Vísir - 14.12.1954, Síða 12

Vísir - 14.12.1954, Síða 12
Þriðjudaginn 14. desember 1954. | VÍSIB er ódýrasta blaðið og ifea það fjöl- Þeir, sem ge,ast kaupendur VlSIS eftk 10. kvers mána'Öar, fá blaðið ókeypi* tií mánaðamóta. — Sími 1880. Aöslffasgtaiess' laaighas’itssaffBuaSas' : Kirkju- @9 prestsetursbygging alsl íasisfiæál safaalams. IfitísaiMcáistafi rái&ísiiES gerlr atpp* slræáái ls.irl Aðalfundur Langholtssafn- aðar var haldinn í Laugarnes- Jdrkju sl. sunnudag. Meðal annars var rætt um kirkjubyggingarmál sáfnaðar- ins, en sótt hafði verið um fjár- festingarleyfi fyrir litlu safn- aðarhúsi er síðar yrði hluti af Mrkjubyggingunni, en þeirri umsókn hafði verið synjað isöfnuðinum til mestu furðu. Samþykkt var á fundinum, að leita til húsameistara ríkis- ins um uppdrátt að kirkju- Lyggingu fyrir söfnuðinn og samkvæmt viðræðum, sem fari- ið höfðu fram við húscimeistara óður, bjóst hann við að geta lagt fram útlitsteikningu upp úr áramótunum. | Á fundinum var ennfremur samþykkt eftirfarandi tillaga: „Þar sem ekki hefir enn ver- ið fundin endanleg iausn á húsnæðisvandamáli prsetsins, þá óskar safnaðarfundurinn þess eindregið, að ríkisstjórnin hlutist til um það, að prests- seturshús yerði reist í sókninnni .sem allra fyrst. Ennfremur furðar fundurinn sig á því, að hlutaðeigandi stjórnarvöld skuli hafa verið svo sinnulaus í húsnæðisþörf hinna nýju presta í Reykjavík, sem raun ber vitni.“ Á fundinum var gefin skýrsla um störf liðins árs, en þau voru í senn margþætt og mikil. Barnastarfið hafði feng- ið inni í íþróttahúsinu að Há- logalandi, en jafnframt var þess getið, að þar myndi það ekki geta verið í framtíðinni sökum óviðunandi húsnæðis. Innan safnaðarins er starf- Engin paradís kvenna. Dr. Edith Summeilskill, einn kuimasti þingmaður brezkra jafnaðarmanna, tók þátt í Kína- áerðinrii með Attlee og Bevan tfyrir nokkrum vikum. Hún kvað svo að orði laust lyrir helgina, að það talaði sínu máli um stjórnmálalegt og ■efnahagslegt frjálsræði í Kína, að konur væru látnár vinna Mna þyngstu erfiðisvinnu; ;sveittar og þreyttar yrðu þær Æð bera eða draga hinar þyngstu byrðar. — (Alkunna er, að í Ráðstjórnarríkjunum er í þessu •efni sömu sögu að segja). Utanríkisráðherra til Parísar. Dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra hélt í gær af stað áleiðis til Parísar. Mun hann sitja ráðherrafundi Norður-Atlantshafsbandalags- ins og Evrópuráðsins, er þar yerða háðir í lok vikunnar. ijsi niiai*. andi unglingafélag með um 150 meðlimum og starfaði það mik- ið á árinu. Þá er bæði söngkór og kvenfélag innan safnaðar- ins og gaf kvenfélagið 42 fermingarkyrtla á árinu. Loks má svo geta þess, að fjáröflun- ai’nefnd safnaðarins aflaði 112 þús. kr. í peningum á árinu og vinnuloforða við fyrirhugaða kirkjubyggingu, sem nemur um 100 dagsverkum. Alls á söfnuð- urinn nú um 150 þús. kr. í sjóði og er búizt við að hann aukist til muna á næstunni m. a. með framlögum úr hinum nýja kii-kjubyggingarsjóði Reykjavíkurbæjar. í safnaðarnefnd var í stað Lilju Kristjánsdóttur, sem lézt á árinu, kosinn Örnólfur Valdimarsson og til vara Bárð- ur Sveinsson. Visfðegt verkamanna- skýll í Hafítarfir5i. Verkamannaskýlið við Nýju skipabryggjuna I Hafnarfirði var tekið í notkun eftir gagngerðar breytingar í fyrradag. Skýlið hefur nú tekið miklum stakkaskiptum, verið málað i liólf og gólf,lagt í það nýtt terr- azzó-gólf, komið fyrir nýjum húsgögnum og ýmislegt fleira gert til þess að færa það í nú- tima liorf. Er skýlið nú hið vist- legasta, eins og fréttamenn gátu