Vísir - 13.11.1954, Page 5
X>au.gardagmn 13. nóvember 1954
^TlBni ^
VIÐSJA VISIS:
Atburðirnir í Pakistan.
Mohammed AIi ræðir afstöðuna tif
ýmissa stormafa.
Frá því var sagt í fregnum
nú í vikunni, að Mohammed
Ali forsætisráðherra hefði ver-
ið kvaddur heim í skyndi frá
Bandaríkjunum, vegna þess að
landstjórinn vék stjórninni frá.
Mohammed Ali var í opin-
ben'i heimsókn vestra, til Banda
ríkjanna og Kanada, og varð
hann að hætta við förina þang-
að. — Meðan hann dvaldist í
Bandaríkjunum svaraði hann
nokkrum spurningum vikurits-
ins Newsweek og vöktu svör-
in mikla athygli,
Stalda styrjöldin. ””***
Fyrsta spurningin var á þá
leið, hvort nokkur þjóð gæti
verið hlutlaus í kalda stríðinu.
Mohammed Ali kvaðst ekki
vera trúaður á, að nokkur þjóð
gæti varðveitt hlutleysi sitt,
þrátt fyrir einlæga viðleitni til
að varðveita hlutleysi sitt
hefðu margar þjóðir dregizt inn
í síðari heimsstyrjöldina. Örlög
þeirra sjálfra voru komin und-
ir því, hverjir yrðu þar sigur-
vegarar. Nefndi hann Noreg
dæmi. Norðmenn hefðu vissu-
lega viljað vera hlutlausir, en
orðið styrjaldarþátttnkendur
þrátt fyrir það. Eins Vieri það
í kalda stríðinu. í köldu styrj-
öldinni væri um átök að ræða
vegna ólíkra hugsjóna, sérhver
þjóð yrði að vera öðru hvor-
um megin í slíku stríði..
Öryggi Asíu.
Önnur spurningin fjallaði um
framtíðarþróun öryggismála
Asíu eftir að Pakistan hefði
treyst samvinnuna við Tyrk-
land og með aðild að Suðaust-
ur-Asíusáttmálanum. Mohamm
ed Ali vakti athygli á, að Vest-
ur-Pakistan væri á mörkum
Vestur-Asíulanda, en Austur-
Pakistan við mörk Suðaustur-
Asíu. „Vér eigum mikilla hags-
muna að gæta á báðum þessum
heimssvæðum. Með sáttmálan-
um við Tyrkland höfum vér
fyllt skarð, sem opið stóð í
varnarvegg vorum, með aðild
að SA-varnarbandalaginu von-
um vér, að vér höfum fyllt ann
að skarð þeim megin“. Mo-
hammed Ali sló þann varnagla,
að áður en sá sáttmáli yrði
staðfestur væri nauðsynlegt að
átta sig betur á viðbótarskil-
yrðum nokkurra þjóða.
Aðrar Asíuþjóðir
og kommúnistar.
Aðspurður um það hvaða von
ir hann gerði sér um að fá önn-
ur lönd Vestur- og Suður-Asíu
til að taka þátt í samtökum
gegn kommúnismanum, svo
sem Iran, Irak, Ceylon og
Burma (og Egyptaland), sagði
hann:: Vér erum þeirrar trúar,
að þessi lönd muni er fram líða
stundir verða þátttakandi í sam
starfi til aukins öryggis hvert
á sínu svæði — en þau munu
að sjálfsögðu vera viss um að
leggja sig ekki í neina hættu
að nauðsynjalausu. Þær munu
gefa gætur að oss og sjá, hvern
ig oss farnast. Vér höfum bann-
að kommúnistaflokkinn og gert
bandalag við Tyrkland, and-
kommúnistiskt land. Ef oss
tekst að komast hjá þátttöku í
styrjöldum með eflingu varna,
mun það verða þeim hvatning
til samstarfs.11
Hernaðaraðstoð við Pakistan.
