Vísir - 15.11.1954, Blaðsíða 10
>0
VÍSTK
Mánudaginn 15. nóvember 1954
— Ekki minnstu. Herra Blackett hefur reynt svo sem honum
hefur verið unnt, að uppgötva það, en hann segist ekki hafa
hugmynd um það. Hver sem hann er, hlýtur hann að fara mjög
varlega. En segið samt Shrewsbury eða Gardiner, að þér hafið
ekki hugmynd um, hvað bróðir yðar hefur fyrir stafni.
— Það skal eg gera, en eg verð að forða Roger frá aíleið-
íngunum. ■ i ! ■
— Það verður að fara eftir atvikum. Ef um uppreisn er að
ræða, er hann glataður, hvort sem hann er flæktur í málið eða
ekki. Dvöl hans í Kent vitnar gegn honum. Látið hann flýja til
Frakklands meðan tími er til.
— Eg þakka yður hjartanlega fyrir ráðieggingu yðar og eg skal
gera það, sem eg get, en eg er hræddur um, að hann verði þrár
<og óráðþæginn. En hvað sagði Ráðið viðvíkjandi hjónabandi
mínu?
— Það var hlegið að því, því miður. Otterbridge benti á, að
þetta væri meinlaust mál og sumir voru á sama máli, en meiri-
hlutinn leit öðruvísi á. Shrewsbury, sem var talsmaður meiri-
hlutans, sagði, að bezt væri fyrir frið og öryggi ríkisins, að þessi
hættulega ætt dæi út.
— Þorparinn! Þetta á eg Courtenay að þakka. En vita þeir,
að Roger er erfingi minn?
— Otterbridge minnti þá á það, en Shrewsbury hafði það að
engu.
—• Eg held, að þér séuð vinur minn, sagði John. Hvað ráð-
leggið þér mér að gera?
— Þér eruð enginn hirðsnápur, lávarður minn, og ékki heldur
neinn pólitískur klækjarefur. Annars hefði eg sagt yður að
berjast við þá með þeirra eigin vopnum. Segið þessum mönnum,
-.■sem eg hefi nefnt, sögu yðar og reynið að komast til Glochester-
shire með einhverjum ráðum. Haldið þar kyrru fyrir, nema ef
pér þurfið að þjóna drottningunni. Þessi bylur getur liðið hjá.
— En ungfrú Hunsdon?
— Elizabeth prinsessa segir, að tíminn sé bezti vinur sinn.
Hið sama getur átt við um yður.
—• Þetta er lítil huggun.
— Eg vildi, að eg gæti ráðlagt yður eitthvað betra. En minn-
ist þess, sem eg segi nú við yður. Hann tók ofan í kveðjuskyni
og sneri hestinum við. — Haldið opinni leið til Frakklands fyrir
sjálfan yður líka.
XI. kafli.
Hvorum átti hann nú að trúa? Cecil sagði honum að fara burt
úr Lundúnum, en Otterbridge sagði honum að vera kyrr og
ítrekaði þessa ráðleggingu sína í bréfi, sem einkaritari hans
hafði skrifað og John fann um leið og hann kom inn til sín í
Jtose. Þar skýrði hann í fám orðum frá því, sem gerzt hafði
á ríkisráðsfundinum viðvíkjandi væntanlegum ráðahag Johns,
en hann minntist ekki á Roger, hvort sem það hefir verið af
kænsku eða kæruleysi. Ef til vill hefir Otterbridge ekki fundizt
Hyggilegt að festa slíkar fréttir á pappír. Cecil var fallinn ráð-
lierra. Blindi lávarðurinn var að ’eflast að völdum. Það var
því ástæða til að ætla, að hann hefði meiri ástæðu til að leyna
fyrirætlunum sínum.
Morguninn eftir reið John til Westminster í gullsaumuðum
klæðum. Hann hlustaði á sönginn og sá drottninguna krýnda.
Þá athöfn framkvæmdi Gardiner,, sem biskup af Westminster,
í fjarveru erkibiskupanna beggja, sem voru í fangelsi. Hann
tók sér stöðu meðal aðalsmannanna, sem allir tóku í hönd henni
og sóru að þjóna henni og' leggja líf sitt við hennar líf. Hann
mun að öllum líkindum hafa svarið í meiri einlægni en flestir
hinna. Því næst tók hann þátt í skrúðgöngunni, sem fylgdi
henni til Whiteháll. Shrewsbury gekk við.hlið hans og lék á als
oddi.
— Nú er hún krýnd! Nú er öllu siglt í örugga höfn. Shrews-
bury var svo glaður, að hann hirti ekkert um það, hver hlustaði
á hann. :— Nú er ekki annað eftir en að koma henni í hjónaband
og' þá eru ríkiserfðirnar tryggðar.
Hahn kom til sjálfs sín og klappaði John á öxlina. —• O, lá-
varður minn af Bristol. Eg veit að umræður um hjónabönd
eru viðkvæmt mál í yðar eyrum. Hyggilegast af yður væri að
verða piparsveinn, þótt eg mæli yfirleitt ekki með því. En, það
er margt til, sem hægt gr að liugga sig við.
John svaraði engu, og Shrewsbury, sem ennþá var í sjöunda
himni yfir því, að búið var að krýna drottninguna, hélt áfram.
— Já, þögnin er bezta vörn yðar. Ef þér hefðuð verið vinur
.Courtenays hefði Ráðið ef til vill orðið við beiðni yðar. En
eins og sakir standa virðist þér eiga fullmai’ga vini í Kent.
— Það er rangt.
— Neitið eins og yður þóknast, en* farið varlega. Farið til
frænda yðar og biðjið hann fyrirgefningar á hnjánum.
