Vísir - 22.12.1954, Blaðsíða 9

Vísir - 22.12.1954, Blaðsíða 9
3 Miðvikudaginn 22. desembe'r 1954 VtSIR Sumardvöl í Meistaravik: verkfræöingurinn hafði aidrei verið við próL Guðmmid Tboroddsen, e/ iæknir í Mecstaravsk § siauw. Þegrar sú fregn barst út í sumar að hinn aldni dugnaðaiv og aíorkumaður Guðmundur Thoroddsen, prófessor hefði farið til austurstrandar Grænlands, til að annast læknisstörf í dönskum námubæ, létu margir í ljós undrun sína. Guðmuudur hafði þá nýlega iekið sér hvíld frá erilsömum störfum sem yfirlæknir Landsspítalans og prófessor við Háskólann og var sezíur í helgan síein, eins og kallað er. Þegar hann var spurður að því hver. væri ástæðan fyrir þessari för hans, sagði hann einfaldlega, að þarna hafi verið læknisþörf og engan lækni verið hægt að fá í svipinn. Af þessu einfalda svari má sjá hvernig menn sem látið hafa skylduna ganga fyrir öllu og helgað öðrum allan tíma sinn bregðast við þegar þeir heyra um einhverja, sem eru hjálpar þurfi. Blaðið náði tali af lækninum skömmu eftir að hann kom heim og innti hann frétta af förirmi. Hvað getáð þér sagt. mér um Meistárayík? Hún -er bið stóran fjörð á Austu.r-Grænlandi, sem nefnist Óskars-konungs fjörður. Meist- aravík er beint í norðurátt af Rey'kjavík á 72. breiddargráðu. Sjálfur r.ámubærinn liggur í dalverp. 272 m. yfir sjávarmáli 12 km. frá höfninni. íbúar hans boru 60 karlmenn en engin kona, þegar mest var, en aðeins nokkrir eftirlitsmenn eru þar yíir vetrarmánuðina, því að v;::na liggur þá algerlega niðri. I-íyerskonar námifgrpftujr, er þarna stundaður? Dani: ætla að vinna þarna blý úr jciSu. Hingað til hefir öil .vinr.a verið á undirbúnings- stigi og. :nun námugröftur ekki geta hbar fyrr en á árinu 1956. Taiið er að þarna megi vinna bly úr jprðu fýrir um 100 millj. dar.skra króna. Þegar 'naia verið grafin 800 m. iöng námugong, og hafa verið hc ggnir í þau afhellar, sem nota a-fyrir vélar. Þar fyr- ir o.fan era svo tvenn göng, sem málmgrýtið verður höggvið úr, en á milli þessara þriggja gangna er op, þannig að málm- grýtið er flutt úr tveim efstu göngunum niður í þau neðstu, en þau opnast við fjallsræturn- ar, og er þar unnið úr málm grýtinu. Hvað um íbúana? Þai-na er mejrihluti íbúamia Danir, en einnig eru þar sænsk- ir menn, sem eru aðallega tæknilegir ráðunautar við námuna. Menn þeir, sem þama vinna, eru flestir búnir að virnia þar í mörg ár, þrátt fyrir það, að á hverju hausti, er þeir hverfa heim, em þeir ákveðnir í því að koma alls ekki aftur, en undantekningarlítið eru þeir allir komnúj aftur að vorinu, er binna hefts þar að nýju. Flestir eiga þessir menn fyrir fjölskyldum að sjá og koma því til Meistaravíkur í þeim eina tilgangi, að vinna sér inn pen- inga. Vinnutími er langur, vinnan vel borguð og nær engu er þarna hægt að eyða. Hvernig er viðurværið? Mjög' gott. Aðalfæðutegundin er danskt kjöt, svína- og nauta- kjöt, en einstöku sinnum hrað- frystur ísl. fiskur og íslenzkt svínakjöt. Matur er því allur aðfluttor. Fæði. húsnæði og þjónusta kostar 200 danskar kr. á mán- uðí og má það teljast mjög ó- dýrt. Aðeins ein verzlun er á staðn- um og er hún opin í eina klst. : einu sinni í viku. í henni fást i allar hugsanlegar nauðsyiija- . vörur, svo sem fatnaður hvers- konar, tóbak, sælgæti og vín. Vín sem annað er mjög ódýrt ; og til gamans má geta þess, að ! whiskyflaskan kostar aðeins 12 : danskar krónur eða innan við 30 krónur íslenzkar. Gin 6 d. kr. og hálf flaska af ákavíti 3 d. kr. Mörgum mun þykja það afar ótrúlegt, en drykkjuskapur er mjög lítill þarna í fásinninu. Mjög’ margir drekka þó öl með matnum og einstaka drekka eitthvað sterkara á kvöldin, en ölæði sést ekki. Hvernig nota menn tómstundir sínar? Aðallega til þess að hvíla sig. Því eins og áður er sagt er vinnutími mjög langur. Oft er þó spilað og teflt á kvöldin og á hverju laugardagskvöldi er kvikmyndasýning. Annað er ekki til skemmtunar í námu- bænum við Meistaravík. Samkomulagið er mjög gott meðal námumanna og sem dæmi um það má geta þess, að enskur jarðfræðingur, sem dvalið hafði þarna talsvert á