Vísir - 22.12.1954, Blaðsíða 6

Vísir - 22.12.1954, Blaðsíða 6
6 risih Miðvikudaginn 22. desember 1954 DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálssun. Auglýsingastjóri: Krisíján Jónsson. Skrifstofur: Ingólísstræti X. fftgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIB SLT, Lausasala 1 króna. FélagsprentsmiSjan h.f. Fraffikvæmdir s símaiKiiÉiln. Nú mun vera svo komið, að Akureyrarbær er einna bezt settur, að því er símaþjónustu snertir innan bæjar. Hefui' til skamms tíma verið unnið að stækkun símastöðvarinnar á staðnum, og hefur aukningin verið tekin í notkun. Aður var þar stöð með þúsund númerum, en með viðbótinni er hægt að fjölga símum þar um helming eða í fimmtán hundruð, en ekki lágu fyrir umsóknir nema um tvo fimmtu hluta viðbótarinnar, og þurfa Akureyringar því ekki að óttast það, að símaum- sækjendur þurfi að dúsa' árum saman á biðlista eins og komið hefur fyrir [. ar sem svo vel hefur verið séð fyrir þörfum þeirra að þessu leyti. Öðru vísi er því miður umhorfs hér í bæ, því að hér hefur ekki verið unnt að sjá öllum fyrir síma, er hans óska, um langt árabii, og hefur þó tvívegis verið bætt við sjálfvirku stöðina. Enn sterdrr "'rekkun fyrir dyrum, og fæst þá væntan- lega góð bót á, en' hvort Reykjavík verður eins vel sett og Akureyri eftir þá viðbót, skal ekki sagt að svo komnu máli. En það virðist einsætt, að ekki eigi áð búa lakara að höfuð- staðarbúum en mönnum í öðrum bæjum, því að léleg sírna- þjónusta eða ófullnægjandi er til baga fyrir viðskiptalífið, og viðskiptalíf höfuðborgarinnar er ekki aðeins í hennar þágu heldur og landsins alls. ! En þótt Reykvíkingar sé margir þreyttir á símabiðinni, er því ekki að neita, að framfarir hafa verið miklar í símamálum í landinu yfirleitt. Við erum á undan sumum þjóðum, að því er tækni snertir, og má meðal annars geta þess, að Kaupmanna- höfn hefur til dæmis ekki alsjálfvirkar símastöðvar eins og tveir bæir hér á landi. Mundi mörgum hafa þótt það ótrúlegt fyrir um það bil hálfri öld, þegar síminn var að halda innreið sína hér, að kotungarnir íslenzku mundu verða framar í tækni er stundir líðu en sjálf höfuðborg Danaveldis. En eitt mesta verkefni símans á komandi tímum vérður að leggja allar símalínur í jörðu úti um landið, eða að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er og hægt. Veðráttan kemur í veg fyrir það, að símasamband sé tryggt að vetrarlagi úti um landið með öðrum hætti. Mega menn minnast þess, þegar vetrar- stormar og stórhríðar rufu sambandið við Vestfirði hvað eftir annað fyrir fáum árum.svo að sambandslaust var þangað dögum og jafnvel vikum saman. Slík sambandsslit verða vart hindruð nema með jarðsímalagningu. En þetta er tafsamt verk og kostnaðarsamt, svo að því verður ekki lokið í einu vetfangi, en aðalatriðið er, að það er haí'ið og ætlunin áð halda því áfram sleitulaust, En@!nn kðmntiínéstí vlð? Merkilegt rit um íslenzkar fombókmenntir. i gær segir Þjóðviljinn frá því, að íslenzkur þingmaður, Finn- bog'i Rútur Valdimarsson, sé fyrir skemmstu kóminn heim