gengið úr skugga um, er þeir lieimsóttu það við enduropnun þess í fyrradag. Stefán Gunn- laugsson bæjarstjóri afhenti skýl ið formlega, en Hermann Guð- mundsson, formaður Hlífar veitti því viðtöku f. h. verka- manna, kvenna og sjómanna. — Jafnframt afhenti liann að gjöf fjórar myndir af forvígismönn- um Iilifar, þrem stofnendum fé- lagsins, þeim Jóhanni Tómas- syni, Gunnlaugi Hildibrandssyni og Jóni Þórðarsyni í Hliði, svo og Sveini Auðunssyni, sem um árabil var formaður Hlífar. Gagngerðar endurbætuir á Hríseyjarbryggjn. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Vegna mikilla skemmda af völdum ti*émaðks á aðalbryggju Hríseyinga er ráðegrt að end- urbæta bryggjuna næsta sum- sumar og er kostnaðurinn við það áætlaður um 700 þús. kr. Bryggjan er gömul staura- bryggja og eru máttarstólpar hennar stórskemmdir af völd- um trémaðks, Ætlunin er að setja járnþil á hryggjuhausinn, um 30 metra langa og 10 metra breitt, fylla síðan að baki þess með grjóti og' möl og steypa hellu yfir. Von- ast er til, að framkvæmdir geti hafizt í sumar. r lysis Æ Þjóðkirkjan íslenzka stóð að þessu i samráði við Lúílierska alþjóða Þegar Brúarfoss fór héð.an síð-; flóttafólks,. sem orðið liefur að ast var með skipinn lýsissending,! yfirgefa heimili sín, óft í sárri Þannig er nýjasía enska frí- merkið útíits. Það er með vangamynd af Elísabetu drottningu og gefið út í tveim gildum — 2% 02' Sþt pence. Ivær konur slasast af völtkim Tvö umferðarslys urðu á göt- um Reykjavíkur í gær og orsök- uðuts bæði af völdurn hálku. Slysin skeðu með stutu milli- bili, bæði um hádegisbilið í gær. Fyrra slysið varð rét fyrir kl. 12 í gær og skeði á Bergstaða- strætinu. Þar varð kona fyrir því óhappi að detta á hálku og var bæði lögregla og' sjúkrabif- reið kvödd á staðinn. Sem betur rfór hafði konan ekki meiðst verulega og var lnin flutt lieim til sín. Hitt slysið varð tæpri klukku- stund síðar á Eiríksgötuni. Þar hafði kona líka fallið á götuna með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði. Hún var flutt í Landsspitalnn. Var bjargað úr Tjörninni. í gær kom kona með tvo renn- vota drengi, 4 og 5 ára gamla, á lögreglustöðina, en liún iiafði þá rétt áður bjargað þeim upp úr Tjörninni. Höfðu þeir fallið niður um is rétt við land, en konan var þá nærstödd, sá til drengjanna og bjargaði þeim. — Lögreglan flutti drengina lieim. Reynt að afstýra verk- faili á járnbraistnm Bretfaniís. Viðræður milli fulltrúa brezlua jáflnbrautarstarfs- manna og ríkisstjórnarinnar hefjast í dag. Leiði þær umræður ekki til samkomulags er talið líklegt, að vekfall verði boðað á járn- brautum landsins. — Eulltrúar 24.000 járnbrautarmanna á fund í Manchester hafa lagt til, að verkfall verð boðað með fjögurra vikna fyrirvara, ef samkomúlag næst ekki. • Jafnaðarmenn í Bæjara- landi hafa náð samkomulagi við þrjá smáflokka um stjórnarmyndun. Veikir þetta mjög aðstöðu dr. Adenauers og flokks lians, kristilegr'a lýðræðissinna, bæði f Bæjaralandi og á sambandsþinginu í Bonn. 4 lestir, sem hin ísienzka J)jóð- kirkja sendir að gjöf bágstöddunu flóttamönnum, einkum í Miðjarð- arhafsiöndum. Undanfarið hefur staðið yfir söfnun innan l’jóðkiskjtmnar, i samráði við stjórn Lútherska al- . þjóða kirkjusambandsins, til þess að liðsinna bágstöddu flótta- fólki. Varð það ,að ráði, að Þjóð- kirkjan hér sendi lýsi, sem myndi koma að g'óðu gagni. Söfnunin hefur gengið ágæt- leg'a, að þvi er sira Sveinn Vik- ingur, skrifstofustjóri biskups, tjáði Vísi í morgun. Skilagrein hefur enn ekki borizt alls staðar að af landinu, og því ekki unnt að nefna tölur, en þó óhætt að fullyrða, að söfnunin liéfur g'engið vel. Nokluið er , síðan Lútherska kirkjusambandið fór að láta mál þessi til sín taka, cn nú hefur hin íslenzka þjóðkirkja hafizt lianda í þessu skyni meða ofan- greindum árangri. Víða ríkir mikil nevð meðal Sþ hef ja uinræður um Kýpur. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. Stjórnmálanefnd allsherjar- þingsins tekur Kýpurmálið (til- lögu Grikkja) fyrir í dag’. Nefndin liefiir frestað Mar- ökkómáiinu. Arabaríkin báru fram endurskoðaða tillögu, sem var samþykkt með 39:13. — 4 sátu lijá. Höfðu fulitrúar Araba- ríkjanna verið mjög til þess hvattir að bíða átekta í biii og sjá liversu Frökkum verður á- gengt að jafna deilurnar. — Full- trúi Frakka hefur ekki setið fundi nefndarinnar um þetta mál. Ný listmunav erzlun á Týsgötu 1. Fj’rir nokkrum dögum var opnuð ný listmunaverzlun á Týsgötu 1 hér í bænum. í listmunaverzluninni eru til sýnis og sölu málverk, teikn- ingár, vatnslitamyndir og svart- listamyndir eftir ýmsa kunna listamenn landsins. Auk mál- verkanna er þarna mikið úrval af Batik-máluðum dúkum og sleðum, eftir frú Engelmann o. fl. en hún hefur sem kunnugt er kennt þennan austræna list- iðnað hér við Handíðaskólann. Loks er í listverzluninni hand- málað postulín, og ýmsir hlutir úr gleri og keramik. Segja má að þarna sé mikið úrval smekk- legra og fallegra tækifæris- gjafa. Þess má og geta að þarna eru hverskonar myndir og mál- verk tekin til innrömmunar. Þýzkaland, þar sem mikill fjöldi flóttamana er nú, svo og Israel og fleiri lönd fyrir botni Mið- jarðarhafs. Héðán flutti Brúarfoss lýsið til líotlerdani, en þaðan fer það til Líþanon. Safnazt hefur meira fé.en því, sem nemur 4 lestum af lýsi, en ráðgert er að senda meira f þess- ari vöru að ári, og með því móti hyggst hin íslénzka þjóðkirkja að leggja fram sinn skerf lil bág- staddra meðbræðra erlendis. 450 hijálparbeíðfiisr tii Mæðrastyrksnefndar. Mæðrastyrksnefnd liöfðu i gær borizt 450 beiðnfr um að- stoð fyrir jólin og er það svipað því, sem borizt hafði á sama tíma í fyrra. í fyrra sendi Mæðrastyrks- nefnd 351 barnaheimili styrk fyrir jólin, auk þess einstæð- ings mæðrum, ekkjum, sjúkum o, fl. svo alls nufu um 700 manns aðstoðar nefndarinnar þá. Nú, ekki síður en í fyrra, sverfur neyðin og einstæðings- skapurinn að mörgum heimil- um og verða því margir hjálp- arþurfa. Þeir Reykvíkingar, sem ætla að rétta Mæðrastyrksnefndi hjálparhönd fyrir jólin eru vinsamlegast beðnir að snúa sér sem allra fyrst til skrifstoíu nefndarinnar. Ingólfsstræti 9 B, frá kl. 2—6 daglega. Hýsfylíi á Ludu- hstiHinni í gær. Húsfylli var á Luciu-hátíð Norræna félagsins í Þjóðleik- liússkjallahanum í gærkveldi, og fór hátíðin hið bezta fram. Gunnar Thoroddsen borgar- stjór, formaður Norræna fé- lagsns, bauð gesti velkomna með stuttri, snjallri ræðu. Þá flutti ungfrú Anna Larssou sendikennari skemmtilegt er- indi um Lucu-siðina og vin- sældir Luciuhátíðarinnar bæði í Svíþjóð og annars staðar. Síð- an gekk Lucia í salinn, ásamfc þernum sínum. Báru þæp kertaljós og sungu við undir- leik dr. Páls ísólfssonar. Léði þetta hátíðinni sérstæðan og hugþekkan blæ. Þá söng sendi- herrafrú Öhrvall sænsk Ijóð og var henn ákaft fagnað. Loks sungu h ir Kristinn Hallsson og. Frðrik Eyf jörð glunta við hinar ágætustu undirtekir. Að lokum var stiginn dans. Luciuhátíð þessi var gestum, til óblandinnar ánægju og stjórn Norræna félagsins tiL sóma.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.