Vísir - 20.11.1954, Blaðsíða 1
VI
44. árg.
Laugardaginn 20. nóvember 1954.
266. tbl.
Þing ASÍ:
Fögnu5icr komma yfir
kjörf Ha&inibafs.
f gærkveldi var kjörinn for-
seti íiings Alþýðusambands ís-
lands, er nú stendur yfir hér í
hænum.
Var Hannibal Valdimarsson
kjörinn forseti þingsins með
165 atkv., en Hálfdán Sveins-
.•son af Akranesi hlaut 130 at-
kvæði. 1. varaforseti var kjör-
inn Gunnar Jóhannsson frá
Siglufirði, en Marías Þ. Guð-
xnundsson frá ísafirði 2. vara-
forseti.
Þjóðviljinn segir frá því í
fimm dálka fyrirsögn á forsíðu,
að „vinstri samvinnan" á þing-
inu hafi sigrað, en að kosningu
Hannibals munu einkum hafa
stuðlað kommúnistar og sá
armur Alþýðuflokksfulltrú-
anna, sem honum fylgja að
málum. Gunnar Jóhannsson er
lcommúnisti frá Siglufirði, eins
og kunnugt er.
Þá var kjörið í ýmsar nefnd-
ir, en þinginu verður haldið á-
fram í dag.
Skorinn upp
108 sinnum.
StokkhólmL í nóv.
Fáir menn hafa þjáðst eins
mikið og Svíinn Thure Eklund.
Hann var skorinn upp 108
sinnum áður en hann andaðist
43 ára gamall frá konu og
þremur börnum.
Upphaflega byrjuðu veikindi
hans af skósæri á tá, þegar
hann var í herþjónustu. Það
hljóp bólga í sárið, siðan blóð-
eitrun og seinast varð úr því
kýlapest. Kýlin voru um allan
líkamann. Eklund var alltaf
með annan fótinn í sjúkrahúsi
og var sífellt undir hnífnum.
Seinast fór eitrunin í beinin
og varð þá að höggva úr þeim
skemmdirnar. Ekkert dugði og
seinast fór eitruni í hrygginn,
lungun og að lokum í nýrun.
Öll hugsanleg meðul voru not-
uð, en það kom að engu haldi
og seinast dó hann.
Jarðhræringar í
Orleansville.
Einkaskeyti frá AP. —
París í gær.
Aftur hefur orðið vart mik-
illa jarðhræringa í Orleansville,
þar sem hamfarirnar miklu
áttu sér stað í september.
Voru hræringarnar svo
miklar, að veggir margra hálf-
hruninna húsa hrundu með
öllu, og greip skelfing íbúana,
eins og eðlilegt er. Um 1400
manns létu lífið í landskjálft-
unum í september.
Fyrstu fófaá-
vextir komnir.
Arnarfell kom hingað í gær
með fyrstu jólaávextina. um
400 lestir af eplum frá Spáni.
Ýms önnur skip, sem eru á
leið til landsins eða, sem ver-
ið er að ferma í erlendum
höfnum, flytja hingað epli og
appelsínur. M. a. er blaðinu
kunniugt um appelsínusend-
ingu, sem kemur í Tungufossi
14. desember. — Landsmenn
þurfa áreiðanlega ekki að
kvíða ávaxtaleysi um jólin.
Þess mun ekki að vænta, að
ávextirnir komi í verzlanir
fyrr en í næstu viku.
##
Vinstri öflin" i essinu
sínu á Háskélafundi.
Fellf að helga 1. desemher
kirkju og krisfni v landinu.
í gærkveldi var haldinn fund-
Jir Háskólastúdenta, og þar felld
tillaga, scm hné i þá átt, að 1.
desember í ár skyldi helgaður
kirkju og kristni í landinu.
í morgun skýrir málgagn
Kreml-manna hér frá því, að
fundur þessi hafi verið haldinn,
undir fyrirsögninni „Eindregin
andstaða gegn hernáminu.“
Þar er og sagt, að til fundarins
hafi verið boðað „samkvæmt
kröfu ihaldsstúdenta“. Er mál-
um blandað, eins og vænta má,
en þannig er mál með vexti, að
20 stúdentar, aðallega úr guð-
fræðideild, höfðu krafizt fund-
arins, og lögðu þeir fram til-
lögu þá, er að framan getur. Var
hún felld með 141 atkv. gegn
100.
