Vísir - 17.12.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 17.12.1954, Blaðsíða 10
10 ie&U Föstudaginn 17. desember 1954.. IIIRÐ- hiœhir 53 JERE WHEELWRIGHT þótt hann liti út, eins og hann hefði sofið illa. — Drcttningin vill fá að tala við yður, lávarður minn, sagði hann alúðlega. Og um leið og John gekk inn, hvíslaði hann í eyra honum: „Gangi yður vel“. Þegar hann kom inn, sá hann stórt borð og við enda þess var stóll og breitt klæði yfir. Stóllinn var auður, en kringum borðið stóðu Renard, Gardiner biskup og Arundel. Þeir heilsuðu honum formlega en sögðu ekki neitt. Hann stóð kyrr og beið. Allt í einu opnuðust dyx, sem jarlinn hafði ekki tekið eftir. Þjónn stóð í dyrunum og tilkynnti hátíðlega, að drottningin væri að koma. Þeir krupu allir á kné, og John líka, þegar drottn- ingin birtist, og þernur hennar á eftir henni. Hún gekk að stóln- um og gekk hægt og þunglamalega, en þernurnar tóku sér stöðu upp við vegginn og biðu þar. Enginn mátti sitja í návist hennar, en. um leið og hún lét fallast þunglamalega niður á sessurnar, stóðu lávarðarnir á fætur. Hún hafði verið mjög hugrökk og einbeitt í uppreisninni, en hún var hvorki sterkbyggð né hraust og hún hafði orðið að leggja mjög mikið á sig. Hún var föl yfirlitum, nærri því gugg- in, og blaðaði í skjölum sínum. Hún hafði boðið út öllu sínu vilja- þreki og kjálkarnir voru einbeittnislegir og svipurinn harðleg- ur. Hún bar öll einkenni Tudorættarinnar. Hún var stolt, mikl- um hæfiléikum gædd, djúpsæ í ráðagerðum og gat verið grimm. Drottningin gaf jarlinum merki og hann kraup á kné fyrir framan hana og laut höfði. — Jæja,. lávarður minn af Bristol, hvers óskið þér af mér? Röddin var kuldaleg, rám og þreytuleg. — Að þér fyrirgefið bróður mínum, yðar náð. — Hvað hefur hann brotið af sér? - — Reyndar veit eg það. ekki með vissu, nema hvað hann var d Kent og, því miður, einn' af fylgismönnum Wyatts. Hann heyrði skrjáfa í pappír og þau voru lögð fyrir hann. Sólin glampaði á gullhringana á fingrum hennar. — Viljið þér athuga málið sjálfur, lávarður minn? — Það er hér allt saman. Þetta er afrit af málskjölunum, sem lögð verða- fyrir dómstólana. Samsæri gegn mér og uppreisn gegn hershöfð- ingjum mínum. Viljið þér athuga það sjálfur, lávarður minn Hann langaði til að þrífa skjölin og athuga, hversu alvarleg ákæran gegn Roger væri, en hann kunni sig betur en svo, að hann léti það eftir sér. Arundel greip fram í: — Gáið að, yðar náð. Þarna eru með nöfn, sem óþarfi er að komi fyrir allra sjónir. — Þarf eg á leiðbeiningum yðar að halda, lávarður minn af Arundel? hreytti h,ún út úr sér og lávarðurinn titraði af hræðslu. Jæja, lávarður minn af Bristol, viljið þér lesa? — Nei, yðar náð! Ef þér hafið dæmt hann, þá fæ eg þar engu úm þokað. — Eg veit ekki, hvaða varnir hann kann að færa fram fyrir réttinum, en þær verða naumast meira en formsatriði. Hann nsm getur ekki hrakið þá ákæru, að hann sé svikari. Hann var ekki fylgismaður, heldur einn af leiðtogunum. Hann var næstur Wyatt. — Þeir voru fleiri, sagði Renard — sem stóðu eins framarlega og hann. Hún sneri sér að honum og svaraði skjótt: — Það er satt, en þeir verða líka teknir höndum og munu fá að komast að raun um, hver það er, sem ræður hér í Englandi. Hún stappaði niður fætinum. — Jæja, lávarður minn af Bristol. Þér vitið um ákæruna. Það eru drottinssvik, sem um er að ræða. Ætlið þér samt að sækja um náðun? — Hann ætlaði ekki að gera yður neitt mein, yðar náð..... Drottningin hló fyrirlitningarhlátri. — Þér hefðuð átt að lesa málsskjölin, lávarður minn. Er það fleira, sem yður liggur á hjarta? — Auðsýnið miskunn, yðar náð, ef ekki honum, þá mér. Hann er bróðir minn......... John hafði litið upp og horfði nú beint framan í hana. Hún var þungbúin á svip, en varð einbeitt á svipinn, þegar Renard sagði: — Yðar náð á líka systur. .... — Þarna heyrið þér, lávarður minn. Sendiherrann minnist á systur mína. Ef það sannast, að hún hafi haft vitneskju um samsærið eða verið meðsek, mun hún fá sinn dóm og drottn- ingin mun ekki biðja henni griða, til að forða henni undan lög- unum. Ætlið þér enn að halda fram málaleitun yðar? Honum varð hugsað til Rogers, sem var færður í böndum til aftökustaðarins í Canterbury. — Nei, yðar náð! Mér þykir leitt, ef eg hefi aðeins valdið yður áhyggjum. En hafi þjónusta mín nokkru sinni verið 5rður nokkurs virði, ætti hún ef til vill að koma mér að haldi nú. Svar hennar kom mjög á óvart. Það sem hún hreytti í Arun- del var ekkert