af ráðstefnu, sem efnt var til í París í síðustu viku, en þar var rætt og varað við hervæðingu Vestur-Þýzkalands. Þaö skal endurtekið, að ráðstefnan var haldin í París, en Isamt segir þingmaðui'inn þær fregnir frá Þýzkalandi, sem hann mun ekki hafa heimsótt, að meiri hluti þýzku þjóðarinnar sé á móti endurhervæðingu landsins. Mundi það einhvern tíma hafa þótt einkennileg fréttamennska, að menn segðu helzt fréttir frá þeim stööum, ,sem þeir höfðu alls e'kki heimsótt. Þjóðviljinn forðast það eins og heitan eldinn að geta þess, að það hafi verið kommúnistar, sefn að ráðstefnu þessari stóðu, áttu upptökin að henni, þó að þeir hafi beitt fyrir sig ýmsum öðrum, sem eru meðreiðarsveinar þeirra í þessu máli. Kommún- istar eru hvergi nefndir i frásögn af fundi þessum, og þjónaði hann þó þeim fyrst og fremst. Má lika telja víst, að þingmað- urinn hefði ekki farið að leggja á sig' reisu þessa, ef hún hefði ekki verið vinum hans við Þjóðviljann til nokkurrar þægðar. Hann mun ekki vera vanur að sækjast eftir samvistum við preláta, en mjög bar á þeim á fundi þessum, að sögn hans i Þjóðviljanum, en menn leggja margt og mikið á sig fyrir mál- staðinn, svo að þetta er ekki verulegt undrunaréfni. Hitt er einkennilegra, að hann skyldi þurfa að fara utan til þess að komast að því, hvað hervæðing Vestur-Þýzkalands er hættulég. Hann hefur getað skýrt frá því nægilega án siglinga hingað til. Ein af athygliverðustu bók- um á jólamarkaðnum í ár er kver sem Iætur lítið yfir sér og Sieitir ekki neinu sérstaklega æsandi nafni en hefur þeim mun meira erindi að flytja. Bókin heitir „Slettireka1' og undirtitill hennar er ,,Leik- mannsþankar um nokkrar gamlar vísur“, en höfundurinn er Helgi Hálfdánarson lyfsali á Húsavík. í fyrra komu út í sérstakri bók nokkrar ljóðaþýðingar Helga Hálfdánai'sonar sem vöktu svo mikla athygli ög jafnframt aðdáun þeirra, sem lásu, að bókin seldist upp á skammri stund. Þóttu þýðingar þessar í röð þess bezta sem þýtt hefur verið á íslenzka tungu í bundnu máli. Fyrir þá, sem þekktu þýðandann, kom þetta ekki á óvart, en fyrir aðra var þetta hrein opinberun í heimi ljóðlistarinnar og nafn Helga Háifdánarsonar var í einni svipan á vörum hvers ljóðunn- andi manns. Sú hin nýja bók ,,Slettireka“.: sem Helgi hefur sent frá sér í ■ haust er allt annars eðlis, en þó að vissu marki skyld að efni. Og það mun engum blandast hugur um, þeim er les, að þama er um gáfulegar, athygliverðar og' skemmtilegai' athuganir að , ræða á sviði forníslenzkrar ljóðagerðai’. Það sem ligg'ur til grundvall- ar þessari bók eru tilgátur höf- undar um að handritaskrlfarar vor.ir hafi ekki ávallt lesið frumrit sín rétt og ýmislegt hafi brenglast í meðförum þeirra. Af þeim ástæðum séu líka skýringar sumra fræði- manna vorra út í hött; þar eð þeir byggi skýringar sínar á röngum .forsendum. Meginefni bókarinnar eru svo getgátur um það hvernie sumar vísur eða vísubrot forn- kvæðanna myndu hafa verið eða gætu hafa verið áður en þær brengluðust í meðförúm. Þannig tekur höfundurinn til meðferðar kvæði