— Ótti Indlands.
„Tilgangur vor er algerlega
í samræmi við sáttmálann um
gagnkvæma aðstoð: Vér mun-
tun njóta aðstoðarinnar í þeim
eina tilgangi, að efla varnir
vorar og tryggja sjálfstæði
vort. Vér höfum engin árásar-
áform í huga. Vér höfum á-
huga fyrir að vernda bæði okk
ar eigið land og þann hluta
heims, sem land vort tilheyrir.
Indland þarf alls ekki að óttast
vaxandi styrk vorn.
Ágreiningurinn
við Indland.
Ein fyrirspurnin fjallaði um
ágreiningsmál Pakistans og Ind
lands — aðallega Kashmir. ■—
Hann var spurður hvað væri
þess valdandi, að ekki væri
hægt að leiða málið til lykta
með þjóðaratkvæði? „Horfurn
ar eru ekki bjartar. Eg hef per
sónulega reynt að ná samkomu-
lagi. Kasmirvandamálið er
komið aftur í hendur Samein-
uðu þjóðanna (Öryggisráðsins).
Þrennt er nauðsynlegt til að
leysa það mál:
1. Að hlutlaus stjórn fari
með völd í þessu um-
deilda héraði.
2. Að alger afvopnun fari
fram í héraðinu.
3. Skipaður verði framkv.-
stjóri þjóðaratkvæðis,
maður, sem væri svo virt
ur og sjálfstæður, að eng
inn drægi í efa, að hann
væri bezt til starfsins hæf
ur.
Við höfum slakað til við Ind
land um, að núverandi stjórn
megi vera áfram við völd. Ind-
land vill í engu hvika frá því,
að hafa þrefalt meira herlið
í Kasmir en vér. Þar að auki
hafnaði Indland Chester Nim-
itz flotaforingja sem fram-
kvæmdastjóra þjóðaratkvæðis
og vill nú framkvæmdarstjóra,
„litlu hlutlausu landi“. Þeir
vilja geta lagzt með öllum
þunga á sveig með fylgismönn-
um sínmn og hafna fram-
kvæmdastjóra frá landi, sem
hefur aðstöðu til að skeyta engu
um hótanir þeirra.“
Bezta vörnin gegn
kommúnisma.
Fyrirspurn í því efni svaraði
Mohammed Ali á þá leið, að
hyggilegast væri að gera það
með tvennu móti:
1. Gera ráðstafanir til að
afla sameiginlegt öryggi,
því að veikar varnir
bjóða ofbeldinu heim.
2. Bæta lífskjör og afkomu-
sltilyrði hvarvetna, þar
sem sú hætta vofir yfir,
að menn aðhyllist stefnu
kommúnista.
Urotiiiiiigarittóðir-
itt í Kattada.
Elísabét ekkjudrottning Bret-
lands flaug í dag frá Williams-
burg í Virginíufylki til Ottawa,
höfuðborgar Kanada.
Þar dveíst liún 8 daga. Helztu
'fjöiskyldur 'Virginiufylkishéldu
ekkjUdi'ottningunni mikið hóf, er
liún var kvödd í gær.
• í Ráðstjórnarríkjunum hef-
ur verið lækkaður afhend-
ingarkvóti á korni sem hin-
um einstöku ráðstjórnar-
lýðveldum er skylt að fara
eftir. Kvóti Ukrainu hefur
t. d. verið Iækkaður um 4
millj. Iesta. Miklum þurrk-
um s.l. sumar er um kennt.
Á fiótta undan eldgosi, eftir Ásgrím Jónsson.
EjÍstSfjfMÍ iwtýju
aö Ijjúha.
Nú líður senn að lokum sýn-
ingar Nýja myndlistafélagsins
í Listasafni ríkisins, 'því að
henni lýkur annað kvöld kl. 10.
Alls hafa nærri 3000 manns
skoðað sýninguna, sem vakið
hefur verðiskuldaða athygli,
ekki sízt myndir Ásgríms Jóns-
Verður reíst viðbyggmr
vié þmgkusið ?