Afar mikill útflutningur að undan-
förnu, einkum til ivrópulanda.
Skip Eimskipafélagsins þangað
hafa farið og komið fullfermd.
Afar mikill útflutningur hefur verið til Evrópulanda að
undanförnu. Hvert Eimskipafélagsskipið á fætur öðru hefur
farið og komið fullfermt. Allmikill útflutningur hefúr og átt
sér stað til Ameríku, og þaðan munu 3 skip Eimskipafélagsins
flytja 4—5000 lestir af mat- og fóðurvörum og 3—4000 lestir
af öðrum vörum i næsta mánuði, en mikill innflutningur á fóður-
vörum á sér jafnan stað um þetta leyti árs.
í málefnasamningi þeim, sem
meirihluti núverandi stúdenta-
ráðs hafði gert um tilhögun há-
tíðahalda stúdenta 1. des. næst-
komandi, var ákveðið, að ræðu-
menn þann dag skyldu vera Jón
Helgason prófessor í Höfn, er
skyldi tala af svölum Alþingis-
hússins, en aðrir ræðumenn (í
hátíðasalnum) þeir Sigurður
Þórarinsson jarðfr. og Jakob
Benediktsson. Hins vegar hafði
Ingólfur Guðmundsson stud.
theol. einn fulltrúa Vöku í stúd-
entaráði, lagt til, að 1. des.
skyldi helgaður kirkju og kristni,
og ræðumenn kirkjumálaráð-
herra, Steingrímur Steinþórsson,
síra Jakob Jónsson og próf. Sig-
urbjörn Einarsson. Þetta var fellt
Framh. á 8. síðu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Eimskipafélaginu er Lagarfoss
nú við Norðurland, en hann
lestar á samtals 15 höfnum allt
í kringum land 1100—1500
lestir af frystum fiski til
Leningrad og 900 lestir af mjöli
og öðrum vörum til Gautaborg-
ar og Arósa. Fer hann væntan-
lega í lok næstu viku til fyrr-
nefndra bæja. Fermir því næst
mat- og fóðurvörur í Leningrad,
150 lestir af stykkjavpru í
Kotka, Finnl., og 1000 lestir af
sementi í Wismar, A.-Þ.
• Tungufoss fór hinn 15. þ. m.
með 500 lestir af skreið og lýsi
til Napoli og Genúa. Lestar í
Napóli epli og aðrar vörur,
síðan appelsínur, kork og
stykkjavörur á 5 höfnum á
Spáni. Er Tungufoss væntan-
legur hinn 14. des. til Rvíkur.
Eeykjafoss fór frá Hafnar-
firði 15. nóv. til Dublin, Liver-
pool, Cork, Rotterdam, Esbjerg
og Hamborgar með um 2000
lestir eða fullfermi af skreið,
mjöli, lýsi o. fl. vörum og tek-
ur svo upp sína áætlun.
Fjallfoss fer í dag til Raufar-
hafnar, Akureyrar, Siglufjarð-
ar, ísafjarðar, Flateyrar, Hafn-
arfjarðar og Flóahafna og
Vestmannaeyja og tekur full-
fermi af sömu vöru til London,
Rotterdam og Hamborgar.
Selfoss er væntanlegur seinni
hluta í næstu viku frá
Gautaborg og Antwerpen. Á
svo að ferma 600 lestir af lýsi
til Noregs og 300 lestir af mjöli
til Svíþjóðar og Danmerkur.
Tröllafoss er væntanlegur
hingað um 5. desember með um
4500 lestir af sementi frá
Wismar og 800 lestir af
Morö tíö í Indónesíu.
Jakarta (AP. — Yfirvöldun-
um hefur að undanförnu orðið
vel ágengt í baráttu sinni við
glæpalýð í landinu.
Á fyrri hluta síðasta árs
voru rúmlega 2000 menn myrtir
í landinu, en á sama tíma á
þessu ári fækkaði morðum um
nærri 400. Morð þessi eru flest
framin af óaldarflokkum, sem
nú er unnið við að uppræta.
stykkjavöru frá Gdynia,
Gautaborg og Hull. Fer þar
næst héðan til Ameríku.
Dettisfoss fór 15. des. með
um 1200 lestir af frystum fiski
og 400 lestir af lýsi, fiskroðum
o. fl. til New York. Fer þaðan
3. des. til Rvíkur.