Egils, Sonar- torrek, Arnbjarnarkviðu o~ Höfuðlausn, auk lausavísna í Eglu. Ennfremur vísur í Gunn- laugssögu, Bjarna sögu Hít- dælakappa, Heiðarvígasögu. Eyi'byggju, Gísla.sögu, Hall- freðarsögu og Kormákssögu. Vefa má að sumum kunni að finnast getgátur eða skýringar höfundárins hæpnar og erfitt verði að.sanna hvort hann hafi á réttu eða föngu að standa. Én hitt dylsÞengum að þarna kem- ur fram á ritvöllinn gáfumaður. smekkmaður um mál og st.il og sjálfur gæddur ótvíræðri skáldgáfu. Fyrir bragðið mun þessi bók, þótt ekki sé/hún ýkja stór og beri ekki yfirlætis- fullt heiti vera ein sú bókin sem sérstæðan boðskap hefur að flytja þeirra bóka sem komið hafa á markaðinn í haust.. —• Það er ísafoldarprentsmiðia h.f. sem gaf bókina út og á bæði höfundur og útgefandi séx-stak- ar, þakkir skildar fyrir hana. ' Þ. J. Merkar konur. „Merkar konur“ er safn þátta um íslenzkar merkis- og dugn- aðaikonur. sem Elínborg Lár- usdóttir skáldkona hefir skráð og Iðunnai útgáfan gefið út. Þættirnir eru alls 11 og fjalla þeir um Sesselju Guðmunds- dóttur, Guðnýju Hagalín, Sól- veigu Sveinsson, Jóhönnu Guð- rúnu Skaftason, Sigríði Bene- diktsdóttur. Jódísi Sigmunds- dóttur, Jensínu Júlíu Guttorm i son, Jóhönnu Líndal, Elínu Sig- urðardóttur, Guðrúnu Brun- borg og Margréti Árnadóttur. Bókarhöfundur kveðst hafa tröllatrú á konum og hæfileik- um þeirra, fái þær notið sín. Þær konur, sem koma við sögu í bókinni hefir höfundurinn allar þekkt persónulega; allt eru þetta merkiskonur, sem höfundi hafa verið ógleyman- legar sakir hæfileika þeirra og mannkosta. Og enda þótt hér sé naumast um ævisögur að ræða í þess orðs fyilstu merkingu. þá ei’ þi'átt fyrir allt dregin upp allglögg og* greinargóð mynd af lifi og starfi þessara kvenna og þeim reistur minnisvarði' með þessari bók frú Elínborgar. Bókin er um 180 blaðsíður að stærð og í hensi eru myndir af flestum þeirra kvenna, sem bókin fjallar um. Þetta mun vera 19. bók frú Elinborgar Lárusdóttur og hef- ir hún jöfnum höndum fengizt vil ævisagna- og skáldritagerð. Töfrsstafurffln, í cfdár §>vöibii Ihin. ! Nýlega er komin á markað- inn skáldsagan „Töfrastafur- inn“ eftir óþekktan höfund er nefnir sig Svönu Dún. Höfundur tekur þarna til meðferðar efni úr daglega lif- inu og lýsir baráttu alþýðu- fólks við óblið örlög, erfiðleik- um þess og sorgum, gleði þess og vonum. Skáldsaga þess! skiptist í þrjá megin hluta. Nefnist sá fyrsti Dalarbæjar- hjónin og lýsir af glöggskyggn/ ungum lijónum, sem vor eitl flytjast búferlum að heiðar- býli nokkru með hugan fullan af fögrum framtíðardi’aumum, en;ári.seinna snúa þau aftur til byggðá méð brostnar vönir og bóndinn heilsulaus. af kulda og næringarskortí eftir veturinn. j Annar hluti lýsir lifi þeirra. er þau eru flutt á mölina, upp- vexti dóttur þeirra og dauða þeirrar yngri. Síðasti hlutinn fjallar svo að mestu leyti um döttur þe^rra, hvernig hún kynnist góðu fólki og hamingj- an brosir við henni og að lok- um foreldrum hennar. | í þessari bók leitar höfundur að því fallegasta í náttúrunni og