í Alþingi er nú rætt um, að
brýna nauðsyn beri til að bæta
úr húsnæðismálum þingsins.
Sérstök nefnd, sem skipuð er
forsetum Alþingis íhugar nú,
hvað gera skuli í þessu máli.
Þinghúsið er löngu orðið ó-
fuilnægjandi fyrir starfsemi þá,
sem þar fer fram. Gísh Jóns-
soní forseti e. d. minntist m. a.
á það í fyrrad,, að nú væri svo
komið, að leigja þyrfti húsnæði
úti í bæ fyrir einn þingflokk-
inn sem starfsherbergi. Þá væru
nefndir á hrakhólum. engar
vistarverur fyrir forseta þings-
ins til þess að eiga tal við menn
í o. s. frv., og væri þetta vita-
skuld óviðunandi. Til mála get-
ur komið, að viðbygging verði
reist véstur af Alþingishúsinu
þar sem nú eru Sýningarskál-
inn og Líkn, en um þetta verð-
ur skipulagsstjóri að fjalla.
• Uggur er í Nýsjálendingum
út af fregnum um, að
Bandaríkjamenn ætli að
gera kjarnorkuvopnapróf-
anir » suðurskautssvæðum,
sem þeir gera tilkall til
sonar, en haim sýnir 24 mynd- -
ir, sem eru úrval nýrra mynda .
eftir hann. Annar eru nær ein-
göngu ný verk á sýningunni.
Selzt hafa 30—4Ö myndir.
Sjo fétög í handknatt-
leíkskeppnr.
Handknattleiksmeistaramót:
Reykjavíkur 1954 hófst að Há-
logalandi síðast liðinn mið-
vikudag kl. 8. Leikirnir þá un*...
kvöldið fóru sem hér segir:
Víkingur — K.R. 9:9.
Ármann — Í.R. 12:9.
Þróttur — Fram 16:14.
Þetta er fyrri hluti mótsins.
aðeins keppni í meistaraflokki .
karla. Síðari hlutii hefst síðar £
þessum mánuði og þá í öllum
öðrum flokkum karla og'
kvenna. í meistaraflokki karla.
taka þátt sjö félög: Ármann,
Valur, Víkingur, K.R.. Fram, f.
R. og Þróttur. Leiknir verða.
tuttugu og einn leikur á sjö-
dögum og lýkur fyrri hlutanum
22. þ. m.
Keppnin í meistarafl. karla~
verðr mjög hörð’ og tvísýn og;
ógerlegt að segja til um úrslit-
in og þess má geta því til stað-
festingar, að Ármann, K.R. og'
Valur hafa verið Reykjavíkur-
meistarar síðast liðin þrjú ár.
og nú á þessu ári er Ármania,.
íslandsmeistari inni. Fram ís-
landsmeistari úti og nú síðastr-
sigruðu Víkingar í Hraðkeppn-
ismeistaramóti H.K.R.R., sem...
bendir til þess, að þeir séu i
mjöð góðri æfingu. Bendir þvíl
allt til þess, að áhorfendur eigíl
von á harðri, fjörugri og tví-
sýnni keppni að Hálogalandi
í móti þessu.
jm
Samkórs Reykjavíkur
verður í Listamannaskálanum á morgun kl. 2
EIM
L IJ R
félag ungra Sjálfstæftismanna, efnir til almenns fundar í SjálfstæSishúsinu sunnudaginn 14. nóvem-
her klukkan 2 eftir hádegi.
SJmræðueiní:
Frumtncelantli:
Olhim er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. , LÁ
Vestræn menning og komúnismi.
Gunnar Gunnarsson rithöfundur.
v ^VWVWVVVWWWWWVW^VWVVWVVVWVWWWWVVW ■WWWWVV^ VWWWWIMWWWWWWWVlWtftfWVWWIHH