— Eg er hræddur um, að hnén á mér séu of stirð fyrir þess
háttar hreyfingar.
Það er til meðal, sem getur liðkað þau. Yarðmenn stóðu til
beggja handa við hvelfdu dyrnar, sem Holbein lét gera fyrir
Hinrik áttunda. Það var augljóst, hvað Shrewsbury átti við,
en nú hvarf hann út í mannþröngina. John hélt áfram ein-
samall, en allt í einu heyrði hann mjúka og þægilega rödd rétt
hjá.
— Lávarðurinn af Shrewsbury er fullkominn hálfviti, lá-
varður minn af Bristol.
John leit við og sá dökk augu yfir tjúguskeggi. Hinn ný-
komni hneigði sig og kynnti sig: ,,Eg er sendiherra Filips
Spánarkonungs. • Það vildi svo til, að eg heyrði samtal ykkar.“
Hann talaði ágæta ensku, en átti ofurlítið erfitt með fram-
burðinn. John hneigði sig og tók undir hina kurteislegu kveðju,
þóttihann væri fokreiður. Þetta var Renard, versti fjandmaður
hans, sem sóttrst eftir lífi hans aðeins vegna þess, að hann var
af Aumarke-ættinni.
— Þér eruð of skarpvitur fyrir mig, sagði John.
— Er það vegna þess, að eg segi, að Shrewsbury lávarður sé
fífl? Vissulega er hann enginn vinur yðr. Eg bjóst við, að við
hefðum sams konar skoðun á honum.
— Eg veit ekki, hvers vegna við ættum að hafa sömu skoðun
á nokkru?
Einn af hirðmönnum ‘ hennar hátignar óskaði eftir að fá að
tala við Renard, en hann bað hann að bíða stundarkorn. Síðan
sneri hann sér aftur að John.
— Kringumstæðurnar geta gert menn að bandamönnum,
sagði hann. —• Verðið þér við hirðina?
— Við viss -tækifæri.
— Búið þá tií tækifærin, og gerið það svo fljótt sem þér
getið. Þér verðið að vera einhversstaðar, þar sem við getum
hitzt, því að það er hauðsynlegt, að gott samkomulag sé milli
okkar. Það verður yður aldrei í óhag. Eruð þér samþykkúr?
— Auðvitð hlýt eg að vera Sctmþykkur því, sem svo hrein-
skilnislega er boðið.
-—■ Ágætt! Jæja, verið þá sælir, lávarður minn.
Hirðmaðurinní sem hafði ávorpað Renard, sagði honum nú
skilaboð sín, en Renard fór með honum og yfirgaf John.
Tónlistin hliómaði af svölunum fyrir ofan salinn, sem var
þéttskipaður fólki. Þar voru konur í síðuni kjólum, sturrerm-
Á kvöldvokunni.
Þegar þau Hildegard Kuef
og Kurt Hirsch slitu hjúskapn-
um urðu þau samferða niður
þrepin frá skilnaðarskrifstof-
unni. ,.Heyrðu mig, augnablik,
vinur,“ sagði Hildegard. Hinn
fyrrverandi eiginmaður lyfti
hattinum kurteislega og sagði:
„Hvað get eg gert fyrir þig,
elskan mín?“
Hildegard hló og hvíslaði:.
„Ef svo skyldi fara að eg gifti
mig aftur, heldurðu að þú gefir
mér þá ekki meðmæli?“
•
Síra Erskine í Aberdeen seg-
ir frá þessu:
„Einn af forfeðrum mínúm,
sem prestlærður var, var búinn
að biðla til stúlku í tvö ár, og
sýndi það í sjálfu sér töluverða
gætni. Þá sagði hann: „Heyrðu,
Janet, eg er nú búinn að biðla
til þín í tvö ár. Heldurðu ekki
að það sé tími til þess kominn
að eg geti fengið hjá þér svo-
lítinn koss?“
Janet svaraði á þann veg að
auðsætt var að hún hafði oft
hugsað málið: „Jú-ú, Jón, eg
sé ekkert því til fyrirstöðu, ef
þú kyssir gætilega.“
•
Glæsileg kona kom á ráðn-
ingarstofu í Munchen og talaði
við forstöðukonuna. „Eg á sum-
arhús við Starnberg-vatnið og
mig vanta eldakonu þangað.
Eg get ekki greitt fyrir gistingu
þar eða bið, en eg skal greiða
gerðina fram og aftur. fyrir
hverja konu, sem sækir um
þetta.“
„Það er ágætt, frú mín g'óð,“
sagði forstöðukonan. „Eg hefi
skrifað þetta hjá mér.“ Jafn-
skjótt og frúin hafði lokað dyr-
unum sneri forstöðukonan sér
að ritara sínum og sagði: „Þarna
gefst þér gott tækifæri Elly.
Það er þinn frídagur á morgun.
Þú ættir að heimsækja frúna
og skoða umhverfið við Starn-
bergvatnið.“
BOMSUR
Karlmannabomsur
Kvenbomsur
Barnabomsur
Gúmmísíígvél
Kuldaskór
VBQL
£ e Síiwciigké
1693
Þegar bardaginn stóð sem hæst
læddist einn samsærismannanna á
brott og laumaði kyndli inn í aðal-
ibúðarhúsið.
Holt skimaði í kring um sig þegar
hann varði -var við eldbjarmann.
Allt í einu hrópaði hann: „Lucía er
inni í húsinu!“
Og hann tók til fótanna og hraðaði
sér í áttina að húsjnu.
Eldurinn læsti sig óðfluga upp eftir
þurrum veggjum hússins.