Vísir - 14.12.1954, Síða 10

Vísir - 14.12.1954, Síða 10
10 VISIR Þriðjudaginn 14. desember 1954.' IIIRÐ- klœhir 50 JERE WHEELWRIGHT búið var að telja peningana komust þeir að raun um, að þeir voru ekki nógir. — Fjandans vitleysa var það, að eg skyldi senda svona mikla peninga til Frakklands, sagði jarlinn. — Hvar á eg að fá þá peninga, sem mig vantar? Þetta er alvörumál. Það þýðir ekkert að sitja hér hlæjandi. — Þú hefir aldrei verið sérlega fátækur, lávarður minn, sagði Anthony hlæjandi. — Hefirðu gimsteinana þína, hér? Herra William minntist nú þess, að hann hafði látið gim- sfeinaskrínið í föggurnar á einum trússahestinum, þegar þeir fóru frá Wattingford, en hafði ekki skeytt um það síðan, þar eð hann hefði haft annað merkilegra um að hugsa. — Þá ætti að duga að skreppa til gullsmiðs með glingrið. Hann mun lána út á það í fyrramálið. Herra Blackett getur farið til hans áður en hann leggur af stað. Má eg skreppa eftir gimsteinunum, lávarður minn? — Látið herra William gera það. En hvernig fer, ef skartgrip- irnir eru týndir? — Ef svo er, þá fáum við lánað út á sverðið þitt. Eg sé glitr- andi esmerald smelltan í hjöltun. Hann nægir fyrir pening- únum, sem við þörfnumst að þessu sinni. Anthony skaut’ slagbrandinu frá hurðinni og opnaði. Þar sfóð herra William með hendina á lofti. Hann hafði verið að því kominn að kveðja dyra. — Ambrose er kominn, lávarður minri, og spyr eftir lávai'ð- inum. — Hvar er hann? spurði John. — Hann er niði'i, lávai’ður minn. Þú sagðir mér að hleypa engum inn. — Sendu hann til mín og komdu svo með gimsteinaskrínið. Þú ert með það. — Sjálfsagt, lávarður minn. Það skal gert þegar í stað. Herra William hljóp af stað. — Þá.er það í lagi, sagði John. — Takið það, sem þið þurfið. Við spörum ekkert í þessu tilfelli. En nú skulum við hlusta á, hvað Renard segir og eg vona, að við fáum góðar fréttir, því að hann er innundir hjá drottningunni. Orðsendingin frá Renard var stuttorð, en huggunarrík. Hann var svo önnum kafinn við aðkallandi stöi'f, að hann gat ekki talað við lávai’ðinn fyrri en næstá dag síðdegis, en þá ætlaði hann að vera í White Hall, ef lávarðurinn mætti þá vera að því að skreppa þangað. Hann mundi. með ánægju hiusta á érindi lávarðarins og gera fyrir hann allt, sem hann gæti. — Ágætt, sagði John, en hei’ra Blackett hristi höfuðið. — Við eyðum heilum degi til ónýtis, lávarður minn og við vitum ekki með vissu, hvoi't áform þitt heppnast, jafnvel þótt við njótum aðstoðar sendiheri’ans. Það er bezt að við höldum okkur við okkar eigin ráðagerðir. Ef úti'eikningar Francis eru réttir, mun sendiboði drottningarinnar og varðmenn hans sofa í Cantei'bui’y í nótt. Á morgun mun hann verða í Dover. Við vitum ekki, hvei’su lengi málaflutningurinn stendur fyrir rétt- inum. Ef þeir hafa ekki ennþá stefnt honum fyrir réttinn, getur það dregist, en sé það búið, tekur afgreiðsla' málsins ekki langan tíma. Mín skoðun er sú, að við ættum að fara svo fljótt sem við getum. — Gáfulega sagt, herra Blackett, sagði Francis og geispaði. — Og nú skulurn við ganga til hvílu, því að eg á ei'ftt verk fyi’ir höndum á morgun. — Það er ekki vert að ríða of hart, sagði John. — Annars geta menn farið að velta því fyi'ir sér, hvernig á því standi, að alls- gáðir kaupmenn ferðist með slíkum asa. — Eg kann ráð við því, sagði Francis. — Eg segi að eg sé að elta mann, sem skuldar mér og sé að reyna að flýja undan kröfunni til annari’a landa. Þeir buðu góða nótt og John varð einn eftir. Hann spennti frá sér sverð sitt og hallaði sér út af í í’úmið. Honum datt ekki í hug, að hann mundi sofna, en hann var svo þreyttur, að hann leið út af og vaknaði ekki fyrr en sól var komin hátt á loft. Hann neri augun, því að hinir þrír stóðu við hlið hans. Francis var glaðlegur á svip, þegar hann bauð honum góðan daginn. — Við Anthony erum að leggja af stað til Gloucestershire, lá- varður minn, sagði hann hátt. — Eg ætla að líta yfir eignir mínar og Anthony ætlar að heimsækja konu sína. Harm gekk út og Anthony á eftir, glottandi. Herra Blackett kom til jarlsins og hvíslaði. — Þeir ætla að veðsetja vopn sín af því að það er bezta aðferðin til að felt þau. Svo ætla þeir að skipta um búninga í sjómannaknæpu nálægt höfninni, þar sem ekkert verður spurt um ástæðurnar. Eg hefi fyllt pyngjur okkar beggja, því að eg fekk gott verð fyrir gimsteinana og þurfti’ ekki heldur að selja nema sumt af þeim. Nú ætla eg til Canterbury og eg ræð þér til að klæða þig í flýti