenna þeim að sparn-
að^r sé dyggð en ekki löstur. Er það voiiandi, að þessi viðleitiii
be^i tilætlaðan árangur, því að hér er um imki^ægt jiijrf að
ræða.
:Én hinum fullorðnu er að sjálfsögðu einnig nauðsynlegt að
ástunda sparnað og hagsýni, ekki einungis sjálfra síri vegna,
heldur og samborgara sinna. Ekki þurfa þeir sízt að hafa
þetta hugfast, sem með fjármuni almennings fara í opinberum
stöðum, en allir vita hverja einkunn menn gefa hverir örðum
í þeim efnum, og er ekki alltaf vist að sá sé syndlaus, sem
fyrsta steininum kastair. Ji’’ - i' J:' Ijj
Oft hefur verið 4?ætt úm það, a&máíiðsyn sé meiri hags'jyni
í rekstri bæjarins, bærinn verðd ao spara ekki síður eh aðrir,
og jafnvel enn frekar en til dæmis ríkið, af því að tekjustofnar
hans sé mjög takmarkaðir vegna ágengni af hálfu ríkisins. Það
er því góð tillaga og athygliverð, sem mun hafa verið hreyft
á bæjarstjómarfundi nýlega, að verðláuna ætti þá starfsmenn
bæjarins, sém kæmu fram með tillögur, er miðuðu að aukinni
hagsýni í rekstri bæjarins eða stofnana hans. Þetta er algengt
meðal annarra þjóða, sem lengra eru komnar en við á ýmsum
sviðum, svo að við getum áreiðanlega haft gott af því. Meðal
starfsmanna bæjarins éru vafalaust margir glöggskyggnir menn,
sem gætu bent á leiðir til 'úrbóta ög framfara, ef ýtt væri undir
þá að einhverju leyti. / 'j. 1’:;';
landi bók, er vakti gífurlega
athygli og dreifðist brátt í þýð-
ingum víða um lönd. Hún
nefndist á frummálinu Im
Westen nichts Neues (Tíð-
indalaust á vesturvígstöðvun-
um). Um hana var sagt, að hún
væri minnismerki hinna
ókunnu, þýzku hermanna,
samin af öllum þeim, er létu
lífið í heimsstyrjöldinni 1914—
1918.
Mér varð oft hugsað til þess-
arar bókar og ekki síður frarii-
halds hennar, Vér héldum heim
(Der Weg zuriick), þegar ég
sat í Þjóðleikhúsinu á dögun-
um og horfði á sýningu leiks-
ins Lokaðar dyr eftir annað
þýzkt skáld, Wolfgang Börc-
hert, sem skapað hefur áhrifa-
mikið listaverk úr þjáningu og
' vonbrigðum og umkomuleysi
lömuðu, þýzku hermannanna,
sem komu heim úr fangabúðum
fjandmannanna eftir heim-
styrjöldina 1939—45. í leikriti
Borcherts felst nöpur ádeila á
styrjaldaræðið í veröldinni,
ógnir þær, er sigla í kjölfar
stríðs, en jafnframt veitir leik-
urinn áhrifamikla hugmynd
um hinar hrundu borgir Þýzka-
lands.
Allt kemur þetta hverjum
hugsandi nútímamanni við, ís-
lendingum ekki síður en öðr-
um. En auk þess er leikritið
Lokaðar dyr stórbrotið lista-
verk, en það eitt réttlætir vit-
anlega, hvað sem efni þess líð-
ur, flutning þess í útvarp eða.
á leiksviði.
Það er ástæða til að fagna
því, að Þjóðleikhúsið skuli hafa
færzt í fang að sýna þeíta verk.
Leikstjórinn, Indriði Waage,
hefur áður sýnt, að hann er
þess umkominn á borð við leik
Ný bók :
Konur í ein-
ræðisklóm.
Komin er út á vegum fsa-
foldarprentsmiðju h.f. bókin
„Konur í einræðisklóm“, eftir
Margarete Buber-Neumann.
í bók þessari er rakin hrakn-
ingasaga þýzkrar konu, sem sat
um árabil í fangabúðum
tveggja einræðisherra, þeirra
Stalíns og Hitlers. Fjallar fyrri
hlutinn um dvöl hennar í
„sælunni“ í Rússlandi, og
nefnist hann Karaganda, en sá
síðari Ravensbruck, en þar
voru illræmdar kvenna-fanga-
búðir Hitlers. Saga þessarar
Margarete Buber-Neumann.
þýzku konu, sem fyrst fékk að
... , .* • ,, kenna á mannúðinni í hinni
stjora annarra þjoða að setja .
.... ... , kommunistisku Paradis,
nýstárleg nútímaleikrit á svið. '■
Það var gaman að bera svið-
setning hans saraan við svið-
setning annars þýzks leikrits,
Hallarinnar, eftir Kafka-Brod,
sem flutt var á alþjóðaleiklist-
arhátíðinni í París sl. sumar.
Sá leikur hafði hlotið heiðurs-
verðlaun í Berlín 1953 fyrir
bezta sviðsetning og ' áhrifa-
mestan leik.
Með sýningu leiksins Lokaðar
dyr hefur Þjóðleikhúsið sýnt, í
að það er fært um að flytja
stórbrotin og vandasöm verk
og engu síður hitt, að það vill
ekki bregðast þeirri sjálfsögðu
skyldu sinni að opna íslend-
ingum dyr út að veröldin.ni í
listrænum skilningi. Flútriingtir
leiksins tóks yfirleitt ágætlega,
enda þótt Baldvin Halldórsson
ynni næst leiks,tjóranum lang-
mesta afrekið og væri allra
hluta vegna hetja kvöldsins.
en var
síðan framseld Gestapo, er á-
•; takanleg, en hún er um leið
j saga f jölmargra annarra
'kvenna, sem við sömu rauna-
i kjör urðu að búa. Bókin er 356
| bls. að stærð, þýdd af Stefáni
! Pjeturssyni fyrrverandi rit-
stjóra.