Goðafoss er væntanlegur á
morgun síðd. með fullfermi af
vörum frá Leningrad, Kotka,
Helsinki og Rotterdam. Fer
seinni partinn í næstu viku til
New York og þaðan til Rvíkur
9. des.
Flytja sem fyrr var sagt 3
skip 7—8 þús. lestir af vörum
hirigað frá Ameríku.
Brúarfoss er væntanlegur um
miðja næstu viku með fullfermi
af- vörum frá Hamborg.
Jarðhræringar
austan fjalls.
Hveragerði í morgun.
Jarðhræringa hefur orðið vart
öðru hvoru hér í Hveragerði frá
því um daginn, er þeirra varð
fyrst vart.
Þeir hafa þó legið niðri þar
til í gærkveldi að þeirra varð
aftur vart og fundust þá greini-
lega fjórar hræringar. Engin
þéirra var þó mikil og ekki eins
snarpar og á dögunum.
í morgun um tíuleytið fannst
síðast jarðskjálfti þar á staðn-
um.
Fólk telur að jarðskjálftarnir
komi úr norðvesturátt, eða úr
áttum frá Henglinum.
Akureyrl vaiín Noróur*
Eands'keppni s skak.
Frá fréttaritara Vísis,
Akureyri, í gær.
Nýlega hafa verið birt úrslit
um bréfaskákkeppni, sem und-
anfarið hefir staðið yfir milli
fimm vinabæja, sínu í hverju
Norðulandanna.
Vinabæirnir eru Akureyri á
íslandi, Álasundi í Noregi,
Lahti í Finnlandi, Randers í
Danmörku og Vásterás í Sví-
þjóð.
Úrslitin urðu þau, að Akur-
eyri bar sigur úr býtum, hlaut
5 vinninga af 8 mögulegum.
Álasund, Lahti og Vásterás
höfðu 4 vinninga hver og Ran-
ders 3 vinninga.
Af Akureyringa hálfu kepptu
við Álasund þeir Jóhann
Snorrason og Guðbrandur Hlíð-
ar og hlutu 1% vinning. Við
Vásterás keppti Júlíus Boga-
son og Jón Ingimarsson og
hlutu % vinnig. Við Lahti
kepptu Jón Þorsteinsson og
Björn Halldórsson og hlutu
U/2 vinnáng og við Randei's
kepptu Steinþór Helgason og
Guðmundur Eiðsson og hlutu
einnig 1 Vi vinning.
Rafmagn leitt til
Árskógsstrandar.
Akureyri í morgun.
Rafmagni frá Laxárvirkjuninni
var veitt á fyrsta bæinn á Ár-
skógsströnd fyrir fáum dögum,
en það var Litlu Hámundarstað-
ir.
í fyrradag var ráðgert að
hleypa straumi á til Hauganess
og Litla Árskógssands.
Undanfarið hefur verið unnið
að þvi að leggja rafleiðslur í hús
bæði á Hauganesi og Litla Ár-
skógssandi og er nú lokið við að
leggja í öll hús á Hauganesi, en
ekki að fullu lokið á Litlu Ár-
skógsströnd.
ísland sitji hjá um af-
greiöslu Grænlandsmáisins
í gærkvöldi var lögð fram á
fundi sameinaðs Alþingis til-
laga til þingsályktunar frá rík-
isstjórninni, þar sem sendinefnd
íslands á þingi S.Þ. er falið að
sitja hjá við atkvæðagreiðslu
um ályktun gæzluveríidar-
nefndar um það, að Dönum
beri ekki lengur að senda
skýrslur um Grænland til S.Þ.
Flutti utanríkisráðherra dr.
Kristinn Guðmundsson fram-
söguræðu um málið og rök-
studdi hana. Til andmæla tóku
Pétur Ottesen og Finnbogi Rút-
ur Valdimarsson. Ólafur Thors
forsætisráðherra og Eysteinn
Jónsson fjármálaráðherra
mæltu með tillögunni, en um-
ræður urðu miklar um hana
fram eftir nóttu. Atkvæða-
greiðsla fer fram síðar.
Bretar smíða bíl á
hverjiím 10 sek.
Á hverjum 10 sekúndum í mán
uðinum sem leið var bifreið
framleidd í Bretlandi.
AIls voru framleiddar 65.000
bifreiðar í mánuðinum. — Ei*
mikill vöxtur í bifreiðafram-
leiðslunni og vonir standa til, aSj
svo verSi áfrara.