og leggja af stað til Whitehall, því við höfum lofað þér að sofa svo lengi sem unnt var. Svört reiðstígvélin hans komu fram undan kápunni. — Eg bið þig, lávarður minn, að vera ekki of bjartsýnn. Það horfir ekki sérlega vænlega fyrir okkur. Þess vegna er bezt að þú leggir þig allan fram í viðskiptum þínum við drottninguna. Vertu sæll. John flýtti sér að klæða sig. Hann vissi, að Ambrose var fjarverandi og gerði sér í hugarlund, að hann stæði nú og héldi í hestana fyrir Francis og Anthony, sem voru nú að dul- búa sig sem kaupmenn. Herra William lagði sig í líma um að þjóna honum sem bezt, til að sýna húsbónda sínum, að hann væri betri þjónn en Ambrose. Þetta var feiminn náungi, en hann hafði fylgt húsbónda sínum til London. Herra William lágaði fi’akkann á húsbónda sínum og rétti honum hanzkana. Þegar hann kom til Whitehall, fr'étti hann, að Renard væri inni hjá drottningunni og hann neyddist til að bíða. Menn forðuðust hann, eins og hann væi’i með smitnæman sjúkdóm, en hann gat hlustað og það, sem hann heyrði, gerði hamx hugsjúk- an. Það hafði verið gefin út skipun um að taka lady Jane af lífi. Fáðir hennar, hinn veiklyndi, sviksamlegi lávarður af Suf- folk, hfði verið fluttur til London og Wyatt reyndi að afsaka sig, að því er sagt var, og reyndi að draga Elizabetu drottningu inn í málið. Þegar Renard kom út úr hei'bei'gi drottningarinnai', heilsaði hann jai'linum vingjarnlega og alúðlega og bað hann afsökunar á því að hafa látið hann bíða. i —Viljið þér borða með mér? spurði hann. — Eg má ekki fara úr höllinni, en drottningin hefir lofað að senda mér kjöt og vín af sínu eigin borði svo að við getum borðað og rabbað saman. — Eg þakka yðar góða boð, sagði jarlinn, en eg þarf að hafa hraðan á. Og eg býst ekki við að geta orðið til mikillar skemmt- unar fyrri en búið er að koma þeim málum, sem eg ber fyrir brjósti, í viðunanlegt horf. Á kvöldvókunni. Karl Valentin sat í bjórstofu og las í dagblaði. Þokkalegur’ maður sat andspænis honunx og sagði: „Afsakið, en gætuð þér ekki sagt mér hvaða mán- aðardagur er í dag?“ „Eg veit það ekki,“ sagði Valentin og hélt áfrarn að lesa. „En blessaður verið þéi', þéx- sitjið með dagblaðið í höndun- um — það hlýtur að vera dag- setning' á því!“ „Það er gagnslaust,11 svaraðiL Valentin argur. „Blaðið er frá. í gær.“ Hann var búinn að fá nýjarx kappakstursvagn og bauð vini: sínum í ökutúr. Þegar þeir voi’u. búnir að ná 150 km. hraða sagði ökumaðurinn fagnandi: — Þykir þér ekki gaman að vera lifandi? — Eginlega er eg steinhissa. á að eg skuli vera það! sagði vinurinn. • Það átti að kjósa vei’ksmiðju- ráð í Tékkóslóvakíu og voru verkamenn leiddir að at- kvæðakassanum. Þar var þeim. fengið umslag og áttu þeir svo að stinga því í kassann. Einn vei’kamaður var óþarflega for- vitinn, hann opnaði umslagið og ætlaði að skoða atkvæða- seðilinn. Umsjónai’maður einn var ekkí seinn að koma auga á þetta og hrópað: „Hvað ei’tu að gera?‘c „Mig langaði bara til að sjá. hvei’n eg væri að kjósa,“ sagði, verkamaðurinn. „Ertu galinn!“ hrópaði um- sjónarmaðurinn. „Þetta er leynileg kosning.“ • Ef hann er ör á fé er sagt: „Hanri neitar ekki fjölskyldu sinni um neitt.“ Ef hún snýi~ eklci hvex’jum eyri tvisvar er sagt: „hún er „óspilunarsöm“ eða „óhagsýn“.“ • Prófessorinn var að halda, fyrirlestur um líffærafræði: „Við sjáum nú á þessu, að heili. karlmannsins er töluvert stærri og þyngri en heili konunnar. Og hvað lærum við af því?“ „Við lærum það,“ sagði einn kvenstúdentinn, „að allt ei* ekki undir stærð eða þyngd. komið.“ C fé. Buwcuqké: imim 1731 EXAMININ6 THE dCDY, TAPZAN FOUNC IT PIERCEP &YA SHORT , SPSAR. HE.5MELLEO THE SHAFTÖF | THE WEAPON ANP StAILEP 6IZIMLY-- |\ THE 0ir<L MiAPE SURE OF ‘ÆF< mm,.., ESCAPE! THE WOMAH'S SŒNTLEP H/MTO A SMALL HUT THE APE-MAN QUIBTLY ENTEÍZEP, ALMOST TO 6TBP ON TríB CNLY CCCUFANT-A PEAP NATIVE! Tarzan læddist hljóðlega að litlum kofa, og um leið og hann laumaðist inn um dyrnar hafði hann næstum stigið ofan á íbúa hússins, steindauð- an. Þegar Tarzan hafði athugað líkið nánar sá hann að það hafði verið stungið með litlu spjóti. Hann glotti þegar honum var hugsað til þess að þannig hafi stúlkan farið að því að komast undan. í þann mund ér Tarzan var að hefja leit sína að, stúlkunni á ný heyrði hann undarlégan hávaða utan úr frumskóginum. Hann þekkti óðara þetta hljóð. Hinir stóru apar vorú að hefja tryllt- an dans svó undir tók í skóginum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.