Bók þessi hefur verið þýdd á
mörg tungumál. Hún heitir á
frummálinu „Als Gefangene
bei Stalin und Hitler“, á ensku
„Under Two Dictators“, en í
norsku þýðingunni hét hún
„Fange hos Stalin og Hitler“.
Hún mun vafalaust vekja
mikla athygli hér ekki siður
én annars staðar.
Uggur meðal Breta í
Hongkong.
i|l
Það hefur vakið ugg meðal
Breta í Hongkong, að hermt er
í fregnum frá Kína, að Nehru
hafi lofað að beita áhrifum
sínum til þess, að Bretar láti
Hong Kong af hendi við Pek-
ingstjórnina.
Nehru var fyrir skemmstu
í opinberri heimsókn í Pek-
ing og á hann að hafa lofað
þessu þar, er hann ræddi við
Mao Tse-Turig. .
■■■*
Rauð herlogregla íeitar
flóttamahna.
Einkaskeyti frá AP.
Berlín í morgun.
". Austur-þýzka kommúnis.tsjlög-
ré^ían ilj^ítar dýrþm og ^ypjgjum
að sex pólitískuni flóttamönnum,
sem brutúst út ur Cottbús-fang-
elsi í fyrradag, og er talið, að
þeir muni reyna að komast til
Ýestur-Berlínar.
Hið andkommúnistiska sam-
band frjálsra lögfræðinga i V.-Þ.
hefur birt fregn um þetta og
segir að ílokkar Jiafi verið sendir
ur búðum herlögreglunnar, til
þátttöku í leitinni. Öflugur lög-
regluvörður er við alla sem
liggia tíl V.-Berlinar.
Jón Guðm. í Valhöll, sem
oft hefur sent mér pistla í þenn-
an dálk, sendi mér í gær tvo
stutta pistla, hugleiðingar hans
frá þvi í haust, sem hér fara
á eftir. Ræðir hann um heim-
sókn Adenauers og sauöfjár-
sjúkdóma, en margt getur
mönnum komið í hug í einhver-
unni. En hér koma svo bréfin.
Athyglisverð heimsókn.
j „Mjög athyglisverða heimsókn.
tel eg það, þegar hinn merki.
stjórnmálamaður Konrad Aden-
auer heimsækir okkur. Erindi
hans virðist vera að sjá með
eigin augum hinn merka stað,
þar sem Þorgeir Ljósvetninga-
goði stóð, þegar honum og öðr-
um vitrum mönnum tókst að
sætta hin ólíku sjónarmið
landsmanna, árið 1000. Það á
eftir að sýna sig, betur en orðið
er, hve merkilegur menningar-
viðburður það var. Mér finnst
það merkilegt við heimsókn
þessa mæta manns, hvað íslenzk
náttúra meö sínu dularmagni,
eins og hún vildi sýna sína dýrð„
klæddist sínum fegursta og-
bezta skrúða. Bæði fyrir og
eftir klæddist hún í mikið lakari
búning. Það er eins og náttúran
sjálf vildi tala sínu þögla máli.
Getur hann sætt.
Eg hefi þá trú að þessum
mæta rnanni auðnist að sætta
hin sundruðu öfl og eyða hefni-
girni og hatri, sem ríkt hefur
milli þjóða. Og upp af þvi geti
vaxið bræðralag, kærleikur og
trú á hið góða afl, sem með öll-
um þjóðum býr. Eg býst við að
þetta þyki barnalegt umræðu-
efni. Já, en erum við ekki mann-
fólkið eins og ómálga börn á
mörgum sviðum, (stærilátir og
heimskir). Er ekki líkt á komið
með okkur í dag og bátnum, sem
rær út á hafið og ofhleður sig.
af efnishyggju.
Sauðf jársjúkdómar.
Eg hefi oft haft í huga við-
vikjandi hinum alvarlegu sauð-
fjársjúkdómum, sem ber svo
mikið á og skapa þjóðinni mikið
vanda og alvörumál, það, sem
gömlu mennimir sögðu í minni
æsku, að dilklömbin væru ó-
hraustari og kvillasamari en
graslömbin. Þeir forðuðust að
setja dilkana á vetur og það var
af þessari reynslu þeirra, að
þeir gerðu það ekki. Væri ekki
reynandi að fá úr því skorið
hvort þetta hefur ekki við rök
að styðjast með því að færa frá
ánum þau lömb; sem ætluð væru
til ásetnings? Þetta hefur ekki
þann kostnað í för með sér, að
það ætti að fæla nokkum frá
því að reyna það. Hvort hér
getur verið um Vörn að ræða í
þessu alvarlega máli er óreynt.
Snögg viðbrigði.
Það er nefnilega mála sannast
að dilkurinn tapar að hausti.
hvorttveggja í senn mjólkinni og
grasinu. Þegar grösin fölna
,ærin að mjólka, en dilk-
er oft látiö ganga eitt-
hvað | ifram eftir og veikist þá
möi’g, eins og skiljanlegt er
Væri aftur á móti fært frá tap-
ar lambið mjólkinni í júnílok, en
þá væri eölilegt að það væri tek-
ið undan. Graslambið lærir þá
að bjarga sér sjálft og tapar
mjólkinni þegar grösin eru bezt
og koma að beztiun notum. Það
er að minnsta kosti reynsla
gamalla manna, að dilkamir
eru veikari fyrir öllum kvillum,
en graslömbin. Væri ékki rétt
að athuga þetta? j.G.“ — Eg,
þakka Jóni bónda. — kr.