eðli. fólksins. ■ ,,Töfrastafurihn“ er hugnæm bók er spáir góðu um skáld- skaparhæfileika höfundar. Bók- , in mun verða mörgum hugljúft : lestrarefni. :.. í<' E. Það eru margar góðar bækur, sem koiíiið háfa út fyrir jólin og varla áður sést jafn mikið af góð- um bókum. Mjög lítið er gefið út af reyfurum og er það sann- ast sagna ekkert til þess að sýta. En surnir segja, og eru það þeir, sem málum eru kunnugastir aS bókamarkaðurinn sé yfirí'ullur. Að þessu sinni nninu vera 140 —150 nýjar bækur á ferðinni, en til samanburðai' má geta þess að varla liafa þær verið yfir 70. í fyrra. Þær hafa því tvöfaldast. Salan dreifist. Bókasalan dreifist þvi á marg- ar bækur ög færri bækur scljast af hverri. Það ei' því hætt við þvi, að enda þótt margar ágætar bækur séu nú áferðinni, muni ekki allar seljast jafnvel og sum- ar vérði útundan í bókaflóðinu. Bækur eru alltaf mildð keyptar en þá má fylla svo markaðinn, að ýmsar bækur, jafnvel góðar bæluir, verði gefnar út með tapi. Og það er engin leið fyrir allan ]iorrá manna að fylgjast með öll- um þeim ósköpum af bókum, sem út eru gefnar. En hvað um það, alltaf er ánægjulegt að sjá góð- ar bækur og ekki sakar það, áð nógu er úr að velja. En liætt er við að einhverjir bókaútgefend- ui’ verði litt ánægðii' með árang- urinn. Málverk fyrir lítinn pening. Það er oft talað um það, að málverk geti fáir keypt aðrir en efnamenn. —Því verður ekki með réttu mótmælt, að listmál- arar selja yfirleitt vinnu sína dýrt og hefur ekki verið að því fundið, þótt draga megi í efa að það horgi sig noklturn tíma að kaupa málverk fyrir tugi þús- unda meðan til eru söfn, þar sem liægt er að skoða falleg listá- verk fyrlr lítið, eða kannske ó- keypis. En fyrir þá, sem ekki liafa ráð á að verzla við meistar- ana ætti éft-irfarandi bréf að geta oi'ðið góð bending'. Fallegar myndir. „Ménn óskapást réttilega oft yf- ir því að vont sé að koniast yfir falleg málverk végna þess live dýr þau séu. Þó eru oft á boð- stólum mjög falleg málverk eftir listfenga málara, sem lítið ber á, því þeir lialda ekki sýningar. Mér var um ilaginn litið inn í málverkavérzlun við Grettisgötu 31 þar seni Kristinn Mortliens hefur til sýnis og sölu málverk sin- Þar voru mjög fallegar og girnilegar myndir, sem sóma myndu sér víðast. Og það 'sem undraði mig mest var, ;að allar vovii þær á lágu verði, jpærri ó- trúlega lágu. Margir binda sig um of við þð, að málarinn sé þekkt- ur, hafi þekkt nafn sem lfstamað- ur, en ég segi, uð finnist manni myndin falleg, þá skiptir minnstu máli livað nafn stendur í horn- inu. ; ...í. . Málverk prýða. Falleg málverk eru alltaf til prýði á heimilum og mikil á- nægja ollum cr list unna að ciga safn slíkra verka. En það er auð- vitað erfitt með það eins og að eiga falleg liúsgögn. Það er ekki á allra meðfæri að hafa cins í kringum sig og bezt yrði á kos- ið. Menn verða jafnan ð sniða sér stakk eftir vexti. Skoðari." — Bergmál þakkar bréfið. — kr. KAUPHÖLLIM ‘t mióstoé veróbrefaskipv- anna. — Simi 1710.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.