hjá því, sem nú kom. — Hamingjan 'góða! Dirfizt þér að gorta af þjónustu yðar? Þér, sem eg bjargaði úr kastalanum eftir að faðir minn hafði gent yður þangað. Þér, sem eruð hættulegasti maður krúnunni, að því er margir af ráðgjöfum mínum segja. Og þér hafði verið með í samsæri gegn mér, ásamt systur minni og bróður yðar! Þorið þér að neita því? Þér hafið verið kænn og útsmoginn, miklu kænni en fíflið hann Courtenay frændi yðar, sem eg leysti úr fangelsi og fekk aftur eignir hans, en síðan gerðist hann svikari og reis gegn mér. Það hefir verið nóg af svikurum, sem stóðu með Jane drottningu, en sneru síðan blaðinu við, þegar þeir sáu, hver mundi verða ofan á. Eg þekki þá og hefi sýnt þeirn miskunsemi áður, en nú er engrar miskunnar að vænta lengur hjá mér. En þer eruð útsmoginn og það er erfitt að hafa hendur í hári yðar. — Samsærismaður! — Svikari! — Ráðgjafar míriir segja mér, að það séu ekki til augljós sönnun- argögn á móti yður, annars skylduð þér fá að gista í kastal- anum í nótt. Mér hefir verið sagt, að þér hafið safnað liði mér til varnar. Það bjargar yður í þetta skipti. En ef þér takið þátt í samsæri gegn mér aftur, þá verðið þér tekinn af lífi. Aumarle litli! Eg er María Englandsdrottning. Og eins og faðir minn tók föður yðar af lífi, eins mun eg láta taka yður af lífi, ef þér reynið að rísa gegn mér. Svona, flýtíð 'ýður nú úr aug- sýn minni og þakkið sendiherranum á Spáni, sem hefir bjargað yður! Hún fékk krampakenndan hósta, studdi höndum á siðurnar og hallaði sér aftur á bak í stólnum, en horfði samt á hann grimmum augum. John stóð á fætur. Orð hennar særðu stolt hans. — Það er dýrt spaug að vera trúr þegn yðar hátignar. Hann sagði þessi orð kuldalega og þóttalega. Hún varð undrandi við og reiði hennar breyttist í furðu. John hneigði. sig mjög kulda- lega og gekk út, en sá í svip hið alvörugefna andlit Renards, undrunarsvip Arundels og hinn steirirunna áhyggjusvip Gar- diners biskups. Hann flýtti sér fram hjá Culpepper, dyravörð- unum og gangvörðunum, kallaði höstuglega á ræðara sinn og lét róa með sig niður fljótið. Hann var kominn langt burt, áður A kvoldvökunni. Níu ára gamall drengur var spurður að því hvað hann, vildi fá í afmælisgjöf. „Eg vil fá að hætta að læra að leika á hljóð- færi,“ sagði snáði. í • Piltur úr sjóhernum ame- ríska kom í næturklúbb. Hann. var kornungur, en vildi vera- maður með mönnum og reyndi að vekja athygli stúlku þar, sem seldi vindlinga og var létt- klædd mjög. Stúlkan var minnst 10 árum eldri en hann og lézt ekki sjá hann. Fólk tók að brosa að þessu. Loks nálg- aðist stúlkan borð hans. „Vindl- ar- og vindlingar!“ sagði húm Brýndi síðan raustina svo allir gátu heyrt og sagði skýrt: „Og sleikibrjóstsykur á stöng!“ • Kona kom á bóndabýli, þar sem vinkona hennar bjó og' varð stórlega undrandi er hún. sá að fullvaxinn hani lá þar á: eggjum í hreiðri. Bóndakonan. var bæði hagsýn og nýtin og tók hún eftir því að vinkona hennar undraðist þetta ó- venjulega fyrirbrigði. Hún. sagði þá: „Þú heldur þó ekki. að eg ætli að láta fullorðinn. hana liggja í leti eða híma iðju- lausan? Hann er nefnilega fót- brotinn, skal eg segja þér. Eg skal sjá um að hann hafi eitt- hvað fyrir stafni á meðan hann. er að gróa. — Hann verður þó að vinna fyrir mat sínum!“ • Læknir við þokkalega hjúkr- unarkonu: „Þér skuluð ganga. fram hjá rúmi sjúklingsins við og við — hann vantar ekki ann- að en viljann til að lifa.“ • Tveir kaupsýslumenn ætluðu að gera sér dagamun eitt: kvöldið og settust inn á veit- ingastað. Þeir röbbuðu um allt milli himins og jarðar og þótt- ust vitrir. Að lokum sagði ann- ar: „Eg hefði oft verið að velta. því fyrir mér til hvers maður hefði eiginlega fætur. Mann- inum er hjálpað í heiminn,. hann er borinn í skírnina, dreg- inn á brúðarbekkinn og loks ekið til grafarinnar. Til hvers eru þá fætur?“ Hinn horfði ofan í glas sitt spekingslega og sagði: „Það mætti kannske nota þá þegar menn ganga á bak orða sinna?** 1713 Hafi aþarnir verið hræddir vegna komu þessa undarlega manns, þá var stúlkan enn hræddari þar sem hún kúrði upp í háu tré. Hún hafði hérumbil anað inn í miðja dýraþvöguna á flótta sínum. en áttaði sig á seinustu stundu og gat falið sig í trénu áður en dýrin urðu hennar vör. Skjálfandi af hræðslu heyrði hún hvernig þessi hvíti, hálfnakti maður urraði og öskraði eins og villidýr. Síðan barði hann sér ferlega á brjóst og hrópaði viðbjóðslega heróp apans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.