annað ár, sagði í kveðjusam- sæti, að hann hefði aldrei kom- ið í námubæ, þar sem slagsmál hefðu ekki átt sér stað, en síðan bætti hann við, að hann hefði heldur aldrei verið í námubæ, þar sem Skandinavar einir hafi verið búsettir. Hvernig yar heilsufar almennt? Mjög gott. Allir þeir, sem vinna ætia við námuna eru láfnir ganga undh’ lspknisskoð- un áður en þeirra leggja af stað. Farsóttir koma ekki þarna, nema einstöku sinnum í sam- bandi bið flugvélakomur. Al- varleg slys komu ekki fyrir í námunni þetta árið. Aftur kemur yfir menn hin svonefnda heimsskauta depression eða leiði og tauga- veiklun og ber talsvert á því ef langt líður milli ferða. SaingÖngur? Yfir sumartímann kemur þangað ein flugvél á mánuði. Þai- að auki kemur birgðaskip með matvöru og byggingar- vöru frá Danmörku einu sinni á ári. I sumar kom einnig norskur selfangari, sem útbúinn var eins og tankskip og flutti liann brennsluolíu. Auk þess komu þarna nokkrar dansk- ar flugvélar, sem áttu leið um í sambandi við landmælingar o. fl. Að öðru leyti er bærinn algerlega einangraður frá ann- ari byggð. Veðurfar og gróðui'. í sumar var yfirleitt alltaf þurrt veður, logn og heiðríkja þama I dalnum allan sólar- hringinn. Hiti var 8—12 stig á daginn er sólin skín, en oft frost um nætur. Fyrsti snjórinn kom 20. ágúst í sumar, en haim tók aftur upp, en um miðjan sept- ember fór svo að snjóa fyrir al- vöru. Að vetrinum,, þegar ekltí snjóar, er nær alltaf talsvert frost og er það frá 8—20 stig, en fór sjaldan niður í -b25 stig nema niður við sjávarmál, þá fer það niður í h-40 stig. Gróður er þama eingöngu heiðagróður. Mest ber á lág- vöxnum víði, talsvert er þarna af blómum, en gras er bæði lítið. og gisið og því ekki viðlit að hafa þar skepnur. Þama er töluyert iyng, en ber ná ekki að þroskast á því. Eru ekki fleiri byggðir þarna nálægt? Ellaey er byggð eyja í sama firði og Meiistaravík, en 100 km. innar. Þar hefir Lauge Koch að- setur á sumrin ásamt 40—-50 mönnum, en 7—8 menn eru þar yfir vetrarmánuðina. í Skoresbysundi, sem er næsti stórfjörður fyrir sunnan Meistai-avík, er grænlenzk ný- lenda, er Danir stofnuðu árið 1924—’25 og búa þar um 400 Grænlendingar. Einnig er þar dönsk hjúkrunarkona. Þetta er eini staðurinn á ; allri austur- ströndinni, þar sem konur búa. Danaborg og eru þar búsettir! 10—12 Danir. Á 81. breiddar- gráðu hafa Danir byggt flug- völl og stendur hann við Inde- pendence-fjörð. Fleiri byggðir eru ekki á austurströndinni. Fóruð þér ekki að skoða yður eitthvað um? Meistarayík er syo einangr- uð, eins og aðrar byggðir á austurströndinni og landið svo illt yfirferðar, að ekki er hægt um vik. Eg gekk þó talsvert mikið upp um fjöllin í kring um Meistaravík og skoðaði mig þar um. Hvað um veiðiskap? Norðmenn koma talsvert mikið til Grænlands, til þess að veiða refi og hvítabirni. Þeir hafast við í veiðimannakofum hingað og þangað, 1—2 í hverj- um, árlangt. Þessi veiði er yf- irleitt erfið og borgar sig ekki, Danskur veiðimannaleiðang- ur kom þarna í sumar á vegum. danska ríkisins og dvaldi hann við sauðnautaveiðir í IV2 mán- uð og var ætlunin að flytja 20 kálfa til vesturstandarinnai Sauðnaut eru alls staðar út- dauð nema þarna. Lítið varð úr veiðinni, enda lítið um kálfa, þar sem þeir höfðu ekki getað lifað af kuldana í vor. Silungur er þar enginn í árn eða lækjum, en hálfs punds sil- ungur finnst í sumuir, vötnum, Uti fyrir strönainni er eitt- hvað af pólþoi’ski, én hann erí bæði smár og ínagur. Frá námubænum voru engar veiðar stundaðar. Hvað viljið þér að lokum segja um dvöl yðar í Meistaravík? Við þetta er litlu áð bæta, aðeins það, að dvöl mín var í alla staði hin ánægjulegasta. Við þökkum lækninum fyrir greinagóð svör og árnum hon- um heilla í framtíðinni, Er. J. I = Þannig cr umhorfs í Meistaravík — gæti alveg eins verið AKRAFJALL Afgreiðsla Nýlendugötu 14. — Sími 7737. íslenzkur fjörður. 11 Ittliili111■11111ii11111n111111 ■ 1 ■ ■ ■ 1 niiniiiu»"iiiuiiiiimini«»Miiiiiiii»uiiM*iiiii«iiii»iiiiiiiiiiMmni»iuinininiiniin,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.